Morgunblaðið - 18.01.1981, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.01.1981, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1981 '7 Sýnikennsla — Matreiðsla Er aö hefja sýnikennslu á austurlennskum réttum. Upplýsingar í síma 33421. Rannveig Pálmadóttir. Útsala Gefum 35 til 40% af öllum skermum. Lampar og Gler hff., Suöurgata 3. Hjartans þakkir flytjum viö öllum, sem sendu okkur hlýjar kveðjur og heillaóskir í tilefni af gullbrúðkaupi okkar 13. desember síöastliöinn. Ásdís Káradóttir, Sigurbergur H. Þorleifsson. Skattaframtal 1981 Tek aö mér aö telja fram til skatts fyrir einstaklinga og rekstraraðila. Lögfræðiskrifstofa, Jón Þoroddsson hdl., Klapparstíg 26, III. hæö, Reykjavík. Sími 11330. Umboðssala Get tekiö ýmsar vörur til umboössölu. Nefniö hvaö sem er. Þagmælsku heitiö. Tilboö sendist augld.Mbl. merkt: „U — 3439“ fyrir 23. janúar. ERUM FLUTTIR Suðurlandsbraut 4 LÖGMENN Sími 82122. Gestur Jónsson, hdl Hallgrímur B. Geirsson, hdi Kristinn Bjömsson, hdi Suðurlandsbraut 4, 105 Reykjavík. Sími: 82122. Við leitum að húsmunum Um þessar mundir er aöalverkefni okkar aö koma upp heimilum fyrir fyrrverandi fanga. Húsnæöi er fyrir hendi, en húsmuni alla vantar. Því leitum viö til þín og biöjum þig aö athuga, hvort þú eigir ekki í fórum þínum eitthvaö af eftirtöldum húsmunum, sem þú hefur aflagt vegna t.d. endurnýjunar: Rúm, borð, stólar, útvarp, sjónvarp, ísskáp, brauð- rist, hraðsuðuketil, hrærivél, frystikistu, potta, pönnur, leirtau, straujárn, þvottavél, myndir á veggi o.fl., o.fl. Ef þú ert aflögufær og vilt meö framlagi þínu hjálpa okkur viö aö hjálpa öörum, vinsamlegast hringdu í síma 16189. Viö munum síöar sækja hlutina til þín. Meö fyrirfram þökk fyrir aöstoöina. Félagasamtökin Vernd, Gimli v/Lækjargötu. íslenska er að stofni til norskt útflytjendamál. Flestir landnámsmanna komu úr vestanverðum Noregi. Ýmsir þeirra höfðu að vísu dvalist um hríð á einhverjum þeim eyjum sem nú eru hluti af breska konungsríkinu, aðrir á Ir- landi. Sumir áttu írska þræla eða mægðust við Ira. Slangur keltneskra orða hefur því verið hluti ís- lenskrar tungu frá upphafi. Nöfn af austur-norrænum uppruna hafa einnig tíðk- ast frá öndverðu, og töku- orð bárust snemma, ættuð sunnan að og austan, úr latínu, grísku, hebresku og arabísku. Forfeður okkar í Vestur- Noregi stefndu út, þegar þeir fóru vestur yfir hafið. Austur á bóginn var inn til lands. í samræmi við þetta gáfu þeir vindáttum nöfn. Norðaustanvindur hét landnyrðingur, norðvest- anvindur útnyrðingur, suðaustanvindur landsynn- ingur og suðvestanvindur útsynningur. Enda þótt þetta komi ekki alls kostar heim og saman við staðhætti á ís- landi, er lítil ástæða til að amast við þessum orðum. Fyrr mega menn nú vera málhreinsunarmenn en svo langt sé gengið. Þekki ég þó dæmi af slíku hreinlætis- hugarfari. Þessi orð, sem tíðkast hafa frá frumbyggð landsins eru engin erlend óværa sem rýma þyrfti burt. Síður en svo. Og jafnvel þó menn væru á því, þyrfti naumast að hefja útrýmingarstríð á hendur þeim. Orðin eru svo sjald- gæf í daglegu tali, að ég ætla að þeim verði