Morgunblaðið - 07.02.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1981
3
Félag Sambands fískframleiðenda:
Tölur Þjóðhagsstofn-
nnar um afkomu í fisk-
iðnaði eru marklausar
MORGUNBLAÐINU hefur bor
izt eftirfarandi endurrit úr
gerAabók Félags Sambands fisk-
framleiðenda frá 5. febrúar sl.,
en endurritið var ennfremur
sent forsœtisráðherra, sjávar-
útvegsráðherra, þjóðhagsstofn-
un og fjölmiðlum.
Mánudaginn 2. febrúar afhenti
Þjóðhagsstofnun ríkisstjórn og
aðilum sem fara með verðlagsmál
í sjávarútvegi, vinnublað um af-
komu fiskvinnslugreina.
Eins og nafnið vinnublað ber
með sér var þarna um upplýs-
Seyðisfjörður:
Friðjón gerir tillögu
um Sigurð Helgason
DÓMSMÁLARÁÐHERRA, Friðjón
Þórðarson. hefur gert um það
tillögu til forseta tslands, að Sig-
urði Helgasyni, hrl„ verði veitt
embætti bæjarfógeta á Seyðisfirði
og sýslumanns N-Múlasýslu.
Sigurður Helgason
Sigurður Helgason er fæddur 27.
ágúst 1931, sonur Guðrúnar Lárus-
dóttur og Helga Ingvarssonar, lækn-
is á Vífilstöðum. Hann lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum á
Akureyri 1951 og viðskiptafræðingur
varð hann frá Háskóla íslands 54 og
lögfræðingur 1957. Níu árum síðar
stundaði hann framhaldsnám í lög-
fræði við Harwardháskóla.
Sigurður Helgason var erindreki
Sjálfstæðisflokksins og síðan fram-
kvæmdastjóri Verzlunarsambands-
ins hf. til 1967. Þá stofnaði hann
lögfræðiskrifstofu í Kópavogi, en
hefur tvö síðustu árin rekið lög-
fræðiskrifstofu í Reykjávík.
Sigurður Helgason var bæjar-
fulltrúi í Kópavogi í 13 ár; frá 1962
— 1975 og forseti bæjarstjórnar
síðustu tvö árin. Hann sat í mörgum
nefndum og ráðum á vegum Kópa-
vogsbæjar, m.a. bæjarráði. I stjórn
Sparisjóðs Kópavogs hefur hann
verið frá 1963 og stjórnarformaður
frá 1970.
Kona Sigurðar er Gyða Stefáns-
dóttir og eiga þau 6 börn.
ingar að ræða, sem þeir menn
sem nána þekkingu hafa af verð-
lagsmálum sjávarútvegsins, gátu
unnið ákveðnar niðurstöður úr.
En til annarra átti þetta blað
ekkert erindi, nema þá til þess að
gefa villandi upplýsingar, ef það
getur kallast erindi.
Engu að síður voru fjölmiðlar
búnir að fá þetta vinnublað í
hendur strax daginn eftir og
byrjaðir að birta tölur um af-
komu í fiskiðnaði á grundvelli
þess. Er skemmst frá að segja að
þær tölur eru altar marklausar.
Þær gefa enga raunhæfa mynd á
afkomu fiskvinnslunnar, hvorki
yfir lengri eða skemmri tíma,
hvorki fyrr né síðar.
Stjórn Félags sambands fisk-
framleiðenda harmar að þannig
skyldi farið að, þar sem afleið-
ingarnar geta ekki orðið aðrar en
þær að draga úr trausti á Þjóð-
hagsstofnun, sem þó hefur varla
til saka unnið og gefa almenningi
á Islandi og erlendum viðskipta-
vinum rangar hugmyndir.
Er þess að vænta að þessi
mistök verði víti til varnaðar.
Buster Keaton
Kvikmyndahátíð:
„Heimsfrumsýning44
á gömlum myndum
Buster Keatons
Á SUNNUDAG hefjast sýn-
ingar í Regnboganum á Kvik-
myndahátíð á myndum Buster
Keatons, gamanleikarans óvið-
jafnanlega. Raymond Rohauer
mun íylgja myndunum úr
hlaði.
