Morgunblaðið - 18.01.1981, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1981
Leyndardómurinn
um Wallenberg
Síöari grein eftir KATI MARTON
Það var ekki fyrr en vorið 1945 að
annað starfsfólk sænska sendiráðsins í
Budapest gat hafið heimferðina til
Stokkhólms. Öllu sendiráðsfólki hafði
verið haldið í gæslu í búðum utan við
Budapest. Svo meinlegt sem það kann
að virðast, hafði sænska stjórnin í
fyrstu meiri áhyggjur af öðru sendi-
ráðsfóiki en Wallenberg. Orðsending
kom í febrúarmánuði frá sovéska
sendiherranum í Stokkhólmi um að
Raoul væri vel gætt og hann væri við
góða heilsu í Moskvu. En ekkert
fréttist til Stokkhólms um hitt sendi-
ráðsfólkið í Ungverjalandi í marga
mánuði.
I apríimánuði skaut hópurinn þó upp
kollinum í Moskvu á leið heim til
Svíþjóðar. Sænski sendiherrann í
Kreml, Stefan Söderblom, tók á móti
fólkinu. En Söderblom hafði einmitt
það hlutverk að ná svari um dvalarstað
Wallenbergs' út úr Rússunum. Því
verkefni var sendiherrann lítt hrifinn
af að leggja sig fram við. Söderblom
hafði miklu meiri áhuga á að koma á
góðum samskiptum við ráðamenn í
Kreml en að vasast í hvarfi eins
sendimanns frá Svíþjóð. Að því er eitt
stærsta blað Svíþjóðar, Expressen,
sagði, var Söderblom haldinn „ryss-
krack“, Rússaótta. Ekki kannski und-
ariegt í landi þar sem Rússagrýla er
svo algeng. I Svíþjóð eftirstríðsáranna
var „rysskrack" oft tengt sakbiti Svía
fyrir að hafa haldið hlutleysi sínu á
heimsstyrjaldarárunum. Nágranninn í
austri hafði misst 20 milljónir manna.
Raoul Wallenberg varð fórnarlamb
þessa rótgróna ótta, samfara sakbitni
landa sinna gagnvart Sovétmönnum.
Einn af löndum Raouls í Budapest,
Per Anger, minnist þess, að Söderblom
sendiherra dró hann afsíðis í veislu,
þegar Svíarnir voru um það bil að fara
frá Moskvu og hvíslaði: „Mundu það,
þegar þú kemur til Svíþjóðar, að segja
ekkert ljótt um Rússa.“ Anger, sem
hefur nýlega hætt störfum sem sendi-
herra í Ottawa, var þá orðinn sann-
færður um, að Sovétmenn hefðu tekið
Wallenberg höndum vegna gruns um
njósnir. I endurminningum sínum
skrifar Anger: „Ég fékk mjög litlar
undirtektir við þá kenningu í utanrík-
isráðuneytinu. Ég hafði það á tilfinn-
ingunni að enginn þar, sem ekki hafði
verið í útlöndum á stríðsárunum, skildi
hvað ég var að fara.“ Árið eftir veitti
Svíþjóð Sovétmönnum milljarð
sænskra króna sem viðskiptalán. Sví-
arnir óskuðu ekki eftir neinu í staðinn.
Fyrir þrýsting frá Wallenberg-
fjölskyldunni varð utanríkisráðuneytið
nokkrum sinnum að hvetja Söderblom
til að halda Wallenberg-málinu vak-
andi við Sovétmenn. Þegar sendiherr-
anum tókst loks að fá áheyrn hjá
Stalín, lagði hann honum af eigin
hvötum um leið til auðvelda leið út úr
þessari vandræðaaðstöðu með því að
segja: „Ég held persónulega, að Wall-
enberg hafi orðið fyrir barðinu á
ræningjum í Budapest."
Þegar hér var komið, gekk sami
orðrómur um sjálfa höfuðborg Ung-
verjalands. Kossuth-útvarpið, hin
opinbera rödd SLB (Soviet Liberated
Budapest) hafði 7. marz 1945 skýrt frá
því, að Wallenberg og bílstjóri hans
hefðu verið skotnir af sendimönnum
Gestapo á veginum til Debrecen. I
ágúst 1947 tilkynnti Andrei Vyshinsky,
aðstoðarutanríkisráðherra Sovétríkj-
anna hjá Sameinuðu þjóðunum, að
umfangsmikil leit að Raoul Wallen-
berg í Sovétríkjunum hefði reynst
árangurslaus. Og Vyshinsky bætti við
frá eigin brjósti: líklega hefðu ung-
verskir nazistar rænt Wallenberg. Á
þessu tímabili, frá 1945 til 1947, hefur
sænska stjórnin 19 eiðsvarna fram-
burði frá fyrrum klefafélögum Wallen-
bergs eða öðrum, sem sáu hann annað
hvort í Lubyanka- og Lefortovo-fang-
elsunum í Moskvu.
