Morgunblaðið - 18.01.1981, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.01.1981, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1981 t Frœnka okkar. ÞURÍDUR SIGTRYGGSDÓTTIR SOOT, lést á Solgavehjemmet, Valby, Kaupmannahöfn, 9. janúar sl. Systkinabörn. + Móðir okkar, GUDRUN HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR, verður jarösungin frá kirkju óháöa safnaöarins þriöjudaginn 20. janúar kl. 13.30. Jóna Kr. Jónsdóttir, + Konan mín, GUÐJÓNA KRISTÍNA NIKULÁSDÓTTIR FORSTER, Parma Ohio, USA, andaöist þann 25. desember 1980. Charles Forster. + Minningarathöfn um eiginmann minn, SIGURGEIR JÓNSSON frá Munaóarnesi, fer fram frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 20. janúar kl. 10.30. Guörún Guömundsdóttir. + Systir mín, ELÍNBORG GÍSLADÓTTIR, * veröur jarösungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 19. þ.m. kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hennar eru vinsamlegast beönir aö láta í Blindrafélagiö njóta þess. | Fyrir hönd systkinanna. Ingibjörg Gísladóttir. + Eiginkona mín, móöir, tengdamóöir og amma, MARÍA ARNADOTTIR, Bólstaö, Garöabæ, lézt að elli- og hjúkrunarheimilinu Sólvangi aöfaranótt 11. janúar. Jarðarförin fer fram frá Garöakirkju mánudaginn 19. janúar kl.2. Guómundur Guömundsson, Helga Guömundsdóttir, Ólafur Vilhjálmsson, * Bragi Guömundsson, Ketrln Karlsdóttir, Arnheiöur Guömundsdóttir, Ágúst Hafberg, og barnabörn. + Inniiegar þakkir til allra sem auösýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför, GUÐRÚNAR LÁRU GÍSLADÓTTUR, frá Hellissandi. F.h. vandamanna, Anna Víglundsdóttir. Systir okkar. HÓLMFRÍÐUR KRISTINSDÓTTIR, frá Núpi í Dýrafiröi, til heimilis aö Reynimel 63, sem andaöist 10. janúar veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 20. janúar kl. 13.30. Blóm afbeðin, en þeim, er vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á líknarstofnanir. Systkinin. + Þökkum af alhug öllum þeim, nær og fjær, sem auösýndu okkur samúö og virtarhug við fráfall og jaröarför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, SALÓMONS MOSDAL SUMARLIÐASONAR, Skipasundi 61. Guö blessi ykkur öll. Ingibjörg Jörundsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Minning: Jón Sigurðsson jámsmíðameistari Fæddur 15. mars 1908. Dáinn 15. desember 1980. Um aldamótin bjuggu þau hjón- in Ingibjörg Jónsdóttir og Sigurð- ur Eyjólfsson, sjómaður, í Litlu- Brekku á Grímsstaðarholti við Skerjafjörð. Eitt af mörgum börn- um þeirra hjóna var Jón Sigurðs- son. Þeir feðgar nutu ekki lengi hvor annars, því á afmælisdaginn er Jón var 13 ára missti hann föður sinn. Þarf ekki að lýsa því nánar hvaða erfiðleikar biðu móð- ur og barna í Litlu-Brekku á Grímsstaðarholtinu. Ingibjörg kom upp barnahópnum sínum, af æðruleysi og með sóma. Jón hóf nám í Vélsmiðjunni Hamri hf. kornungur, og jafnhliða því stund- aði hann iðnskólanám á kvöldin að loknum vinnudegi og lauk námi með prýðis einkunn árið 1929. Hann hætti störfum 1979, sem yfirverkstjóri í Stáismiðjunni hf. Hálf öld í járnsmíði er langur tími í sögu þessarar viðkvæmu iðngreinar hér á landi. Mörgum finnst sjálfsagt undarlegt að kalla járnsmíði viðkvæma iðngrein, en menn þurfa ekki að leita lengi, svo að það sannist fyrir þeim. Að standa fremstur á meðal jafningja þar í hálfa öld er slíkt afrek að fáir munu leika svo ótvírætt sé, en það gerði Jón Sigurðsson óumdeil- anlega. Glöð var æskan á Grímsstaðar- holti þá, eins og ævinlega, og á þeim sólskinsdögum kynntist hann stúlkunni sinni Guðnýju Guðjónsdóttur, en þau gengu í hjónaband 30. maí 1931. Það var aftur komið vor í líf Jóns eftir föðurmissinn. Þau hjón eignuðust tvo syni, Sigurð tannlækni og Guðjón vélvirkja. Þegar Stálsmiðjan hf. var stofn- sett var Jón einn af þeim smiðum er þangað réðu sig til vinnu. Strax voru honum falin stór verkefni að leysa af hendi út um allt land, mest í sambandi við síldarvinnslu og olíustöðvar. Leysti hann þau svo meistaralega að hann var fljótt settur yfir þá deild fyrirtæk- isins er eingöngu annast nýsmíði, en svo er það nefnt í smiðju, sem unnið er eftir teikningúm og oftast framleitt aðeins eitt stykki af hverri gerð. Þessi þáttur smiðjuvinnunnar er talinn