Morgunblaðið - 18.01.1981, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.01.1981, Blaðsíða 48
Síminn á afgreiöslunni er 83M3 Síminn á afgreiöslunni er 83033 )M«r0nnlihtii SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1981 Útgerðin afþakkar skuld- breytingu við olíufélögin Heimsmeistara- einvígið í skák haldið í Þjóð- leikhúsinu? „VIÐ ERUM nú að bíða eftir svari þjoðlcikhússtjóra um það með hvaða kjorum ÞjMleikhúsið feng- ist til heimsmeistaraeinviKÍsins i skák.“ sagði dr. Inttimar Jónsson, forseti Skáksamhands íslands. er Mbl. spurði hann í xær. hvað liði könnun Skáksamhandsins á möttu- leikunum til að hjóða i einvigi þeirra Karpovs ok Korchnois um heimsmeistaratitilinn. Ingimar sagðist fyrst hafa rætt við Ingvar Gíslason, menntamála- ráðherra, og tilkynnt honum áhuga SI á að bjóða í einvígishaldið. „Ráðherra tók málinu vel og vildi að við könnuðum það og fyrstu skrefin voru að ræða við þjóðleikhússtjóra og forráðamenn Flugleiða," sagði Ingimar. Mbl. spurði Ingimar, hvort kostnaðaráætlun væri tilbúin og sagði hann, að svo væri í grófum dráttum og hljóðaði hún upp á 4,5—5 milljónir króna (450—500 gkrónur). Ingimar sagði SÍ hafa augastað á Þjóðleikhúsinu til einvígishaldsins af ýmsum ástæðum. Húsið væri miðsvæðis í borginni, í því væri góður tæknibúnaður, góð aðstaða á sviði og á bak við og einnig kjörin aðstaða fyrir áhorfendur. Einnig væru góðar aðstæður til skákskýr- inga og fréttaþjónustu og veitinga- staður. Verði Þjóðleikhúsið ofan á, þarf einvígið að fara fram í júlí- ágúst. Ingimar sagðist hafa haft fréttir af áhuga Austurríkismanna og V-Þjóðverja á að bjóða í einvígið, en tilboð þurfa að berast alþjóðaskák- sambandinu FIDE fyrir 16. febrúar. * Utgerð skóla- skips frá Vest- mannaeyjum TILLAGA um rekstur skólaskips frá Vestmannaeyjum næsta sumar var lögð fram af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins á bæjar- stjórnarfundi sl. fimmtudag. Að sögn Sigurðar Jónssonar bæj- arfulltrúa, miðar tillagan að því að fram fari könnun á möguleikum slíks rekstrar með hugsanlegri þátttöku af hálfu aðila í sjávarút- vegi, bæði í Eyjum og opinberum aðilum. Sagði Sigurður í samtali við Mbl., að tillagan hefði fengið góðar undirtektir, en hún miðar að því að auka kennslu í framhaldi af námi á fiskvinnslubraut og skapa meiri tengsl ungs fólks við höfuð- atvinnuveg þjóðarinnar. VANSKILASKULDIR útgerðar innar við olíufélögin námu i haust um 14 milljörðum g. krón- um og hlutuðust stjórnvöld þá til um að rúmlega helmingi vanskil- anna yrði breytt í 5 ára lán með lánskjaravísitölu. Útgerðarmenn telja þessi kjör mjög óhagkvæm og sagði Steingrimur Hermanns- son sjávarútvegsráðherra. að þeir hefðu nánast afþakkað þessa skuldbreytingu. Þá sagði hann, að oliufélögin væru i raun á móti þessari skuldabreytingu og vildu ekki þurfa að ábyrgjast þessi lán. Steingrímur sagði í gær, að sér fyndist menn ekki meta þessa skuldabreytingu af raunsæi. I fyrsta lagi væru vextir lægri en á vanskilaskuldum og greiðslustaða fyrirtækjanna væri stórlega bætt með þessari skuldabreytingu. Út- gerðarmenn benda hins vegar á, að sé lánskjaravísitala síðustu þriggja mánaða síðasta árs reiknuð yfir á heilt ár, verði hún um 70%, en dráttarvextir á ári séu hins vegar 57%. I Morgunblaðinu í gær var haft eftir Halldóri Guðbjarnarsyni, bankastjóra Útvegsbankans í Vest- mannaeyjum, að aðstoð við útgerð- ar- og fiskvinnslufyrirtæki í Vest- mannaeyjum dygði skammt. „Að- eins verið að færa fyrirtækin til í gálganum," sagði Halldór um þetta mál. Steingrímur Hermannsson sagði um þetta mál: „Vitanlega verða fyrirtækin að hafa grundvöll til að borga sínar skuldir, hvort sem þessu er breytt í skil eða ekki. Ef þau hafa það ekki, þá eru þau náttúrulega áfram í gálganum. Þarna er um 5 ára verðtryggð lán að ræða með 2'A% vöxtum og e.t.v. eru það engin kostakjör, en menn verða að gæta að því, að með þessum verðtryggðu lánum er endurlánaður hluti af verðtrygg- ingunni á hverju ári og þau létta greiðslubyrðina verulega. Ef það er hins vegar betra að skulda van- skilavexti og borga þá á stundinni, þá held ég, að vanskilavextir séu orðnir ansi lágir miðað við aðra