Morgunblaðið - 17.01.1981, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.01.1981, Blaðsíða 48
í/L r^f Síminn á afgreiöslunm er 83033 nruwi^Ite^i^ Síminn á afgreiöslunni er 83033 J«»roiinbIn6i& LAUGARDAGUR 17. JANUAR 1981 Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri VSI: 5% skerðingu 1. júní og 4% 1. september þarf til að ná markmiðum stjórnarinnar „AUÐVITAÐ getur menn greint á um hversu hátt skal reiða til hógiís gagnvart meinsemd verð- þenslunnar. Ég hygg þó. að enginn vilji setja markið lægra en felst í annarri útgáfu á 40% markmiði rikisstjórnarinnar. Til þess að því megi ná, þarf veru- lega skerðingu á verðbótum 1. júní og aftur nokkra skerðingu I. september." Þetta sagði bor- steinn Pálsson, framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambands ís- lands í ræðu, sem hann flutti á Varðarfundi i fyrrakvöld. f sam- tali við Morgunblaðið sagði Þor- Fá loðnuskipin að veiða 25 þúsund tonn af þorski? LÍKLEGT er að loðnuskipin 52 fái heimild til að veiða samtals 25 þúsund tonn af þorski á þessari vertið. Undanfarið hafa verið haldnir fundir um þessi mál í sjávarútvegsráðuneytinu og á mánudag verður væntaniega tekin ákvorðun nm aflamagn <>k framkvæmd þessa máls, en þá hitta fulltrúar útKerðarmanna loðnuskipa sjávarútvegsráðherra að máli. Utgerðarmenn munu vera andvíg- ir því, að sérstakur kvóti verði settur á hvern bát eins og nú er á loðnuveiðunum. Vilja þeir, að ákveð- inn verði heildarkvóti, og síðan geti skipstjórar keppt innan þess ramma. Sverrir Leósson, útgerðarmaður á Akureyri, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, að hann teldi það sjálfsagt mál að þessi skip sætu við sama borð og aðrir. „Ég tel ekki rétt að tala um loðnuskip í þessu sam- bandi," sagði Sverrir. „Þarna er um fiskiskip að ræða, sem að vísu veiða loðnu nokkra mánuði á ári. Þann tíma, sem þau eru ekki á loðnuveið- um eiga þau að hafa sama rétt til þorskveiða og annarra veiða og önnur skip. Ef hugmyndin er að setja kvóta á þorskveiðar þessara skipa þá lít ég þannig á, að kvóti eigi að vera á öllum veiðiskap, ekki aðeins þorsk- veiðum hluta flotans, loðnuveiðum og síldveiðum að hluta. Ég hef hins vegar verið á móti kvótaskipting- unni og það er ekki einfalt mál að ákveða einhvern ákveðinn kvóta á 86 togara og 774 báta. Slík skipting hyglir þeim lakari, en kemur niður á góðum skipstjórum, sem hafa góða skipshöfn, og góðum útgerðum," sagði Sverrir Leósson að lokum. steinn, að þessi skerðing yrði að vera hinn 1. júni 5% og hinn 1. september 4%. Þorsteinn sagði ennfremur í ræðu sinni í fyrrakvöld: „I því skyni að tryggja óbreyttan kaup- mátt lægri launa yrði að ákveða niðurskurð á rekstrargjöldum rík- issjóðs til þess að standa undir verulegum skattalækkunum í þágu launþega ... Sennilega þarf á tveimur næstu árum að skera opinber útgjöld niður um 4—5% til þess að auka með þeim hætti ráðstöfunartekjur einstaklinga og koma í veg fyrir verðþensluöldur og kjaraskerðingu af völdum óraunhæfra kjarasamninga. Ræða Þorsteins Pálssonar er birt í heild á blaðsíðum 20 og 21 í Morgunblaðinu í dag. Ljóem. Mbl. Emilia. Þjóðleikhúsið frumsýnir í dag leikritið Oliver Twist, sem Árni Ibsen hefur samið eftir sögu Charles Dickens. Á myndinni er Fagin, sem Baldvin Halldórsson leikur, að kenna Oliver, sem Sigurður Sverrir Stephensen leikur, Hfsbrögð undirheimanna. Sjá frásðgn bls. 8. Togara- og bátakjarasamningar: Verkfall boðað í næstu viku? SATTAFUNDUR um báta- og togarakjör, sem hófst i gær klukkan 14 og stóð i sex klukku- stundir, varð gjörsamlega árang- urslaus. Engu að siður eru deilu- aðilar boðaðir til fundar i dag klukkan 14, en allt er óvist um árangur og hafa viðræður ekkert komizt af stað. Vegna sáttafund- arins i gær var ekki haldinn fundur f yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins, en fiskverðs- Aðstoð við útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki í Vestmannaeyjum dugir skammt: „Aðeins verið að færa fyrirtækin til í gálganum" - segir bankastjóri Útvegsbankans í Eyjum „ÉG LÍT svo á að með þessu sé aðeins verið að færa fyrirtækin til í gálganum," sagði Halldór Guðbjarnarson bankastjóri i Útvegsbank- anum i Vestmannaeyjum i samtali við