Morgunblaðið - 17.01.1981, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.01.1981, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANUAR 1981 41 Fundaó með klerknum *<** é + Þess- ari mynd dreifði fréttaþjónusta írana. Sýnir hún fund sem aöal- áhrifamenn í íran áttu meö sér á dögunum. Lengst til hægri er hiö kunnuga fés Khomeinis erkiklerks. Annar frá vinstri er forsætisráöherra írana Muhammed Ali Rajai og lengst ' til vinstri eraöstoöarolíumálaráoherrann Sadat. Forsætisráö- herrann sagöi eftir fundinn:„íran munekki taka þátt í„toppfundi" ' múhameöstrúam'kja, sem halda á í Saudi-Arabíu, ef Saddam mætir á hann." Saddam sá er hann nefndi er forseti iraka.__________________ PP Blaðamaðurinn leiddur út éá + Sem kunnugt er af fréttum handtók ítalska lögreglan blaöamann viö ítalska blaöiö L'Expresso vegna meintra tengsla hans viö hryöjuverkamenn í Rauöu herdeildinni. Var blaoamaðurinn tekinn höndum í bæ sem Bolzano heitir. — Fréttamyndin er tekin er lögreglumenn leiða „blaðamanninn" á milli sín úr lögreglustöðinni. — En sannleikurinn er sá að þetta var ekki blaðamaðurinn. — Heldur var lögreglumaöur einn látinn fara í hlutverk hans. Lögreglan var þó viðbúin því að einhver myndí reyna aö skjóta á blaöamanninn. — Því var „blaöamaðurinn" klæddur í skothelt vesti, áöur en hann var leiddur út. En meðan þessu fór fram, viö aðaldyrnar var L'Expresso-blaöamannlnum smyglað út skúrmegin á lögreglustöðinni og hann sendur meo hraöi tll Rómarl Donna móðir + Þaö er eilíf framþróun í lífi söngkonunnar Donnu Summer ef marka má fréttir. Hún byrjaöi að syngja í kirkjukór, síðan varö hún drottning discotón- listarinnar og fitlaði eitthvaö eilítiö við punkrokk og loks fullkomnaði hún hringinn og fór aö syngja trúarsöngva. Þaö nýjasta sem gerst hefur í lífi hennar er að hún er orðin móðir. Á síöasta ári giftist Donna söngvaranum Bruce Sudano sem er aöalsöngvari hljómsveitarinnar Brooklyn Dreams, sem leikur undir hjá Donnu. Afkvæmið reyndist vera hiö vörpulegasta stúlku- barn. Væntanlega getur Donna nú sungið barnagæiur fyrir afkvæmið, nú eöa þá punk- rokk! Bridge Umsjón. ARNÖR RAGNARSSON Reykjavíkurmót í sveitakeppni Rvíkurmótið í sveitakeppni, sem jafnframt er undankeppni fyrir íslandsmót hefst laugar- daginn 31. janúar í Hreyfilshús- inu. Spilað verður að mestu leyti um helgar og er áætlað að ljúka undankeppninni í febrúar. Væntanlega verða spilaðir 16 spila leikir í undankeppninni en til úralita spila fjórar efstu sveitirnar í undankeppninni. Þátttökutilkynningar berist til Vigfúsar Pálssonar í síma 83533 fyrir 29. janúar nk. Keppn- isgjald verður 800,00 krónur á sveit. Bridgedeild Breiðfirðinga Átta umferðum af 19 er lokið í aðalsveitakeppninni og er staða efstu sveita þessi: Hans Nielsen 130 Kristján Ólafsson 113 Ingibjörg Halldórsdóttir 109 Jón Stefánsson 106 Hreinn Hjartarson 105 Erla Eyjólfsdóttir 104 Óskar Þráinsson 100 Davíð Davíðsson 92 Gísli Víglundsson 90 Sigríður Pálsdóttir 86 Næstu tvær umferðir verða spilaðar á fimmtudaginn og hefst keppnin kl. 19.30. Spilað er í Hreyfilshúsinu. Bridgefélag Reykjavíkur Tveimur umferðum af þremur er lokið í Board A Match-sveita- keppninni og er staða efstu sveita þessi: Karl Sigurhjartarson 75 Jón Hjaltason 70 Þorfinnur Karlsson 67 Sigurður Sverrisson 63 Hjalti Elíasson 63 Sævar Þorbjörnsson 63 Síðasta umferðin verður spil- uð á miðvikudag og hefst keppn- in kl. 19.30. Spilað er í Domus Medica. Bridgedeild Skag- firðingafélagsins Hjá deildinni stendur yfir fimm kvölda hraðsveitakeppni og er lokið tveimur kvöldum. Staða efstu sveita: Jón Stefánsson 1334 Vilhjálmur Einarsson 1219 Guðrún Hinriksdóttir 1113 Hjálmar Pálsson 1102 Erlendur Björgvinsson 1074 Sigrún Pétursdóttir 1067 Meðalárangur 1080. Næst verður spilað á þriðju- daginn kl. 19.30 í Drangey. Tafl- og bridgeklúbbur Fimmtudaginn 15. janúar voru spilaðar þriðja og fjórða umferð- in í sveitakeppninni. Staða fimm efstu sveita eftir fjórar umferðir er þessi: Sveit stig Þórhalls Þorsteinssonar 70 Sigurðar Steingrímssonar 68 Ragnars Óskarssonar 67 Guðmundar Sigursteinssonar 56 Ingvars Haukssonar 55 Fimmtudaginn 22. janúar verða spilaðar fimmta og sjötta umferð í sveitakeppninni. Spilað er í Domus Medica kl. 19.30. Spilarar mætið stundvíslega. Tilkynning til viðskiptavina IKEA Pöntunarþjónusta sú, sem IKEA í Danmörku hefur rekiö hér á íslandi um tveggja ára skeiö, veröur nú lögð niöur. IKEA í Almhult, Svíþjóö (útflutningsdeildin) hefur einkarétt innan IKEA-samsteypunnar á aö efna til útibúa og svokallaðrar „franchise"-verzlunar í öðrum löndum. Með tilliti til þess góða söluárangurs, sem IKEA í Danmörku hefur náð hérlendis, hyggst nú Svíþjóðar- deildin neyta þessa réttar síns og efna til slíkrar verzlunar (með takmörkuöum lager) hérlendis. í framhaldi af því hefur IKEA í Danmörku verið gert að loka pöntunarþjónustu sinni hér. Athygli fyrri og nýrra viöskiptavina IKEA á íslandi er þó vakin á að þeir geta að sjálfsögöu hér eftir sem hingaö til pantaö allar þær vörur, sem þeir vilja úr vörulista IKEA í Tástrup, Danmörku, án milliliða, þótt pöntunarþjónustan hér sé lögð niöur. Þannig geta íslenzkir kaupendur notið áfram sama lága vöruverðs og kaupendur í Danmörku — án álagningar hérlendis. Til að fá vörulistann ókeypis eða panta vörur er aöeins aö skrifa til: Postboks 150 2630 Tástrup Danmörk. ! Loks viljum viö þakka góð og ánægjuleg samskipti viö ykkur öll á liðnum árum. á Islandi — Bustofn Aðalstræti 9, Reykjavík. Sími 17215.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.