Morgunblaðið - 07.02.1981, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1981
Fréttaskýring
Ævintýri
steinsteypunnar
Almenna veðlánakerfið og Hús-
næðismálastjórn hafa verið
grundvöllur opinberra aðgerða
til fjármögnunar íbúðarbygg-
inga í landinu í aldarfjórðung.
A þessum tíma hefur gerst
ævintýri í húsakosti þjóðarinn-
ar, húsnæðisbylting, sem
hvarvetna blasir við augum í
byggðum bólum landsins. Al-
menna veðlánakerfið og Bygg-
ingarsjóður rikisins hafa lánað
til 90—95% af íbúðarhúsa-
byggingum í landinu á þessum
tíma.
Endurskoðun húsnæðislöggjafar
á þessum tíma hefur fyrst og
fremst snúizt um fjármagns-
útvegun, enda fjármagnið, hér
sem annarsstaðar, afl þeirra
hluta sem gera skal. Bygg-
ingarsjóðnum voru tryggðir
fastir fjármagnsstofnar þar
sem voru launaskatturinn og
skyldusparnaður ungs fólks.
Lán í hlutfalli af bygginarkostn-
aði voru um 30% árið 1959. Á
sjöunda áratugnum, 1960—
1970, miðaði nokkuð í hækkun
þessa lánahlutfalls, og árið
1971 var það rúm 40%. Á
áttunda áratugnum, 1970—
1980, lækkaði Iánahlutfallið
aftur og var á liðnu ári 1980
aðeins rúm 30% eða litlu
hærra en það var tveimur
áratugum áður.
Upphaflega var hlutverk Bygg-
ingarsjóðs ríkisins bundið við
íbúðarlán til einstaklinga út á
nýbyggingar. Síðan hafa hon-
um bætzt viðbótarverkefni, án
samsvarandi tekjuöflunar:
framkvæmdaáætlun í Breið-
holti, leiguíbúðir sveitarfélaga
og lán til kaupa á eldri íbúðum.
Allt nauðsynleg og aðkallandi
verkefni, hliðar á steinsteypu-
ævintýrinu, en það breytir ekki
hinu, að sjóðnum voru ekki
Breiðholtið — bygg-
ingarsögulegt afrek.
opinberu starfi og launþega á
almennum vinnumarkaði.
Afleiðingar þessarar lagabreyt-
ingar fyrir Byggingarsjóðinn
verður augljoslega sú að hann
er veiktur verulega. Honum er
jafnvel stefnt í fyrirsjáanlegan
voða með því að gera honum að
taka lán á 3,25% vöxtum til að
lána út á 2% vöxtum. Engu er
líkara en stefnt sé að því að
höggva að rótum hins almenna
lánakerfis í byggingariðnaðin-
um.
Byggingarsjóður
verkamanna
Skerðing hins almenna lánakerf-
is, sem risið hefur undir rúm-
lega 90% lána til íbúðarbygg-
inga á liðnum áratugum, er
afsökuð með eflingu Bygg-
ingarsjóðs verkamanna. Sú
skýring nær þó skammt er
grannt er gáð.
Byggingarsjóður verkamanna
hefur haft það hlutverk að
mæta þörfum þeirra, sem áttu
undir þyngst högg að sækja í
húsnæðismálum. Fjármögnun
hans var því þann veg fyrir-
komið frá upphafi að hann
gæti veitt löng lán á hagstæð-
ari kjörum en almennt gerðizt.
Þetta hefur verið framkvæmt
þann veg að ríkissjóður og
sveitarsjóðir hafa lagt fram
allt fjármagn sjóðsins, sem
lánað hefur verið til verka-
mannabústaða. Þessi óaftur-
kræfu framlög hafa skapað
grundvöll fyrir löngum láns-
tíma, lágum vöxtum og háum
hlutfallslánum miðað við bygg-
ingarkostnað.
Er höggvið að rótum almenna
Mnakerfisins í byggingariðnaði?
Fjárfestingarsjóðir til ibúðabygginga veiktir
fryggðir tekjustofnar til sam-
ræmis við aukin verkefni.
Lækkun lánahlutfalls á m.a.
rætur til þessa að rekja.
í Breiðholti reis 15 til 20 þúsund
manna byggð á réttum áratug.
Það var stórvirki, sem framtak
fólks og almenna veðlánakerfið
axlaði. Hlutur Reykjavíkur-'
borgar: lóðir, götur, heita vatn-
ið, kalda vatnið, raflagnir, auk
þjónustustofnana, (skólar
o.sv.fv.) var og kapituli út af
fyrir sig, sem var byggingar-
sögulegt afrek á sinni tíð.
