Morgunblaðið - 17.01.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.01.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1981 29 Jón Þ. Árnason: Lífríki og lífshættir LIX Spurningin er: Ilverjum er kunnugt um dæmi þess, að vinstritilhurðir hafi nokkru sinni leitt til annars en að spilla heilbrigðu eða gera illt verra? Greinilega með sérhverjum nýjum degi verður öllum, sem skynjað geta og skilja vilja, að óttinn við harkalega heims- kreppu, er tók að grafa um sig árið 1979 og færðist jafnt og þétt í aukana alít árið 1980, er orðinn rökstudd, áþreifanleg vissa í byrjun ársins 1981. Þessu tjóir ekki að andmæla, til þess tala staðreyndirnar of afdráttar- lausri tungu. Hins vegar má velta fyrir sér, hversu mörg og þungbær ár fari í hönd og hvort þrengingum linni í fyllingu tím- ans ellegar heimskreppan muni verða endalaus og í sífellu grimmari. Fráleitt er það að líkindum ekki og fullvíst í þeim skilningi, að „velferðarríki" lib- eralista og sósíalista á lítið annað eftir en að geispa síðustu golunni. A annan veg getur naumast farið þar sem helztu burðarstoð- ir þess, (1) heilaspuninn um takmarkalaus auðæfi og örlæti náttúruríkisins og (2) villutrúin áóbilandi hæfni manneskjunnar til þess að nýta ávallt og njóta lífsins gæða á giftusamlegan hátt, og bregðast ætíð rétt og viturlega við í blíðu og stríðu, voru gripnir skýjum ofar. Gapa- skeiði vinstriheimsins, sem hófst fyrir röskum 200 árum með hinu óhugsaöa og banvæna háðungar- öskri gegn sköpunarverkinu, „allir menn eru skapaðir jafnir", lýkur því óhjákvæmilega eins og andlegur aðall Vesturlanda sá þegar í upphafi að verða hlyti, ef illfræið næði að skjóta rótum og dafna í friði: Niðri í hyldýpissvaði með afl- þrota og úrræðalaust mannkyn samtíðarmenn hans, enski bókmenntagagnrýnandinn og rithöfundurinn skozkættaði Thomas Carlyle (1795—1881) — í bókum sínum „On Heroes Hero-Worship and the Heroic in History", og einkum þó „History of the French Revolution" — og franski þjóðfélags- og sagnfræð- ingurinn Alexis Clérel de Tocqu- eville- (1805—1859), utanríkis- ráðherra Frakklands (1849) — í bókum sínum „La démocratie en Amériqwue" og „L’Ancien Rég- ime et la Révolution". I fyrrnefndri bók sinni, er Peter Witonski telur „ef til vill frábærustu bók, sem nokkru sinni hefir verið skrifuð um land okkar“ (sbr. ummæli hans í hinu stórmerka og mikla safnverki, „The Wisdom of Conservatism", 4. bindi, 2.3% síðúr, New Roch- elle, N.Y. 1971) sagði de Tocque- ville fyrir „hið hættulega áhrifa- vald múgsins (demos) í Banda- ríkjunum, og varaði ákaft við lýðskrumurum" (Witonski). Bandaríkjamönnum gefur de Tocqueville þennan vitnisburð: „Bandaríkjamenn eru svo heillaðir af jöfnuði, að þeir myndu fremur vilja vera jafnir í þrældómi en ójafnir í frelsi." De Tocqueville sá með eigin augum Ofangreind ummæli undra engan, sem veit, að í Bandaríkj- unum fæddist óburðurinn — „allir menn eru skapaðir jafnir" — sem síðan eitraði út frá sér í Evrópu með þeim afleiðingum, að vinstrimennska sýkti nær ALEXIS CLÉREL DE TOCQUEVILLE borið fyrir sig, að sósíalisminn hafi „aðeins" haft rúma sex áratugi 'til að sanna gildi sitt, hann eigi enn við venjulega barnasjúkdóma að stríða og hafi ekki náð að slíta barnsskónum. Ef það er rétt, þá hafa það verið afskaplega margir barnasjúk- dómar og dæmi munu ekki finnast mörg í veraldarsögunni um sterkari og endingarbetri barnaskó. A hitt verða ekki-—bornar brigður, að vinstrifólk hefir að miklu leyti náð því markmiði sínu að limlesta bjargræðisvegi Vesturlanda, en þó ekki einungis af eigin rammleik, heldur e.t.v. miklu fremur af því að stjórn- völd hafa svikizt um að tryggja þeim þá stjórnskipunarlegu vernd, sem nauðsyn heimtaði. Þeim