Wallenberg var í stöðugu sambandi
við samfanga sína með bankkerfi á
veggi og rör. Svo meinlega vill til, að
margir af „bank-félögum“ hans á
þessum tíma voru fyrrverandi nazist-
ar, sem Sovétmenn höfðu tekið til
fanga í ýmsum borgum Evrópu. Seinna
fregnuðu Svíar einmitt gegnum þá, af
bréfi Wallenbergs til Stalíns, þar sem
hann mótmælir handtöku sinni. I
fyrstu yfirheyrslunni í Lubyanka-
fangelsinu á fangavörðurinn, skv.
sömu heimildum, að hafa sagt við
Wallenberg: „Við þekkjum þig vel. Þú
ert af þessari stóru kapitalistafjöl-
skyldu í Svíþjóð."
Refsikerfi Sovétríkjanna er þekkt að
ýmsu. En ekki kæruleysi í skrif-
finnsku. 36 árum eftir að Rússar tóku
Wallenberg til fanga, hafa þeir aðeins
getað lagt fram eitt skjal um dvalar-
stað þessa sænska sendimanns. í
orðsendingu frá 6. febrúar 1957, er
skýrt frá því að Wallenberg hafi
auðsýnilega orðið fórnarlamb „glæpa-
starfsemi“ liðins Stalíns-tímabils.
Loks fékkst þarna bréfleg viðurkenn-
ing, eftir harða neitun í mörg ár um að
Wallenberg hafi verið í fangelsum í
Sovétríkjunum á 5. áratugnum. Þarna
var því haldið fram, að nýfundnar
fangelsisskýrslur sýndu, að sænski
sendimaðurinn hefði dáið úr hjarta-
slagi 17. júlí 1947. Þá voru látnir allir
þeir, sem visað var til, þ.e. fangelsis-
stjórinn, forstöðumaður fangelsis-
sjúkrahússins, yfirmaður leynilögregl-
unnar og innanríkisráíiherrann. Ekk-
ert dánarvottorð fylgdi bréfinu og
engin skýring gefin á handtöku Wall-
enbergs yfirleitt. Orðsendingunni lauk
á afsökun á mistökunum og allt kennt
Stalín, sem þá var fallinn í ónáð. Bréfið
frá 1957 var undirritað af núverandi
utanríkisráðherra, Andrei Gromyko.
Það hafði tekið Kreml 12 ár að draga
fram þessa orðsendingu. Ýmist ríkt
þögn í heil 12 ár eða höfð uppi neitun
um að nokkuð væri vitað um að
Wallenberg væri í Sovétríkjunum.
Orðsendingin frá Gromyko er eina
skjalfesta sönnunin frá Sovétmönnum
um Wallenberg. Hafi það verið ætlun
Sovétmanna með orðsendingunni frá
1957 að binda endi á Wallenberg-mál-
ið, þá hefur þeim mistekist hrapallega.
23 árum seinna, 30. maí 1980, settist
utanríkisráðherra Svía, Ola Ullsten,
niður við samningaborð í Kreml, and-
spænis utanríkisráðherra Sovétmanna,
Andrei Gromyko. Ulla byrjaði á því að
afhenda harða orðsendingu, þar sem
sagði að nýlegar og öruggar upplýs-
ingar vitna hefðu orðið til þess, að
Svíar efuðust mjög um að skýringar
Sovétmanna á örlögum Wallenbergs í
23 ár hefðu við rök að styðjast. Bað
Utlsten um að hafin yrði ný rannsókn í
Svíinn Raoul Wallenberg hvarf í fangabúðum í
Sovétríkjunum fyrir 36 árum. Hafa menn aldrei sætt
sig við skýringar Sovétstjórnarinnar á hvarfi hans og
öðru hvoru komið upp fregnir, sem benda til þess að
hann sé enn á lífi í sovéskum fangelsum. Um hvarf
hans og aðsetur fjölluðu Wallenberg-vitnaleiðslurnar í
Stokkhólmi í sl. viku. í fyrri grein eftir ungverska
blaðamanninn Kati Marton var sagt frá ástandinu í
Budapest, þegar hann í stríðslok bjargaði þar tugum
þúsunda Gyðinga frá útrýmingarbúðum nazista og
hvernig handtöku hans bar að 17. janúar 1945 eftir að
Rússar tóku borgina. í þessari síðari grein er fjallað
um það sem á eftir fór.
