Morgunblaðið - 07.02.1981, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 07.02.1981, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1981 19 talan og meöaltal áranna ’68—’79 sýnir," sagði Birgir. „Afrekin eru ekki meiri en svo að þeir rétt halda í horfinu og þeir stæra sig af því!,“ sagði Birgir. Síðan vitnaði Birgir til þeirra orða Sigurjóns að það væri rangt að fasteignagjöld væru hærri í Reykjavík, en í öðrum sveitarfélög- um. Birgir sagði að fasteignamatið væri mun hærra í borginni og því væru gjaldþyngslin miklu meiri hér en annarsstaðar. Birgir vitnaði til talna um skattaálögur frá árinu 1980 og samkvæmt þeim var Reykjavík lang hæst yfir landið með rúmar 411 þús. gkr. á meðan Keflavtk var lægst með rúmar 270 þúsundir. „Skattbyrðin er þyngri hér en annars staðar á landinu og hefur vinstri meirihlutinn hækkað skatta á svo til öllum sviðum upp í topp.“ „Ekkert bitastætt að finna ...“ Þá vék Birgir að Björgvini Guð- mundssyni borgarfulltrúa Alþýðu- flokksins, en hann gumar mjög af góðum rekstri BÚR að undanförnu. „Björgvin lætur þess ógetið að Nú eru ekki nema 16 mánuðir til kosninga," sagði Birgir. „Við töpuð- um meirihlutanum í borgarstjórn með aðeins 70 atkvæða mun. Sextán mánuðir eru ekki lengi að líða og störf vinstri flokkanna í borgar- stjórnarmeirihlutanum eru ekki slík að líklegt sé að borgarbúar vilji hafa þá áfram við stjórnvölinn. Ef Reykvíkingar með Sjálfstæðisflokk- inn í broddi fylkingar vinna ötullega fram til kosninga, þá efast ég ekki um hver úrslit kosninganna eftir 16 mánuði verða,“ sagði Birgir ísleifur Gunnarsson. Strætisvagnaloforð svikin Davíð svaraði spurningu Nikulás- ar um strætisvagna. Sagði hann rétt að mikil eyðilegging ætti sér stað á vögnunum og virtist það jafnvel fara eftir hverfum. Stundum hefði orðið að grípa á það ráð að hafa trésæti í strætisvögnum vegna þessa. Davið sagði hugmynd um plastsæti athyglisverða, ekki síst ef þau sæti væru þægileg fyrir far- þega. Slík sæti gætu sparað stórfé. Hvað upphituð biðskýli varðaði sagði Davíð að það mál hefði verið tillögu og beitti fyrir sig furðulegum tæknilegum rökum," sagði Birgir. „Þau voru auðvitað hin mesta vit- leysa.“ Birgir sagðist óttast mjög að byrjað yrði á Reykjavík og tækin fyrst sett upp þar. Um áframhaldið kvaðst hann ekki vita. Hæstu gjöld í Reykjavík Davíð Oddsson svaraði spurningu Haraldar Blöndal um opinber gjöld og Alþýðuleikhús. Davíð sagði að þessi mismunur sem væri á gjöldum á milli þeirra sveitarfélaga sem nefnd voru, stafaði ekki af því að í Reykjavík hefði fólk miklu hærri tekjur, heldur þvert á móti. Tekjur fólks í Garðabæ og á Seltjarnarnesi væru hærri en Reykvíkinga. Davíð sagði ástæðuna vera þá að í Reykjavík hefði vinstri meirihlutinn í borgarstjórn hækkað öll gjöld og sagði að nýjasta dæmið væri hækk- un gatnagerðargjalda fyrir skömmu. Hvað Alþýðuleikhúsið varðaði sagði Davíð að það fyrirtæki hafi hlaupið hratt upp á styrkjahimin- inn. Leikhúsið hefði komið inn á styrkjalista í fyrra og þá fengið 6 HARALDUR BLÖNDAL spurði m.a. um ástæöu þess að opinber gjöld væru mun hærrí í Reykjavík en annars staðar á landinu. Nefndi Haraldur dæmi og sagði kostnað Reykvíkinga