Fleiri baggar
á klakk
Byggingarsjóðsins
Alþingi samþykkti breytingar á
húsnæðislöggjöfinni vorið
1980. Þar með voru stóraukin
verkefni enn lögð á Bygg-
ingarsjóðinn, án þess að hon-
um væri séð fyrir tekjum.
Þessi viðbótarverkefni voru:
1) Lán til tækninýjungar í
byggingariðnaði.
2) Lán til orkusparandi breyt-
inga á húsnæði (húshitun).
3) Aukin lán til meiriháttar
viðbygginga og endurbóta og
endurnýjunar á eldra íbúðar-
húsnæði.
í greinargerð með frumvarpi að
þessum breytingum á húsnæð-
islöggjöfinni var gert ráð fyrir
því að árlega þyrfti 10 millj-
arða gamalkróna, á verðlagi
ársins 1978, til að mæta þess-
um útgjaldaauka þegar lögin
væru að fullu komin til fram-
kvæmda. I greinargerðinni var
hingsvegar hvergi drepið á
hvern veg tryggja skuli þetta
fjármagn.
borvaldur Garðar Kristjánsson,
alþingismaður, sem mjög hefur
látið húsnæðismál til sín taka
á Alþingi, gagnrýndi þetta
ósamræmi verkefnaaukningar
og fjármagnsútvegunar, er
hann mælti fyrir tillögu þing-
manna úr Sjálfstæðisflokknum
að launaskatturinn allur, sem
allir launagreiðendum er gert
að gjalda, (3‘/í% af greiddum
vinnulaunum), skyldi renna til
Byggingarsjóðsins; ekki ein-
ungis 2% eins og verið hefði,
en lxk% rann í ríkissjóð. Þetta
hefði tryggt sjóðnum um 26
milljarði gamalkróna á árinu
1981 (á verðlagi í árslok 1980).
Þessu hafnaði stjórnarliðið,
„þó að launaskatturinn hafi
upphaflega verið lagður á ein-
göngu til fjáröflunar fyrir
Byggingarsjóð ríkisins", eins
og Þorvaldur Garðar tók fram
í ræðu sinni, sem hér er til
vitnað.
Tekjur almenna
kerfisins stórskertar
Ríkisstjórnin hafnaði ekki að-
eins þeirri leið að launaskatt-
urinn færi allur í Byggingar-
sjóð ríkisins heldur hefur hún
nú svipt sjóðinn öllum tekjum
af þessum skatti, svo sem fram
kom í afgreiðslu fjárlagafrum-
varps fyrir árið 1981. Um þetta
efni sagði Þorvaldur Garðar í
þingræðu:
„Hér er um bein fjörráð að ræða
við hinn almenna húsbyggj-
anda í landinu. Það er beinlínis
verið að grafa undan þeim
lánasjóði, sem lánað hefur til
meginhluta allra íbúðarbygg-
inga í Iandinu. En hér er um
meira að tefla en sjóðinn. bað
er vegið að þeim viðhorfum og
þeirri lifsskoðun, sem er
grundvöllur þess átaks, sem
þjóðin hefur gert í húsnæð-
ismálum á undanförnum ára-
tugum. bað er vegið að þeirri
sjáifsbjargarviðleitni og
einkaframtaki, sem skilað hef-
ur okkar glæsiiega árangri í
húsnaðismálum".
Treysta verður nú enn meir en
áður á lántökur hjá lífeyris-
sjóðum til að fjármagna sjóð-
inn, — og möguleikum hans til
að gegna hlutverki sínu er teflt
í meiri óvissu en áðpr. Þetta
lánahlutverk lífeyrissjóða flýt-
ir heldur ekki fyrir gegn-
umstreymiskerfi lífeyrissjóða,
sem talið hefur verlð forsenda
þess að koma megi á jafnrétti í
lífeyrismáium milli launþega í
Nú er þessu breytt. Ríki og
sveitarfélög eiga einungis að
leggja fram 40% af því fjár-
magni, sem Byggingarsjóður
verkamanna á að lána. Sam-
kvæmt lögunum (d-liður 37.
greinar) á annað fjármagn að
koma með sérstökum lántök-
um, sem ákveðnar verða í
fjárfestingar- og lánsfjáráætl-
un hverju sinni. Þannig á að
leita á hinn almenna lána-
markað (eftir 60% umsetn-
ingarfjármagns) með þeim
lánskjörum, sem þar eru eða
verða, og sjóðnum síðan gert
að endurlána með 0,5% vöxt-
um. Um þetta efni sagði Þor-
valdur Garðar Kristjánsson í
þingræðu: „Með þessu fyrir-
komulagi er raskað grundvell-
inum fyrir starfsemi Bygg-
ingarsjóðs verkamanna, nema
breytt verði þeim útlánakjör-
um, sem lögin gera ráð fyrir.