vanda- samastur. Ofan á mikil stjórnunarstörf kom ætíð í hans hlut að útskýra teikningar og leiðrétta ef skekkjur voru í þeim og jafnvel að teikna upp, svo rétt yrði smíðað. Svo gagnmenntaður var Jón í þessari íþrótt tækninnar að fáir stóðust honum snúning. Svo kom að þætti fríhendisteiknunar fyrir starfs- menn að smíða eftir. Það var óskapleg vinna framan af hans stjórnunartíð, því þá voru ekki komnar til sögunnar ljósprentun- arvélar, sem létta nú mikið af allri fríhendisteiknun. Samhliða þessu voru oft tugir lærlinga, sem þurftu umönnunar við og tilsögn, og er sá þáttur kannski sá mikil- vægasti í öllu lifsstarfi Jóns, þ.e. lærlingamálin. Hann var svo mikill listamaður og strangur við sjálfan sig og alla, sem hann sagði til um smiðar, að við lærlingar hans vissum að engin vinna var nógu vel af hendi leyst í hans augum, og alltaf kom hann auga á að betur mætti gjöra. En öll verk sem fóru frá fyrirtæk- inu í hans tíð, sem einhverju varðaði, báru hans stimpil. Þetta vissu þau mörg hundruð manna sem hann stjórnaði um ævi sína. Þeir lærlingar sem voru undir hans stjórn gleyma aldrei leiðsögn hans, svo nákvæm og góð var hún. En það var kannski ekki alltaf þægilegt að vera í návist hans, því eins og áður er sagt, var hann strangur og fljótt komst maður að því að skapið var stórt. En jafn- framt gat hann ekki leynt hlýju sinni sem kom fram í svo mörgu. Aldrei heyrðist hann hallmæla manni. Að félagsmálum starfaði Jón nokkuð og naut sín þar vel, bæði var hann tillögugóður og ekki skemmdi kímni hans fyrir. í stjórnun Félags járnsmiða og BSF Árráða starfaði hann í mörg ár af sinni alkunnu nákvæmni og dugn- aði. Það væri hægt að skrifa um hans mörgu listaverk í járnsmíði margar sögur. Að kveldi dags eru þetta aðeins þakkir og kveðjur fyrir órofavináttu í 33 ár og ailar ánægjustundirnar sem við áttum saman. Eiginkonu og sonum, ásamt allri fjölskyldunni votta ég inni- lega samúð. Góður drengur er genginn. Hvíl þú í Guðs friði. Kristmundur Sörlason Smábátaeigendur Ákveðið er að gangast fyrir fundi til þess aö kanna áhuga á stofnun félags eigenda minni báta en 12 tn. í Reykja- vík. Fundurinn veröur í Gróubúö, Grandagaröi, í dag, sunnu- daginn 18. janúar kl. 14. Undirbúningsnefnd. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og jaröarför INGIBJARGAR MARGRÉTAR KRISTJÁN8DÓTTUR frá Dvergasteini viö Lágholtsveg. Kristjana Þorsteinsdóttir Russel, Elín Þorsteinsdóttir, Einar Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Siguröur Þorsteinsson, Friörik Stefánsson, Sasunn Sigurjónsdóttir, Þökkum innilega auösýnda samúö og vlnarhug viö andlát og jaröarför drengjanna okkar, FREYSTEINS GUDMUNDSSONAR og ÞORGEIRS RÚNARS FINNSSONAR, Dalsgerói 1, Akureyri. Aslaug Freysteinsdóttir, Guórún Gunnarsdóttir, systkini og aörir ættingjar. Guömundur Þórhallsson, Finnur Marinósson. + Þökkum af alhug öllum nær og fjær sem auösýndu okkur samúö og vlnarhug viö fráfall og útför JÓNS GUÐJÓNSSONAR, Sólheimum 22. Kristfn S. Kristjánsdóttir, Guörún F. Jónsdóttir, Jón Halldórsson, Gunnar Jónsson, Sigríöur Waage, Ingvi Jónsson, Ingrid Jónsson, Kristján Jónsson, Nancy Jónsson. + Hjartans þakkir til allra sem auösýndu okkur samúö viö fráfall og útför SIGURÐAR JÓHANNESSONAR, Njálsgötu 85. Sérstaklega þökkum viö læknum og hjúkrunarfólki á delld 3B Landspítalanum og Benedikt Guöbrandssyni heimilislækni, fyrir alúð og umönnun í veikindum hans. Ingibjörg Úlfarsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum viö öllum þeim sem vottuöu okkur samúö og vináttu viö andlát og útför elginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, ÓSKARS ÞÓRARINSSONAR frá Bjarnastööum I Selvogi, Reykjabraut 7, Þorlákshöfn. Sérstakar þakkir færöar læknum og starfsfólki á deild A7 Borgarspítalanum fyrir góöa hjúkrun. Guöný Guönadóttir, Kjartan Óskarsson, Ragnhildur Óskarsdóttir, Björg Óskarsdóttir, Hjördís Óskarsdóttir, Þórarinn Óskarsson, Siguröur Óskarsson, Guömundur Óskarsson, Jensína Óskarsdóttir og barnabörn. Sigfríöur Óskarsdóttir, Pálmi Ragnarsson, Þóröur Ólafsson, Ólafur Sæmundsson, Valgeröur Guömundsdóttir, Jónína Sigurjónsdóttir, Sveindís Alexandersdóttir,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.