Morgunblaðið - 18.01.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.01.1981, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR18. JANOAR 1981 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Sendill óskast á skrifstofu blaðsins. Vinnutími 9—12 f.h. Upplýsingar á skrifstofu, sími 10100. Sölumaöur óskast Vel þekkt innflutningsfyrirtæki óskar að ráða duglegan og sjálfstæðan sölumann. Starfið er fólgið í sölu á þekktum neytendavörum bæði á Reykjavíkursvæðinu og úti á lands- byggöinni. Nauðsynlegt er aö viðkomandi hafi reynslu af sölustörfum og geti hafið störf sem fyrst. Góð laun í boði fyrir duglegan starfskraft. Tilboö óskast send augld. Mbl. merkt: „Sölumaður — 3326“. Skálatúnsheimilið í Mosfellssveit óskar að ráða framkvæmdastjóra Hér er um nýtt starf að ræöa. Framkvæmda- stjóra er ætlað að hafa yfirstjórn á rekstri heimilisins sérstaklega fjármálastjórn og eftirlit með eignum og framkvæmdum á staönum. Hér er um fullt starf að ræða. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 1981. Starfið veitist frá og með 1. maí eða eftir samkomulagi. Laun eftir samkomulagi. Skriflegar umsóknir sendist til stjórnar Skálatúnsheimilisins, Mosfellssveit. Ung kona óskar eftir starfi fyrri hluta dags viö bókhald eða almenn skrifstofustörf. Próf frá verslunar- og skrifstofubraut við fjölbrautaskóla fyrir hendi. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Hafnarfjörður — 3137“. Afgreiðslustúlka óskast vinnutími frá kl. 1—6. Uppl. á mánudag milli 5 og 6. KUZUIi HAFNARSTHÆTI 15 Innflutnings- fyrirtæki óskar eftir að ráöa skrifstofumann. Vinnutími 1—5. Helstu verkefni eru: 1. Enskar bréfaskriftir. 2. Tollskýrslugerð og verölagsskýrslu- gerð. 3. Vélritun og símavarsla. Tilboð óskast send augld. Mbl. fyrir 20. jan. merkt: „Áreiðanleg — 3323“. | Atvinna — bílaumboð Viljum ráða röskan mann til útkeyrslu og lagerstarfa sem fyrst. Æskilegt er að viðkom- andi hafi starfað við varahlutaverzlun eða hafi áhuga á slíku starfi og sé reglusamur og áreiðanlegur. Tilboð sendist Mbl. sem fyrst merkt: „Röskur — 3437“. Atvinna óskast Ég er 28 ára fjölskyldumaður, húsgagna- bólstrari. Hef starfað að þeirri iðn með húsgv. í 12 ár bæöi hjá öðrum og sjálfstætt. Hef fengið orð fyrir að vera duglegur, handlagin og heiöarlegur. Er með atvinnu- breytingu í huga, en allt kemur til greina. Tilboð sendist augld. Mbl. merkt: „A — 3440“. Meðmæli ef óskaö er. Bæjarstjóri Starf bæjarstjóra ísafjaröarkaupstaðar er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 25. janúar n.k. Umsóknir skulu stílaðar til forseta bæjar- stjórnar Guðmundar H. Ingólfssonar, bæj- arskrifstofunum Austurvegi 2, ísafirði, sem gefur einnig uppl. varðandi starfið. Bæjarráö ísafjarðar. Barnaheimilið Os óskar eftir starfsmanni til afleysingar V2 daginn í tvo mánuði (frá miðjum feb. til miðs apríl). Gæti hugsanlega verið í afleysingum í sumar. Upplýsingar veittar á: Barnaheimilinu Ós, Bergstaðastræti 26b, sími 23277. Félagsráðgjafar — sálfræðingar — uppeldisfræðingar Svæðisstjórn um málefni þroskaheftra og öryrkja á Norðurlandi vestra óskar eftir að ráða