ekki auðið langs lífs hér eftir í máli okkar. Helst er það útsynningurinn sem heldur velli, og þá á Suðvestur- landi, vegna þess hve hryðjur úr þeirri áttinni eru tíðar. Bær á Austur- landi heitir Útnyrðings- staðir, en samsetningarnar með -nyrðingur heyri ég annars aldrei. Keltnesk orð festu illa rætur í íslensku máli. Flest mannanafnanna féllu í gleymsku, enda fóru sum þeirra heldur báglega, svo sem Bekan, Dufgús, Grélöð og Bjollok. Nokkur voru löguð til og lifðu af vegna vinsælda tiltekinna manna, svo sem Kjartan og Njáll. Önnur hafa verið gerð að auknefnum eða ættar- nöfnum, þegar sú tísku- bylgja skall yfir á fyrri hluta þessarar aldar (einna helst 1915—1925). Má þar nefna Kvaran, Kiljan, Kjaran og Dungal. Nokkur keltnesk nöfn hafa varð- veist í örnefnum og síðar gerð að skírnarnöfnum, svo sem Patrekur, Dufþakur og Kalman. Margar áleitnar spurn- ingar vakna, þegar fjallað er um mannanöfn, vinsæld- ir þeirra og útbreiðslu. Hvers vegna þykir okkur sjálfsagt að skíra sumum dýranöfnum og öðrum ekki? Hvers vegna hafa sum dýranöfn aldrei verið skírnarheiti fólks? Hvers vegna eru sum, sem áður þóttu fín, nú talin ónothæf? Hvað til dæmis með nafnið Sámur? Það þýðir dökkur. En það er nú orðið svo algengt hundsnafn, liklega vegna Njálu, að við hliðrum okkur við því að skíra syni okkar svo. Njála hefur fleira á samviskunni. Er nú til nokkur Þjóstólfur eða Hrappur á íslandi? Hvers vegna skírum við hiklaust dýranöfnum eins og Björn, Hreinn, Hjörtur, Úlfur og Leo (= ljón), en þorum ekki að skíra syni okkar Hrút, Gölt og Grís, hvað þá að taka orð eins og boli, þjór (= naut) og blær (= hrútur) í tölu manna- nafna. Innskot: Þjór varð- veitist í Þjórsá (= bolafljót) og blær í lýsingarorðinu blæsma sem haft er um ær, þegar svo stendur á. Hvers vegna getum við skírt Hrafn, Örn, Hauk, Orra, Gauk og Lunda, en ekki lengur Skarf, hvað þá Spóa, Hana, Þiður, Kjóa eða Sendling? Hvers vegna týndist kvenmannsnafnið Rjúpa, en Erla setur met í útbreiðslu á fyrri hluta aldarinnar? Og hvers vegna skírum við ekki Önd, Gæs, Álku, Ritu og Teistu? Við erum ófeimin við að taka annað úr náttúrunnar ríki, t.d. Yrsa (= lítil úruxa kýr), Ylfa (líkl. = úlfynja) og Þöll (= fura) eða hebreska töku- nafnið Rakel (= ær). Vegir smekksins eru líklega órannsakanlegir eins og guðs. Hvers vegna notum við sum gyðjunöfn sem heiti kvenna, eins og Freyja, Sif, Iðunn, Sjöfn, Eir, Hrönn og Hlín, en ekki sjálft nafn höfuðgyðjunnar, Frigg, hvað þá Gefjun, Snotra, Gná, Sýr og Syn? Ég heyrði í tilkynningum svo til orða tekið, að allar bætur almannatrygginga í tilteknu umdæmi yrðu ekki greiddar út fyrr en 20. janúar. Hvað merkir þetta? Á það að tákna að einhver hluti bótanna verði borgað- ur út fyrr? Ég held ekki. Ég ætla að þetta böngulega málfar eigi að merkja að engar bætur almanna- trygginganna í umdæminu verði greiddar út fyrir 20. þ.m. Notið tækifærið NÆSTU 3 DAGA GEFUM 20% VIÐ faU /0 AFSLÁTT af öllum vörum í versluninni. Notið þetta sérstaka tækifæri. Aðeins næstu 3 daga 20% 20% afsláttur í1LISI1<f afsláttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.