Morgunblaðið - 17.01.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1981
19
Orson Welles — þessi mynd var tekin við
útsendingu leikritsins árið 1938.
— Óteljandi amerískir útvarpshlustendur uröu gripnir
óstjórnlegum ótta í fyrrakvöld og hélt fólk aö „Marsbúar“
heföu ráöist á ýmsar borgir í Bandaríkjunum og væru að
tortíma þeim með hinum ógurlegustu drápstækjum.
Ástæöan fyrir þessari hræöslu fólks var upplestur úr
skáldsögu enska skáldsins H.G. Wells, „The war of the
worlds", en sú saga er ímynduö árás Marsbúa á íbúa jaröar.
Upplestrinum var útvarpaö frá stöövum Columbía útvarps-
félagsins og haföi veriö skift um borgarnöfn í sögunni þannig,
aö öll nöfnin voru eftir nöfnum á amerískum borgum.
Ótrúlegur fjöldi hlustenda hélt aö verið væri aö lesa upp
sannar fréttir í útvarpiö. T.d. flúöu hundruö New Yorkbúa út úr
t'búöum sínum meö handklæöi vafin um höfuö sér, sem vörn
gegn gaseitrun.
Margir héldu því fram, aö þeir heföu sjeö Marsbúa í hinum
fáránlegustu herklæöum vopnaöa dauöageislabyssum.
Hundruö fjölskyldna flúöi undan hinum ímynduöu Marsbúum
úti í skóga og jafnvel upp til fjalla.
Víöa í Suöur-ríkjum Bandaríkjanna héldu menn að
heimsendir stæöi fyrir dyrum.
Á einum staö ruddist )<ona ein inn í kirkju, þar sem
kvöldguösþjónusta fór fram og hrópaöi: Útvarpiö segir aö
New York sje í rústum. Presturinn varö aö aflýsa guösþjónust-
unnl.
Þaö var ekki fyr en löngu eftir aö upplesturinn fór fram í
útvarpið að hægt var aö sefa hlustendur og láta þá skilja, aö
aöeins heföi veriö um skáldsögu aö ræöa.
Þannig skýröi Morgunblaöiö frá þegar Orscrt Welles
leikstýrði skáldsögu H.G. Wells í bandarísku útvarpsstööinnl
Columbia. Leikritiö vakti gífurlega athygli og ótta meöal
almennings í Bandaríkjunum sem ekki vissi hvaðan á sig stóö
veðriö.
Þúsundir manna í New Jersey og Long Island þustu á götur út
skelfingu lostnar. Gífurlegar umferðartruflanir uröu og útsend-
ingin leiddi ómældar hörmungar yfir fjölmarga, sem tóku
leikritið sem bókstaflegan hlut. Hvarvetna mátti sjá skelfingu
og ótta og stööugt fjölgaöi þeim sem trúöu aö innrás hefði
raunverulega veriö gerö. Múgæsingin var slík — ekkert
stoöaöi þó reglulega væri tilkynnt, aö um leikrit væri væri aö
ræöa.
Innrásin frá Mars
Þaö var þann 30. október 1938 að Orson Wellew leikstýröi
Innrásinni frá Marz. Til þess aö fá sem mestan raunveruleika-
blæ yfir útsendinguna, þá ákvaö hann aö láta sögu H.G. Wells
gerast í Bandaríkjunum, nánar tiltekiö í New Jersey og öll
staöarnöfn voru raunveruleg. Til þess að undirstrika, aö
raunveruleg innrás væri í framkvæmd, þá var nýjustu fréttum
útvarpaö og var mikill skelfingarblær yfir þeim. „Opinberir
embættismenn" töluöu til fólksins og reyndu aö sefa þaö. Þaö
var engu líkara en innrás ætti sér staö — með undantekningu
þó. Áöur en útvarpssendingar hófust var skýrt tekiö fram, aö
verið væri aö útvarpa leikriti byggöu á skáldsögu H.G. Wells,
Ótti og skelfing gripur fólk þar sem það flýr undan hitageislum Marsbúa.
