Morgunblaðið - 18.01.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.01.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1981 Valur Valsson, framkvstj. Félags íslenzkra iðnrekenda: Flugleiðir afgreiða Pak- istan Airlines í New York FLUGLEIÐIR munu taka að sér afgreiðslu í New York fyrir Pak- istan Airlines frá 1. febrúar nk„ en félagið hefur nœr daglegar ferðir milli Pakistan og Banda- rikjanna með breiðþotum. Að sögn Sigurðar Helgasonar forstjóra Flugleiða, hefur verið unnið að því að afla aukinna verkefna fyrir afgreiðslu Flugleiða í New York og hefur félagið nú þegar tekið að sér afgreiðslu fyrir bandaríska flugfélagið Evergreen, sem stundar óreglubundið flug til annarra landa, m.a. til Spánar og ísraels, en sérstök flugþjónusta á vegum Evergreen er rekstur 150 þyrlna víðs vegar um heim. „Það var um tvo kosti að ræða í sambandi við rekstur flugstöðvar- innar," sagði Sigurður, „að losna við hana og það þótti okkur lakari kosturinn, eða afla frekari verkefna og með þessu móti eigum við að ná upp svipuðum umsvifum fyrir flug- stöðina og verið hafa, en óvíst er hvort meiri mannskap þarf en nú vinnur á stöðinni." sem tillaga var gerð um „í fréttatilkynningu um afnám aðflutningsgjalda er talað um að útgjöld fyrirtækja lækki um 15 miíljónir nýkróna á árinu 1981 vegna þessara ráðstafana. Þetta er áætluð tala, sem byggir á ágizkuðum forsendum. Eg get hvorki staðfest hana né neitað henni," sagði Valur Valsson, framkvæmdastjóri Félags ís- lenzkra iðnrekenda, er Mbl. leit- aði álits hans á auglýsingu iðnað- arráðuneytis og fjármálaráðu- neytis um niðurfellingu eða endurgreiðslu tolla og/eða sölu- gjalda af ýmsum aðföngum til samkeppnisiðnaðar. „í raun veit enginn um hvaða upphæðir er hér að ræða,“ sagði Valur. „En sé ágizkun ráðuneyt- anna rétt, staðfestir hún aðeins það ranglæti sem viðgengist hefur í þessum málum þegar á innlendan iðnað eru lagðar ýmsar álögur, sem innfluttar samkeppnisvörur greiða ekki. Jafnframt gerir þetta enn brýnna að gengið verði nú þegar í niðurfellingu aðflutningsgjalda á þeim aðföngum, sem auglýsing stjórnvalda tekur ekki til. Síðastliðið vor gafst Félagi ís- lenzkra iðnrekenda og Landssam- bandi iðnaðarmanna kostur á að koma með ábendingar um þau tollskrárnúmer, sem fella þyrfti niður aðflutningsgjöld af. Listi var sendur iðnaðarráðuneytinu í apríl- mánuði síðstliðnum og á honum voru rúmlega 230 tollskrárnúmer. Af þeim fjölda hafa stjórnvöld nú tekið tillit til 75 númera eða aðeins um þriðjungs. Enn eru því mörg mál óleyst. í því sambandi má benda á, að enn þurfa fyrirtæki að greiða að- flutningsgjöld sem eru tollar, sölu- skattur og vörugjald af plastköss- um og flöskum vegna öl og gos- drykkjagerðar, gaffallyfturum og vörulyftibúnaði öðrum, tölvubún- aði, smásjám, rykgrímum, svo nokkur dæmi séu nefnd. Meginatriði þessa máls er það, að þrátt fyrir þessa nýju auglýsingu er ljóst, að stjórnvöld ætla ennþá að tregðast við að fella niður aðflutn- ingsgjöld af öllum aðföngum iðnað- ar og það þrátt fyrir það, að nú eru tæp tvö ár síðan Alþingi samþykkti einróma að fela ríkisstjórninni að semja frumvarp til laga, sem tryggði niðurfellingu gjaldanna. Al- þingismenn hljóta því að taka málið upp á nýjan leik,“ sagði Valur. Geir Hallgrimsson Egill Jónsson Geir og Egill