mann til að koma á fót þjónustumiðstöð fyrir þroskahefta óg öryrkja. Þjónustumið-- stöð þessi hefði aðsetur á Blönduósi. Æskilegt er að væntanlegur starfsmaður hafi hlotið menntun í félagsráðgjöf, sálarfræði eöa uppeldisfræði. Hér er um fram'tíðarstarf að ræða. Umsóknarfrestur er til 10. feb. 1981. Nánari upplýsingar veita Páll Dagbjartsson, skólastjóri, Varmahlíö sími 95-6125 og Sveinn Kjartansson, fræðslustjóri, Blönduósi sími 95-4369. Mælaviðgerðir Rafimagnsveita Reykjavíkur vill ráða starfs- mann til viðgeröa á orkusölumælum. Æskileg menntun: Úrsmíði eða vélvirki/ rafvirki með reynslu í nákvæmri vinnu. Umsóknareyöublöð og nánari upplýsingar fást hjá starfsmannastjóra, Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu 4. hæð. Umsóknarfrestur er til 26. janúar 1981. RAFMAGNS VEITA REYKJAVÍKUR Vélaverkfræðingur óskast til starfa hjá iöntæknistofnun íslands aö Keldnaholti. Æskileg sérhæfni er efnis- fræði, fyrst og fremst varðandi málmsmíða- efni í iönaði, eiginleika þeirra, notkun, vinnslu o.s.frv. Verkefni eru rannsóknir, prófanir og athug- anir á vandamálum iönaöarlegs eölis og ráögjöf í því sambandi, umsjón með gerð upplýsingarita og námskeiöa. Upplýsingar um starfið eru veittar í síma 85400. Umsóknir sendist stofnuninni fyrir 10. febr. 1981. Vélritun- og skrif- stofustörf Hraðvirkur, vandvirkur og samviskusamur vélritari óskast til vélritunarstarfa og annarra almennra skrifstofustarfa. Góð starfsað- staða. Eiginhandarumsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf ásamt meðmæl- um, ef til eru, sendist auglýsingadeild Morgunblaðsins fyrir miðvikudaginn 21. janúar merkt: „Samviskusemi — 3128“. Offsetljósmyndari Óskum eftir að ráða offsetljósmyndara til sölustarfa. Hálfsdagsstarf kæmi jafnvel til greina. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um aldur og fyrri störf sendist Mbl. fyrir 23. janúar merkt: „O — 3130“. Hans Petersen hf. Framkvæmdastjóri Iðnfyrirtæki á suðurlandi óskar eftir fram- kvæmdastjóra. Tilboð sendist Morgunblaöinu fyrir 25. janúar n.k. merkt: „Framtíð — 3434“. Vinnuvélstjóri Vantar að ráða mann á stóra vökvagröfu. Til greina kemur aö ráöa ungan mann sem hefur áhuga að læra stjórn og meðferð vinnuvéla, með framtíðarstarf fyrir augum. Upplýsingar í dag og eftir kl. 18.00 næstu daga í síma 45034. Bílstjóri — aðstoðarmaöur Óskum að ráða bílstjóra til starfa hjá hjólbarðadeild. Einnig óskast aðstoðarmað- ur við standsetningu á nýjum bílum. Frekari uppl. gefnar hjá skrifstofustjóra mánudaginn 19. janúar kl. 10—12, (ekki í síma). JÖFUR HF Nýbýlavegi 2, Kópavogi. Utgerðarmenn Óskum eftir netabát í viöskipti. Getur stundað róðra frá hvaða höfn sem er á Suöurnesjum. Upplýsingar á skrifstofu, Tryggvagötu 10, Rvík, símar 11747 og 11748. Jón Ásbjörnsson, útflutnings- og heildverzlun. Stórt iðnaðarfyrirtæki á stór-Reykjavíkursvæðinu óskar að ráða framkvæmdastjóra. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Mbl. fyrir 25. jan. merkt: „Framkvæmdastjóri ’81 — 3135“. Fariö veröur með allar umsóknir sem trúnaðarmál. mál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.