Rohauer er enn að grafa upp
myndir eftir Keaton, sem álitn-
Rikisfóstrur segja
upp störfum sínum
Lungnabólga í kjöl-
far Rússaflensunnar
„RÚSSAFLENSAN hefur verið
mjög erfið og fólk hefur verið
lengi að jafna sig, en sérstaklega
hefur verið mikið um lungna-
bólgu hjá börnum og ungu fólki i
kjölfar flensunnar," sagði Skúli
G. Johnsen borgarlæknir i sam-
tali við Mbl. í gær.
„Rússaflensa var hér síðast á
ferð sem stór faraldur árið 1957,
en nú hefur fólki í ríkum mæli
slegið niður aftur eftir að það var
orðið hitalaust og farið á stjá. Það
er því ástæða til þess að brýna
fyrir fólki að fara vel með sig og
sérstaklega að gæta að heilsu
barna. Ef kvef og hiti haldast
óeðlilega lengi, þá er ástæða til
Framtals-
frestur til
18. febrúar
ÁKVEÐIÐ hefur verið að fram-
lengja framtalsfrest einstaklinga
vegna skattálagningar til 18.
febrúar nk., að sögn Ævars fs-
berg. vararikisskattstjóra.
„Ástæða þess, að aukinn frestur
er veittur, er sú, að fyrir Alþingi
liggur frumvarp um skattamál,
sem væntanlega verður afgreitt í
næstu, viku. I frumvarpinu eru
ákvæði um vaxtamál, sem skipta
einstaklinga miklu máli, auk
atriða varðandi einstaka iðnaðar-
mannahópa, sagði Ævar ennfrem-
þess að kalla á lækni," sagði Skúli
borgarlæknir.
FÓSTRUR starfandi hjá ríkinu
hafa sagt upp störfum sinum frá
1. febrúar sl. og koma uppsagnir
þessar því til framkvæmda hinn
1. mai nk. Jóhanna Hákonardótt-
ir trúnaðarmaður rikisfóstra hjá
Starfsmannafélagi rikisstofnana,
sagði í samtali við Mbl., að
aðgerðir þessar væru í samra>mi
við aðgerðir fóstra víða um land,
sem hafa einnig boðað uppsagnir.
— Sérkjarasamningum við
ríkisfóstrur er ekki lokið þrátt
fyrir að sérkjarasamningar við
alla aðra ríkisstarfsmenn hafi
verið undirritaðir í nóvember sl.,
sagði Jóhanna, en það hafa engir
fundir verið haldnir að undan-
förnu og geri ég ráð fyrir að ríkið
bíði úrslita mála hjá fóstrum sem
starfa hjá Reykjavíkurborg, en
þessir hópar hafa yfirleitt fylgst
að. Okkur var boðið það sama og
fóstrur hjá borginni fengu, en því
höfnuðum við. Byrjunarlaun
okkar eru nú skv. 10. flokki, sem
eru 4.496 krónur, en við höfum
gert kröfur um að fóstrur flytjist
almennt upp í 13. flokk.
ar voru glataðar eða eyðilagðar.
Á sunnudaginn mun hann
kynna tvær stuttar myndir, 20
mínútur' hvor, sem nýbúið er að
gera upp og sem ekki hafa verið
sýndar síðan á framleiðsluári
og hér er því um nokkurs konar
heimsfrumsýningu á þeim að
ræða, segir í frétt frá Kvik-
myndahátíð.
Myndirnar eru Fangi nr. 13
(Convict 13) frá árinu 1921 og
Ástarhreiðrið (Love Nest) frá
1923. Fangi nr. 13 var til í mjög
ófullkominni kópíu, en úr Ást-
arhreiðrinu var aðeins. til ein
ljósmynd, sem sýnir Keaton
standandi í reiðanum á segl-
skipi. En nú er hægt að sjá
þessar myndir á ný. Fangi nr.
