Morgunblaðið - 07.02.1981, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 07.02.1981, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1981 23 Efnahagsmálaræða Ronalds Reagans: Karpov hreppti „skák-óskarinn66 Barcelona, 5. febrúar. — AP. ANATOLY Karpov, heimsmeist- ari í skák hlaut í ár „skák- óskarinn“. bað var alþjóðasam- band skákfréttamanna, sem út- nefndi Karpov. Alls tóku 113 skákblaðamenn frá 35 löndum þátt i atkvæðagreiðslunni um skákmann ársins. Þetta var i sjötta sinn sem Karpov hlýtur „óskarinn" og hefur enginn leik- ið það eftir honum. en alls hefur skákmaður ársins verið útnefnd- ur siðastliðin 14 ár. Karpov hlaut alls 1258 stig en Victor Korchnoi var í öðru sæti með 1103 stig. Sovétmaðurinn ungi, Gary Kasparov varð í þriðja sæti. Annars varð röð næstu þannig: 4. Jan Timman, Hollandi, 5. Robert Hiibner, V-Þýzkalandi, 6. Tony Miles, Englandi, 7. Lajos Portisch, Ungverjalandi, 8. Bent Larsen, Danmörku, 9. Ulf Ander- son, Svíþjóð og Alexander Beli- avsky, Sovétríkjunum hafnaði í 10. sæti. Eftirtaldir skákmenn hafa hlot- ið þennan eftirsótta titil Bent Larsen, 1967, 1974, Boris Spassky, 1968, 1969, Bobby Fischer, 1970, 1971, 1972, Anatoly Karpov, 1973, 1975, 1976, 1977, 1979 og 1980. Victor Korschnoi hlaut titilinn árið 1978 og rauf þannig einokun Anatolys Karpovs síðustu árin. Glistrup fær heið- ursibúð Niðurskurður í ríkisfjármál- um og 10% tekjuskattslækkun Frá Onnu Bjarnadóttur. fréttaritara Mbl. RONALD Reagan forseti Banda- rikjanna flutti sína fyrstu sjón- varpsræðu á fimmtudagskvöld. Ilann talaði eingöngu um efna- hagsvanda þjóðarinnar og sagði hann meiri en nokkru sinni siðan i kreppunni miklu. Reagan tiundaði vandann og kenndi mikilli eyðslu rikisgeirans og þungri skatta- byrði um verðbólgu og atvinnu- leysi. Hann minntist ekki á oliu- verðhækkanir eða aðra utanað- komandi hluti, en margir telja, að þeir eigi jafn mikla ef ekki meiri sök á efnahagsvandanum og ríkis- fjármál. Ræðu Reagans hefur yfir- leitt verið vel tekið, þótt hann hafi ekki sagt margt nýtt, en minnt er á, að hann þarf stuðning banda- ríska þingsins til að koma ráðum sinum við efnahagsvandanum til framkvæmda. Reagan sagði í ræðu sinni, að hann vonaðist til að vinna vel með þinginu og að stjórnmálaflokkarnir myndu vinna saman í bróðerni. Fulltrúadeildin samþykkti á fimmtudag beiðni Reagans um hækkun á þaki þjóðarskulda, en öldungadeildin mun greiða atkvæði um það í dag. Repúblikanar hafa ávallt gagnrýnt aukningu þjóðar- skulda, og demókratar skemmta sér þessa daga við að heyra þá gefa óiíklegustu afsakanir fyrir, að þeir hafa nú snögglega snúið við blað- inu. Reagan sagði í ræðu sinni, að hann hefði orðið að fara fram á hækkun þaksins, svo að stjórnar- störf stöðvist ekki um miðjan febrúar af hreinum fjárskorti. Reagan mun leggja efnahags- áætlun sína fyrir þingið 18. febrúar nk. Hann mun fara fram á veru- legan niðurskurð á ríkisfjárútlátum og 10% lækkun á tekjusköttum. Félagsmál munu væntanlega verða mest fyrir barðinu á niðurskurðin- um, en Reagan sagði í ræðu sinni: „Niðurskurðurinn mun ekki koma niður á þeim nauðstöddu. Við mun- um hins vegar reyna að skera út styrki til þeirra, sem ekki þurfa þeirra með.