Morgunblaðið - 17.01.1981, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANUAR 1981
Þorsteinn Pálsson:
Ný Haraldsslátta
Landsmálafélagið Vörð-
ur hélt fjölmennan ojí fjör-
URan fund um hráða-
birgðalöK ríkisstjórnar-
innar og efnahagsáætlun í
fyrrakvöld. FramsöKU-
menn vóru Friðrik
Sophusson. alþinRÍsmað-
ur, Þorsteinn Pálsson, for-
stjóri, og Pálmi Jónsson,
ráðherra. Hér fer á eftir
framsöRuræða Þorsteins
Pálssonar.
Skoðanakönnun
Dagblaðsins
Þeir vandamálaþættir efna-
hagslífsins sem helst hafa vafist
fyrir okkar ágætu stjórnvöldum,
bæði fyrr og síðar, eru einkum
tveir: Leyndardómar gengisskrán-
ingarinnar og töframáttur vísi-
tölukerfisins. Um lausnir á þeim
vandræðum, sem þessi efnahags-
legu fyrirbrigði hafa alla jafnan
bakað stjórnvöldum, hafa þau æði
oft leitað fyrirmynda úr hefð-
bundnum barnaleikjum. Þannig
hafa menn farið í feluleik með
gengisskráninguna og freistast til
þess að dansa í kringum vísitöluna
eins og jólatréð.
Ef til vill er það orðið eitt af
vandamálunum hversu mjög
stjórnvöld hafa í gegnum tíðina
freistast til þess að sækja fyrir-
myndir í þessa sígildu barnaleiki.
í umræðum um efnahagsáætlun
ríkisstjórnarinnar, sem birt var á
gamlársdag ásamt með bráða-
birgðalögum um nokkra þætti
hennar, hafa menn að mínu mati
horft um of af lágum kögunarhóli.
Sjóndeildarhringurinn hefur
sannarlega ekki verið víður. Þess
er gjarnan krafist að menn séu
annað hvort með ellegar á móti.
Tillögurnar hljóti að vera annað
hvort algóðar eða alvondar.
Dagblað ríkisstjórnarinnar hefur
lagt þess konar spurningu fyrir
þátttakendur í skoðanakönnun.
Kostirnir eru: Þessar aðgerðir eða
engar.
Þegar þannig er spurt er að
minni hyggju ábyrgðarleysi að
svara með öðru en jái. En í raun
og sannleika er viðfangsefnið ekki
svo einfalt, að menn geti leyft sér
að segja já eða nei. Og það er
barnalegt að spyrja á þennan hátt.
Óhjákvæmilegt er að meta hver
áhrif þessar aðgerðir hafa, hvers
eðlis þær eru og hvað tekur við, er
þeim sleppir. Hitt er þó ekki síður
mikilvægt að ræða, hvort fara má
aðrar leiðir. Áður er. menn fella
dóm Hieö þeim orðum sem styst
eru orða en um leið mest í sniðum
er brýnt að brjóta tii mergjar aðra
kosti: Annars konar aðgerðir eða
endurbætur á þessum, en hvort
tveggja sýnist mér að komi til
álita.
Gamlárskvelds-
aðgerðir
Óumdeilt er að sakir þess, að
okkur voru mislagðar hendur við
stjórn efnahagsmála á síðasta ári,
blasti við, að verðþenslan yrði í
árslok 1981 komin yfir 80% í stað
þess 15% marks, sem ríkisstjórnin
hafði sett sér í upphafi síns vegar.
Þessa verðþensluholskeflu varð
með einhverju móti að stöðva. Því
verður ekki á móti mælt, að
gamlárskvöldsaðgerðir ríkis-
stjórnarinnar munu að öllum lík-
indum hafa þau áhrif, að verð-
þenslan aukist ekki að ráði á þessu
ári. Stjórnin hefur á hinn bóginn
sett sér það markmið annað árið í
röð að koma verðþenslunni niður i
40%. Því fer fjarri, að þessi ósk
rætist með þeim aðgerðum, sem
nú hafa verið ákveðnar. Verð-
þenslan verður a.m.k. 55% í árslok
eins og nú standa sakir. En menn
mega ekki vanmeta, að með vísi-
töluskerðingunni 1. mars nk. er
stöðvuð sú fjallháa verðþenslu-
alda, sem fyrirsjáanleg var. Ég sé
ekki hvernig menn geta verið
andvígir slíkri ráðstöfun eins og
nú háttar.