af opinberum gjöldum hafa árið 1980 verið um 411 þús, á meðan kostnaður Kópavogsbúa væri 336 þús., Garöbæinga 308 þús., Hafnfirðinga 306 þús., og Seltirninga 291 þús. Enn- fremur spuröi hann af hverju borgin væri að styrkja Alþýöuleikhúsiö, sem hefði þaö aö yfirlýstu markmiði að berjast fyrir sóstaiisma og sýndi auk þess leikrit um kynvillu o.fl., sem reynt væri aö fá sýnt í skólum, þrátt fyrir aö for- maður Barnaverndarnefnd- ar tetdi þaö hættulegt. GESTUR GUNNARSSON spuröl um hve margar íbúð- ir í Reykjavík væru í eigu utanbæjarmanna og ef það væri ekki vitaö, þá hvort unnt væri aö nota mann- talsgögnin til aö komast aö því. ER1K hAkansson spuröi um óbyggt svæði viö Álftamýrarskólann og hvort nýta mættl það sem skauta- sveil ÁSGEIR EMARSSON spuröi á hvem hátt Sjált- stæðisflokkurinn hygðist kynna þær leiöir sem flokk- urínn vikti fara til aö auka atvinnustarfsemina í borg- inni og hverjar þær væru. Birgir ísl. Gunnarsson i ræðustóli. Aðrir á myndinni eru: Sigríður Ásgeirsdóttir og Stella Magnúsdóttir fundarritarar, Davið Oddsson borgarfulltrúi og oddviti borgarstjórnarflokksins og Jónas Eliasson fundarstjóri. ástæðurnar fyrir þessu eru fram- kvæmdir sem við sjálfstæðismenn beittum okkur fyrir að gerðar yrðu,“ sagði Birgir. Birgir gat þess að Björgvin talaði um að mikið hefði verið gert í málefnum aldraðra og langlegu- sjúklinga. Hann sagði að hið rétta í málinu væri það að fyrir forgöngu Alberts Guðmundssonar hefði það verið samþykkt í borgarstjórn árið 1974, að 7,5% af útsvarstekjum borgarinnar rynnu til stofnana í þágu aldraðra. „í þessum málaflokki hefur engin ný stofnun verið tekin í notkun, sem við sjálfstæðismenn höfum ekki tekið ákvörðun um. Meira að segja lagði meirihlutinn til hliðar prógramm um byggingu B-áimu Borgarspítalans og kaus að taka önnur verkefni framfyrir," sagði Birgir. Hann sagöi athyglis- vert að í þessum ummælum sem hann hefði vitnað til, teldu for- svarsmenn meirihlutans það til sem þeir teldu sig' best hafa gert. „En þar er ekkert bitastætt að finna og raunverulega fráhvarf frá þeim málaflokkum sem sjálfstæðismenn lögðu grunninn að.“ eitt af kosningaloforðum Alþýðu- bandalagsins, en auðvitaö hefði ekk- ert gerst. Meira að segja hefði sá flokkur kvartað undan fargjöldun- um, talað um niðurfellingu þeirra og einnig að tónlist skyldi leikin í vögnunum. Ekkert hefur gerst í málum þessum annað en það að nú stendur yfir samkeppni um strætis- vagnaskýli. Símaskref — óheillaskref Birgir Isl. svaraði spurningu Jóns Guðmannssonar um símaskrefin. Sagði Birgir að þetta mál væri mörgum áhyggjuvaldur og sjálf- stæðismenn hefðu talið að þetta væri óheillaskref. Birgir sagðist hafa tekið þetta mál upp á Alþingi, en fengið loðin svör. Kvaðst hann vita að Póstur og sími hefði fest kaup á tæki sem nota á við skrefa- talninguna. „Við sjálfstæðismenn höfum reynt að sporna gegn þessu máli og fluttum meðal annars til- lögu í borgarstjórn, þar sem skorað var á ráðherra og Póst og síma að setja ekki þetta tæki upp. Vinstri meirihlutinn snerist gegn þessari milljónir gkr., en í ár 10 milljónir gkr. „Við höfum ekki verið talsmenn þess að Alþýðuleikhúsið fái svona mikla