“ Um skattalækkunina sagði Reagan: „Okkur hefur lengi verið talin trú um, að ekki megi lækka skatta, fyrr en ríkið hefur hert ólina. En við getum brýnt sparsemi fyrir börnum okkar enda- laust. Eða við getum kennt þeim sparsemi einfaldlega með því að minnka við þau vasapeningana." Reagan talaði til þjóðarinnar á einfaldan máta. Hann sýndi doll- araseðil og smámynt og sagði, að eftir þrjú ár yrði dollarinn aðeins 25 centa virði, ef verðbólgan fær að vaða áfram. Hann sýndi línurit ríkisfjármálum til skýringar og framsögn hans var góð. Reagan sýndi á fimmtudagskvöld, að hann ætlar að reyna að vinna bót á efnahagsvandanum með nýrri efna- hagsstefnu. Hvort ræða hans og úrræði bera tilskilinn árangur er svo annað mál. DANSKI stjórnmálamaður- inn Mogens Glistrup þarf ekki lengur að hafa áhyggjur af þvi hvar hann eigi að búa i framtiðinni. Nokkrir flokks- bræður hans, með Leif Glens- gaard i broddi fylkingar. sáu fyrir því að Framfaraflokkur- inn festi kaup á íbúð handa Glistrup. íbúðin kostaði 1,169 milljón danskra króna og mun Glist- rup hafa flutt inn ásamt fjöl- skyldu sinni í byrjun þessa mánaðar. Glensgaard segir að ástæðan fyrir íbúðarkaupunum sé sú meðhöndlun sem Glistrup hef- ur fengið hjá skattyfirvöldum í Danmörku. Einnig sagði hann flokkinn hafa viljað heiðra Glistrup sem barist hefði fyrir betri skipan mála í þjóðfélag- inu. „Rangt64 sendiráð sprengt RómaborK. 6. febrúar. — AP. HRYÐJUVERKAMENN komu sprengju fyrir i sendiráði Form- ósu hjá Vatikaninu og varð mikið tjón i sprengingunni sem átti að verða i öðru sendiráði þar. Ætluðu hryðjuverkamennirnir að sprengja sendiráð Kina á ítaliu og komst upp um mistökin er samtök Maóista-Leninista hringdu á skrifstofu ítalskrar fréttastofu og sögðust hafa gripið til þessara aðgerða til að leggja áherzlu á kröfur um lausn Jiang Qing ekkju Maós úr fangelsi. Hinsvegar hringdi kona skömmu seinna á sömu fréttastofu og sagð- ist vera formælandi kvenréttinda- hóps er sök ætti á verknaðinum og krafðist frelsis fjórmenningaklík- unni til handa. Sprengjan sprakk kl. 14 að ís- lenzkum tíma, og það varð til happs að lokað er um miðjan daginn og því aðeins einn vaktmaður að störf- um í sendiráðinu. Hann slapp ómeiddur. EFNAIIAGSAÐGERÐIR BOÐAÐAR Ronald Reagan Bandarikjaforseti með dollaraseðil i hendi þegar hann flutti sjónvarpsávarp til þjóðarinnar um aðgerðir ríkisstjórnarinnar i efnahagsmálum. Forset- inn sagði. að Bandarikjamenn ættu nú við mestu efnahagserfiðleika að etja frá því i kreppunni miklu. AP-slmamynd Áróðursstríðið um nifteindasprengjuna Veður víða um heim Akureyri -4 skýjaó Amsterdam 8 rigníng Aþena 11 rigning - Berlín 3 heióskýrt BrUssel 8 skýjaó Chicago -5 skýjað Feneyjar vantar Frankfurt 4 rigning Færeyjar 1 haglél Genf 2 skýjaó Helsinki -2 heióskfrt Jerúsalem 11 heiðskýrt Jóhannesarb. 23 rigning Kaupmannahöfn 3 skýjaó Las Palmas 17 alskýjaó Lissabon 17 heióskýrt London 13 skýjaó Los Angeles 15 akýjaó Madríd 14 heióskírt Malaga 17 heióskýrt Mallorca 16 lóttskýjaó Miami 19 skýjað Moskva 2 skýjað New York -5 skýjaó Osló vantar Parts 9 skýjaó Reykjavík -3 snjóél Ríó de Janeiro 39 skýjaó Rómaborg 10 heióskýrt Stokkhólmur -1 skýjaó Tel Aviv 16 heióskýrt Tókýó 10 heiðskirt Vancouver 6 heíðskírt Vínarborg 4 skýjaó ÞAU UMMÆLI Caspar Wein- bergers varnarmálaráðherra Bandarikjanna, að liklega sé nauðsynlegt að hefja smiði nift- eindarsprengjunnar. hafa vakið umræður víða um Evrópu, en á meginlandi álfunnar yrði sprengjunni komið fyrir. Breska blaðið Daiiy Telegraph