Á hinn bóginn er ljóst, að þær
breytingar, sem gerðar eru á
verðbótakerfinu á þremur síðari
verðbótatímabilum ársins, munu
auka ganghraða verðþensluhjóls-
ins. Þetta gerist þegar hætt verð-
ur að taka tillit til viðskiptakjara-
breytinga og draga frá launa-
hækkanir bóndans í búvöruþætti
vísitölunnar. Að þessu leyti stefna
ráðstafanirnar beinlínis gegn því
markmiði að draga úr verðþensl-
unni.
Þegar litið er á verðbótabreyt-
ingarnar í heild sinni draga þær
verulega úr verðþenslu fyrstu
mánuði ársins en auka síðan
hraða hennar, en þó ekki meir en
svo, að þenslan verður lítið meiri á
þessu ári en því síðasta. Ástæðan
fyrir niðurskurði verðbóta er gam-
alkunnugt vandamál. í lok síðasta
árs var samið um 6% kjaraskerð-
ingu og 87% verðbólgu með 10%
krónutöluhækkun kaupgjalds að
meðaltali. Með því að þjóðartekjur
á mann hafa farið minnkandi var
ekki unnt að bæta lífskjörin með
launahækkunum eins og þeim sem
þvingaðar voru fram sl. haust m.a.
af ríkisstjórninni.
I raun réttri er ríkisstjórnin
með verðbótaniðurskurðinum 1.
mars aðeins að leiðrétta þau
augljósu mistök, sem gerð voru í
októbersamningunum. Þetta eru
gömul og döpur sannindi, sem
flestar ríkisstjórnir hafa glímt
við.
togstreitan í
þjóðfélaginu
Þegar sú staðreynd er höfð í
huga, að laun eru u.þ.b. 75% af
þjóðartekjum; en það hlutfall er
með því hæsta sem þekkist, má
ljóst vera, að sérhver almenn
launahækkun hefur verðþenslu-
áhrif, styðjist hún ekki við aukna
verðmætasköpun. Fyrr eða síðar
kemur að því að þjóðin verður að
læra þessi sannindi og viðurkenna
þau í verki. Verðbólgan á vissu-
lega að hluta til a.m.k. rætur að
rekja til þess, að okkur hefur
mistekist að leysa hagsmunatog-
streituna í þjóðfélaginu. Þegar
tekjur þjóðarinnar hafa ekki
hrokkið til að standa undir þeim
útgjöldum sem ákveðin eru með
einum eða öðrum hætti, hefur
dæmið verið jafnað með því að
minnka verðgildi hverrar krónu.
Reikningarnir hafa verið sléttir
með verðbólgu.
Margar ríkisstjórnir hafa
freistast til að gera sjónhverf-
ingar af ýmsu tagi í því skyni að
fela verðbólguna. Eitt af þeim
meðulum er notað hefur verið í
þeim tilgangi, er svokölluð verð-
stöðvun. Hún hefur nú verið í gildi
í heilan áratug. Sumir hafa staðið
í þeirri trú, að verðstöðvun fæli í
sér bann við verðhækkunum. Sú
trú er ekki á rökum reist, svo sem
reynslan hefur kennt mönnum.
Heitið er jafnmikið öfugmæli eins
og að kalla Vatnsmýrina aldin-
garð. Það er einn af höfuðþáttum í
gamlárskvöldsaðgerðum ríkis-
stjórnarinnar, að endurútgefa
orðréttan í bráðabirgðalögum
þann verðstöðvunarlagatexta, sem
verið hefur í gildi í 10 ár. Að
vonum datt það fyrst í hug manns
að þetta væri framlag ríkisstjórn-
arinnar til áramótaskaupsins, því
að vitaskuld var óþarfi að endur-
útgefa þennan texta. Nú hefur
formaður verðlagsráðs gefið þá
skýringu á endurútgáfunni, að
með henni sé stefnt að því að
hætta faglegum afgreiðslum á
erindum, sem verðlagsráð fær til
meðferðar. Annar botn hefur ekki
fengist í málið og er hann fyrir
mér eins suður í Borgarfirði eins
og sá botn, sem er þó frægari með
þjóðinni.
Reksturinn
verður dýrari
hækkunar-
þörfin meiri!