mátti t.d. vera ljósara en dagurinn, að eitt beittasta vopn vinstrimanna gegn heilbrigðu efnahagslífi var og er viðstöðu- laus verðþensla. I allra síðasta lagi hefði þetta átt að renna upp fyrir þeim árið 1972, er franski marxistinn And- ré Gorz ljóstraði „leyndarmál- inu“ umbúðalaust upp, þegar hann mælti: „Launabaráttan er þýð- ingarmesta aðferð verkalýðs- hreyfingarinnar til þess að hrekja kapítalismann út í kreppu. Hin sígildu áhrif þess árangurs, sem verkalýðshreyf- ingin nær með kaupgjaldssamn- ingum, verða að felast í að koma af stað verðhækkunum í þeim Undir rústum skýjaborga Fjöll og hundaþúfur Breiðgatan frá de Sade til ís- lenzkra landvarnaandstæðinga Sókn með seðlaflóði fjötrað tækniátrúnaði og hraðgróðahyggju. Langþróuð sannfæring AUtof rúmfrekt yrði að geta hér þó að ekki væri nema örfárra hinna glöggskyggnustu hugsuða, er ljóst og leynt vöruðu við gönuhlaupi vinstriandans. Það verður að gera smátt og smátt, þegar tilefni þykja til. Nú verður látið nægja að minna lítillega á þrjá aðeins, og leiðir af sjálfu sér, að stikla verður á stóru. Einn þessara merku frimrýna samtíðar sinnar var enski Stjórnmálamaðurinn, sagnfræð- ingurinn og rithöfundurinn Thomas Babington Macaulay (1800—1859), hermálaráðherra Englands (1839—1841), sem mér er ekki kunnugt um að fengið hafi ákúrur sakir þröngsýni. Undir lok reynsluríkrar ævi komst hann m.a. þannig að orði í bréfi til vinar síns, H.S. Randall, Esq., dagsettu 23. maí 1857, London, Kensington: „Ég hefi lengi verið sannfærð- ur um, að hrein-lýðræðislegar stofnanir hljóti fyrr eða síðar að tortíma frelsinu, eða menning- unni, eða hvoru tveggja.“ Þetta eru vissulega orðfá um- mæli, en þeim mun skorinorðari, sem öllu atkvæðasafni fyrir- greiðslufólks eða greiðasala er heilnæmt að hugleiða. I miklu lengra, víðtækara og ítarlegra máli en Macaulay gerði, kváðu sér hljóðs þeir alla heilbrigða lífshætti til fúl- lífis — og ógnar þar með sjálfu lífríkinu bæði þar og annars staðar, þannig að nú virðist fátt líklegra en að Evrópumönnum verði ekki forðað frá að sökkva með sekum. Ástæðulaust er að efast um, að de Tocqueville hafi vitað, hvað hann söng. Hann hafði tekið sér ferð á hendur til Bandaríkjanna og dvalizt þar í 2 ár (1831—1832) gagngert í því skyni að kynnast þarlendum stjórnmálahræringum og þjóð- lífi af eigin raun. Ég býst við að mikiii sannleik- 'úr íelist í þeirri staðhæfingu, að sagan endurtaki sig yfirleitt ekki nema annað hvort sem harm- leikur eða skrípaleikur. A.m.k. má telja nokkurn veginn víst, að hún eigi býsna vel við að því er varðað endursmíði glæsilegra en fallinna stjórnkerfa. Ástæður þess held ég vera þær aöallega, að voldug riki rísa og standa einkum í krafti snilli og stórhug- ar afburðamanna, en koðna niður að þeim látnum vegna þess, að arftakana greinir á eða skortir baráttunautn og drottn- unargirni. Enn kemur og til að þau falla ósjaldan af þeim sök- um, að stórmennum stríðanna hættir til að reisa sér hurðarás um öxl. Þrátt fyrir þetta, og einmitt vegna þessa, er ég þess fullviss, að firnaoft verðum við að fást við ævagömul og þó ávallt ný verkefni í samskiptum einstakl- inga, þjóða og ríkja, sem gengnir yfirburðamenn hafa skilið og skýrgreint í orðum og athöfnum, jafnvel fyrir óralöngu, miklu betur en aragrúi háskóladeilda undir vinstriáhrifum gætu nokk- urn tíma gert sér vonir um að nálgast. Ekki getur því leikið vafi á, að formælendur „félags- legra úrlausna" á mannlífsvand- anum, svo og aðrir „spekingar“ skröltaldar, myndu hálsbrotna, ef þeir hefðu sómatilfinningu til að líta upp til baráttumanna skynsamlegrar hugsunar, allar götur frá Platon og Aristoteles til Moeller van den Bruck og Friedrich A. von Hayeks, með