Er hann enn í
sovesku fangelsi eftir
málinu, og aðvaraði Rússa við vaxandi
áhuga á málinu á alþjóðavettvangi,
sem ekki mundi hjaðna. Meðan hún
talaði, sat Gromyko og horfði án
svipbrigða upp í loftið. Svar sovéska
utanríkisráðherrans var stutt og vel
undirbúið: „Við höfum ekkert nýtt í
máli Raouls Wallenbergs. Við stöndum
við minnisblaðið frá 1957.“
Raoul Wallenberg var ekki eini
sendimaðurinn, sem Sovétmenn tóku
til fanga í Budapest. Tveir Svisslend-
ingar í utaríkisþjónustunni, að nafni
Meier og Fellar, voru handteknir 1945
og fangelsaðir í Sovétríkjunum. Eftir
samningaumleitanir við Kremlverja í
eitt ár, tókst svissneskum stjórnvöld-
um að frelsa sendimenn sína með
fangaskiptum. Svisslendingar höfðu
haldið tveimur Sovétborgurum, sem
höfðu beðið um hæli í Bern. Sovétmenn
höfðu þá grunaða um njósnir fyrir
Vesturveldin. Svisslendingar brutu
reglu þá, sem þeir hafa haft um að
veita pólitískum föngum hæli, þar sem
það var eina leiðin til að ná þeirra
eigin mönnum heim. Eftir 1960 stakk
Per Anger upp á því við sænska
utanríkisráðuneytið, að næsti sovéski
njósnarinn, sem upp um kæmist í
Stokkhólmi, yrði notaður til fanga-
skipta fyrir Wallenberg, í stað þess að
vera vísað úr landi á hefðbundinn hátt.
Því svaraði þáverandi utanríkisráð-
herra, Osten Unden, sem var trúmaður
mikill á hlutleysi og góð samskipti við
Rússa: „Sænska stjórnin gerir ekkert
slíkt.“
Þegar líða tók á 6. áratuginn höfðu
safnast mun haldbetri upplýsingar um
Wallenberg-málið í Stokkhólmi. Fang-
ar frá Sovétríkjunum, sem nýlega
hafði verið sleppt, voru nákvæmlega
yfirheyrðir. Engar opinberar heim-
sóknir milli Svía og Sovétmanna fóru
fram, án þess að nafn Wallenbergs
væri á dagskrá. Með slíkum fyrir-
spurnum tókst utanríkisráðuneytinu
að rekja slóð Raouls til Vladimir-
fangelsisins um 300 km austur af
Moskvu. Þá kom skyndilega orðsending
Gromykos 1957 og batt endi á vonirnar
um að Wallenberg yrði skilað.
Það var ekki fyrr en 1961, að útlit
varð fyrir það að takast kynni að
brjótast í gegnum þagnarmúrinn. Þá
nefndi virtur sænskur læknir og pró-
fessor, dr. Nanna Svártz, Raoul Wall-
enberg í samræðum við sovéskan
samstarfsmann, dr. A.L. Myasnikov, á
alþjóðlegri vísindaráðstefnu. Henni til
mestu furðu sagði Rússinn dr. Svartz,
að hann vissi um Wallenberg og hefði
heyrt að hann væri heldur illa haldinn
í geðsjúkrahúsi. Samtalið fór fram á
þýzku, eins og öll fyrri samskipti
þeirra. Myasnikov var í framhaldi af
þessu kallaður fyrir flokksformann
sinn, Nikita Khrusjeff, og dró ummæli
sín síðan til baka. Það var lélegri
þýzkukunnáttu hans um að kenna, að
þessi misskilningur kom upp, að því er
hann sagði. Myasnikov dó úr hjarta-
slagi skömmu eftir þennan atburð. En
nú hefur Eric Sjöquist, sá sænski
blaðamaður sem af mestri þrákelkni
hefur elt slóð Wallenbergs, fullyrt, að
þetta sé ekki endirinn á fengnum
tengslum Nönnu Svartz. Sjöquist átti
nýlega viðtal við þennan 99 ára gamla
prófessor, og fór betur ofan í frásögn
dr. Nönnu Svartz. Hún tjáði honum, að
Myasnikov hafi ekki aðeins verið
kunnugt um Wallenberg, heldur hafi
hann sjálfur skoðað Raoul í geðsjúkra-
húsinu í Sovétríkjunum á árinu 1961.
