Morgunblaðið - 07.02.1981, Síða 8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. FEBRUAR 1981
DÓMKIRKJAN: Kl. 11 messa. Sr.
Óskar J. Þorláksson. Kl. 2 messa.
Björg Einarsdóttlr flytur stólræö-
una. Svala Nielsen óperusöngkona
syngur faðirvoriö. Fermingarbörn
flytja bæn og texta. Sr. Þórir
Stephensen þjónar fyrir altari.
Dómkórinn syngur, organisti Mar-
teinn H. Friöriksson.
ARBÆ J ARPREST AK ALL: Barna-
samkoma í safnaöarheimili Árbæj-
arsóknar kl. 10:30 árd. Guös-
þjónusta í safnaöarheimilinu kl. 2.
Altarisganga. Æskulýössamkoma á
sama staö mánudagskvöld 9. febr.
kl. 20:30. Sr. Guömundur Þor-
steinsson.
ASPRESTAK ALL: Messa aö Norö-
urbrún 1 kl. 2. Sr. Árni Bergur
Sigurbjörnsson.
BREIDHOLTSPRESTAKALL:
Sunnudagaskóli kl. 10:30. Messa
kl. 14 í Breiöholtsskóla. Æskulýös-
félagsfundur kl. 20:30 aö Selja-
braut 54. Sr. Lárus Halldórsson.
BÚST AÐAKIRK JA: Barnasam-
koma kl. 11. Guösþjónusta kl. 2.
Helgi Elíasson bankaútibússtjóri
flytur stólræöuna. Organleikari
Guöni Þ. Guömundsson. Félags-
starf aldraöra er á miövikudögum
milli kl. 2 og 5. Sr. Ólafur Skúlason.
DIGRANESPRE STAKALL: Barna-
samkoma í safnaöarheimilinu viö
Bjarnhólastíg kl. 11. Guösþjónusta
í Kópavogskirkju kl. 2. Sr. Þorberg-
ur Kristjánsson.
LANDAKOTSSPÍTALI: Guösþjón-
usta kl. 10. Skírt veröur í guösþjón-
ustunni. Organleikari Birgir Ás
Guömundsson. Sr. Þórir Stephen-
sen.
FELLA- OG HOLAPRESTAKALL:
Laugardagur: Barnasamkoma í
Hólabrekkuskóla kl. 2 e.h. Sunnu-
dagur: Barnasamkoma í Fellaskóla
kl. 11 f.h. Guösþjónusta í safnaöar-
heimilinu aö Keilufelli 1 kl. 2 e.h. Sr.
Hreinn Hjartarson.
GRENSASKIRK JA: Barnasam-
koma kl. 11. Guösþjónusta kl. 2.
Organleikari Jón G. Þórarinsson.
Almenn samkoma nk. fimmtudag
kl. 20:30. Sr. Halldór S. Gröndal.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11.
Sr. Karl Sigurbjörnsson. Engin
messa kl. 2. Þriðjud. kl. 20:30
fyrirbænaguösþjónusta. Beðiö fyrir
sjúkum. Kirkjuskóli barnanna er á
Guðspjall dagsins:
Matt. 13.: Illgresi meðal
hveitisins.
laugardögum kl. 2 i gömlu kirkj-
unni.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.
Sr. Ragnar Fjalar Lárusson.
HATEIGSKIRKJA: Barnaguösþjón-
usta kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson.
Messa kl. 2. Bragi Skúlason guö-
fræöinemi predikar. Sr. Arngrímur
Jónsson. Messa og fyrirbænir
fimmtudagskvöld kl. 20:30. Sr.
Arngrímur Jónsson.
KARSNESPRESTAK ALL: Barna-
samkoma í Kársnesskóla kl. 11
árd. Guösþjónusta í Kópavogs-
kirkju kl. 11 árd. Sr. Árni Pálsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Barnasam-
koma kl. 11. Söngur, sögur. mynd-
ir. Jón Stefánsson og sr. Sig.
Haukur Guöjónsson. Guösþjónusta
kl. 2. Organleikari Jón Stefánsson.
Prestur sr. Sig. Haukur Guöjóns-
son. Sóknarnefndin.
LAUGARNESKIRKJA: Barna-
guösþjónusta kl. 11 árd. Messa kl.
2 síöd. Altarisganga. Næstkomandi
þriöjudagskvöld kl. 18 verður
bænaguösþjónusta. Einnig verður
æskulýösfundur kl. 20:30. Sókn-
arprestur.
