Morgunblaðið - 07.02.1981, Síða 10

Morgunblaðið - 07.02.1981, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1981 t»jóðin á t»órsgötu 1 - Einar OlKeirsson í heimsókn í Austur-Þýskalandi. Sósíalistar fóru reKlulega í austurvex til skrafs ráðageróa. á það er ekki minnst í bókinni. Einar Olgeirsson: ísland i skugga heimsvaldastefn- unnar. Jón Guðnason skráði. Mál og menning 1980. 377 bls. Bókin um Einar Olgeirsson er að mörgu leyti fróðleg. Hún er árangur af samstarfi Jóns Guðna- sonar, lektors í samtímasögu í Háskóla íslands, og Einars Olgeirssonar, fyrrverandi alþing- ismanns og formanns Sósíalista- flokksins. Jón skráir hugleiðingar Einars, og segja má, að bókin sé ágæt heimild um þann huglæga veruleika, sem Einar lifir í, en hún er að sama skapi afleit heimild um þann hlutlæga veruleika, sem við Islendingum hefur blasað á tutt- ugustu öldinni. Að mínu mati er bókin, sem er full af vígorðum og samsæriskenningum, Jóni Guðna- syni til vansæmdar sem sagnfræð- ingi, enda yrðu fáir til að mæla með þeim dæmalausu söguskýr- ingum, sem haldið er fram í bókinni. Áður en fjallað er um einstök efnisatriði, tel ég rétt að greina þá meginþætti, sem einkenna bókina. í fyrsta lagi er hún um heims- valdastefnu Þjóðverja, Breta og Bandaríkjamanna, en ekki er minnst einu orði á þá heimsvalda- stefnu, sem Ráðstjórnarríkin fylgja. Ef alls ófróður maður læsi bókina, yrði hann sannfærður um, að Ráðstjórnarríkin ættu sér varla tilveru á landakorti. í öðru lagi er heildarhyggja Einars einkennandi, en hann not- ar sí og æ óskilgreind hugtök eins og „undirstétt", „fólkið", „alþýð- an“, „hinar vinnandi stéttir" o.s.frv. Það gefur auga leið, að það getur enginn maður tekið sér rétt til þess að tala í nafni slíkra hugtaka, enda eru þau helst notuð í áróðursskyni eins og alkunna er. Sá vilji, sem Einar segir, að sé vilji fólksins, er að sjálfsögðu hans eigin og í hæsta lagi nánustu vina hans. Við þessu ber að vara, enda er það siður sósíalista að láta sem þeir tali í nafni meirihlutans, enda þótt þeir hafi hvergi komist með lýðræðislegum hætti til valda. Það sýnir, að íslendingar hafa séð við þessu áróðursbragði, að það var gjarnan haft á orði, að „þjóðin" byggi á Þórsgötu 1, með- an þar voru aðalstöðvar Sósíal- istaflokksins. Þriðja megineinkennið er bar- áttuhyggja, en Einar virðist sjá heiminn sem vígvöll, þar sem andstæðar fylkingar berjist, þar til yfir lýkur. Sú heimsmynd, sem þannig er dregin upp, er í senn einföld og barnaleg og ber vitni litlum skilningi á því, hvernig þjóðirnar brutust frá fátækt til bjargálna. Sú lífskjarabylting, sem við höfum tekið þátt í, er ekki afsprengi baráttunnar, heldur gagnkvæmninnar, eins og dr. Benjamín Eiríksson hagfræðingur lýsir vel í bókinni Sjálfstæðis- stefnunni (bls. 102—103). Benja- mín segir, þar m.a., að það sé samvinna og samstarf, sem ein- kenni samskipti okkar, en ekki baráttan. Að vísu fylgir barátt- unni nokkur hávaði, en samstarfið fer fram hljóðlega og skipulega Það er því samstarfið, sem sem e. grundvöllur hins lýðræðislega þjóðfélags, sem byggir á atvinnu- frelsi, mannhelgi og lýðfrelsi, en ekki baráttan. Einar leggur áherslu á að skipta