Svartz-Myasnikov kaflinn í máli Wall- ■
enbergs er enn hluti af málskjölum í
Svíþjóð. Samkvæmt sænskum lögum
hefur ekki mátt gera þau opinber fyrr
en á árinu 1981.
Árið 1973 skrifaði Maj von Dardel,
áttræð móðir Raouls, Henry Kissinger,
manninum, sem hún hélt að hlyti af
eðlilegum ástæðum að vera bandamað-
ur hennar varðandi örlög sonar henn-
ar. Utanríkisráðuneytið samdi bréf til
móður Raouls, þar sem lofað var
aðstoð og að bandaríska sendiráðinu í
Moskvu yrði falið að leggja fram
fyrirspurn. Tilgreind var ástæðan fyrir
þessu boði, „aðgerðir í þágu ung-
verskra Gyðinga á árum seinni heims-
styrjaldarinnar", sem Wallenberg
hafði tekið að sér að beiðni Bandaríkj-
anna. En bréfið var aldrei sent.
Kissinger, sem þá var öryggisráðgjafi,
var ekki sáttur á það. Þegar formaður
Amerísku Wallenberg-nefndarinnar,
Lena Biörck-Kaplan, bað Kissingar,
fyrrverandi utanríkisráðherra, um
skýringu, svaraði hann því til, að aðrir
úr starfsliðinu hefðu haft umboð til
slíkrar undirskriftar. Hann kvaðst
aldrei hafa vitað um að bréfið var
stöðvað.
Á árinu 1979 var þetta mál, sem svo
lengi hafði dormað, rifið upp. Þótt
furðulegt megi teljast, þá lágu þræð-
irnir nú til tannlæknis í Tel Aviv. Dr.
Anna Bilder hafði aldrei heyrt á Raoul
Wallenberg minnst fyrr en faðir henn-
ar, Gyðingur í Moskvu sem sleppt
hafði verið nýlega úr fangabúðum
hringdi til hennar. Jan Kaplan, fyrrum
forstöðumaður hljómleikahúss í
Moskvu, hafi verið sakaður um svarta-
markaðsviðskipti og tekinn fastur
1975, í kjölfar umsóknar um að fá að
flytjast til Israel. Átján mánuðum
síðar var honum sleppt af heilsufars-
ástæðum. Kaplan sagði dóttur sinni, að
fangar hefðu möguleika á að lifa af í
Gulaginu, og bætti við: „Satt að segja
hitti ég Svía nokkurn í Butyrkifangelsi
í Moskvu, sem hafði lifað þetta í yfir 30
ár.“ Næstu tvö árin heyrði Anna Bilder
ekkert frá föður sínum. Svo gerðist það
í júlímánuði 1979, að móðir hennar gat
smyglað bréfi til dóttur sinnar í Israel.
Þar skrifaði hún: „Kæra Anna mín.
Faðir þinn hefur aftur lent í því sama.
Hann hefur nú verið í fangabúðum í
hálft annað ár ... Ég var búin að missa
alla von, eftir að hafa verið kölluð af
KGB til Lubyanka fangelsisins, þar
sem mér var sagt að allt væri þetta að
kenna bréfi um svissneskan eða sænsk-
an mann að nafni Wallenberg, sem
faðir þinn þekkti í fangelsissjúkrahús-
inu. Pabbi þinn hafði skrifað um
þennan Wallenberg og reynt að koma
um hann orðum til þín með ferða-
Frá Wallenberg-vitnaleiðslunum.
sem fram fóru i Stokkhólmi si.
fimmtudag og föstudag, þar sem
fjöldi manns bar vitni um tilvist hans
i rússneskum fangelsum á ýmsum
tíma, frá 1947 til febrúar 1980.
manni, sem hann hitti í samkunduhús-
inu. Síðan hefur faðir þinn verið í
Lefortovo og Lubyanka og ég er búin
að missa vonina um að sjá hann
nokkurn tíma aftur."
Afleiðingin af þessu bréfi var beiðni
frá sænska utanríkisráðuneytinu um
að fá að tala við Jan Kaplan, hvar sem
hann væri. Þetta var fyrsta opinbera
aðgerðin af hálfu Svía í máli Raouls
Wallenbergs í 14 ár. Fram að þessu
hafa svörin við henni verið hin sömu
og við öllu öðru: alger þögn.