fyrirgreiðslu," sagði Davíð. Svæðið skipulaKt Birgir ísleifur svaraði spurningu Lovísu. Hann sagði að Sjómanna- skólinnn hefði fengið stóra lóð á þessu svæði og tilheyrði gamli Fram-völlurinn henni. Borgin hafði samþykkt að reyna að ná samning- um við skólann um að fá völlinn aftur til baka, því skólinn hefði ekkert að gera við völlinn næstu áratugina. Forráðamenn skólans hefðu neitað þessu. Birgir sagðist telja að skólamönnum væri varla stætt á þessari ákvörðun sinni. Ennfremur gat hann þess að búið væri að skipuleggja svæði þetta og mætti koma þar fyrir tveimur íbúðarhúsum í stíl við þau sem fyrir væru og líklega þremur húsum fyrir atvinnustarfsemi. íbúöa- ok atvinnumál Birgir Isl. Gunnarsson svaraði spurningu Asgeirs um atvinnumál. Sjálfstæðismenn: Stutt við bakið á samtökum fatlaðra Á FUNDI borgarfulltrúanna DaviAs Oddssonar og Markúsar Arnar Antonssonar með ibúum i Bústaða-. Langholts- og Laug- arneshverfum spurði Halldór Björnsson um stefnumótun Sjálf- stæðismanna i borgarstjórn i málum fatlaðra og öryrkja á alþjóðaári fatlaðra 1981, einkan- lega með tilliti til ferlimála fatlaðra. Markús Örn Antonsson sagði að ekki hefði verið fluttur neinn heildartillögubálkur í tilefni af ári fatlaðraæn rakti aftur á móti ýmsar aðgerðir sem Sjálfstæð- ismenn hefðu beitt sér fyrir til hagsbóta fyrir fatlaða og öryrkja. Borgarstjórn hefði í tíð meiri- hluta sjálfstæðismanna stutt myndarlega við bakið á þeim samtökum fatlaðra, sem staðið hefðu að ýmsum framfaramálum á þessu sviði, þar á meðal Öryrkjabandalaginu. Sjálfstæð- ismenn hefðu flutt tillögu árið 1974 um að SVR athuguðu mögu- leika á rekstri sérhannaðra bif- reiða til að flytja fatlaða og öryrkja milli heimila og vinnu- staða. Þá hefði á síðasta kjörtímabili verið komið á lagg- irnar vísi að sérstakri vinnu- miðlun fyrir öryrkja á Ráðn- ingarstofu Reykjavíkurborgar. Hefði sérstakur starfsmaður ver- ið ráðin'n til að sinna þeim málum en engin aukning hefði orðið á þessari þjónustu í tíð núverandi meirihluta. HAUKUR EGGERTSSON spurði hvort ráðamenn ( Sjálfstæðisflokknum heföu gert sér grein fyrír því hvers vegna flokkurinn tapaöi meirihlutanum í borginni í síðustu kosningum. TÓMAS BERGSSON spuröi m.a. aö því hvaö yili hægagangi í uppbyggingu nýja miðbæjarins. Einnig spurði hann um viöhorf sjálfstæöismanna til lóðaút- hlutunarreglna vinstri meiri- hlutans. GUNNLAUGUR SNÆDAL spuröi hver skoðun sjálf- stæöismanna væri á hug- mynd um aö leggja Reykja- vikurflugvöil niöur, en byggja þar íbúöarhverfi þess í staö. Ennfremur spuröist hann fyrir um upp- byggingu í æskulýösmálum. Hann sagði að stefna Sjálfstæðis- flokksins í atvinnumálum hefði ver- ið samþykkt í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili. Stefnuskráin gripi á mörgum þáttum, t.d. um skipu- lagsmál, orkumál, samskipti borg- aranna við atvinnulífið og margt fleira. Birgir sagði stefnuna ekki hafa verið framkvæmda, en hafa fullt gildi enn og nauðsynlegt væri að hrinda henni í framkvæmd. Birgir svaraði spurningu Gests um íbúðamál. Hann sagðist ekki geta sagt um þessi mál því ekki hefði verið gerð úttekt á þessu enn. Slík úttekt myndi vera dýr, því þetta yrði að gera svo til í höndun- um. Hins vegar væri fróðlegt að hafa upplýsingar um þetta mál. Þá taldi Birgir ekki unnt að nýta manntalsgögnin til að komast að þessu, því ekki væri spurt um sveitfesti íbúðareiganda á þeim. „Hver á hattinn ...?