Morgunblaðið - 07.02.1981, Side 1
48SÍÐUR OGLESBÓK
31. tbl. 69. árg.
LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Á myndinni eru Samakonurnar fimmtán, sem settust að í húsakynnum norsku ríkisstjórnarinnar í gær eftir fund með Gro Harlem
Brundtland. hinum nýja forsaetisráðherra Norðmanna. Konurnar voru að mótmæla virkjunaráformunum við Alta-á og segjast ætla að halda
kyrru fyrir þar sem þær eru komnar þar til hætt hefur verið við virkjunina. AP-símamynd.
Samkomulag vegna
afskipta kirkjunnar
Samakonur
setjast að hjá
Brundtland
vegna Alta
Óalö. 6. febrúar. — AP.
15 SAMAKONUR í litríkum þjóð-
húninKum settust í das að i
fundarherherKÍ i aðsetri norsku
ríkisstjórnarinnar og kváðust
mundu halda þar kyrru fyrir þar
til þeim yrði fleyiít út eða þar til
Gro Ilarlem Brundtland. hinn
nýi forsætisráðherra, héti því að
öllum framkvæmdum við Alta-
virkjunina yrði hætt.
Samakonurnar komu til Óslóar
fyrr í vikunni til að láta í ljós
stuðning sinn við fimm samíska
karlmenn, sem farið hafa í hung-
urverkfall til að mótmæla virkj-
unaráformunum. Konurnar fengu
áheyrn hjá Gro Harlem Brundt-
land, forsætisráðherra, sem tók
við embætti nú í vikunni, en vegna
þess að þær gerðu sig ekki ánægð-
ar með svör hennar sögðust þær
ætla að setjast að í stjórnarbygg-
ingunni.
Hundrað karlmenn, sem einnig
vildu mótmæla Alta-virkjuninni,
reyndu í dag að setjast að í
anddyri stjórnarbyggingarinnar
en þeir voru strax fjarlægðir af
lögreglunni.
Önnur tveggja samtaka Sama,
Landssamtök Sama, sendu í dag
skeyti til Brundtland forsætisráð-
herra og fullyrtu, að Samakonurn-
ar og karlmennirnir, sem reynt
hefðu að setjast að í anddyrinu,
væru ekki fulltrúar Sama og
aðferðirnar ekki í þágu þeirra.
TIL MIKILLA átaka kom
í dag á strætum Teheran
milli 10.000 vinstri sinna,
sem íóru í mótmælagöngu
Kegn stjórninni og klerka-
veldinu í landinu, ok
strangtrúaðra múham-
eðstrúarmanna. í átökun-
um var beitt byssum og
hnífum og herma fregnir
að einn maður hafi látist
og um 30—40 særst.
Haft er eftir heimildum í Teher-
an, að vinstri sinnarnir hafi -verið
að mótmæla samkomulagi írans-
stjórnar og Bandaríkjamanna um
lausn gíslamálsins og einnig verið
að vekja athygli á geigvænlegu
atvinnuleysi sem nú ríkir í íran.
Mikil spenna er nú í írönskum
stjórnmálum milli hófsamra
manna og trúarleiðtoganna en
Khomeini erkiklerkur hefur reynt
að bera klæði á vopnin og hvatt
menn til að „bítast ekki á eins og
sporðdrekar". Ganga vinstri-
manna var farin í trássi við bann
Varsjá, 6. febrúar. — AP.
LEIÐTOGAR verkfalls-
manna í Bielsko-Biala og
embættismenn pólsku
stjórnarinnar undirrituðu
snemma í dag samkomu-
stjórnvalda og í Teheran-útvarp-
inu í dag voru þeir kallaðir
„útsendarar Bandaríkjmanna og
fimmta herdeild óvinarins".
Mohammad Ali Rajai, forsætis-
ráðherra írana, sagði í dag, að
íranir kæmu með sína eigin frið-
arskilmála þegar síðasti írakinn
1 væri farinn af íranskri grund. „Þá
WashinKton, 6. febrúar. — AP.
