Morgunblaðið - 18.01.1981, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1981
Sextugur á morgun:
Sigurður Reynir
Pétursson hrl.
Kveðja írá Tónskáldafélagi íslands
A morgun 19. janúar verður
Sigurður Reynir Pétursson, fram-
kvæmdastjóri STEFs, sextugur.
Islensk tonskáld senda honum og
fjölskyldu hans alúðarkveðjur í
tilefni dagsins.
Á sínum tíma var Jón Leifs
helsti forkólfur að tofnun STEFs,
sem er samband tónskálda og
eigenda flutningsréttar. Jón var
framsýnn og réð Sigurð snemma í
þjónustu félagsins, en þá var
Sigurður einn íslenskra lögmanna
sem lagt hafði stund á þá flóknu
grein lögfræðinnar sem höfund-
arréttur er. Sigurður var ásamt
Jóni í eldlínunni fyrstu árin og tók
við starfi framkvæmdastjóra
STEFs að honum látnum. Það
getur verið nokkuð lýjandi að
sannfæra fólk um réttmæti and-
legs eignarréttar, þau sjálfsögðu
mannréttindi að listamenn sjálfir
hafi yfirráðarétt yfir verkum sín-
um og njóti tekna af þeim. Sigurð-
ur hefur átt mikinn þátt í að afla
réttindum viðurkenningar í gegn-
um árin. Hann átti mikinn þátt í
gerð íslensku höfundarréttarlag-
anna sem eru ein fullkomnustu í
heiminum, enda er þekking hans
og reynsla í höfundarréttarmálum
víðtækari en flestra annarra. Sig-
urður er hvarvetna virtur meöal
kollega sinna erlendis enda góður
fræðimaður og skarpur júristi.
Sigurður er lipurmenni í sam-
vinnu og hlédrægur. Hann vill
hvers manns vanda leysa og er
tillögugóður í hverju máli. Það
hefur verið mikið lán fyrir íslensk
tónskáld og listamenn að njóta
starfskrafta hans/
Atli Heimir Sveinsson
Afmæliskveðja frá Félagi ís-
lenskra leikara.
Fáum mönnum er það fjær
skapi að láta hlaða sig lofi eða
tíunda afrek sín en Sigurði Reyni
Péturssyni hrl., lögmanni Félags
íslenskra ieikara, því hógværð
hans er öllum kunn er hann
þekkja. Eg mun því fara varlega í
sakirnar, en kemst þó ekki hjá því
að geta þess helsta, sem hann
hefur fyrir félag okkar og félaga
þess gert, en af miklu er að taka.
Sigurður Reynir hefur verið
iögmaður FÍL í nærfellt 20 ár og
hefur starfað með 4 formönnum
þess, þeim Jóni Sigurbjörnssyni,
Brynjólfi Jóhannessyni, Klemenzi
Jónssyni og undirrituðum. Sú
samvinna hefur verið með ein-
dæmum góð og hefur hann átt
frumkvæði að fjölmörgum fram-
faramálum, sem féiag okkar býr
nú að. Má þar nefna, að Sigurður
var aðalhvatamaður þess, að fé-
lagið eignaðist félagsheimili sitt,
þá á hann allan heiðurinn af
stofnun Lífeyrissjóðs FÍL, samdi
reglugerð sjóðsins og sá um laga-
lega hlið stofnunar hans. — Einn-
ig hefur hann að meira eða minna
leyti mótað alla samninga félags-
ins og á þeim vettvangi komið
ýmsu góðu til leiðar, enda jafnan
notið virðingar og trausts við-
semjenda okkar og ævinlega verið
ótrúlega naskur á að finna leiðir
er leiddu til sátta. Þar hefur
þekking hans á erlendum samn-
ingum og ekki síst þekking hans á
höfundarrétti komið að góðum
notum, en hann er nánast eini
LADA
mest seldi bíllinn
á íslandi ár eftir ár
Tryggiö ykkur LADA á lága verðinu.
Hagstæðir greiðsluskilmálar.
Lada 1200
Lada 1200 station
Lada 1500 station
Lada 1500 Topas
Lada 1600
Lada Sport
Verö ca.
Verö ca.
Verö ca.
Verö ca.
Verö ca.
Verö ca.
kr. 44.870
kr. 50.120
kr. 52.270
kr. 52.935
kr. 55.290
kr. 83.295
Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hf.