Verðstöðvun, sem svo er nefnd,
er í því fólgin að draga afgreiðslur
í verðlagsráði á erindum um
verðhækkanir og leyfa heldur
minna en þörf krefur. Síðan fer
hver samþykkt verðlagsráðs fyrir
ríkisstjórn, hvort sem um ræðir
aðgöngumiða í Óðal, Hollywood
eða bíó, Tropicana, sement,
franskbrauð, fiskibollur, kaffi eða
kók. Auðvitað hafa menn mest við
við vísituiuvörurnar. Það sem er
létt á fóðrum í vísitölugrundvelL
inum kæra menn sig kollótta um. I
kerfinu kemur það ekki við buddu
neytandans. Og kerfið er vitaskuld
æðra raunveruleikanum. Hlutverk
ríkisstjórnarinnar er síðan að
fresta sem lengst að staðfesta
ákvörðun verðlagsráðs. Hver er
árangurinn? Svarið við þeirri
spurningu er einfalt. Fyrirtækin
þurfa í vaxandi mæli að styðjast
við lánsfé í rekstri. Reksturinn
verður dýrari og hækkunarþörfin
meiri þegar frá líður.
Verðstöðvun íþyngir einnig inn-
lendri framleiðslu og mismunar
henni í óhag gagnvart erlendri
framleiðslu, stefnir atvinnuöryggi
íslensks verkafólks í tvísýnu og
styrkir stöðu þeirra sem vinna
framleiðslustörf erlendis. Þegar
til lengdar lætur, eykur slík verð-
stöðvun verðþensluna. Sköpunar-
verkið snýst þannig gegn skapara
sínum.
Að minni hyggju getur eigi að
síður verið réttlætanlegt að grípa
til verðstöðvunaraðgerða um mjög
skamman tíma, einkum þó ef það
er í tengslum við aðrar aðgerðir
eins og t.a.m. niðurskurð á um-
Ræða á Varðarfundi um
efnahagsráðstafanir
ríkisstjórnarinnar
sömdum verðbótum. Verðstöðvun
getur því verið óhjákvæmileg við
slíkar aðstæður. Gamlárskvölds-
bráðabirgðalögin gera ráð fyrir,
að verðstöðvun ljúki 1. maí nk.
Það er ekki óeðlilegt, fyrst og
fremst af sálfræðilegum ástæðum,
að tengja verðstöðvun þannig við
niðurskurðartímabil á verðbótum.
Þess er og að vænta, að stjórnin
standi við ákvæði laganna og lengi
ekki gildistíma verðstöðvunar
fram yfir tímamörk verðbótanið-
urskurðarins. Að vísu veit það
ekki á gott, að ráðherrar hafa
látið í annað skína. Það er eitt af
þessu, sem kemur á daginn síðar.
Reynslan hefur kennt mönnum,
að kerfi verðlagshafta með verð-
stöðvun í ofanálag er í eðli sínu
tilraun til þess að taka í taumana
eftir að verðhækkunarþörfin er
orðin. Slíkar tilraunir hafa aldrei
tekist og munu ekki gera það.
Mesti árangur, sem við getum
vænst með þessum aðferðum, er
sá, að þegar við fáum nógu mikla
pólitíska sjónhverfingamenn í
stjórnarráðið, að þeir geti talið
okkur trú um, að verðþenslan
minnki á þennan hátt.
Gengið er fellt
í karphúsinu -
ekki í Seðla-
bankanum
Víkjum þessu næst að öðrum
meginþætti efnahagsaðgerðanna.
Hann er í því fólginn að festa
gengi krónunnar og afla fjár-
magns til uppbóta til fiskvinnsiu
og iðnaðar. Með réttu ber að kalla
þessa ráðstöfun fölsun á geng:
isskráningu og millifærslu. í
efnahagsáætlun ríkisstjórnarinn-
ar segir, að beita eigi verðjöfnun-
arsjóði fiskiðnaðarins í þessu
skyni. Þessi sjóður var stofnaður í
tíð viðreisnarstjórnarinnar til að
draga úr sveiflum í sjávarútvegi
og stuðla þannig að almennu
jafnvægi í efnahagsmálum.
Vinstri stjórnin 1971 sneri hlut-
verki sjóðsins við og byrjaði að
nota hann til þess að fjármagna
verðbólguna. I Gamlárskvöldsyf-
irlýsingunni felst hótun um nýja
misnotkun sjóðsins. Það er í
fyrsta skipti, sem slík áform eru
viðurkennd berum orðum og
skjalfest.