Innrásinni frá Mars (The war of the worlds). Og reglulega var
útsending rofin til aö tilkynna aö um leikrit væri aö ræöa.
Útvarpsendingin fór fremur rólega af staö frá Mercury-
leikhúsinu. í upphafi var útvarpaö ööru leikriti en skyndilega
var útsending rofin og tilkynnt, aö ókennilegur hlutur heföi
sést skammt frá bóndabæ nokkrum í New Jersey. Viötal var
haft við bóndann og innrásin frá Mars var hafin.
Fólk varö felmtri slegiö. Þaö bókstaflega trúöi, aö innrás
væri hafin. Skelfing greip um sig um öll Bandaríkin. Þúsundir
streymdu á götur út. Umferöaröngþveiti myndaöist. Þúsundir
héldu vestur á bóginn til aö flýja undan skrímslunum frá Mars.
Einnig gáfu fjölmargir sig fram viö Þjóövaröliðið og buðust til
aö berjast gegn óvættunum frá Mars. Og ekkert stoöaöi þó
reglulega væri tilkynnt, að einungis væri um leikrit aö ræða —
slík var skelfing fólks. Aldrei í sögunni hefur fólk veriö blekkt á
jafn áhrifaríkan hátt og að kvöldi dags 30. október 1938.
Orson Welles hlaut
heimsfrægð fyrir
Orson Welles var aðeins 23 ára gamall þegar útvarpssend-
ingin fór fram en þá þegar haföi hann getiö sér nafn sem
listamaöur. George Orson Welles fæddist þann 6. maí 1915
og aðeins 16 ára aö aldri hélt hann til írlands eftir aö hafa
misst báöa foreldra sína. Hann bauö starfskrafta sína hinu
þekkta Gate Theatre og tjáöi forráöamönnum leikhússins aö
hann heföi veriö skærasta stjarna The New York Theatre
Guild. Leikhússtjórinn tók unglinginn ekki trúanlegan en þrátt
fyrir þaö bauð hann honum starf sem leikari og eftir sex
mánuöi í Dyflinni hélt hann til Bandaríkjanna. Kreppan þrúgaöi
allan hinn vestræna heim og erfitt var um vinnu. Ari síöar var
hann kominn til Spánar og hreifst af nautaati, svo mjög aö
hann klæddist sjálfur búningi nautabanans og ber enn þann
dag í dag ör nauts. Leiðin lá aftur til Bandaríkjanna og á
jóladag 1934 kvæntist unglingurinn Orson Welles leikkonu aö
nafni Virginia Nicholson. Leiöin lá til Broadway og þar lék
hann í nokkrum leikritum. En nýr fjölmiöill hafði litið dagsins
Ijós — útvarpiö. Jafnframt að leika á sviöi þá lék hann í
útvarpsleikritum. Áriö 1937 stofnsetti Orson Welles ásamt
félögum sínum Mercury-leikhúsiö og Júlíus Ceasar var settur
á sviö — í nútímabúningi. Verkiö vakti miklu lukku og aösókn
var geysileg. Á næstu mánuöum voru ýmis verk sett á sviö og
Welles tókst aö fá CBS-útvarpsstööina til aö leigja leikhúsiö
eins og þaö lagöi sig til aö útvarpa þekktum leikritum. Þaö var
svo þann 30. október 1938 aö Innrásin frá Mars var flutt á
eftirminnilegan og áhrifaríkan hátt og slíkt hefur ekki veriö
leikiö eftir.