vexti. Það, sem mér finnst kannski iakast í sambandi við vandann í Vestmannaeyjum, er, að fjármagn- ið er ekki allt með sömu kjörum. Ég er að láta skoða þessi mál nánar og það er auðvelt að gera saman- burð á því hvernig þessi verð- tryggðu lán koma út borið saman i við vanskilavexti. Ég mæltist til þess, að Seðlabankinn útvegaði Útvegsbankanum l‘/i milljarð með beztu kjörum, sem hann gæti hugsaö sér. Seðlabankinn lét verð- I GJALDHEIMTAN í Reykjavík hef ur nú sent út álagningarseðla fasteignagjalda fyrir árið 1981 og er hækkun frá síðasta ári á ein- stakar húseignir um 57%, en tekju- aukning borgarinnar er nokkru meiri vegna aukningar fasteigna. Morgunblaðið innti Kristinn Guð- mundsson, forstöðumann skrán- ingardeildar fasteigna Reykjavík- urborgar, eftir því hvernig gjöldin væru reiknuð út. Sagði hann að fasteignamat væri miðað við gangverð viðkomandi fasteigna, og þá væru húseignir metnar eftir gæðum en hins vegar gætu lóðir og staðsetning þeirra tryggða fjármagnið í té vaxtalaust og það er betra en hann hefur almennt gert. Hins vegar taldi bankinn sig ekki hafa annað fjár- magn en verðtryggt," sagði Steingrímur Hermannsson. valdið nokkuð misjöfnu fasteigna- mati. Hann sagði ennfremur að húseignir væru metnar eftir bygg- ingarstigi og því gæti orðið mis- ræmi á matinu, hefðu samskonar eða svipaðar íbúðir verið á mismun- andi byggingarstigi er þær voru metnar. Aðspurður um það hvort hækkun- in væri ekki nokkru meiri en aukning kaupgjaldsvísitölu síðast- liðins árs sagði hann að það væri rétt og stafaði það af því að markaðsverð húseigna hefði í fyrra hækkað hraðar en kaupgjaldsvísi- talan, en þó svo væri, jöfnuðu þessar hækkanir sig út á tiltölulega stutt- um tíma. 217 fermetra einbýlishús í Selja- hverfi á að greiða í ár 4.720 nýkrónur, en í fyrra voru greiddar af sömu íbúð 2.980 nýkrónur. Af öðru einbýlishúsi, 220 fermetra, í sama hverfi skal nú greiða 5.732 nýkrónur, en á siðasta ári voru fasteignagjöld af henni 2.600 ný- krónur. Af 5 herbergja íbúð í blokk, 103 fermetra, í sama hverfi, voru greiddar á síðasta ári 1.420 nýkrón- ur en í ár skal greiða af henni 2.660 nýkrónur. Af 120 fermetra íbúð í blokk við Háaleitisbraut skal nú greiða 2.617 nýkrónur í fasteigna- gjöld en á síðasta ári var upphæðin 1.760. Af 230 fermetra einbýlishúsi í Fossvogi eru fasteignagjöldin í ár 5.549 nýkrónur, en í fyrra voru þau 3.750. Af 110 fermetra einbýlishúsi úr timbri í Vesturbænum skal nú greiða 2.100 nýkrónur en í fyrra var upphæðin 1.470 nýkrónur. „Ægileg tilfinning að falla ósyndur í krapaðan sjóinnu Verkamanni á Suðureyri bjargað á síðustu stundu „ÉG VAR ofboðslega hra*ddur og hef aldrei á ævinni orðið eins hræddur.“ sagði Ólafur Reynir Svavarsson tæplega þrítugur Súðvíkingur í samtali við Mbl. i gær en hann féll milli skips og bryggju f krapaðan sjóinn sl. fimmtudagskvöld og var orðinn allþrekaður þegar hann náðist upp. „Það er ægileg tilfinning að falla ósyndur í krapaðan sjóinn," sagði Olafur Reynir, en eftir nokkra stund áttaði ég mig á því að ég mátti ekki láta óttann ráða.“ Þetta atvikaðist þannig að við vorum að skipa upp trönuefni úr Coaster Emmy og ég var að toga í band sem hangir niður úr spírunum til þess að stýra þeim inn á vörubílspall, en þar sem snúningur var á hlassinu tók ég nokkuð á og bandið slitnaði með þeim afleiðingum að ég féll aftur fyrir mig og rann út af bryggju- kantinum í sjóinn. Ég hékk andartak á bryggju- brúninni, sem var flughál og hrópaði á hjálp, en þeir sem voru á bryggjunni áttuðu sig ekki strax á stöðunní í rökkrinu, en sá sem sá mig fyrst náði mér ekki áður en ég féll í sjóinn. Ég hef fallið nokkra metra og lík- lega hefði ég drukknað hefði ég ekki haft stuðning í sjónum af öllu ískrapinu, því ég er ósyndur. Það var um 10 stiga frost og litlar lífslíkur í sjónum nema örskamma stund við þær að- stæður. Bandi var síðan kastað til mín og einn maður kom niður á fríholtin á skipinu og hjálpaði mér einnig upp, en vegna kuld- ans dofnaði maður strax og það var ekki fyrr en ég kom inn í þorp að kuldinn spratt fram, hrikalegur kuldi.“ 57% hækkun fasteigna gjalda í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.