Morgunblaðið - 18.01.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.01.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1981 23 ins í Moldaviu-lýðveldinu í Vestur- Rússlandi. Undanfarna mánuði hafa fangar, sem koma úr þessari stóru fangelsissamsteypu, hvað eftir annað sagzt hafa séð hann í sérdeild fangels- isins fyrir fanga, sem eiga opinberlega að vera dánir. Hvorki Svíar né Wallen- bergnefndin eru fáanleg til að gefa upp nöfn nýrra vitna. Of margir af fyrri vitnum hafa horfið, svo sem Jan Kaplan og e.t.v. KGB erindrekinn. Kannski er það orðið of seint fyrir Raoul Wallenberg. Líf hans hefur verið hörmuleg röð af brugðnum loforðum og vonum. En vel má vera að óstöðv- andi leit að iyklinum að þessum leyndardómi haldi áfram í mörg ár, kannski áratugi, því spurningin sem hann felur, vegur að innsta kjarna kerfisins, því sem Churchill kallaði einu sinni „gátu hulda dularhjúpi innan í ráðgátu". Því í ósköpunum tóku þeir svo augljóslega saklausan mann og lokuðu hann inni æfilangt? Hvers konar geðveiki er það að gruna Raoul Wallenberg, sem hafði sand af pening- um og trygga framtíðarstöðu í þjóðfé- laginu, um njósnir? Og því slepptu þeir honum ekki, þegar Stalínistunum var úthýst úr Kreml 1957? Voru þeir að bíða eftir að Svíar „létu hart mæta hörðu“, eins og sendiráðsmaðurinn Per Anger heldur fram. Að þeir legðu eitthvað kröftugra á spilaborðið en tilvísun til mannúðar? Eflaust fær heimurinn aldrei ákveðið svar við áleitnum spurningum, sem vaxið hafa kringum málið eins og illgresi. Um Raoul Wallenberg hafa verið of marg- ar þversagnir og of mikil undanbrögð til þess að Sovétmenn gætu nú orðið trúverðugir. Jafnvel þótt þeir legðu fram jafn þykka skjalabunka og Svíar sjálfir hafa safnað í málinu, mundi því þá trúað að plöggin væru ekta eða yrðu þau bara afgreidd sem tilbúningur? Enginn efi er á því að hinn endur- nýjaði áhugi á alþjóðavettvangi í Wallenbergmálinu hefur komið Sovét- mönnum á óvart. Vesturlandabúar eru ekki almennt þekktastir fyrir að end- ast svona vel. Það er eins og leyndar- dómurinn um Wallenberg haldist við af eigin eldsneyti. í Stokkhólmi, Tel Aviv og New York magnast sögur með rætur í staðreyndum um Raoul Wall- enberg. Manna á milli ganga nú frásagnir um Wallenberg akandi með- fram „dauða-lestum" ungversku Gyð- inganna á leið til landamæra Austur- ríkis og gasklefanna. Hann dreyfir mat, hlýjum klæðum og sænskum vegabréfum til þessa vesalings göngu- fólks. Þá sem hann hefur færi á, dregur hann út úr göngunni og inn í bílinn sinn til að aka þeim til baka til Budapest. Hann hætti þannig lífi sínu og bjargaði tugum manna. Önnur saga er um Wallenberg, sem situr óvopnað- ur við borð andspænis Eichmann með alvæpni. Svíinn les hinn rólegasti nasistanum pistilinn um óhjákvæmi- legt hrun Þriðja ríkisins. Og Eichmann endurtekur hótun sína um að láta drepa hann, um leið og hann dreypir á koníakinu sínu. Árið 1780 lagði þýzkur gyðingur að nafni Michael Bendicks leið sína norð- ur til Stokkhólms, í leit að tækifærum sem andgyðingleg lög Þjóðverja neit- uðu