Þessi lánakjör eru miðuð við
þarfir hinna verst settu. Ef
þau eru gerð lakari þá er kippt
fótunum undan aðstoð við
þetta fólk. Blikur eru á lofti í
þessum efnum.“
Valfrelsi er
af hinu góða
„Félagslegar" byggingar eiga
fullan rétt á sér að vissu
marki. Nauðsynlegt er að
leiguíbúðir séu til staðar. Ekki
aðeins til að mæta þörfum
þeirra, sem ekki ráða við að
koma sér eigin þaki yfir höfuð-
ið, heldur einnig til að tryggja
valfrelsi fólks, sem heldur kýs
að verja fjármunum sínum í
annað en íbúðareign, og þarf
þar af leiðandi að leigja hús-
næði. Hver og einn á að hafa
rétt og möguleika á að velja sér
lífsform einnig að þessu leyti.
Annað mál er að möguleikar,
sem skapaðir eru á þessum
vettvangi, mega ekki vera stór-
skerðing á hinum kostinum,
almenna veðlánakerfinu, eins
og nú er að stefnt, og heggur að
hornsteini þeirrar húsnæðis-
byltingar, sem orðið hefur með
þjóðinni á liðnum áratugum,
fyrst og fremst fyrir samvirkj-
un framtaks einstaklinganna í
landinu og almenna veðlána-
kerfisins.
Breytingin, sem varð með lögum
frá liðnu vori, þýðir:
1) Byggingarsjóður verka-
manna fær framlag úr ríkis-
sjóði sem nemur tekjum hans
af 1% launaskatti, þó aldrei
meira en 30% af fjármögnun-
arþörf sjóðsins. Framlag sveit-
arfélaga er ákveðið 10%. Að
öðru leyti skal bæta fjár-
magnsþörf sjóðsins með lán-
um.
2) Stefnt er að því að húsbygg-
ingar, tengdar þessum sjóði,
verði þriðjungur heildarbygg-
inga íbúðarhúsnæðis í stað
5-10%.
3) Starfsgrundvöllur sjóðsins
veikist þar sem hann, í stað
þess að njóta óafturkræfra
framlaga, þarf nú að sækja
60% af fjármagnsþörf sinni á
almennan lánamarkað (með al-
raennum vaxtakjörum) en
veita byggingarlán með 0,5%
vöxtum.
Áhrifin á
byggingariðnaðinn
Hér verður ekki gerð tilraun til
að meta áhrif þessara breyt-
inga á heildarhraða eða afköst
í íbúðabyggingum. Sýnt virðist
þó að almenna lánakerfið sé
rýrt umtalsvert og framtíð-
arstöðu beggja fjármögnun-
arsjóðanna teflt í tvísýnu, að
ekki sé meira sagt.
Ýmsir hafa látið ugg í ljósi
vegna þess, ekki sízt þeir sem
hagsmuna hafa að gæta í
byggingariðnaðinum. Rétt þyk-
ir að ljúka þessari lauslegu
samantekt á kafla úr áramóta-
hugleiðingu Sigurðar Krist-
inssonar, formanns Lands-
sambands iðnaðarmanna, en
hann sagði orðrétt:
„Félagsmálaráðherra tók fyrir
skömmu fyrstu skóflustunguna
að félagslegum byggingum á
Eiðsgranda, og lýsti því um
leið yfir, án þess svo mikið sem
drepla auga, að nú verði al-
mennar íbúðarbyggingar að
sitja á hakanum, þær félags-
legu verði að hafa forgang. Þar
hjó sá, er síst skyldi. Með
þessari skóflustungu hefur
ráðherrann gert sig líklegan til
að jarðsetja hluta hinna al-
mennu byggingarfyrirtækja,
og virðist jafnframt hafa
gleymt hinum þögla meirihluta
þjóðarinnar, sem eignast þak
yfir höfuðið með aðstoð hins
„frjálsa" byggingariðnaðar.
Álmenningur hefur ekki
hingað til verið ofsæll af þeirri
fyrirgreiðslu, sem honum hef-
ur staðið til boða til að eignast
íbúðarhúsnæði. Lán Húsnæð-
isstofnunar ríkisins hafa und-
anfarið farið lækkandi sem
hlutfall af byggingarkostnaði,
þrátt fyrir sífelldar yfirlýs-
ingar um að efla beri Bygg-
ingarsjóð ríkisins. En hvert
verður lánshlutfallið nú, þegar
því hefur beinlínis verið lýst
yfir, að enn skuli þrengja kost
hins almenna borgara, vilji
hann eignast þak yfir höfuðið?
Hvernig verður lóðaframboðið
í kjölfar þesarar yfirlýsingar?
Svör við þessu þætti mér fróð-
legt að vita.“ sf.