NESKIRKJA: Barnasamkoma kl.
10:30. Guösþjónusta kl. 2. Sr.
Frank M. Halldórsson. Kirkjukaffi.
Bænaguösþjónustur á hverju
fimmtudagskvöldi kl. 20:30.
SELJASÓKN: Barnaguösþjónusta í
Ölduselsskóla kl. 10:30 árd. Barna-
samkoma aó Seljabraut 54 kl.
10:30 árd. Guösþjónusta aö Selja-
braut 54 kl. 2. Sóknarprestur.
SELTJARNARNESSÓKN: Barna-
samkoma kl. 11 í Félajsheimilinu.
Sr. Guömundur Óskar Olafsson.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Messa
kl. 2. Organleikari Siguróur ísólfs-
son. Prestur sr. Kristján Róberts-
son.
DÓMKIRKJA KRISTS konungs
Landakoti: Lágmessa kl. 8.30 árd.
Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa
kl. 2 síöd. Alla rúmhelga daga er
lágmessa kl. 6 síöd., nema á
laugardögum þá kl. 2 síöd.
FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl.
11 árd.
FÍLADELFÍUKIRKJAN: Almenn
guösþjónusta kl. 8 síöd. Ræöu-
menn Guöni Einarsson og Samúel
Ingimarsson. Organisti Árni Arin-
bjarnarson. Einar J. Gíslason.
GRUND elli og hjúkrunarheimili:
Messa kl. 10 árd.
KFUM & K: Samkoma kl. 20.30 aö
Amtmannsstíg 2 B. Ólafur Jóhann-
esson stud. theol. talar.
HJALPRÆDISHERINN: Fjölskyldu-
fundur kl. 10.30 árd. Bæn kl. 20 og
hjálpræöissamkoma kl. 20.30. Jó-
hann Guömundsson talar.
NÝJA POSTULAKIRKJAN: Messur
kl. 11 og kl. 17. Gestur frá Kanada
sr. Storer, prédikar.
BESSASTAÐAKIRKJA Guós-
þjónusta kl. 2 síöd. Skólakór
Breiöageröisskóla syngur undir
stjórn Þorvaldar Björnssonar . Sr.
Bragi Friöriksson.
KAPELLA St. Jósefetystra (
Garóabæ: Hámessa kl. 2 síöd.
VÍDIST ADASÓKN: Barnaguös-
þjónusta kl. 11 árd. Guösþjónusta
kl. 14. Sr. Siguröur H. Guömunds-
son.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Fjöl-
skylduguösþjónusta kl. 2 síöd. Fé-
lagar úr „Ungt fólk með hlutverk"
aöstoöar. Sóknarprestur.
FRÍKIRKJAN i Hafnarfirói: Barna-
tíminn er kl. 10:30. Guösþjónusta
kl. 14. Fundur meö fermingarfólki
eftir messu. Starfsmenn kirkjunnar
greina frá störfum sínum. Safnaö-
arstjórn.
KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl.
8.30 árd. Rúmhelga daga messa kl.
8 árd.
KAPELLA St. Jóaefsspítala Hafn-
arf.: Messa kl. 10 árd.
KÁLFATJARNARSÓKN: Sunnu-
dagaskóli í Stóru-Vogaskóla kl. 2
síöd. Sr. Bragi Friðriksson.
INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA:
Barnaguösþjónusta í dag, laugar-
dag kl. 11 árd. Sóknarprestur.
YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA:
Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Sókn-
arprestur.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli kl. 11 árd. Muniö skóla-
bílinn. Messa kl. 14. Tekiö á móti
framlögum til kristniboös. Síöustu
samkomur Kristniboösvikunnar
laugardagskvöld og sunnudags-
kvöld kl. 20.30. Sóknarprestur.
GRINDAVIKURKIRKJA: Messa kl.
2 síðd. Sóknarprestur.
AKRANESKIRKJA: Barnasam-
koma kl. 10.30 árd. Messa kl. 5
síöd. Ath. breyttan messutíma. Sr.
Björn Jónsson.
Frímerkjauppboð
F.F. 14 janúar
í síðasta þætti fyrir viku var
vakin athygli á frímerkjaupp-
boði Félags frímerkjasafnara,
sem haldið verður 14. þ.m., þ.e.
eftir viku. Efni þessa uppboðs
verður til sýnis í dag að Amt-
mannsstíg 2 og svo að venju á
sjálfan uppboðsdaginn á Hótel
Loftleiðum við ráðstefnusalinn,
þar sem uppboðið hefst kl. 13.30.
