Morgunblaðið - 17.01.1981, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.01.1981, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1981 45 . n ^ ~ VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Ja, ég segi nú bara! Nonni litli skrifar: „Hr. Velvakandi! Ég hef bæði séð og heyrt, að nú sé búið að selja gömlu krónuna okkar úr landi til frekara niðurrifs, þ.e. til bræðslu, væntanlega á „viðun- andi verði". Aðan, þegar ég ætlaði að fara að nota nýju myntina í stöðumæli, þá sá ég að honum hafði ekki verið breytt fyrir hana, heldur gilti gamli góði tíkallinn áfram. Mér datt í hug, hvort ekki hefði verið tilvalið að láta gamla tíukróna peninginn gilda áfram sem stöðumæla- pening, því þá hefði ekki þurft að breyta stöðumælunum fyrir nýju myntina (sem hlýtur að vera talsvert verk), nema þá e.t.v. að stytta gildistímann eitthvað, til þess að geta halað inn eitthvað meira á stöðu- mælana. Auðvitað yrði sá gamli góði tíkall þá verðlaus að öðru leyti. Nú hefur þetta einhvern veginn snúist við Mér kemur í hug, þegar við losuðum okkur við gamla fimmeyringinn fyrir allmörg- um árum, þá kostaði slitró a.m.k. 80—90 aura og þá var vinsælt að eignast fimmeyring og höggva á hann gat og nota fyrir slitró. Á þessum tíma mun ein smiðja hafa brætt um 12 tonn af smápeningum og þóst hafa gert góð kaup. Að sjálfsögðu ætla ég mér ekki þá dul að segja fjármála- jöfrum okkar fyrir verkum, Orðið Baldur Óskarsson, starfs- maður fréttastofu, skrifar: „Vegna ummæla Guðna Kol- beinssonar um Hagkaup, í út- varpinu 15. þessa mánaðar, verður ekki hjá því komist að minna á eftirfarandi: Orðið kaup er haft í fleirtölu þegar átt er við verslun og viðskipti, í eintölu ef það er samkomulag eða vinnulaun sem við er átt. Þetta er regla. Um hana eru eða að kenna þeim almenn hyggindi — og þó. Áður var talað um að eyrir- inn gerði krónuna og krónurn- ar hundraðkallinn. Nú hefur þetta einhvernveginn snúist við og hundraðkallinn gerir bara eina krónu. — Ja, ég segi nú bara!“ kaup mörg dæmi sem óþarft er að rekja. Afbrigði, svo sem að vera til kaups, breytir þar engu um, og heldur ekki kaup kaups: að gjalda líku líkt. Það er ekki hlutverk fréttastofu útvarpsins að hirða málvillur. Þágufalls- sýki þykir til dæmis ekki sæma, og á hún sér þó nokkra hefð. Fréttastofan mun halda áfram að segja frá Hagkaupum, ef tilefni gefst.“ Þessir hringdu . . . Gleðisjóinn geyst ég fer Edda Bjarnadóttir hafði samband við Velvakanda og sagðist hafa gaman af því að bæta við enn einni ,vísu um vonina, þó að e.t.v. mætti finna í henni vott af kerskni. — Vísan er eftir Theodoru Thoroddsen og er svona: GleAisjóinn geyst ég fer, þó Kutli sorg und kili. Vonina læt ég ljúga að mér og lifi á henni í bili. Mætti endur- taka þau orð 2103—4819 hringdi og kvaðst mega til með að lýsa yfir ánægju sinni með morgunorð í útvarpinu. — Sérstaklega fannst mér mikið koma til orða Margrétar Jónsdóttur að morgni hins 13. þ.m. Ég vildi óska þess að öll þjóðin hefði hlustað á þau og hlustað vel. Orð hennar áttu vel við okkar sam- félag, eins og það er nú. Mér fyndist að það mætti endurtaka þau oft. Eigum ekki nógu sterk lýsingarorð 6410—8344 hringdi og sagði: — Við erum 26 samhentar vinkonur í saumaklúbbi og vor- um allar sammála um það, hversu vel hefði til tekist í áramótaþætti sjónvarpsins. Mikið er þeim mönnum gefið sem hljóta slíka kímnigáfu í vöggugjöf eins og þeim sem báru þennan þátt uppi. Við eigum ekki nógu sterk lýsingarorð til þess að lýsa ánægju okkar með þáttinn. Jólagjöf og nýársgjöf Helga Jónsdóttir hringdi og kvaðst vera frændmörg og hafa fengið margar ágætar jólagjaf- ir: — En ein óvænt jólagjöf barst bæði mér og öðrum snemma á jólaföstu eða fyrr. Það var Svavar Gests í eftirmið- dagsútvarpið, sá frábæri hljómlistarmaður og húmoristi. Þökk sé honum að létta okkur jólaamstrið. Ekki átti ég von á neinni nýársgjöf, en hún kom samt. Magnús Bjarnfreðsson birtist á skerminum eftir langt hlé. Það var eitthvað svo heimil- islegt að sjá hann aftur. Þökk sé þeim báðum. Gleðilegt