Orson Welles haföi sýnt heiminum hæfileika sína og
gylliboö streymdu til hans frá Hollywood, — háborg
kvikmyndanna. í júlí 1940 hóf hann vinnu viö sína fyrstu
kvikmynd. Hann haföi aldrei áöur komiö nálægt kvikmyndun
en þrátt fyrir það vann hann þrekvirki þegar í sinni fyrstu
kvikmynd, — Citizen Kane. Orson Welles stóö aö baki
kvikmyndavélinni og stýröi henni. Hann lék aöalhlutverkiö og
leikstýröi jafnframt aö hann geröi handrit kvikmyndarinnar.
Fjölmörg tæknibrögö litu dagsins Ijós í Citizen Kane. Myndin
varð tímamótamynd — meistarastykki. Áriö 1962 komu 70
þekktustu kvikmyndagagnrýnendur saman og völdu Citizen
Kane „bestu kvikmynd allra tíma“. Slíkt meistarastykki var
Citizen Kane og Orson Welles var aöeins 26 ára gamall þegar
hann geröi þessa frægu mynd.
Á ýmsu hefur gengiö hjá þessum mikla listamanni siöan.
Hann hefur leikið í kvikmyndum, leikstýrt kvikmyndum, hann
hefur skrifaö talsvert, en þrátt fyrir það hefur hann aldrei
uppfyllt þær miklu vonir sem viö hann voru bundnar. Ástæöur
Siðasta von mannkyns slokknar
hitageislum Marsbúa að bráð.
herskip verður
gcípwr amerísUa u -
^affpshlustendur
.. ^ ,r*ru>n.
rn i’kM'1 *'
. UT»U re'
......
ú, .»íld»«u M*"b“
world*". •" “ “«*
•ögunni »
—oís: ki“,"t* í'VíÆ r
is‘~'—'•*"*..»
■“íífSíÆ*—..............
-■ - -«ypxz
k rinum »t*o ru° króoaði: Utvarp1* — *
»,ö\<l«u5.W'i"'”,‘ *» *n,“
.» N.« Vork «• ■ ™*’“”
Mót norrænna
l>annig skýrði Morgunblaðið frá skelfingu þeirri, sem
greip um sig í Bandaríkjunum skömmu eftir að leikritið
var sent út þann 30. október 1938.
þess eru sjálfsagt margar — ekki síst skapgerð þessa mikla
listamanns. Hann vann sín mestu afrek á 26 fyrstu árum ævi
sinnar.
H.G. Welles - faðir vís-
indaskáldsögunnar
Orson Welles byggöi leikrit sitt á skáldsögu enska skáldsins
Herbert George Welles (1866—1946). H.G. Welles hefur verið
nefndur faðir visindaskáldsögunnar. Hugmyndaríki hans haföi
víötæk áhrií. Ty*r þekktustu vísindaskáldsögur hans eru
Tímavélin (1895) og Innrásin «2 M?rs (1898). í skáldsögunni
gera Marsbúar innrás í Bretland, lenda nærri Lu.’ídÚPum. Þeir
tortíma öllu sem á vegi þeirra veröur. Gífurleg skelfing grípur
um sig og ekkert viröist geta stöðvaö sókn Marsbúa. Herir eru
sendir gegn Marsbúum en ekkert dugir, þeim er tortímt.
Herskip eru send gegn óvættunum en þeim er sökkt. En þegar
neyöin er stærst er hjálpin næst — þaö sem vígvélar gátu ekki
unnið á veröur bakteríunni aö bráö.
Áriö 1952 var gerö kvikmynd byggð á sögu H.G. Welles.
Ýmsar tæknibrellur í þeirri kvikmynd vöktu athygli en almennt
þótti kvikmyndahandritið fremur hroövirknislega unniö og
myndin því fremur rislítil. Áriö 1978 kom út hljómplata byggö
á skáldsögunni og hlaut hún góöar viðtökur — varð
metsöluplata. í kjölfariö á þessari hljómplötu var rætt um að
kvikmynda Innrásina frá Mars en ekkert hefur oröiö úr verki
enn aö minnsta kosti.