Morgunblaðið - 17.01.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.01.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1981 13 Gunnar Þórðarson, framkvæmdastjóri Plasteinangrunar, ásamt vélinni, sem fór suður aftur vegna „herðatrésleysis“ á Akureyri. (mynd á.þ.) VÖRUFLUTNINGAR Akureyringa vantar „herðatré“ Það kann að sjálfsögðu ekki góðri lukku að stýra þegar engin „herðatré“ fyrirfinnast í heilum höfuðstað cn þessar eru nú raun- ir Akureyringa og leyfir Hlað- varpinn sér að vitna í Dag á Akureyri frá því fyrir áramót því til staðfestingar: „Þetta atvik leiðir í ljós nauðsyn þess að á Akureyri sé til „herða- tré“ sem ræður við 40 til 50 tonn,“ sagði Jón Samúelsson, afgreiðslu- maður Ríkisskips, en sl. föstudag kom Coaster Emmy til Akureyrar með vél sem vegur tæp 40 tonn. Skipverjar höfðu gleymt að taka með sér „herðatré" norður og því var ekki hægt að skipa vélinni á land. Skipið er væntanlegt aftur til Akureyrar nk. föstudag með nægan útbúnað til að ná vélinni upp. BRAGSMÍÐAR: Afmælisvísur til Otta og lióðstafir um lönd Magnús Jónsson. kennari og fræðaþulur i Hafnarfirði og nú- verandi byggðasafnsvörður þar i bæ. er maður vel skáldmæltur og hefur stundum birst eftir hann kveðskapur i bæjarblöðunum auk þess sem hann hefur farið með visur og kviðlinga á ýmsum mannamótum. Hér getur að lita smá sýnishorn af kveðskap Magnúsar. Fyrra kvæðið, sem Magnús hefur sniðhent, er frá 1979 og ort til manns, sem allir Hafnfirð- ingar þckkja. Ottós W. Björns- sonar, á 75 ára afmælinu. Siðari erindin skýra sig sjálf en eins og kunnugt er, þá eru nafngiftir nokkuð með sinum hætti á Norð- urlöndum og hefur Magnús haft það i huga þegar hann setti vísurnar saman. OTTÓ W. BJÖRNSSON 75 ÁRA Liðin treikvart er nú öld hjá öðlings- manni. Þér ég ágæt þakka kynni, þú ert jatnan hress í sinni. Lífinu þó lifaö sé í lágum ranni. auönudís þig örmum spenni, óskabarn þú sért hjá henni. Bundna málið oft þér yljar inn úr skinni. Vel þín hönd og hreyfing kunni hest aö beita tamningunni. Laust viö þjáning langri hérvist Ijúki þlnni, fáknum á í friöarranni fagnaö veröi komumanni. NOREGUR Fínt er af fénu þelið, fjallalíf þess er hnoss. Horfa á heiöarseliö Hulda og Ole Foss. DANMÖRK Krákan á korniö herjar, komiö er lauf á trén, jöröina jafnan erjar Johannes Pedersen. SVÍÞJÓO Verksmiöjuturninn trónar, trjáviöarsögin hvín, labba um lendur grónar Lundquist og Rosengreen. Nýja Guðbjörgin fær fría upphitun í nýjasta blaði Sjávarfrétta rákumst við á athyglisverða frétt, undir fyrirsögninni „Nýja Guðbjörgin fær fría upphitun" og þykir okkur vel við eiga að birta hana hér í heild: I hinni nýju Guðbjörgu IS sem verið er að smíða úti í Noregi verður afgasið — útblásturinn frá aðalvél — notað til að hita upp allt skipið og einnig til að hita upp svartolíu fyrir brennslu. Þetta er fyrsta íslenska fiskiskipið sem þannig verður útbúið en nokkur skip nota kælivatn af vél til upphitunar. Með þessu er nýtt varmaorka sem annars færi beint út í loftið. Við toppálag um vetrartíma myndi það kosta um 750 þúsund krónur á sólarhring að framleiða þá orku sem þarna fæst ókeypis. Kunnugir segja að kostnaður við upphitun venjulegs skuttogara sé um 150 þúsund krónur á sólarhring við mikið álag. Menn geta síðan leikið sér að því að reikna út hvað megi spara marga tugi eða hundruð milljónir króna ef allur skuttogaraflotinn nýtti orkuna í afgasinu á sama hátt. .. fyrir alla Hafnfirðinga44 t jólablaði Fjarðarfrétta I Hafnarfirði rákumst við á þessa klausu. sem þeir hafa úr fundargerðum Félagsmálaráðs þar í bæ: „Lagt fram bréf frá Sigurði H. Guðmundssyni f.h. Víðistaðasóknar og RK-deildar Hafnarfjarðar þar sem farið er fram á fjárhagsaðstoð til starfsemi fyrir þroskaheft fólk í Hafnarfirði. Félagsmálaráð mælir eindregið með að stutt sé við slíka starfsemi, en telur, að slíkt skuli vera fyrir alla Hafnfirðinga." M ANN ASKIPTI IHHH „Reynum að