nýár. FJÖLSKYLDU- RÓMANTÍK MEÐ DRAMATÍSKU ÍVAFI Mér brá illilega um daginn. Þannig var að við feðgar höfðum leitað dauðaleit ásamt konu minni að allri gamalli mynt á heimilinu. Höfðum upp úr krafs- inu heilmarga peninga, sem gera rúmar 80 nýkrónur. Páll, sonur minn, sorteraði svo alla hrúg- una, þannig að krónupeningar voru sér, fimmkallar sér o.s.frv., eða eins og baknarnir vilja helst fá myntina. Anna, dóttir mín, kom í mat til okkar um kvöldið ásamt manni sinum. Mundi hún þá allt í einu eftir því, að hún átti inni í skáp hjá mér mynt- bækur sem ég hafði gefið henni fyrir einum 14 árum. Við höfðum þá náð saman allri íslenzku myntinni, sem gefin hafði verið út til þess tíma. Varð þetta kveikjan að því, að ég fór síðan að safna mynt sjálfur, gekk í Myntsafnarafélagið o.s.frv. Jæja, hvað um það. Við Anna höfðum vænrækt safnið hennar, svo nú gafst einstakt tækifæri til að fylla upp í skörðin. Er ekki að orðlengja það, að á hálftima, um það bil, fundum við þau eintök, sem vantaði. Þó var svo, að ekki var í því, sem skila átti í bankann, nógu góður 50 króna peningur frá 1974. Fór ég því og sótti árssett, sem ég átti frá því ári og hafði fengið í Seðlabank- anum á sinum tíma. Er ég skoðaði peningana nánar sá ég að græn slikja var komin á 50 eyringinn og krónuna í árssett- inu. Eg hafði svo samband við Seðlabankann daginn eftir og sýndi þeim settin. Er þetta mál nú í athugun hjá þeim, til að fyrirbyggja að svona lagað komi fyrir aftur. Ég reyndi svo að ná grænu slikjunni af peningunum. Það virðast eingöngu vera gylltu jæningarnir, þ.e. 50 eyringarnir og gyllta gamla krónan, sem taka á sig þessa slikju í röndinni. Notaði ég einföldustu aðferðina þ.e. að þvo peningana upp úr handsápu, vöðla þeim milli fingranna með mikilli sápu. Virðist mér þetta duga. Annars segja félagar mínir í Myntsafn- arafélaginu að líka sé hægt að ná þessum græna lit með því að væta bómullarhnoðra í hreins- uðu bensíni og nudda grænu slikjuna í röndinni. Hverfur hún þá smám saman, en peningurinn heldur sínum eðlilega lit og myntbjarma. Mér þykir fyrir því að geta ekki gefið upp nákvæmar eftir RAGNAR / BORG formúlur, en þannig er, að þegar ég lærði efnafræðina í Mennta- skólanum í Reykjavík á sínum tíma, var plastið nýlega upp- fundið og hernaðarleyndarmál. Síðan hafa plastformúlur verið mér leyndarmál. Ég legg því til að þú, lesari minn góður, fjarlægir peninga, sem þú átt í árssettum Seðla- bankans. Athugaðu vel hvort græna slikjan er í rönd pen- inganna. Ef svo er skaltu hreinsa hana burt. Síðan er ráðlegt, að finna -annan sam- astað fyrir peningana. Best er að geyma þá í bökkum, sem fást hjá myntsölum. Einnig má nota pappírspoka. Setja skal einn pening 1 hvern poka. Brottfluttir Saurbæ- ingar halda þorrablót Á UNDANFÖRNUM árum og áratugum hefur fjöldi fólks úr sveitum landsins flutt á höfuð- borgarsvæðið. Á mölinni búa nú f jöldamargir sem eiga rætur sín- ar í SAURBÆJARIIREPPI í DALASÝSLU. Þeir áforma nú að efna til þorrahlóts og verður það haldið laugardaginn 24. janúar á Hótel Ileklu og hefst kl. 20.00. Sams konar blót var haldið í fyrra og tókst það með miklum ágætum. Nú er að sjá hvort það hefur verið tilviljun. Ef vel tekst til má ætla að þetta verði árlegur viðburður og eru Saurbæingar eldri sem yngri hvattir til að mæta. Þess skal að lokum getið að miða á þorrablótið verður hægt að kaupa að Rauðarárstíg 18 í dag, laugardag 17. janúar, milli ki. 15 og 18. Upplýsingar um miðaverð og fleira gefa Birgir Kristjánsson s. 44459, Guðmundur Theodórsson s. 74113 og Guðmundur Rögn- valdsson s. 43926. (Fréttatilkynninic) Skákmót á Seltjarn- arnesi TAFLFÉLAG Seltjarnarness hef- ur ákveðið að hleypa af stokkun- um nýju skákmóti. sem haldið verður árlega í janúar. Verzlunin Litaver hefur gefið farandbikar til keppninnar og hefur mótið verið skýrt Litaversmótið. Mótið fer fram í fyrsta skipti um þessa helgi og hefst í dag, klukkan 14 í Valhúsaskóla. Keppni verður haldið áfram á morgun á sama tíma. Tímamörk eru 15 mínútur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.