“ Birgir svaraði spurningu Tómasar um nýja miðbæinn. Birgir sagði að ástæðan væri sú að ekki hefði verið veitt í það fjármagni að gera svæðið byggingarhæft. Davíð svaraði spurningu Tómasar um lóðaúthlutunarreglur. Sagði hann meirihlutann hrósa sér af þessu punktakerfi, en það byggðist á því að dregið væri á milli manna sem jafnmarga punkta hefðu. Væri hattur notaður til dráttarins. Nú var kallað fram úr sal: „Hver á hattinn!" Davíð hélt að eigandinn væri annað hvort Jón G. Tómasson eða Magnús Óskarsson. Davíð sagði að meirihlutinn hafði sakað sjálf- stæðismenn um spillingu í lóðaút- hlutun, en samt hefði aldrei orðið ágreiningur um úthlutanir til ein- staklinga. Davíð sagði reglurnar annmörkum háðar og virkuðu ekki í sanngirnisátt. Skautasvell Davíð svaraði spurningu Eriks um skautasvell. Hann sagði að Fram ætti tvo fullgerða velli á svæðinu við Álftamýrarskóla en skólinn einn. Fyrir austan skólann væri hálfræktað svæði og þar mætti vel hugsa sér að koma fyrir skautas- velli. Hins vegar gat Davíð þess að á fjárhagsáætlun væri gert ráð fyrir fjárveitingu til að hanna byggingu skautahallar í Reykjavík. Beindu athygli frá borgarmáluni Birgir svaraði spurningu Hauks. Hann sagði að raunar gæfi spurn- ingin tilefni til þess að halda nýjan fund! Þetta væri alger grundvall- arspurning. Birgir sagðist telja að orsökin hefði verið margar sam- verkandi ástæður. Hann minnti menn á að þó borgin hefði tapast þá hefðu sjálfstæðismenn tvisvar feng- ið færri atkvæði en í þeim kosning- um, því hefði ekki verið um verulegt atkvæðatap að ræða. Hins vegar hefði skiptingin á milli hinna flokk- anna skipt miklu máli. Alþýðu- bandalaginu hefði t.d. nýst nánast hvert einasta atkvæði. Birgir sagði að borgarstjórnarmenn Sjálfstæðis- flokksins hefðu haldið því fram að hin veika staða sem Sjálfstæðis- flokkurinn var í vorið 1978, hefði valdið þar miklu um. „Enda reyndu vinstri menn að beina sjónum fólks frá borgarmálum og að landsmál- um,“ sagði Birgir, „og það tókst.“ Flugvöllur og æskulýðsmál Birgir svaraði spurningu Gunn- lausg Snædal um Reykjavíkurflug- völl. Sagði hann sjálfstæðismenn ekki fylgjandi þeirri hugmynd, það mæltu ýmis rök á móti þvr. Til flugvallarins sæktu mjög margir Reykvíkingar atvinnu sína og ef flugvöllurinn yrði fluttur til Kefla- víkur, því önnur lausn væri tæpast raunhæf, myndi borgin missa stór- an spón úr aski sínum. Davíð svaraði spurningu Gunn- laugs um æskulýðsmál. Hann sagði engar nýjungar hafa litið dagsins ljós í þeim málaflokki í tíð núver- andi meirihluta. Davíð sagðist telja að félagsmiðstöðvar leystu ekki all- an vanda, en styðja þyrfti á öflugan hátt frjáls félagssamtök í borginni. Þá gat Davíð þess að meirihlutinn hefði ekki framkvæmt neitt í íþróttamálum. Þær framkvæmdir væru „eitt stórt núll“, eins og komið hefði fram í ræðu Sveins Björnsson- ar forseta ÍSÍ í borgarstjórn fyrir skömmu. _,jj

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.