Svíar líta ekki lengur á Wallenberg-
málið sem málefni þessara tveggja
ríkja einna, Sovétríkjanna og Svíþjóð-
ar. Á árinu 1945 hafnaði Söderblom
sendiherra boði Averell Harrimans um
aðstoð við samningaumleitanir til að
fá Raoul lausan. 1979 hitti Cyrus
Vance utanríkisráðherra hálfsystur
Raouls og fullvissaði hana um áhuga í
Washington.
Á síðastliðnu hausti brutu stjórn-
völd í Stokkhólmi sína fyrri reglu um
að bjóða ekki fangaskipti, þar sem
„Svíþjóð gerir ekkert slíkt“, og yfir-
völdum í Moskvu var gert tilboð. Stig
Bergling, fyrrverandi embættismaður í
varnarmálaráðuneyti Svía og ný-
dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir njósn-
ir fyrir KGB, var boðinn fram í
fangaskiptum fyrir Raoul Wallenberg.
Handtaka Berglings og réttarhöldin
yfir honum í nóvember 1979 var mesta
njósnahneyksli í sögu Svía. Leyniþjón-
usta Israels tók Svíann í Tel Aviv.
Berling hafði þá árum saman notað
mjög vönduð senditæki og sent til
Sovétríkjanna sænsk hernaðarleynd-
armál af hæstu gráðu. Nú síðast hafði
hann sem starfsmaður sænsku Sam-
einuðu þjóða-herdeildarinnar á Gaza-
svæðinu og í suðurhluta Lebanons,
verið reglulega í sambandi við KGB.
En nú var hann það sem sænska
utanríkisráðuneytið nefndi „ónýtur
agent" og Sovétríkjunum til einskis
gagns framar. Stjórnvöld í Kreml
sýndu engan áhuga á að skipta á
Bergling og Wallenberg.
Engum vafa er undirorpið að óróinn
kring um Wallenbergmálið hefur varp-
að skugga á samband Svía og Sovét-
36 ár?
ríkjanna. Engin stjórn í Svíþjóð getur
framar vanrækt þetta mál, eins og gert
var 1945. Hvaða vonir sem Sovétmenn
kunna að hafa gert sér um „finnlandi-
seringu” á Svíþjóð, eru brostnar. Raoul
Wallenberg er nú orðinn ævarandi
tákn um mannúðarleysi og tómlæti
sovéska kerfisins.
í glæsilegu barokhúsnæði utanríkis-
ráðuneytisins eru embættismenn ekki
bjartsýnir á að fá nokkurn tíma
fregnir af Wallenberg. Ef hann er á
lífi, þá er fanginn nú 68 ára gamall og
hefur þar af eytt 38 árum í sovéskum
fangelsum. Svíarnir telja að meiri
háttar stefnubreyting yrði að verða
hjá forustunni í Kreml, ef hún ætti að
hverfa frá þeirri þverúðarfullu þrá-
kelkni, sem beitt hefur verið við að
halda því fram að Wallenberg hafi
dáið úr hjartaslagi 1947. Til þess þyrfti
fyrst og fremst fráfall Andreis Grom-
ykos, sem framar öllum öðrum er
talinn bera persónulega ábyrgð á
stefnumótun Sovétmanna í Wallen-
bergmálinu, og ráðherrann er enn þá
samkvæmt sovéskum mælistigum að-
eins 71 árs unglingur.
Sænska stjórnin verur nú, sem
nokkurs konar yfirbót fyrir óhóflega
varkárni sína fyrstu árin, að halda
áfram að rekja slóð Raouls Wallen-
bergs. En hver veit hve lengi? Sporin
halda áfram að koma í ljós. I fyrra gaf
nýkominn ungur sovéskur Gyðingur
sig fram við sænska sendiráðið í Tel
Aviv. Hann sagði frá veislu sem hann
hafði verið í skömmu áður en hann fór
frá Moskvu. Það var á heimili eins af
hans bestu vinum, sem hann vissi að
var sonur háttsetts KGB erindreka.
Eftir taumlaust nætursvall veitti fað-
irinn þeim áminningu:" Farið varlega,
drengir, svo þið endið ekki eins og
Svíinn, sem ég hitti í Lubyanka. Hann
er búinn að sitja inni í 35 ár.“ Sænska
utanríkisþjónustan heldur því fram að
KGB erindrekinn hafi síðar verið
rekinn úr starfi.
Sænska stjórnin segir slóð Wallen-
bergs nú liggja til Mordvinia fangelsis-