honum um. Gyðingum voru bönn- uð öll embætti. Hann gerðist þvi gullsmiður. Bendicks var sagður menntaður maður og fullur lifandi áhuga. Hann auðgaðist og á endanum lánaði hann konungnum peninga. Bendicks kvæntist lúterstrúar konu og tók hennar trú. Hann hefði vafalaust kunnað að meta sonar-sonar-sonarson sinn Raoul Wallenberg. „Margir segja að ég láti óskhyggjur bera skynsemina ofurliði, þegar ég ímynda mér að bróðir minn sé á lífi“, segir Nina Lagergren." Þeir hafa rangt fyrir sér. Það væri meiri óskhyggja að telja hann dáinn. Að hann hefði mátt losna við það að vera grafinn lifandi öll þessi ár. Það væri raunverulega að óska honum góðs“. Sunnudag einn í aprílmánuði 1948 var áformað að afhjúpa í Budapest sem tákn fyrir Raoul Wallenberg risastyttu, er sýndi Heilagan Georg að sigra risann. Þakklátir íbúar borgar- innar höfðu fengið hana gerða og henni hafði verið valinn staður í Garði heilags Stefáns, skammt frá Wallen- bergsgötu. En íbúar borgarinnar áttu aldrei eftir að fá að sjá þetta minnis- merki. Vegfarendur sögðu frá því að þeir hefðu séð rússneska hermenn með kaðla og hesta flytja styttuna burtu að næturlagi. Um morguninn stóð stallur- inn auður eftir. Nýlega birtist minnismerkið aftur, án nokkurrar áletrunar, fyrir framan penicillínverksmiðju í austur- ungversku borginni Debrecen, þangað sem Wallenberg hugðist halda þegar hann hvarf fyrir 36 árum. (Þýtt úr Atlantic Monthly af E.Pá.) ~ UMBOÐSMENN: frá SUPERWINCH á Bronco, Blazer o.fl. 25 Sumar éldavélar írá ELECTROUJX eru auðvitað með Ldástursafni, tötvustýringu, teimospSöftu, sjátívirkum steikarmoeli og hitaskáp.. _Aðiarekkl. Electrolux eldavélarnar eru meðal þeirra þekktustu í heimi. Fyrst og fremst vegna gæða- og svo auðvitað vegna tækni- nýjunga. Electrolux hefur oftast verið á undan samtíðinni í eld- hústækni. Þegar þú velur Electrolux eldavél geturðu valið eldavélagerð, sem hentar plássi og pyngju. Úrvalið og möguleikarnir eru margvís- legir. m Electrolux Kynningarbæklingur ókeypis. Það er óráðlegt, að kaup eldavél án þess að kynna sér vandlega hvaða möguleikar standa til boða. Vörumarkaðurinn sendir þér í þósti ókeyþis, litprentaðan mynda- og upplýsingabækling. Sendu okkur nafn þitt og heimilisfang, eða hringdu í Electrolux deildina, simi: 86117 og við sendum þér bækling um hæl. ARMULA la FERÐASKRIFSTOFAN ÚRVAL V/AUSTURVÖLL SÍMI 26900 SKÍÐAFERÐIR TIL BADGASTEIN SALZBURGERLAND — AUSTURRÍKI í Badgastein er eitthvert rómaöasta skíöaland Austurríkis. Lítill, en sérlega vinalegur Alpabær, sem getur öllum skíðamönnum, þeim beztu sem byrjend- um, alla þá möguleika, sem þeir óska. Valdir gististaöir: Hotel Salzburgerhof — Gistihúsiö Bergfriede og Gistihúsið Gletschmúlle. URVAL Brottfarardagar: 19. febrúar 2 vikur 5. marz 2 vikur FULLBOKAD Verö frá Nýkr. 4.910 — með flugferðum, gistingu og hálfu fæði. íslenzkur fararstjóri meö í báöum feröunum. Fullkomnar upplýsingar á skrifstofunni. FERÐASKRIFSTOFAN ÚRVAL V/AUSTURVÖLL SÍMI 26900 vt/mumtMmHmnm/iMMimm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.