gefa óvilhalla mynd af Bandarikjunum44 - segir Guðjón Sig- urðsson, nýráðinn blaðafulltrúi hjá Menningarstofnun Bandaríkjanna Mannaskipti hafa nú orðið hjá Menningarstofnun Banda- rikjanna. Halldór Valdimars- son. sem gegnt hefur starfi blaðafulltrúa um nokkurt skeið, hefur nú látið af þvi starfi en við því hefur tekið Guðjón Sigurðsson, sem i nokk- ur ár hefur unnið i Frihöfninni á Keflavikurflugvelli. Hlað- varpinn sló á þráðinn til Guð- jóns og spurði hann hvernig honum litist á sig í nýja starf- inu. „Það er nú kannski full- snemmt að segja nokkuð um það því að ég er bara rétt að byrja hér, en annars líst mér vel á þetta og hlakka til að takast á við þau verkefni, sem starfinu fyigja." Og hver eru þau helst? „Alls konar upplýsingastarf fyrst og fremst, um flest það, sem lýtur að Bandaríkjunum og bandarískri menningu. Sann- leikurinn er sá, að margir ís- lendingar hafa fremur fátæk- lega mynd af Bandaríkjunum og dregur hún þá gjarna dám af deilunum um herstöðina. Það er því hlutverk Menningarstofnun- arinnar og mitt að vera nokkurs konar mótvægi við þessa ein- hliða umræðu og kynna það, sem fram fer með þjóðinni sjálfri, og það, sem hún hefur upp á að bjóða.“ Hvernig er skipulagningu starfsins háttað? „Það er gerð áætlun fyrir árið hvað varðar fyrirlesara og bandarískt listafólk, sem hingað kemur, og auk þess er stundum Guðjón Sigurðsson efnt til ráðstefna í samráði við íslensk félagasamtök. Nú í íebrúar nk. verður t.d. blaða- mannaráðstefna, sem Blaða- mannafélag Islands gengst fyrir í samvinnu við Menningarstofn- unina, en þar verða gestir tveir bandarískir ritstjórar, frá stór- blöðunum International Herald Tribune og New York Times. Eg vil svo ekki gleyma að geta bókasafnsins, sem er allmikið að vöxtum og mikinn fróðleik þar að finna, sem auðvitað er ekki einskorðaður við bandarísk mál- efni. Mig grunar þó, að safnið sé ekki nýtt sem skyldi og stafar það líklega af ókunnugleika." Er þá ekki næst fyrir höndum að hrinda af stað allsherjar áróðursherferð? „Ja, það er nú það. Ef það er eitthvað, sem mér er uppálagt í þessu starfi, þá er það að forðast allan áróður eins og heitan eldinn. Við reynum að kynna það, sem hér fer fram, á hlut- lausan hátt og gerum okkur far um að gefa óvilhalla mynd af Bandaríkjunum og bandarísku þjóðlífi," sagði Guðjón Sigurðs- son að lokum. Hlaðvarpinn óskar Guðjóni Sigurðssyni velfarnaðar í nýja starfinu. HLAÐVARPINN FORNLEIFAFRÆÐI Minjar um norræna menn eða drukkna Eskimóa? Þórshamarinn i IJngava. „Á köldum hjara Ungava í Norður-Quebec er undarleg steinmynd í hamarslíki, sem enginn hefur fundið skýringu á. Jafnvel gömlu skinna- veiðimennirnir forðuðust Ungava því að veturn- ir eru harðir og á sumrin er þar þokusamt og kaldranalegt." I Lögbergi-Heimskringlu nú fyrir skömmu segir frá grein eftir fornleifafræðinginn Thom- as E. Lee við Laval-háskóla í Quebec, sem birtist í blaðinu The Canadian fyrir nærri tveimur árum. Til upphafsorða greinarinnar er vitnað hér að framan. Thomas E. Lee heldur því fram, að hann hafi nú komist að því hvað steinmyndin eigi að tákna. Hér sé á ferðinni Þórshamar, sem sanni að norrænir menn hafi verið þarna á ferð fyrir langa löngu. Þórshamarinn hafi þeir notað sem leiðarmerki, þegar þeir beindu skipum sínum að ósum Payne-árinnar. Þar sé einnig kominn Skuggafjörður, sem segir frá í fornum sögum og muni nafnið dregið af hinum þrálátu þokum, sem þarna ríkja. Á eyjunni Pamiok í Skuggafirði eru gamlar húsarústir og upp með Payne-á hafa svo fundist þorpsrústir, sem Lee segir að séu með norrænu lagi. Allt þetta, segir Thomas E. Lee, sýnir og sannar að norrænir menn voru þarna á ferð mörgum öldum á undan Kolumbusi. Ekki eru þó allir fornleifafræðingar á sama máli og Lee um steinmyndina sérkennilegu og hafa sumir getið sér til, að drukknir Eskimóar hafi hrófað henni upp í ölæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.