Samkv. auglýsingu uppboðs-
nefndar í uppboðsskránni heldur
FF tvö frímerkjauppboð á vetri,
hið fyrra í nóvember og hið
síðara í apríl. Þetta febrúarupp-
boð hlýtur þess vegna að vera
aukauppboð. Nokkra furðu vek-
ur, að ekkert lágmarksverð er
tekið fram að þessu sinni, svo
sem venja hefur verið. Verð er
hins vegar tilgreint og þar farið
eftir sænska Facit-listanum og
breytt í nýkrónur eftir gengi.
Hér gefst mönnum því tækifæri
til þess að ákveða alveg sjálfir,
hvað þeir vilja bjóða í einstök
númer. Verður vissulega fróðlegt
að sjá, hvert mat menn leggja
þannig á uppboðsefnið og hvern-
ig það kemur heim og saman við
listaverðið.
Þegar þetta er skrifað, hef ég
ekki átt þess kost að sjá frí-
merkjaefnið, sem í boði verður,
en samkv. skránni virðist það
margvíslegt, en vissulega mjög
misjafnt að gæðum. Alls eru
númerin 455 og síðan eitt auka-
númer. Allur frágangur upp-
boðsskrár er til fyrirmyndar, og
lýsing efnisins virðist vel unnin.
Ber að þakka uppboðsnefnd það
alveg sérstaklega og þá ekkj sízt
vegna þeirra, sem geta ekki sótt
uppboðið og verða þess vegna að
senda skrifleg boð, ef þeir hafa
hug á að bjóða í eitthvað af því,
sem hér er á boðstólum.
Fyrst verða boðin upp nokkur
skildingafrímerki, en heldur er
það efni fátæklegt og flest
merkin eitthvað gölluð. Þau fá
áreiðanlega ekki háa einkunn
sum hver eftir einkunnastiga
þeim, sem rakinn var í síðasta
þætti mínum. Þrátt fyrir það má
vera, að einhverjir bjóði í þessa
hluti, en ekki á ég von á mjög
háu verði og þá allra sízt, þegar
merki eru rifin.
Allmörg auramerki eru á
þessu uppboði, bæði stimpluð og
óstimpluð, og eins ýmsar prent-
anir þeirra. I seinni tíð hafa
safnarar einmitt sótzt mjög eftir
mismunandi prentunum, enda
oft verulegur munur á milli
þeirra, bæði um lit og pappír, og
sumar býsna sjaldgæfar, ekki
sízt óstimplaðar og með
ósnortnu lími. Kæmi mér ekki á
óvart, að nokkuð vel yrði boðið í
sumt af þessu. Af svonefndu
þrír-merki frá 1897 verða boðin
upp tvö eintök. Annað þeirra er
mjög sjaldgæft, svo sem sjá má
af listaverði þess, 13.585 nýkrón-
um. Þetta eintak er því miður
hornskellt og takkar sljóir.
Verður gaman að vita, hvort það
selst í þessu ástandi og þá fyrir
hvað mikið. Um hitt eintakið er
skemmst að segja, að það er
engan veginn boðlegt að mínum
dómi, enda hef ég ekki trú á, að
nokkur safnari vilji eiga það í
safni sínu. „Vantar horntakka,
rifið inn í merkið á tveimur
stöðum," segir í lýsingu þess.
Enda þótt uppboðsnefnd gangi
vafalaust gott eitt til, eru vissu-
lega takmörk fyrir, hversu lélega
hluti á að taka til uppboðs.
Ekki er ástæða til að rekja
nákvæmlega allt uppboðsefnið,
en það nær alveg fram á síðustu
ár. Má þar m.a. nefna merki með
mynd af Ásgeiri Ásgeirssyni frá
1973 með öfugu vatnsmerki. Eru
þau afbrigði nú þegar orðin
eftirsótt af sérsöfnurum.