gæðunum, en lætur sig litlu varða sköpun þeirra, en í því liggur ekki síst munurinn á frjálshyggjumönnum og sósíalistum. í fjórða lagi er áberandi kerfis- bundin ósanngirni Einars. Hann gerir andstæðingum sínum það alltaf upp, að þeir hafi verið í samsæri með „bandaríska auð- valdinu". Einnig má benda á þann sið Einars að hafa orðrétt eftir mönnum, sem í mörgum tilvikum eru látnir, setningar, sem hann er einn til frásagnar um og eru oft á tíðum þannig, að harla ósennilegt er, að viðkomandi hafi sagt þetta. Hvort sem satt er eða logið, hlýtur sú aðferð að vera vafasöm. Eitt slíkt dæmi má nefna úr bókinni. Þar segir Einar, að Eysteinn Jónsson hafi iðrast þeirrar ákvörðunar sinnar að greiða at- kvæði með inngöngu íslands í Atlantshafsbandalagið. Þetta er hæpið í meira lagi, því að Ey- steinn lýsti því yfir, bæði í sjó- nvarpi og í Tímanum 1979, á 30 ára afmæli Atlantshafsbandalags- ins, að hann teldi ákvörðun sína 1947 hafa verið rétta. Annað þessu skylt eru lýsingar Einars á samtímamönnum sínum úr stjórnmálum. Þar má sem fyrr sjá baráttu á milli svarts og hvíts, góðra manna og vondra. í hópi góðu mannanna er Ólafur Thors, en meira fer fyrir hinum vondu. Þann flokk skipa m.a. Guðmundur í. Guðmundsson, Stefán Jóh. Stef- ánsson og Bjarni Benediktsson. Óskammfeilni og hroki Einars nær hámarki, er hann segir Bjarna Benediktsson ekki hafa haft vit og þekkingu á utanríkis- málum. Þar skýtur Einar langt yfir markið, enda eru flestir sam- mála um, að Bjarni hafi haft dýpri og meiri þekkingu á utanríkismál- um en flestir aðrir íslendingar, svo að útlendingum fannst mikið Æskufólk á frelsisbrautum? Einar eyðir miklu plássi I starf herstöðvaand- stæðinga. sem af misskilningi halda að varnarleysi tryggi sjálfstæði. Fjalaköttur- inn meÖ kynningar- skirteini FJALAKÖTTURINN, kvik- myndaklúbbur framhaldsskól- anna, byrjar um helgina sölu sérstakra kynningarskirteina, sem giida á fjórar myndir og geta menn síðan framlengt skírteinin þannig að þau gildi út starfsvet- urinn og á þær 16 kvikmyndir, sem þá verða sýndar. ' Kynningarmyndirnar fjórar eru: Spegill, rússnesk kvikmynd frá 1974, leikstjóri Andrei Tark- ovsky, Alphaborg, frönsk kvik- mynd frá 1965, leikstjóri Jean-Luc Godard, Lolita, brezk-bandarísk kvikmynd frá 1962, leikstjóri Stanley Kubrick og nýjasta mynd Francois Truffaut, Græna her- bergið, sem gerð var 1978. Þakkargjörð Við undirrituð hjón, viljum hér með í tilefni sjötugs og sextugsaf- mælis okkar 9. nóv. 1980 og 15. jan sl. færa börnum okkar, fóstur- börnum og fjölskyldum þeirra allra, sveitungum okkar öllum, sem og ótai vinum og kunningjum, margfaldar hjartans þakkir fyrir rausnargjafir, heimsóknir, ara- grúa skeyta, símtala og vinar- kveðja. Einnig færum við þeim öllum fjær og nær, einlægar beztu þakk- ir, sem að því stóðu, með ódrep- andi hjálp og dugnaði, að bjarga bæ okkar frá algerri brunarúst nú á sl. sumri, er hlaða brann hér við bæjarvegginn. Þar unnu samstillt- ir kraftar mikið afrek. - Við sendum ykkur öllum hlýjar kveðjur, þakkir og eirilægar óskir um farsæld og hamingju á nýju ári 1981. Guðmunda Helgadóttir og Jens i Kaldalóni, Bæjum. Leikfélagið Grímnir