RONALD Reagan Bandaríkjafor-
seti flutti í fyrrakvöld sjónvarps-
ávarp til þjóðarinnar og fjallaði
um ástandið i efnahagsmálum og
fyrirætlanir stjórnar hans. Hann
sagði, að Bandaríkin ættu nú við
„mestu efnahagscrfiðlcika að
striða frá því í krcppunni miklu“
og að rikisstjórnin yrði að lækka
skatta og draga úr rikisútgjöldum
þvi að „dómsdagur" væri nærri.
lag sín á milli og bundu
þar með enda á tíu daga
allsherjarverkfall í hérað-
inu. Talið er að afskipti
kaþólsku kirkjunnar eða
Bronislaws Dabrowski
og ekki fyrr munum við kveða á
um gjaldið fyrir blóð píslarvott-
anna,“ sagði hann. I dag var barist
með stórskotaliðsvopnum á tvenn-
um vígstöðvum og einnig í návígi
með handsprengjukasti. Sama
þráteflið ríkir þó enn í styrjöld-
inni og hafa þar engin umskipti
orðið um langa hríð.
í sínu fyrsta ávarpi, sem sjón-
varpað er til allrar þjóðarinnar,
sagði Reagan, að óheilbrigðri efna-
hagsmálastefnu hefði verið fylgt of
lengi, en nú væri svo komið, að snúa
yrði við blaðinu.
„Mér hefur verið kynnt ástand
efnahagsmálanna," sagði Reagan,
„og mér líkaði það ekki. Ykkur mun
ekki líka það heldur en við verðum
að horfast í augu við raunveruleik-
biskups, hafi átt megin-
þátt í að um samdist.
Búist er við því, að samkomu-
lagið í Bielsko-Biala geti flýtt
fyrir lausn vinnudeilnanna í Jel-
enia Gora, skammt frá landa-
mærunum við Austur-Þýska-
land, en þar hefur verið hótað
allsherjarverkfalli þarm 9. þessa
mánaðar. Lech Walesa og aðrir
leiðtogar Samstöðu eru nú þang-
að komnir til að vinna að sáttum.
Verkamenn í Bielsko-Biala
sögðust í dag fagna „fullum
sigri“ með samkomulaginu við
stjórnvöld en samkvæmt því
mun héraðsstjórinn og tveir að-
stoðarmenn hans segja af sér og
einnig borgarstjórinn í Bielsko-
Biala-borg. Verkamönnum var
einnig heitið því að eftirmál yrðu
engin og að þeir fengju full laun
allan verkfallstímann.
Tass-fréttastofan rússneska
réðst í dag harkalegar en fyrr á
þá sem hún kallar „andbylt-
ingarmenn“ í Póllandi og sakaði
þá um „beina árás á komm-
únistaflokkinn og völd verkalýðs-
ann og ráðast að vandanum. Eitt vil
ég þó taka fram. Við skulum ekki
efast um það eina stund að við
getum það.“
Reagan sagði, að í fjárlagafrum-
varpi stjórnarinnar, sem lagt verður
fyrir þingið 18. febrúar nk. yrði
kveðið á um niðurskurð á öllum
sviðum og 10% tekjuskattslækkun.
Sjá „niðurskurður i ríkisútgjöld-
um ...“ á bls. 23.
ins“. Sagt var, að „hægrisinnar"
innan Samstöðu og KOR, samtök
pólskra andófsmanna, kæmu í
veg fyrir „eðlilega stjórnarhætti
í Póllandi og gerðu kommúnist-
um lífið leitt“ hvar sem þeir gætu
því við komið.
Engin
ákvörðun
tekin um
nifteinda-
sprengju
London. 6. febrúar. AP.
EMBÆTTISMENN bresku rík
isstjórnarinnar og annarra
rikisstjórna Atlantshafshanda-
lagsrikja fögnuðu í dag þcirri
yfirlýsingu Alexanders Haigs,
utanrikisráðhcrra Bandaríkj-
anna. að ckki yrði hafist handa
við smiði nifteindasprengju
fyrr en að höfðu samráði við
bandalagsriki Bandarikjanna.
Fulltrúar ýmissa ríkja Atl-
antshafsbandalagsins hafa tek-
ið mjög óstinnt upp yfirlýsingu
Caspar Weinbergers varnar-
málaráðherra Bandaríkjanna
þar sem hann lét í ljós stuðning
sinn við smíði nifteinda-
sprengju. Þeir telja hana ótíma-
bæra og óviturlegt að fitja upp
á svo „viðkvæmu máli áður en
nýja ríkisstjórnin hefur mótað
stefnu sína“ eins og haft var
eftir breskum embættismanni.
A Vesturlöndum er mikill
ágreiningur um nifteinda-
sprengjuna, einkum eru Hol-
lendingar og Norðmenn andvíg-
ir henni, en sprengjan er með
þeim ósköpum ger að eira engu
kviku en hlífa mannvirkjum.
Barist á götum
Teheran-borgar
Belrut. 6. fehrúar. — AP.
Reagan boðar nýja
efnahagsmálastefnu