En það er ævagamalt viðfangs-
efni að halda í verðgildi pen-
inganna. Þegar inneignir eru ekki
fyrir útgjöldum, dugar þó ekki
óskhyggjan ein í því efni. Sú var
tíð, að gerður var greinarmunur á
skíru silfri og bleiku. Haralds-
slátta var það kallað, þegar Har-
aldur harðráði drýgði silfurpen-
ingana með kopar. Svipað fyrir-
brigði kölluðum við fram til þess
síðasta flotkrónu. Frægt er þegar
Halldór Snorrason lét þannig
gengisfellda silfurpeninga falla á
gólfið þegar konungur útdeildi
málanum. Við höfum einnig kast-
að flotkrónunni fyrir borð og
löggilt aðra nýja og verðmeiri. Og
að vonum spyrja stjórnvöld, hvort
nokkur hafi á móti því að festa
gengi þessarar nýju krónu. Vita-
skuld er það keppikefli. Það eru
allir á móti gengislækkunum. En á
öllu veltur, hvort réttilega sé að
staðið. Við höldum ekki genginu
föstu með því að samþykkja lög
þar að lútandi eða með bókun í
fundagerðabók ríkisstjórnarinnar.
Það er útbreiddur misskilningur
að gengi krónunnar sé fellt í
bankaráðsherbergi Seðlabankans.
Gengi krónunnar ræðst bæði af
breytingum launa og annarra
kostnaðarþátta útflutningsfram-
leiðslunnar og verðlagi á erlend-
um mörkuðum. Síðasta stóra
gengisfellingarákvörðunin var
þannig tekin í kjarasamningunum
í október sl. í karphúsinu en ekki í
Seðlabankanum. Hlutverk Seðla-
bankans er einvörðungu að skrá
afleiðingu þeirrar ákvörðunar.
Hans hlutverk er að viðurkenna
staðreyndir eigi halli ekki að
komast á vogarstöng efnahagslífs-
ins.
Að lýsa skaða
óheimilan eftir að
hann er orðinn
Fast gengi krónunnar getur
einvörðungu verið afleiðing af
öðrum ákvörðunum er miða að
efnahagslegu jafnvægi.
Föst gengisskráning í 55% verð-
bólgu er sams konar aðgerð og
verðstöðvun. Menn einfaldlega
taka ákvörðun um að neita að
leyfa Seðlabankanum að skrá
verðgildi krónunnar í samræmi
við orðnar breytingar. Það á að
lýsa skaðann óheimilan í banka-
ráðsherbergi Seðlabankans þegar
hann er orðinn, rétt eins og þegar
verðlagsráð sitjandi við gamla
haftafundarborð fjárhagsráðs
hafnar beiðni um verðhækkun
eftir að kostnaðaraukning hefur
átt sér stað. Aðgerðir af þessu tagi
skírskota um of til þeirra leikja
sem helstir eru í barnæsku
manna.
Fölsunin á gengi krónunnar
kemur skýrast fram í því, að
ríkisstjórnin segir sjálf, að af
þessari ráðstöfun leiði að verja
þurfi 100 milljónum nkr. til
styrktar fiskvinnslu og iðnaði.
Fölsunin kemur einnig fram í því,
verði gengið fast til 1. maí nk., að
þá þarf að fella það um a.m.k. 15%
til þess að atvinnulífið gangi
snurðulaust eftir þann tíma. Þessi
aðgerð er því sjónhverfing en ekki
lausn. Gengisfelling, sem óhjá-
kvæmileg er þegar stíflan brestur,
hefur meiri verðþensluáhrif en
jafnt gengissig. Gengisfölsunin
uppvekur þar að auki spákaup-
mennsku af því tagi, sem ekki
getur talist falla að jafnvægislóð-
um efnahagsstjórnunarinnar. Og
fyrr en síðar kallar hún á inn-
flutningshöft ætli menn sér að
komast hjá viðskiptahalla.
Millifærslurnar eru sá þáttur
þessara aðgerða sem síst skyldi fá
efnahagslegt heilbrigðisvottorð.
Þær eru auðvitað óhjákvæmileg
afleiðing gengisfölsunarinnar. Á
blómaskeiði þessa kerfis höfðu
útgerðarmenn gjarnan meir upp
úr styrkjamiðunum en fiskimið-