Stykkishólmi: MARKÓLFA eftir Dario Fo. Þýðandi: Signý Pálsdóttir. Leikstjóri: Jakob S. Jónsson. Leikmynd: Lárus Pétursson. Búningar: Sigrún Jóhannes- dóttir, Signý Pálsdóttir. Lýsing: Eðvald Einar Gislason. Leikhljóð: Axel Björnsson. Meðan Alþýðuleikhúsið sýnir tvö nýleg verk eftir Dario Fo glímir Leikfélagið Grímnir í Stykkishólmi við eitt af fyrstu leikritum hans: Markólfu. Leikritið um Markólfu er sprottið úr þeirri ítölsku leiklist- arhefð sem nefnist Commedia dell’arte, en þangað hefur Dario Fo löngum sótt næringu í hin ærslafullu leikrit sín. Markólfa er vel fallin til sýn- inga úti á landi þar sem þrótt- mikil áhugaleikfélög láta æ meir að sér kveða. Verkið er haglegt að allri byggingu og hið skemmtilegasta. Það er tilvalið fyrir þá sem gera fyrst og fremst þær kröfur til leiksýninga að þær séu skoplegar, f&i fólk til að gleyma daglegu amstri og hlæja hressilega. Markólfa er ráðskona mark- greifa nokkurs sem búinn er að missa allt út úr höndunum á sér vegna flónsku sinnar. Það er heldur óhrjálegt um að litast heima hjá hinum ættgöfuga manni og rukkararnir á hælun- um á honum. Mest er greifinn í felum inni í klæðaskáp, hræddur við óvelkomna gesti. Grunur vaknar að Markólfa hafi unnið stóra vinninginn í ríkishapp- drættinu og hún sem var áður lítið yndi karlmanna eignast nú biðla sem keppast við að smjaðra fyrir henni. Að vonum sér greifinn ráð til að geta rétt sig við fjárhagslega með því að kvænast Markólfu, en ekki eru allir á því að það takist. Ymsar fyndnar persónur koma við sögu í Markólfu og verkið er fullt af gáska og ekki síst skrípalátum. Undir niðri má greina siðferðilega dæmisögu LelKllst eftir JÓHANN HJÁLMARSSON hennar að teljast þokkalegt. Jó- hannes Björgvinsson er mark- greifinn og tekst á köflum að gæða persónuna lífi í þeim afkáraleik sem Dario Fo velur henni. Björgvin Guðmundsson lék Jósep fjörlega og gervi hans var gott. Töluvert kvað að Guð- rúnu Hönnu Ólafsdóttur í hlut- verki Teresu, einkum var sviðsframkoma hennar óþving- uð. Frans Vignis Sveinssonar skorti nokkuð á að verða eftir- minnilegur, en með áhugaleik- sýningu í huga mátti sæmilega við una túlkun leikarans. Hlut- Flónskan og ágirndin þar sem höfundurinn segir fólki til syndanna vegna ágirndar þess. Jakob S. Jónsson hefur leik- stýrt Markólfu, en hann er mikill afkastamaður við leik- stjórn jafnt sem aðra hluti, m.a. kvikmyndagagnrýni. Formaður Grímnis, Signý Pálsdóttir, þýddi Markólfu snoturlega og ritar einnig í leikskrá um Dario Fo og ítalska leiklist. Markólfa er leikin af Elínu Jónasdóttur og þótt ekki sýni hún tilþrif í leik verður framlag verk furstynjunnar var í hönd- um Svanhildar Jónsdóttur, en það gerir ekki verulegar kröfur til leikara. Birgir Sævar Jó- hannsson birtist í lokin í gervi blaðasala og segir frétt aldar- innar um vinninginn í happ- drættinu. Stofa markgreifans með ónýt- um húsgögnum, ryki og drasli er verk Lárusar Péturssonar, leik- mynd sem hæfði sýningunni vel. Ég hef ekki áður séð leiksýn- ingu hjá Grímni, en eftir Mar- kólfu í Félagsheimili Kópavogs að dæma er hér á ferð fólk sem líklegt er til góðra verka.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.