Morgunblaðið - 07.02.1981, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1981
5
Kristján Linnet formaður Lyfjafræðingafélagsins:
„Valdið er óumdeilan-
lega í höndum ráðherra
„ÞAÐ er stefna Lyfjafræð-
ingafélags íslands að fara
beri eftir niðurstöðum um-
sagnaraðila í veitingum sem
þessum,“ sagði Kristján
Linnet formaður Lyfjafræð-
ingafélagsins í viðtali við
Mbl. í gær, er við spurðum
Ingvar Gíslason um prófessors-
stöðu í ónæmisfræðum:
Báðir umsækjend-
ur voru jafnhæfir
„ÞAÐ, sem íyrir mér lá. þejjar ég
tók mfna ákvörðun, var fyrst ok
fremst dómnefndarálit þrÍKKja
hæfra manna, sem mátu báða
umsækjendur jafnhæfa, IIcíku Ök-
mundsdóttur ok IleÍKa Valdi-
marsson ok það er ekki að sjá á
nefndarálitinu að annar umsækj-
andinn sé tekinn fram yfir hinn.“
saKði InKvar Gislason. mennta-
málaráðherra í samtaii við MorK-
unhlaðið i Kær, en Kvenréttindafé-
laK íslands saKði i ályktun. sem
birt var i K*r, að það lýsti yfir
undrun ok óánæKju yfir þvi, að
menntamálaráðherra ok heil-
brÍKðisráðherra skuli hafa snið-
KenKÍð konur sem umsækjendur
um embætti.
InRvar Gíslason kvað Kvenrétt-
indafélaKÍð rugla saman þarna
tveimur málum, því að dómnefnd-
arálit það, sem hann hafi fengið
hafi ekki gert upp í milli umsækj-
enda um prófessorsembætti í
ónæmisfræðum. „Dómnefndarálit-
ið sem slíkt gaf ekki til kynna,"
sagði Ingvar, „að annar aðilinn
væri hæfari en hinn, heldur að
báðir væru hæfir. Hins vegar er
læknadeild umsagnaraðili og fer
umsögn deildarinnar þannig fram,
að menn greiða atkvæði og fór hún
þannig að Helga fékk 22 atkvæði en
Helgi 21 atkvæði. Þegar ég hins
vegar mat allt málið í heild með
þau gögn, sem fyrir mér lágu, þá
taldi ég Helga betur að stöðunni
kominn. Mat ég það út frá reynslu
hans, löngum starfsferli og með-
mælum úr ýmsum áttum. Báðir
þessir umsækjendur eru engu að
síður mjög hæfir menn.“
Ingvar kvað mál þetta nú allt
hafa fengið nýjan svip, er ásakanir
væru komnar í sinn garð um að
hann hafi metið umsækjendur
samkvæmt kynferði. Hann kvaðst
ekki hafa brotið nein lög og kvað
hann þann mismun í atkvæða-
greiðslu læknadeildar, eitt at-
kvæði, naumast marktækan, þegar
Ferjar aðrar
vélar yfir haf-
ið meðan vélin
er í viðgerð
FERJUFLUGMAÐURINN banda
ríski, Ilorace P. Byrd, sem lent
hefur i nokkrum óhöppum hér við
land að undanförnu, fór i byrjun
vikunnar af landi brott og héit til
Bandarikjanna. Siðasta óhappið
varð sl. iauKardag er hann varð að
nauðlenda skammt frá Stokkseyri
veKna gangtruflana i véiinni.
Að sögn Sveins Björnssonar, sem
annast fyrirgreiðslu fyrir erlendar
flugvélar hér, fór flugmaðurinn til
Bandaríkjanna með áætlunarvél frá
Flugleiðum. Eru síðan væntanlegir
menn frá verksmiðjunum til að líta
á vélina, sem Byrd var með hér.
Mun hann síðan koma hingað á ný
og halda áfram ferð sinni þegar búið
verður áð fara yfir vélina. í millitíð-
inni ferjar hann aðrar vélar yfir
hafíð og sagði Sveinn, að hann væri
alls ekki af baki dottinn og þessi
óhöpp hér hefðu engin áhrif á
áframhaldandi ferjuflug hans.
málið væri metið í víðara sam-
hengi.
í bréfi, sem Ingvar Gíslason,
menntamálaráðherra, ritaði KRFI
í gær segir hann að hann telji sig
ekki eiga neitt sökótt við félagið:
„Ég hef mikla samúð með baráttu
félagsins fyrir jafnrétti kynjanna.
Þess vegna vara ég félagið við að
nota hvatvíslegar ásakanir sem
baráttuaðferð fyrir góðum mál-
stað.“
hann álits á veitingu
iyfsöluleyfisins á Dalvík.
„Aftur á móti finnst mér
persónulega," sagði hann,
„að hér hafi verið þyrlað upp
miklu moldviðri og gert mik-
ið úr þessu og það gæti
jafnvel óþarfa taugaveiklun-
ar.“
Þá sagði Kristján að hans
persónulega mat væri, á lítill
munur hefði verið að um-
sækjendunum, en Lyfja-
fræðingafélagið stæði með
fulltrúa sínum í áliti um
niðurstöður umsagnaraðila.
„En valdið er óumdeilanlega
í höndum ráðherra og þetta
er ekki í fyrsta sinn sem
ráðherra skipar annan aðila
en þann sem umsagnaraðilar
telja hæfastan," sagði hann
að lokum.
