Morgunblaðið - 17.01.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.01.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1981 Dr. Eiríkur Örn Arnarson: Svefnleysi - úrræði án lyfja ferðin er lyfjagjöf. Áætlað hefur verið að tíundi hver Breti sofni á hverju kvöldi fyrir tilverknað svefnlyfja. Samkvæmt könnun landlæknis- embættisins hefur notkun svefn- lyfja hér á landi verið mikil allt fram á síðustu ár en nú er talið að dregið hafi úr henni. Nærri lætur að við eyðum þriðj- ungi ævinnar sofandi. Hins vegar er mörgum spurningum ósvarað varðandi svefn, t.d. hvers vegna við þurfum að sofa, hvers vegna okkur dreymir. Samt vitum við mikið um svefnmynstur. Nýfædd börn sofa um 16 tíma á sólarhring, 16 ára Dr. Eiríkur Örn Arnarson, höfundur þessarar greinar, starfar á Geðdeild Landspítal- ans. Hann er klín- iskur sálfræðingur og er nýlega kominn heim frá námi í Bretlandi. Greinin, sem birt er með góðfúsiegu leyfi dr. Eiríks, birtist upphaf- lega í 3. tbl. 28. árg. Fréttabréfs um heilbrigðismál, sem Krabbameinsfélag íslands gefur út. Þar er og að finna rækilega heimildaskrá höfundar. „... svefr.inn góða, sem greiðir flókinn rakþráð vorra rauna, er hvers dags ævilok og stritsins laug, særðum hug balsam, best og hollust næring, sem lífið ber á bórð." Makbeð, II. þáttur, 2. svið, í þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Með þessum orðum Makbeðs er á áhrifaríkan hátt lýst trú okkar á iækninga- og endurnæringarmátt svefnsins; við getum þolað flest, ef við fáum aðeins að sofa. Eftir langan og erfiðan dag göngum við til hvílu dauðþreytt og vöknum að morgni hvíld og endurnærð. Þegar við sofum of lítið verðum við þreytt, niðurdregin og finnst allt ómögulegt. Þetta þekkja allir af eigin reynslu, en hitt vita menn ekki eins vel að of mikill svefn getur valdið þreytu og öðrum óþægindum. Sýnt hefur verið fram á að skap okkar léttist við aukinn svefn umfram 5 tíma — og allt að 9 tímum, en þyngist aftur ef við sofum lengur. Svo þýðingarmikill sem svefninn er vekur það ef til vill furðu að áhrif algers svefnleysis skuli ekki vera enn meiri en raun ber vitni. Þótt fólk njóti ekki svefns dögum saman getur það leyst mörg einföld verkefni eins og þegar það nýtur eðlilegs svefns, ef áhugi er fyrir hendi. Má segja að það sé eins gott, því að ýmsir starfshópar þurfa oft að gegna ábyrgðarmiklum störfum án þess að hafa fengið nægan svefn. Það er hins vegar talið fullvíst að langar vökur hafi mikil áhrif á geðsmuni manna. Þeir verða þreyttir, sljóir, áhugalausir og. eiðarlausir. Oft er spenna, kvíði og þunglyndi fylgifiskur svefnleysis. Því er afar mikilsvert að koma reglu á svefninn. ÓFULLNÆGJ- ANDI SVEFN Svefnleysi (insomnia) má ein- faldlega skilgreina sem langvinna erfiðleika við að sofa nóg. Þeir sem eru haldnir svefnleysi eiga erfitt með að sofna á kvöldin, vakna oft á nóttunni eða snemma á morgnana. Þar að auki minnkar hlutfall REM-svefns* hjá þeim mjög mikið Teikningar: Slgurður örn Hrynjólfsson. AuKlvsingastufan SGS * Sá hluti svefns sem einkennist af hröðum auKnhreyfingum er nefndur REM-svefn (rapid eye movement). Oft hefur REM-svefn verið kallaður draumsvefn, en rannsóknir á blindu fólki mæla gegn því að slíkt sé réttnefni. Heilastarfsemi eykst og hitastÍK heila hækkar í REM-svefni. Þessi svefn er um 