Morgunblaðið i gær um þau lánakjör sem Seðlabankinn hefur boðið útgerðarfyrirtækjum þar í bæ i sambandi við breytingu á skuldum og skammtimalánum i lengri lán. Stjórnvöld höfðu sem kunnugt er ákveðið slika skuldabreytingu vegna mjög slæmrar stöðu fyrirtækjanna i Vestmannaeyjum, sem rakin er að nokkru leyti til eldgosaáranna. Halldór sagði að í raun væri hér ekki um neina bót að ræða frá núverandi ástandi og því alveg ófullnægjandi aðgerðir. Seðla- bankinn hefur boðist til að lána Útvegsbankanum í Vestmanna- eyjum fé með lánskjaravísitölu en án vaxta. Þetta fé myndi Útvegs- bankinn lána áfram til útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja með Iánskjaravísitölu og 1—2,5% nafnvöxtum. Ef miðað er við lánskjaravisitölu í fyrra, sem var 51,5% og nafnvöxtum bætt við, fara ársvextirnir í allt að 54%. Hins vegar eru dráttarvextir á heilu ári nú 57%. „Útgerðarfyrir- tækin í Eyjum hafa að vonum tekið þessu illa enda er ekki verið að bæta kjör þeirra á neinn hátt. Þau eiga reyndar ekki margra kosta völ, þau eru' í vanskilum og eiga það yfir höfði sér að gengið verði að þeim. Við erum ekkert hrifnir af því að lána útgerðinni á þessum kjörum, teljum að hún komist í vanskil strax á fyrsta gjalddaga," sagði Halldór. Að sögn Halldórs var búið að reikna út að 18 aðilar í Vest- mannaeyjum þyrftu á þessum skuldabreytingum að halda gagn- vart bankanum, alls að upphæð 2012 milljónir gamalla króna. Seðlabankinn samþykkti ekki þessa útreikninga en var tilbúinn að lána Útvegsbankanum 1500 milljónir til að endurlána fyrir- tækjunum. Fyrst fékk Útvegs- bankinn 700 milljóna króna víxil með 37% vöxtum, eftirágreiddum. Þetta fé notaði bankinn til skuld- breytinga hjá þremur frystihúsum og kjörin voru þau sömu og bankinn hafði fengið hjá Seðla- bankanum að viðbættu einu pró- senti eða 38% vextir. Skuldabréf voru gefin út í samræmi við þetta. En þá kom babb í bátinn. „Þegar kom til endanlegrar ákvörðunar Seðlabankans varð niðurstaðan sú að bankinn kvaðst vera tilbúinn að lána alla upphæð- ina, 1500 milljónir, með lánskjara- vísitölu. Það var auðvitað ekki aftur snúið með þær skuldbreyt- ingar, sem búið var að gera, svo niðurstaðan varð sú að Seðlabank- inn féllst á að lána 700 milljónir á sambærilegum kjörum og við höfðum lánað út. Hins vegar varð bankanum ekki haggað með þær 800 milljónir sem eftir stóðu, þær vildi hann aðeins lána með láns- kjaravísitölu. Þetta voru allt önn- ur kjör en við höfðum átt von á og höfum við rætt málið við ráðherra og Seðlabankann með von um úrlausn. Aðrar skuldbreytingar bíða á meðan, þ.e. skuldbreyt- ingarnar við útgerðina. Það er engin úrlausn á hennar vanda að tána henni fé til langs tima með lánskjaravísitölu," sagði Halldór að lokum. ákvörðun tengist mjög samning- iinuni. Sú sjálfhelda, sem þessi mál hafa verið i undanfarnar vikiir er þvi enn i fuilu gildi. Óskar Vigfússon, forseti Sjó- mannasambands Islands sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ekkert hefði miðað í viðræðum aðila í gær. Hann kvað það fara eftir því, hvort eitthvað gerðist nú um helgina milli aðila, að sjómenn boðuðu verkföll eftir helgina eða ekki. „Miðað við þá stífni, sem verið hefur frá hendi útvegs- manna til þessa," sagði Óskar, „þá á ég ekki von á neinni breytingu nú um helgina." I gær var talið upp úr kjörkassa Sjómannafélags Eyfirðinga, en allsherjaratkvæðagreiðsla fór þar fram um það, hvort félagsmenn heimiluðu stjórn félagsins að boða til vinnustöðvunar. Þetta mun hafa verið eitt síðasta „stóru" félaganna innan Sjómannasam- bandsins, sem ekki höfðu gengið frá verkfallsheimild. Nokkur smærri félög, dreifð um landið, munu enn ekki vera búin að afla sér verkfallsheimildar. Félags- menn Sjómannafélags Eyjafjarð- ar samþykktu að heimila verk- fallsboðun með 46 atkvæðum gegn 4. Að sögn Óskars eru nú félög frá Höfn í Hornafirði vestur og norð- ur um land að Bjargtöngum öll búin að afla sér verkfallsheimild- ar og „má segja að þar sé órofa keðja", eins og hann orðaði það. Þess skal getið að vestfirzkir sjómenn eru með gilda kjara- samninga og taka þvi ekki þátt í þessari kjarabaráttu félaga sinna annars staðar á landinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.