Vilja brú yfir Eyjafjörð
Þingmenn hafa í ýmsu að snúast,
öðru en því að bera hverjir öórum
brigslyrdi á brýn ok sitja undir
vömmum og skömmum andstæö-
inga sinna. Þessi mynd var tii
dæmis tekin í vikunni i einu
herberKÍ Þórshamars, þar sem
nokkrir þingmonn Noróur-
landskjördæmis eystra tóku á
móti sendinefnd noróan úr kjör-
dæminu.
Erindið var að fá fjárveitingu til
byggingar brúar milli Laugalands
og Hrafnagils í Eyjafirði. Brúin
myndi líklega kosta um 700 millj-
ónir gamalla króna, en gæti nýst
bæði til samgangna og flutnings á
heitu vatni, og er málið ofarlega á
óskalista Eyfirðinga og Akureyr-
inga um þessar mundir. En á
myndinni eru, hægra megin, þing-
mennirnir Guðmundur Bjarnason,
Árni Gunnarsson, Halldór Blöndal
og Stefán Valgeirsson.
I sendinefndinni eru hins vegar,
talið frá vinstri, Ingólfur Árnason,
formaður Hitaveitu Akureyrar,
Vilhelm Steindórsson, hitaveitu-
stjóri, og siðan Helgi M. Bergs,
bæjarstjóri á Akureyri, milli
oddvita bænda í Eyjafirði, Harðar
Garðarssonar á Rifkelsstöðum og
Jóhannesar Eiríkssonar, oddvita í
Hrafnagilshreppi.
vwvKwstwik-------------
io Stflt WKi 'Cftf/ L&TI
í)TÚF im LWSÖLOLWU!
FKK/ WffUK
OKKfJR \'
vfflV/VöWf?- OG JttFV-
fótf/þVI&CjM
^Tí/ir
Vörubifreiðastjórar á Suðurnesjum:
Atelja seinagang við framkvæmd-
ir við flugstöð og í Helguvík
„EINS og nú horfir, stefnir i
verulegt atvinnuleysi hjá vöru-
bifreiðastjórum á Suðurnesjum. I
framhaldi af þeirri þróun mála,
átelur fundurinn harðiega seina-
Kang veKna undirbúnings fram-
kvæmda við hyggingu nýrrar
fluKstöðvar á KeflavikurfluKvelli
OK mannvirkjaKerð varðandi
olíubirKðastöð i Helguvik og
lífsnauðsynlegra flutninga á oliu-
geymum varnarliðsins af Nikkol-
svæðinu, rétt við neyzluvatns-
svæði Njarðvíkinga,“ segir i
ályktun, sem samþykkt var ein-
róma á almennum félagsfundi
Vörubifreiðastjórafélags Suður-
nesja.
Fundurinn í félaginu var hald-
inn 20. janúar síðastliðinn og í
ályktun hans segir ennfremur:
„Fundurinn beinir þeirri áskorun
til ríkisstjórnar Islands, að hún
hlutist til um að hafizt verði þegar
í stað handa við ofangreindar
framkvæmdir. Þá varar fundurinn
sérstaklega við þeim aðilum, sem
hafa reynt að drepa málum þess-
um á dreif og villa fólki sýn,
varöandi þessi þjóðhagslegu hags-
munamál."
Að lokum segir í ályktun vöru-
bifreiðastjóranna: „Þar sem fram-
kvæmdir þessar eru sérstakt
hagsmunamál fyrir okkur Suður-
nesjamenn, lýsir fundurinn yfir
stuðningi við áðurgerðar sam-
þykktir bæjar- og sveitastjórna á
Suðurnesjum varðandi málefni
þessi.“
Anatoly Karpov
Bella Korchnoi
Friðrik og Korchnoi
Friðrik í bréfí til sovézkra stjórnvalda:
Fjölskylda Korchnoi
fái að fara úr landi
Einvígið við Karpov að öðrum kosti
ekki talið ganga árekstralaust fyrir sig
VIKTOR Korchnoi stór-
meistari í skák ritaði nýlega
Friðrik Ólafssyni forseta
FIDE bréf með óskum um að
hann beitti sér fyrir því að
sovézk stjórnvöld leyfðu konu
hans og syni að flytja frá
Sovétrikjunum. Gaf Korchnoi
í skyn í bréfinu að ef þeim
mæðginum yrði ekki sleppt
úr landi mætti búast við þvi
að einvígi hans og heims-
meistarans Karpov gengi
ekki árekstralaust fyrir sig.
Friðrik Ólafsson staðfesti
þetta í samtali við Morgunblað-
ið í gærkvöldi. Sagði Friðrik að
hann hefði nú þegar sent sov-
ézkum yfirvöldum óskir um að
Bellu Korchnoi og syni hennar
yrði leyft að fara úr landi.
Kvaðst Friðrik hafa sent erind-
ið rétta boðleið í gegnum sov-
ézka sendiráðið hér í Reykjavík.
Friðrik sagði í samtalinu við
Morgunblaðið að hann hefði
nokkrum sinnum áður sent slík
erindi að beiðni Korchnois en
það hefði engan árangur borið.
Kvaðst Friðrik ekki búast við
miklum viðbrögðum af hálfu
sovézkra yfirvalda við þessu
síðasta erindi. Friðrik sagði
ennfremur að hann teldi það
misráðið af Korchnoi ef hann
ætlaði að skapa vandræði í
einviginu við Karpov, það væri
jafn fráleitt og afstaða sovézkra
yfirvalda til fjölskyldu Korc-
hnoi.
Bella Korchnoi dvelur nú í
Leningrad að því er bezt er
vitað en sonurinn Igor, sem er
liðlega tvítugur, er talinn dvelja
í vinnubúðum fyrir að neita að
gegna herþjónustu.