á fundi á Hornafirði Á MORGUN, mánudag, efnir Sjálfstæðisfélag Austur- Skaftfellinga til almenns stjórnmálafundar á Hótel Höfn í Hornafirði. Frummæl- endur verða Geir Hallgríms- son, formaður Sjálfstæðis- flokksins og Egill Jónsson, alþm. Frjálsar umræður verða á fundinum og er hann öllum opinn. Samþykkt í borgarstjórn: Kostnaður vegna sameiginlegra framkvæmda innheimtur fyrr SAMÞYKKT var á fundi borg- arstjórnar á fimmtudagskvöld að hér eftir yrði kostnaður vegna framkvæmda í þágu lóð- arhafa á nýjum byggingar- svæðum, innheimtur fyrr en áður hefur verið. Ifér er um að ræða kostnað við gerð ýmissa sameiginlegra framkvæmda, svo sem sameiginlegra lóða, botnlanga, gestabílastæða. og fleira. Þessi kostnaður hefur ekki áður verið innheimtur á þennan hátt, borgarbúar hafa getað greitt þetta á síðari stigum framkvæmda. Einnig gátu sum- ir einstaklingar unnið þetta sjálfir og lækkað þannig kostn- aðinn. Þessi nýja tilhögun var sam- þykkt með átta atkvæðum meirihlutans gegn sjö atkvæð- um borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins. Anriríki hjá lögreglunni í Reykjavík í fyrrinótt iau u: AN ENNAOAMIAVERMNU' MIKIÐ var að gera hjá lögregl- unni í Reykjavik i fyrrinótt og í gærmorgun, að því er aðalvarð- stjóri Reykjavikurlögreglunnar tjáði Morgunblaðinu i gær. Færð var erfið um úthverfi borgarinn- ar, þar scm bæði snjóaði og skóf, og þurftu margir á aðstoð lög- reglunnar að halda af þeim sökum. Ölvun borgarbúa var ekki meiri en gengur og gerist um helgar, en Víkingur mæt- ir Lugi í kvöld ísiandsmeistarar Víkings leika fyrri leik sinn við sænsku meistarana Lugi í Laugardals- höll í kvöld og hefst leikurinn kl. 20. Mjög mikil eftirspurn hefur verið eftir miðum og eru nú aðeins eitthvað á þriðja hundrað miðar óseldir. Leik- menn Lugi komu til landsins á föstudagskvöldið. Tveir leikmanna Víkings, þeir Árni Indriðason og Ólafur Jónsson, hafa um þriggja daga skeið legið í flensu. En þeir mættu á æfingu í gær og verður Víkingur með sitt sterkasta Iið. Þegar þeir Ólafur og Árni lögð- ust í flensu þá voru aðrir leik- menn Víkings settir á vítamín- kúr til að freista þess að fleiri legðust ekki í flensuna. vegna færðarinnar var mikið að gera, allt frá því vínveitingahús lokuðu klukkan þrjú og fram undir morgun. Fyrst þurfti lög- reglan að aðstoða þá er höfðu verið að skemmta sér, en síðan að hjálpá þeim er þurftu að komast til vinnu sinnar snemma í gær- morgun. Það er einkum fólk er vinnur vaktavinnu, svo sem við heilsugæslu, og var nóg að gera hjá lögreglumönnum að ýta bílum, draga þá og aka fólki til vinnu. Erik Sönderholm: Leiðrétting í VIÐTALI E.Pá. við Erik Sönder- holm, sem birtist í blaðinu í gær, féll út ein setning. Upphaf þeirrar málsgreinar átti að hljóða svo: Auðvitað var skemmtilegast að undirbúa þessar stærri hátíðir, eins og listahátíðina og fleiri hátíðir. Og nú er gaman að vera að undirbúa einskonar kveðju- viku sem verið er að flytja um þessar mundir. Sigríður Ella var fyrst með tvenna tónleika fyrir troðfullu húsi, þrátt fyrir slæmt veður. Þá verður strengjakvartett frá Danmörku með tvenna tón- leika, síðan kemur finnskur píanó- leikari og loks sænsk söngkona. Niðurfellingin nær aðeins til 75 tollskrárnúmera af 230

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.