20% svefns hjá fullorðn'um. en hlutfallið minnkar með aldrinum og starfsemi sjálfvirka taugakerf- isins (autonomic nervous system) verður meiri (t.d. eykst hjartslátt- ur og hitastig útlima lækkar). Þeir sem þjást af svefnleysi sofa því ekki aðeins minna en aðrir, heldur hvílast þeir einnig minna. Rannsóknir hafa hins vegar leitt í ljós að margir þeirra sem kvarta undan svefnleysi sofa lengur en þeir giska á eða segjast sofa. Þótt þeir viljj vera láta að þeim hafi ekki komið dúr á auga þá sofa þeir að öllu jöfnu slitróttum svefni. Enda þótt óþægindi þeirra sem kvarta undan svefnleysi séu oft orðum aukin, þá er þjáning þeirra hins vegar staðreynd. Hinar slæmu hliðar svefnleysisins eru ef til vill ekki þær að missa svefn heldur miklu frem.ir kvíðinn sem fólk finnur fyrir þegar það liggur and- vaka, byltir sér án þess að geta fest blund og hugsar á þessa leið: „Verð ég of þreyttur til að fara í vinnuna á morgun? Hvers vegna get ég ekki sofnað? Klukkan er orðin tvö og ég er enn vakandi." Þessi vanlíðan greinir svefnleysingjann frá þeim sem er eðlilegt að sofa lítið. Hinir síðarnefndu vilja hvorki sofa mikið né þurfa þess, en eru fullhvíldir engu að síður. TÖLFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR Svefnleysi er venjulega tengt vefrænum eða sálrænum vanda- málum svo sem sársauka, ofnæmi, spennu, kvíða og þunglyndi. í Bretlandi er áætlað að sjötti hver fullorðinn eigi vanda til svefnleysis og allt að annar hver þeirra sem eiga við geðræna erfið- leika að stríða. Litlar upplýsingar eru til um þessi efni á íslandi. Þ6 má geta þess að á starfssvæði heilsugæslu- stöðvarinnar á Egilsstöðum reynd- ust 5,8% íbúanna hafa átt við svefnleysi að stríða (sem höfuð- vanda), samkvæmt könnun sem gerð var þar á árunum 1976—79. í rannsókn Hjartaverndar hefur komið í ljós að af þeim körlum sem leita þurftu læknis vegna svefn- leysis höfðu um 18% (20-64 ára) verið fjarverandi frá vinnu af völdum þess einhvern tíma síðasta árið áður en rannsóknin var gerð. Þótt mikið sé vitað um lífeðlis- fræði svefnsins þá vitum við til- tölulega lítið um sálfræðilegar hliðar hans og skýrir það ef til vill hversu fátæk við erum af gagnleg- um ráðum við svefnleysi. Aðalmeð- unglingar hins vegar um 10 tíma en flestir fullorðnir um 8 tíma á sólarhring. Þó er mjög einstakl- ingsbundið hve lengi menn sofa. Umhverfi og aðstæður hafa mik- il áhrif á svefn. Til að mynda þurfa konur að sofa tveimur stundum lengur en venjulega á meðgöngu- tímanum. Dæmi eru til þess að fólk sé andlega og líkamlega vel á sig komið þó það sofi ekki lengur en þrjá tíma á sólarhring í áraraðir. Átt þú vanda til svefnleysis? Þó flestir sofni strax og þeir halla höfði á kodda eru margir sem þurfa langan undirbúningstíma. Ef það tekur fólk að jafnaði meira en þrjá stundarfjórðunga að sofna er talið að leysa þurfi úr vanda þess. Hvað segja draumarnir? Við vitum að okkur dreymir í lit og að meðaltali á 90 mínútna fresti. Ennfremur vitum við að fyrstu draumarnir vara aðeins í nokkrar mínútur, en seinni draumar nætur- innar geta staðið allt upp í heila klukkustund. Sé gengið út frá því að svefn og vaka kunni að vera nátengd er best að taka drauma eins og þeir birtast okkur, án frekari túlkana. Vísinda- legar rannsóknir hafa enn lagt lítið fram til skýringa á draumum. Nýlegar