13 er eitt besta dæmið um
gálgahúmor Keatons. Þar
stendur til að hengja hann fyrir
framan áhorfendur sem borða
að sjálfsögðu poppkorn, en síð-
an gerist margt óvænt. Ástar-
hreiðrið er eins konar uppkast
að löngu myndinni Sæfaranum
(The Navigator), sem einnig
verður sýnd á kvikmyndahátíð-
inni.
Grandaði f ljúgandi furðu-
hlutur varnarliðsþotu?
„ÞETTA gerðist á ísiandi...
Við heyrðum flugmanninn
staðfesta í talstöðinni, að
þarna væri fljúgandi furðu-
hlutur, en siðan rofnaði sam-
bandið. Það næsta sem við
sáum var að þotan steyptist í
sjóinn. Þetta var á grunnsævi
og okkur tókst að ná þotunni
upp og líkum beggja flug-
rnannanna." Þcssa frásögn er
að finna i bók; Hættuástand:
umsátur fljúgandi furðuhluta,
eftir Leor.ard H. Stringfield.
í formála bókarinnar, seíll
Donald E. Keyhoe, majór, skrif-
ar, segir hann m.a., að höfundur
bókarinnar hafi starfað mjög
mikið að rannsóknum á fljúg-
andi furðuhlutum og meðal
annars um tíma á vegum
bandariska flughersins. I bók-
inni segir Stringfield að á fyrri
helmingi sjötta áratugarins
hafi návígi bandárískra herþota
og fljúgandi furðuhluta verið
það tíð, að yfirmenn flughersins
hafi haft verulegar áhyggjur af
þeim mannskaða Og flugvéla-
missi, sem þau ollu. Hefur hann
m.a. eftir ónafngreindum majór
í flughernum, að flugherinn
missi að meðaltali eina flugvél
á dag af völdum fljúgandi
furðuhluta.
I bókinni segir Stringfield, að
árið 1955 hafi hann hitt majór í
bandaríska flughernum, sem
hafi sagt honum, að hann hefði
verulegar áhyggjur af því, „sem
er að gerast með flugvélarnar
okkar". Majór þessi, sem þá hafi
verið fyrir skömmu kominn
heim frá skyldustörfum handan
hafsins, hafi síðan sagt honum
eftirfarandi sögu: „Þetta gerðist
á íslandi, þegar ég var þar með
■ flughernum. Það byrjaði með
því, að á radarnum komu fram
tveir fljúgandi furðuhlutir, sem
nálguðust stöð okkar með mikl-
um hraða. Við höfðum þotu á
eftirlitsflugi á svæðinu og hún
var send í veg fyrir furðuhlut-
ina. Við heyrðum flugmanninn
staðfesta í talstöðinni, að þarna
væri fljógandi furðuhlutur, en
síðan rofnaði sambanaió. Þllö
LEONARD H STRINGhELD
Situation Red:
THEUFOSIEGE
Foreword byMajor
| Donald E Keyboe
næsta sem við sáum var að
þotan steyptist í sjóinn. Þetta
var á grunnsævi og okkur tókst
að ná þotunni upp og líkum
beggja fiugmánn2.n.na.“
Síðan segir sögumaður:
gátum enga skýringu gefið á
þessu slysi og það voru ýmsir
aðrir atburðir, sem við gátum
ekki útskýrt. En punkturinn var
settur aftan við þetta ákveðna
mál, þegar ættingjunum var
tilkynnt, að flugmennirnir
hefðu farizt í venjulegu eftir-
litsflugi." Stringfield bætir svo
við, að á þessum árum hafi
gerzt fleiri atburðir sem þessi
við ísiand og segir frá nokkruRi
þeirra í bókinni.
Mbl. hafði í gær samband við
varnarliðið vegna þessarar
frásagnar. Þar fengust þau
svör, að fyrirspurn blaðsins yrði
komið áfram til Pentagon,
bandaríska varnarmálaráðu-
neytisins, sem afgreiddi mál af
þessu tagi.