MorlniMKnt U - Reykjavik - Sfmi 38600
sérfræðingur landsins í höfund-
arrétti, enda átti hann drjúgan
hlut í að semja þau lög, sem nú
gilda þar um, sem eru þau bestu á
Norðurlöndum.
Ótal margt fleira mætti nefna,
sem félag okkar sem og einstakir
félagar þess eiga honum upp að
unna, en eins og kunnugt er, eru
auk leikara óperusöngvarar, leik-
myndateiknarar og listdansarar í
félagi okkar og mál þeirra allra
hefur hann látið til sín taka.
Ég vil fyrir hönd félags míns
óska Sigurði Reyni innilega til
hamingju á afmælisdaginn og
þakka honum afbragðs samstarf á
liðnum árum og vonumst við eftir
samvinnu við hann enn um langa
tíð. Birnu konu hans og fjölskyldu
allri færi ég bestu kveðjur.
Gísli Alfreðsson
Sextugur verður á morgun, 19.
janúar, Sigurður Reynir Péturs-
son hæstaréttarlögmaður og for-
stjóri STEFs, Sambands tón-
skálda og eigenda flutningsréttar.
Ég hef verið beðinn að flytja
honum kveðju samtakanna af
þessu tilefni, og er mér það ljúf
skylda, enda þótt ég viti, að
brugðið getur til beggja vona um
þakklæti af hans hálfu. Honum er
lítið um það gefið, að persónu
hans eða verðleikum sé á loft
haldið opinberlega, svo lítillátur
maður er hann, hlédrægur og lítt
tilætlunarsamur.
Hér verða ekki rakin æviatriði
Sigurðar Reynis, enda varla tíma-
bært, þar sem í hlut á svo ungur
maður, sem allir kunnugir vona,
að eigi enn margt ógert. Látið
verður nægja að minnast stuttlega
ómetanlegra starfa hans að rétt-
indamálum höfunda, og þá eink-
um tónskálda, um þriggja áratuga
skeið.
Þegar íslenzk tónskáld hófu
réttindabaráttu sína undir forystu
Jóns Leifs skömmu eftir lok síðari
heimsstyrjaldar, var löggjöf um
þetta efni mjög ófullnægjandi hér
á landi og ákaflega lítill skilning-
ur á því meðal almennings, að lag
eða tónverk væri eign höfundar
síns með svipuðum hætti og t.d.
stóll, sem hann hefði smíðað, eða
hús, sem hann hefði reist. Svo vítt
var eignarréttarhugtakið ekki,
jafnvel hjá mörgum þeirra, sem
annars aðhylltust þann rétt heils
hugar. Þá var það tónskáldunum
mikill styrkur, að svo mikils
metinn lögmaður sem Eggert
Clapssen gerðist málsvari þeirra
og fyrsti lögfræðiráðunautur
STEFs. Síðar gegndi Gústav A.
Sveinsson þessu starfi um skeið.
Sigurður Reynir Pétursson kom
til starfa hjá STEFi 1951, meðan
starfsemin var enn á byrjunar-
stigi, og var fyrst stjórnarmaður
og lögfræðingur samtakanna, en
hefur verið forstjóri frá 1968.
Hann hafði lokið frábæru prófi í
lögfræði frá Háskóla íslands 1946
og síðan stundað framhaldsnám í
höfundarrétti við University Col-
lege í London. Var hann því allra
manna bezt í stakk búinn til að
Einhell
vandaöar vörur
Loftpressur
Margargerðir.
Hagstætt verð.
Skeljungsbúðin
Suðurlandsbraut 4
siri 38125
Heidsölubirgóir: Skejungur hf.
