Morgunblaðið - 18.01.1981, Síða 15

Morgunblaðið - 18.01.1981, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1981 15 Á þrettándanum fyrir hálf- um áratug var hríðarveður i Reykjavík. Magnús Pétursson kennari frá Akureyri, þá hálf- niræður að aldri, lét það þó ekki aftra sér frá þvi að bregða sér í borgina og kaupa tölusett og áritað eintak af Stjörnum vorsins, sem út voru gefnar i hátiðarútgáfu af því tilefni, að Tómas Guðmundsson varð 75 ára. Magnús hafði mikið dálæti á Tómasi og vildi nú gefa Ingibjörgu dóttur sinni þessa bók og skrifaði i hana stöku, sem honum varð á munni, þar sem hann brölti áfram i ófærð- inni i bakaieiðinni: Ástarskáld í yndi, von og harmi, æskuskáld með fagran draum i barmi. Listaskáld í máli, óði og myndum, mannlífsskáld með sýn frá strönd að tindum. Guðmundur Frímann segir frá þvi i einum stað og er með ólíkindum, að á sokkabandsár- um sinum „virðast eiginhags- munir hafa ráðið miklu um gerðir alþingismanna** og til- færir stöku Lárusar Erlends- sonar á Smyrlabergi í því sam- hengi: Frá Alþingi fáar þeir fréttir bera góðar, af því flestir unna meir eigin gagni en þjóðar. í siðasta visnaleik var varpað fram þessum fyrri hluta: Gamla krónan gengin er, gerðist hrum og dettin. Helgi Sæmundsson varð á vegi minum og kastaði fram að bragði, þegar hann hafði heyrt fyrri hlutann: Sú nýja elii ilia ber eftir fyrsta sprettinn. Móri botnaði: Fótalúin, beinaber brölti ’ún lokasprettinn. Enn kvað Móri eftir áramóta- boðskap forsætisráðherra: Verðbólgunni er vikið burt, vörur hækka ei lengi. Allt er nú sem orðið kjurt: aurar, króna og gengi. Átti handa öllum nóg öldungurinn snjaili. Eins mig grunar alltaf þó aftur að krónan falli. Ingibjörg R. Magnúsdóttir, sem áður er getið, kvað i tilefni af gjaldmiðilsbreytingunni: Að mér læðist illur grunur, er sú nýja tekur sprettinn, að á þeim verði ei mikill munur. Muni ’ún reynast völt og dettin. Lárusar Eriendssonar var fyrr getið, en hann var tengda- sonur Bólu-Hjálmars og átti raunar son, sem Lárus hét, er orti ógieymanlegan dikt um Orrastaðalækinn eins og Guð- mundur Frímann segir frá i „Þannig er ég, viljirðu vita það“: Orrastaðalækurinn rennur oft á nóttunni; þegar kemur flóð í hann verður tólgur og smér úr sóttinni. Og siðan segir Guðmundur Frímann: „Vísan sannar, hve afkomanda Bóiu-Hjálmars hef- ur tekizt að samræma gamla og nýja skáldskapargerð, enda þótt hann lifði ekki fram á ár rimleysunnar. Lárus var á und- an samtið sinni; hann var tima- mótaskáld." Og svo er það fyrri hlutinn: Oft eru launin út í hött eins og dæmin sanna. Ekki verður meira kveðið að sinni. Halldór Blöndal. Limran I ánum er auðleKÖ vor falin. í upprekstrarlónið skýzt smalinn og veiðir sér bröndu. Hvað er virkjun í Blöndu margar ærgildisafurðir talin? Móri. MYNDAMÓT HF. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRjCTI • - SlMAR: 171B2-17395 Tannlæknastofa Hef hafið störf á tannlæknastofunni, Ármúla 26, sími 85865. Viötalstímar eftir samkomulagi. Hannes Ríkarðsson, tannlæknir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.