f jallaði um málið i forystugrein 5. febrúar og sagði: „Með því að endurvekja um- ræður um nifteindarvopn sýnir stjórn Reagans enn á áhrifa- mikinn hátt, að staðfastlega ætl- ar hún með öllum ráðum í skyndi að draga úr hættulegu hernaðar- legu forskoti Rússa, og hikar ekki að stofna til deilna í því sambandi. Nú sem fyrr er enginn vafi á því, að vopnið er ákjósan- legt til að draga úr getu Rússa til að gera víðtæka innrás með vélaherdeildum, sem byggist á fjórfalt fleiri skriðdrekum þeirra. Carter forseti frestaði framleiðslu á sprengjunum fyrir tveimur árum, vegna þess að hann var ekki nægilega sann- færður um að evrópskar ríkis- stjórnir eða almenningur í Evr- ópu mundi fallast á staðsetningu þeirra, þegar þær yrðu tilbúnar, vegna alhliða áróðurs vinstri- sinna gegn nifteindaráætluninni. A þeim tíma, sem síðan er liðinn, hefur staðan orðið NATO enn óhagstæðari og fleiri hallast að þeirri skoðun, að vegna vaxandi örðugleika heima fyrir og erlend- is séu Rússar líklegri en áður til að grípa til örþrifaráða. Þess vegna er meiri ástæða nú en nokkru sinni fyrr að huga að „nifteindinni". Jafnframt má sjá hættuleg merki þess, að áhrifamáttur vinstrisinna í baráttunni gegn kjarnorkuvopnum sé að aukast og ítök þeirra séu meiri en áður í röðum miðjumanna, einkum í smærri NATO-ríkjum. Ekki ligg- ur enn Ijóst fyrir, hvort Schmidt kanslari, sem hafði betur í bar- áttunni við vinstrisinna í eigin flokki í nifteindarmálinu án þess þó að þeir breyttu um skoðun, hafi fyrir tveimur árum gefið Carter einhver loforð. Vissulega var réttmætt að efast um að hann gæti staðið við þau. Síðan þá hefur Schmidt áunnið sér töluverða tiltrú að nýju með því að fá fram samþykki við áform- um um að koma meðaldrægum eldflaugum fyrir í Vestur-Þýska- landi, þegar þær verða tiltækar eftir fáein ár, enda þótt hann yrði að ganga að ýmsum erfiðum skilyrðum í því sambandi. Ný- lega hefur hins vegar borið á miklum óróa innan þýska jafnað- armannaflokksins í ýmsum mál- um, og vinstrisinnar virðast þar í nokkrum uppgangi með harka- legum mótmælaaðgerðum. Átök ráðamanna í Bonn við sósíalista víðsvegar um Þýska- land vegna framkvæmdarinnar á stefnu ríkisstjórnarinnar um kjarnorkuver til raforkufram- leiðslu, sem stendur nú hættu- lega.illa, skapa ekki heppilegar aðstæður til að takast aftur á um nifteindarmálið. Ástandið í smærri NATO-ríkjunum, þar sem ráðamenn láta undir höfuð leggjast að stíga nauðsynleg skref vegna meðaldrægu eld- flauganna, lofar ekki góðu, svo að vægt sé til orða tekið. Baráttunni gegn nifteindarsprengjunni fyrir tveimur árum, þegar Rússar beittu öllum áróðurskröftum sín- um af meiri þunga en nokkru sinni fyrr, lyktaði með áður óþekktum sigri þeirra. Þau reiði- öskur, sem nú þegar heyrast frá Moskvu af sama tilefni, gefa sterklega til kynna, hvað í vænd- um er. Þróunin í Verkamanna- flokknum síðustu vikur veldur því, að áróðursstríðið, sem Bret- ar stóðu nokkurn veginn utan við fyrir tveimur árum, verður einn- ig háð hér og mun beinast gegn væntanlegu samþykki Thatchers við bandarísku hugmyndunum. Það yrði óbærilegt, ef vopn, sem er nauðsynlegra nú en nokkru sinni fyrr í þágu vest- rænna varna, yrði ekki framleitt af ótta við áróðursstríð vinstri- sinna undir stjórn Rússa, hvað svo sem áróðurinn verður rekinn af miklu afli.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.