Morgunblaðið - 18.01.1981, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.01.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1981 27 Píanótónleikar í Norræna húsinu FINNSKI píanóleikarinn Ralf Gothóni heldur tónleika i Nor- ræna húsinu þriðjudaginn 20. janúar kl. 20.30. Á efnisskrá eru sónata eftir finnska tónskáldið Einojuhani Rautavaara og „Myndir á sýningu“ eftir Muss- orgsky. Einnig leikur Gothóni pianósvitu eftir tékkneska tón- skáidið Leos Janacek. Gothóni stundaði nám í Hels- ingfors, Þýskalandi og Sviss. Hann hlaut mjög góðar viðtökur er hann kom fyrst fram opinber- lega á tónlistarhátíðinni í Jyvásk- ylá 1967 og eftir það hefur hann haldið tónleika víðsvegar um Evr- ópu, í Sovétríkjunum og Norður- Ameríku. Hann er prófessor í píanóleik við tónlistarskólann í Miinchen og hefur frá árinu 1978 verið listrænn stjórnandi óperu- hátíðarinnar í Savonlinna. Auk þessa hefur Gothóni getið sér góðan orðstír sem undirleikari. Ralf Gothóni hefur komið til Islands nokkrum sinnum áður, m.a. kom hann fram ásamt finnska baritónsöngvaranum Jorma Hynninen á Norrænu menningarvikunni í Norræna hús- inu haustið 1979. Miðar verða seldir í kaffistofu Norræna hússins og við inngang- inn. Háskólafyrirlestrar um finnskar og norsk- ar nútímabókmenntir KAI Laitinen, prófessor við háskólann í Helsinki, flytur opinberan fyrirlestur um finnskar nútímabókmennt- ir í boði heimspekideildar Háskóla íslands á miðviku- daginn. Fyrirlesturinn nefnist: „Frán skogen til staden“ og verður fluttur á sænsku. Þá flytur Leif Mæhle, prófessor við háskólann í Osló, opinberan fyrirlestur um norska nútímaljóðlist í boði heimspekideildar fimmtudaginn 22. janúar nk. Fyrirlesturinn nefnist: „Oppblomstring eller litt- erær inflasion? Glimt fra nyare norsk lyrikk“ og verður fluttur á norsku. Öllum er heimill aðgang- ur. (Frétt frá Háskóla íslands.) Félag smábátaeigenda stofnað í Reykjavík í dag Ralf Gothóni STOFNFUNDUR Félags smábátaeigenda í Reykja- vík og nágrenni verður haldinn í Gróubúð á Grandagarði klukkan 14 í dag. Að þessari félags- stofnun standa trillukarlar og fleiri í Reykjavík, en nú eru yfir 100 trillubátar skráðir í borginni. Helzta verkefni þessa félags verð- ur væntanlega að fá betri aðstöðu fyrir trillubáta í höfninni, en fleiri mál verða vafalaust ofarlega á baugi í félaginu, t.d. trygg- ingamál. TOPP Litsjonvarpstæki á veröi sem á sér ekki hliðstæðu silora Engir milltliOir. Araébyrgð — 3 ár é myndlampa. 22“ Staögr. 9.470.- 8.996.- Takin koma í gémum baint Iré framleiðanda. Ekta viðarkassi Palisander- Teck- Hnota Verelið beint við tagmanninn, SJONVARPSVIRKINN það tryggir örugga þjónuatu. Av ARNARBAKKA 2 Or 71640 LAUGARDAG OG SUNNUDAG FRÁ KL. 1-6 Sýndar verða allar 1981 árgerðirnar: Nýi MAZDA 323 sem kosinn var bíll ársins í Japan, MAZDA 626 í nýju útliti með fjölmörgum nýjungum og auknum þægindum og MAZDA 929 L, lúxusbíllinn sem er í senn aflmikill og ótrúlega sparneytinn, en samt á viðráðanlegu verði. BILABORG HF Smiöshöfða 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.