Smáwörudeild-Laugavegi 180
simi 81722
veita höfundum það fulltingi, sem
þeir þörfnuðust. Síðan hefur hann
jafnt og þétt aukið við þekkingu
sína á þessu sviði, og mun engum
gert rangt til, þótt hann sé talinn
allra íslendinga fróðastur um höf-
undarrétt, og er ósjaldan leitað til
hans frá ýmsum löndum, þegar
um er að ræða vandasöm úrlausn-
arefni á því sviði. Hann átti á
sínum tíma sæti í nefnd þeirri, er
undirbjó aðild Islands að Genfar-
sáttmálanum, og á þingi Alþjóða-
sambands höfunda, sem haldið
var í Róm 1962, var hann kjörinn í
laganefnd sambandsins. Sama ár
hlaut hann styrk úr Vísindasjóði
til rannsókna á höfundarréttar-
málum. Einnig sat hann í þeirri
nefnd, sem undirbjó höfundarlög-
in frá 1972, og mun hann hafa átt
drjúgan þátt í undirbúningsvinn-
unni, en þessi lög eru að ýmsu
leyti mjög fullkomin og um sumt
talin til fyrirmyndar í öðrum
löndum. Loks hefur hann frá
upphafi átt sæti í höfundarréttar-
nefndinni, sem menntamálaráðu-
neytið skipaði 1973 samkvæmt
fyrrnefndum lögum.
Höfundar hafa löngum átt á
brattann að sækja með að fá
réttindi sín viðurkennd, og hefur
þurft allt í senn: harðfylgi, þol-
gæði, réttsýni og lipurð, til að
þoka þeim málum fram. Alia
þessa kosti hefur Sigurður Reynir
til að bera í ríkum mæli, og hygg
ég, að starfi hans, sem að mestu er
unnið í kyrrþey, sé fyrst og fremst
að þakka, hver árangur hefur
náðst í baráttunni á undanförnum
áratugum, þó að ekki megi gleyma
stórhug og stundum vanþökkuðu
framtaki brautryðjendanna. En sá
árangur felst í því, að grundvall-
aratriði höfundarréttarins munu
nú mega heita óumdeild hér á
landi. Fyrir þetta standa íslenzk
tónskáld og aðrir rétthafar í
STEFi í mikilli þakkarskuld við
Sigurð Reyni Pétursson, svo og
fyrir hjálpfýsi hans og holl ráð,
hvenær sem til hans er Ieitað.
Fyrir þetta og fyrir langa og
trausta vináttu leyfi ég mér að
þakka fyrir hönd okkar allra, um
leið og ég árna Sigurði Reyni,
hinni ágætu konu hans, Birnu
Jónsdóttur, og fjölskyldu þeirra
allra heilla. Jón Þórarinsson
Þó Sigurði Reyni Péturssyni sé
það þvert um geð að á hann sé
borið lof, og það í dagblöðum, þá
verður hann að umbera smá
þakklætisvott og árnaðaróskir á
þessum tímamótum.
Það bar upp á sama árið, eða
1968, að undirritaður var kjörinn
formaður Félags íslenzkra hljóm-
listarmanna og Sigurður Reynir
féllst á að vera lögmaður félags-
ins, en hann hafði þá um árabil
verið lögfræðilegur ráðunautur
þess. Fyrra atriðið er umdeilan-
legt, en svo verður ekki sagt um
það síðara. Þegar litið er yfir
farinn veg má marka mörg gæfu-
rík spor sem félagið hefur stigið
eftir góðum ráðleggingum og með
frábærri aðstoð hans.
Hann var sæmdur gullmerki
FÍH 1977.
Árið 1969 festu STEF, FÍH og
Tónskáldafélag íslands kaup á
fasteigninni Laufásvegur 40. Hafa
vinnustaðir okkar vérið undir
sama þaki síðan og því stutt í
smiðju hans. Hin öra tæknivæðing
nútimans hefur komið illa við kjör
hljómlistarmanna og annarra
listflytjenda, svo það er ekki ónýtt
að njóta yfirburða þekkingar Sig-
urðar á höfundarréttarmálum, en
hann er einn þeirra þriggja sem
lögðu grunninn að nýjum Höf-
undalögum 1972.
Við stofnun Sambands flytjenda
og hljómplötuframleiðenda 1973
var sótt af kappi að fá Sigurð til
starfa og hefur hann verið fram-
kvæmdastjóri og lögmaður þess
síðan og það náð að dafna vel
undir hans handarjaðri.
Hollvini mínum vil ég þakka
gott „sambýli" og ótal ráðlegg-
ingar á liðnum árum.
Fyrir hönd Félags íslenzkra
hljómlistarmanna og Sambands
flytjenda og hljómplötuframleið-
enda óska ég Sigurði Reyni, frú
Birnu og fjölskyldu þeirra áfram-
haldandi farsældar um ókomin ár.
Sverrir Garðarsson