þeirri lotningu, sem skyldugt er. Ófremdina verður að afhjúpa Með þessu er vitaskuld ekki átt við, að láta beri vangaveltur vinstrisinna, slóðann frá sadist- anum Sade, Marx og félaga þeirra heim í hlað til íslenzkra landvarnaandstæðinga, sem vind um eyru þjóta. Þvert á móti. Þær ber að taka mjög alvarlega og fylgjast með áhrifum þeirra, veita þeim eftir- för með sömu eljusemi og óþreytandi spæjari eða lögreglu- liði eltir uppi hættulegan stór- glæpamann. Þannig fæst saman- burður, þá sést m.a. hversu „jafnir“ menn eru skapaðir, á þann hátt skerpast andstæðurn- ar, auk þess að hættan afhjúpar sig sjálf, en hættuna verða menn að þekkja til þess að geta sigrazt á henni. Og þó máski öllu öðru fremur: fjandmyndin verður skýrari, en einhver gagnlegasti lærdómur sögunnar er einmitt sá, að engin barátta verður annað en reiptog án litsterkrar fjandmyndar — fremur en stríð hugsanleg án fórna. Þessi sannindi virðist varð- veizlufólk annað hvort ekki hafa heyrt um eða að öðrum kosti vanrækt með refsiverðum hætti. Hvort heldur sem er, refsingu hefir það hlotið og hlýtur vel útilátna. Hermdarverk vinstri- aflanna eru órækur vitnisburður í þeim efnum. Hortugur hreppsómagi Um það þarf ekki að deila, og er enda hvergi gert, að efna- hagskerfi reist á persónulegu athafnafrelsi, einkarekstri og séreignarrétti hefir reynzt þrótt- mesta framleiðslu- og viðskipta- skipulag, sem vestrænar þjóðir hafa búið við fram á þennan dag. Svo þróttmikið m.a.s., að eftir að mönnum tók smátt og smátt að skiljast að ofurafl þess varð endurnýjunarmætti náttúrurík- isins ofviða og ógnun við gnægtaforða þess, að mörgum finnst nú, að minna hefði verið betra. Ekki er heldur umdei'ián- legt, að höfuðinntak, markmið og fyrirheit sósíalismans hefir frá upphafi verið að leggja kapítalismann að velli og taka honum síðan í öllu fram, þó alveg sérstaklega í allsnægta- framleiðsiu og -dreifingu. Úrslit liggja fyrir. Sósíalism- inn hefir alla tíð verið í fæði hjá kapítalismanum, án nokkurs efa þyngsti og hættulegasti hrepps- ómagi hans. Vinstrimenn hafa auðvitað reynt að klóra í bakk- ann — hver gerir það ekki? — og tilgangi að magna vandræði með vaxandi verðbólgu.“ (ívitnun mín úr „Inflation als wirt- schafts- und gesellschaftspoli- tischis Problem" eftir Gottfried Bombach, Basel 1973.) Verðbólgutal er fyrir löngu orðið tilgangslaus tugga, og hlýtur að verða, þangað til áhrifum þýbundinna „stjórn- málamanna“ hefir endanlega verið eytt. Hitt þarf ekki að verða með öllu gagnslaust, að láta fáeinar tölur tala til dæmis um þann gífurlega skaða, sem verðbólga getur valdið. Hrikalegasta dæmið, sem oftast er tekið um verðbólgu- áhrif, er gengishrun þýzka gjald- miðilsins á árunum 1922—1923, en á árinu 1923 hrapaði markið miðað við 1 Bandaríkjadollar eins og hér greinir (skv. „Ur- sachen und Folgen“, IV. bindi). 3. janúar ....................... 7.525 l.fehrúar ....................... 11.500 1. man ........................ 22.800 I. april ....................... 20.975 1 maí ......................... 31.700 I júni _______________________ 74.750 1 I'ÍU ......................... 160.100 1. ágúst ..................... 1.102.750 1. septemher ................. 9.724.250 1. október ............... 242.000.000 21. október ........... 10.100.000.000 1. núvember ............ 130.225.000.000 II. núvemher .......... 631.575.000.000 21. núvember ......... 4.210.500.000.000 sem þýðir að fyrir 1 Bandaríkja- dollar þurfti að greiða fjórar billjónir tvö hundruð og tíu milljarða og fimm hundruð milljónir mörk, og nafnverð seðlamagns í umferð nam 500.000.000.000.000.000.000 - fimm hundruð trilljónum — marka!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.