Töluvert er af margs konar
stimplum, upprunastimplum,
kórónu- og tölustimplum, enda
sumir þeirra næsta torgætir og
því eftirsóttir. Þá er allmikið af
umslögum og kortum á uppboð-
inu, en Svíar skrá mikið af þessu
efni nokkuð hátt. Hefði það þótt
fyrirsögn, þegar maður var að fá
jólakort á æskuárunum fyrir
1930, þar sem burðargjald var 8
eða 10 aurar, að slík kort yrðu á
því herrans ári 1980 metin á 358
nýkrónur! Ástæðan er auðvitað
meðfram sú, að mikið af þessum
jólakortum hefur farið forgörð-
um. Hér þykir mér samt rétt að
nota tækifærið og benda þeim,
sem eiga jólakort eða önnur kort
með álimdum íslenzkum frí-
merkjum, á að athuga, hvað slík
kort fara hátt á uppboðum, og
hafa það yerð til hliðsjónar, ef
þeir vilja selja þessa hluti. Sann-
leikurinn er sem sé sá, að þeir,
sem safna kortum sérstaklega,
hafa tilhneigingu til að meta
kortin einungis eftir framhlið og
borga fyrir vikið oft allt of lítið
fyrir þau, sem eru með frímerkj-
um og stimplum. Engu að síður
hygg ég, að verðið sé of hátt í
listum — en hver veit?
Fyrstu frímerki árs-
ins 24. febrúar nk.
Póst- og símamálastofnunin
sendi nýlega út tilkynningu um
ný frímerki, sem út koma 24.
þ.m. Eru það tvö merki í flokkn-
um Merkir íslendingar. Hafa að
þessu sinni orðið fyrir valinu
tveir víðkunnir menn á sinni tíð
og raunar vel þekktir enn í
islenzkri bókmenntasögu, Magn-
ús Stephensen, dómstjóri við
landsyfirdóminn (1762—1833) og
Finnur Magnússon, prófessor í
Kaupmannahöfn (1781—1847).
Eru verðgildin 170 aurar (blátt)
og 190 aurar (brúnt). Þröstur
Magnússon hefur teiknað
merkin eftir gömlum myndum,
en Frímerkjaprentsmiðja
frönsku póstþjónustunnar hefur
prentað þau í stálstungu. 25
merki eru í örkinni.
Önnur frí-
merki ársins
Svo er að sjá sem póststjórnin
geti aldrei komið frá sér áætlun
um ný frímerki hvers árs með
tilhlýðilegum fyrirvara. Stendur
hún þar langt að baki póst-
stjórnum nágrannalanda okkar.
Hún sendi loks frá sér tilkynn-
ingu 28. f.m. um ný frímerki.
Fyrst verða þá þau merki, sem
þegar hafa verið nefnd. Orðrétt
segir svo: „Næstu frímerki verða
hin svonefndu Evrópufrímerki,
sem fyrirhugað er að komi út í
byrjun maí. Myndefni þeirra
verður að þessu sinni sótt í
þjóðsögur. önnur frímerki, sem
ákvörðun hefur verið tekin um,
eru frímerki í tilefni af Alþjóða-
ári fatlaðra, frímerki af 1000 ára
afmæli kristniboðs á íslandi og
frímerki með jarðstöðina
„Skyggni" að myndefni, en í
haust verða liðin 75 ár frá því
ísland komst í símasamband við
önnur lönd. í undirbúningi eru
ennfremur frímerki með íslensk
dýr að myndefni og verður nánar
tilkynnt um þau síðar.“
Eins og tilkynningin ber sjálf
með sér, er allt heldur lauát í
reipum hjá póststjórninni,
hvorki nefndir útgáfudagar né
myndefni lýst rækilega og verð-
gildi ekki nefnd. Hið siðasta
getur verið afsakanlegt á verð-
bólgutímum, enda þótt verð-
stöðvun eigi að heita svona á
yfirborðinu. Er þetta næsta lítil
þjónusta við viðskiptavini pósts-
ins og þá einkum safnara, sem
íslenzka póststjórnin fær veru-
legar fjárhæðir frá og oft fyrir
litla sem enga fyrirhöfn.
Ferð á WIPA 1981
Eitt sinn minntist ég lauslega
á væntanlega ferð íslenzkra frí-
merkjasafnara á alþjóðafrí-
merkjasýninguna WIPA 1981,
sem haldin verður í Vínarborg
dagana 22,—31. maí nk. Nú
hefur ferðaáætlun verið samin,
enda hafa margir sýnt málinu
mikinn áhuga. Ætlunin er, að
þetta verði um leið sumarleyfis-
ferð. Að sýningu lokinni verður
farið í vikuferðalag um Austur-
ríki og Þýzkaland. Þar sem
fljótlega þarf að fastákveða ferð
þessa, vill ég benda félögum í FF
og eins innan LIF, sem vildu
slást í hópinn, á að hafa sam-
band annaðhvort við mig (s.
74977 og 29221) eða Pál Ás-
geirsson, formann FF (s. 42872).
Annars verða allar upplýsingar
sendar félagsmönnum við fyrstu
hentugleika.