rannsóknir benda þó til að draumar kunni að hjálpa okkur við að vinna úr spennu og kvíða. ANNMARKAR LYFJA Þrátt fyrir miklar rannsóknir á svefnlyfjum benda niðurstöður í þá átt að lyfjameðferð sé engin allra meina bót. Aðalvandamálið við notkun svefnlyfja og margra ró- andi lyfja er það að þol sjúkl- inganna á lyfjunum getur aukist fljótt, og taka þarf stærri skammta svo að þau verki á tilætlaðan hátt. Líklegt er að svefnleysið sæki í fyrra horf sé fólk tekið af lyfjun- um. Afturkippur kann að auka á sálrænt álag þar eð sjúklingurinn fer að efast um hæfileika sinn til að sofna án aðstoðar lyfja. Sum svefnlyf hafa þau áhrif að minnka REM-svefn. Þegar menn hætta svefnlyfjanotkun snögglega leiðir það oft til óþæginda því þá getur REM-svefn snaraukist, en í kjölfar hans fara oft martraðir. Undirstrikar þetta hve auðvelt getur verið að ánetjast svefnlyfj- um. Því er varla æskilegt að byrja á notkun svefnlyfja strax og svefntruflana verður vart. Svefnlyf virðast koma að bestu gagni um skamman tíma í þeim tilgangi að aðstoða fólk yfir erfið tímabil. ALMENN RÁD Svefnleysi má yfirleitt með- höndla „beint", eins og nánar verður vikið að. Ef svefnleysi er hins vegar fylgifiskur annarra kvilla, svo sem fælni, kvíða, þrá- hugsunar eða þunglyndis, er höfuð- vandamálið leyst fyrst. Samfara slíkri meðferð leysast svefnörðug- leikar oft af sjálfu sér. Hér á eftir fylgja ráð og upplýs- ingar um hvernig bregðast má við svefnerfiðleikum. Þessum almennu ráðum ætti að vera auðvelt að beita fyrirvaralítið. Algengt er að í umhverfi okkar sé ýmislegt það er valdið geti óæskilegu svefnmynstri, svo sem sjónvarp í svefnherberginu, bækur, krossgátur, o.fl., sem truflar hugs- anirnar, svo að okkur gleymist að rúmið er fyrst og fremst ætlað svefninum (og ástinni). Einnig er algengt að sá sem þjáist af svefnleysi leggi lítið upp úr því að skipuleggja dagleg störf sín. Smáblundur á daginn og rugl- ingur á dag- og kvöldstörfum getur truflað eðlilegt svefnmynstur. Til að vinna bug á svefnleysi er áríðandi að temja sér reglubundna lifnaðarhætti og skipuleggja dag- inn. Eftir kvöldmat er mikilsvert að forðast örvandi drykki, svo sem gosdrykki sem innihalda koffein, kaffi, te, áfengi, tóbak eða örvandi lyf, sem spilla fyrir eðlilegri höfgi að kvöldi dags. Gagnlegt er að stunda nokkra líkamsrækt og þreyta sig. Hér á eftir verður fjallað um nokkur ráð án lyfjanotkunar, en þau hafa reynst vel við svefnleysi. Gætið þess að fara hægt af stað og framfylgja ráðunum smám saman: I. Reglubundinn svefn. II. Beiting ímyndunaraflsins. III. Ekki fara með áhyggjurnar í rúmið. IV. Eigi hafa áhyggjur af því að liggja andvaka. I. REGLUBUND- INN SVEFN Margir sem eiga við svefnleysi að stríða fara að sofa á óreglulegum tímum. Sofni þeir seint fara þeir seint á fætur. Getur þetta leitt til þess að sá tími sem líður frá því að þeir vakna að morgni uns þeir leggjast til hvílu að kvöldi verði breytilegur, allt frá 12 og upp í 16 klukkustundir. Þetta getur torveld- að svefn að kvöldi. Ef þessar lýsingar eiga við þig skaltu reyna að koma reglu á svefninn, þannig að þú sofir um 8 tíma á sólarhring. Þegar þú ferð í háttinn á kvöldin skaltu stilla vekjaraklukkuna og láta hana vekja þig á eðlilegum fótaferðar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.