Morgunblaðið - 07.02.1981, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1981
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakið.
Löggjafarvaldið og
framkvæmdavaldið
S tarfshættir Alþingis og samband þess við fram-
kvæmdavaldið hafa verið í brennidepli umræðna
undanfarið, bæði innan þings og utan. Hvatinn að þessari
umræðu er af tvennum toga. I fyrsta lagi sá undirbúningur
sem nú á sér stað til breytinga á stjórnarskrá lýðveldisins. I
annan stað athyglisverð frumvörp Benedikts Gröndal og
Vilmundar Gylfasonar um breytingar á þingskapalögum.
Frumvarp Benedikts er bundið við meðferð þingsályktun-
artillagna, fyrirspurna og umræðna utan dagskrár. Frum-
varp Vilmundar við jafnari ræðutíma ráðherra og annarra
þingmanna. Umræðan hefur spannað víðara svið eða
samskipti löggjafarvalds og framkvæmdavalds, hvar valda-
mörkin milli þessara höfuðgreina ríkisvaldsins eigi að
liggja. Ýmsum þykir sem framkvæmdavaldið hafi hægt og
sígandi teygt sig til meira valds á kostnað löggjafarvaldsins.
Birgir ísleifur Gunnarsson fjallaði um þetta efni í þingræðu
sl. miðvikudag, m.a. rétt ríkisstjórna til útgáfu bráðabirgða-
laga, þingrofsrétt í höndum forsætisráðherra og ríkisstjórn-
ar og þingsetu ráðherra.
Hann gat þess, að heimild til ríkisstjórnar að gefa út
bráðabirgðalög hafi verið tekin í stjórnarskrána 1874. Þá
hafi þörfin til slíks verið brýnni en nú er, enda Alþingi
aðeins háð annað hvert ár og samgöngur í landinu með
öðrum hætti en nú er. Ríkisstjórnir hafa hin síðari árin sýnt
vaxandi hneigð til að setja bráðabirgðalög, jafnvel í
jólafríum Alþingis, og þá á stundum um atriði sem koma
ekki til framkvæmda fyrr en eftir að löggjafarvaldið hefur
hafið störf á ný. Það er ótvírætt Alþingis að fara með
löggjafarvald, en hvorki ríkisstjórnar né embættismanna.
Full ástæða er til þess að taka undir með þingmanninum
að takmarka eigi útgáfu bráðabirgðalaga við sérstök tilvik,
t.d. stríðsástand, náttúruhamfarir, eða ef afstýra þarf
snögglega einhverjum þjóðarvoða. Núverandi heimild, eins
og hún hefur þróast í framkvæmd, „hefur fært of mikið vald
frá Alþingi, hinu eiginlega löggjafarvaldi, til ríkisstjórnar,
æðsta handhafa framkvæmdavaldsins," eins og Birgir
Isleifur komst að orði.
Samkvæmt ákvæðum stjórnarskrár skal rjúfa þing þegar
breyting á stjórnarskrá hefur náð samþykki Alþingis eða
þegar Alþingi hefur samþykkt með % atkvæða að víkja frá
forseta lyðveldisins. Á síðara atriðið hefur aldrei reynt. Þá
er í 24. grein stjórnarskrárinnar heimild til að rjúfa þing og
hefur sú heimild orðið allvíðtæk í reynd. Birgir Isleifur
mælti gegn svo víðtækum rétti í höndum forsætisráðherra
og ríkisstjórnar. Hann benti á að þingrof tíðkist ekki í
Noregi. Ef rétt þyki að halda í þingrofsrétt, eigi að flytja
hann frá ráðherra og ríkisstjórn til Alþingis.
Ráðherra ber, auk krefjandi starfs sem handhafi hins
æðsta framkvæmdavalds, að sitja á Alþingi m'eð fullum
skyldum þingmanns, þó stundum verði misbrestur á því eins
og gengur. „Þó að þingmennska falli að sumu leyti saman
við ráðherrastarfið," sagði Birgir ísleifur, „þá er hér að
mörgu leyti um gerólík störf að ræða. Það fer því ekki milli
mála, að þingsetan er ráðherranum byrði og enginn vafi er á
því, að hin mikla tilhneiging ráðherra til að losa sig við
þingið — senda það heim — á rætur að rekja til þess. Mér
finnst fyllilega koma til greina að setja þá reglu, að
þingmenn skuli láta af þingmennsku meðan þeir gegna
starfi ráðherra. Sú regla tíðkast í Noregi."
Við þessi orð þingmannsins má bæta því við, að þessi
norska regla hefur leitt til þess, að ráðherra er ósjaldan
valinn utan þingsins. Það kann á stundum að vera æskilegt.
Öll þrjú atriðin, sem hér hafa verið gerð að umræðuefni,
hljóta að leita á huga þeirra, sem styrkja vilja þingræðið í
landinu. Það er meira en tímabært að taka þau til
almennrar umræðu vegna þeirra breytinga á stjórnarskrá
lýðveldisins sem nú er í undirbúningi — og ekki verður
lengur skotið á frest að taka afstöðu til.
Hugmyndir í Stjórnkerfísnefnd borgarínnar:
Fjölgun borgarfulltrúa í 21
Fækkun nefnda
ÞÆR hugmyndir sem hclst er rætt
um i Stjórnkerfisnefnd borKarinn-
ar nú. lúta að breytinKum á
verksviði hinna kjörnu bortíar-
fulltrúa, samkvæmt upplýsingum
sem MorKunblaðið hefur aflað sér.
Meðal annars er rætt um að fjolua
borKarfulltrúum úr fimmtán i
tuttuKU ok einn ok samkvæmt
upplýsinKum sem Mbl. fékk frá
Eiríki Tómassyni 2. varaborKar-
fulltrúa Framsóknarflokksins, eru
fulltrúar mcirihlutans fylKjandi
þeirri hreytinKU en sjálfstæðis-
menn andviKÍr. Jafnframt er rætt
um að fækka nefndum ok Kera þær
ok formenn þeirra, um leið valda-
og skerðing á valdi borgarráðs
meiri en þær nú eru.
„Það hafa ýmsar hugmyndir
komið upp í nefndinni, en það eru
engar ákveðnar línur komnar í
þessu,“ sagði Eiríkur Tómasson, en
hann er formaður Stjórnkerfis-
nefndarinnar. Eiríkur sagði að
menn hefðu rætt um að komið yrði
upp ákveðinni verkaskiptingu inn-
an borgarráðs, þannig að hver
borgarráðsmaður fari með ákveð-
inn málaflokk, en einnig hefðu
aðrar hugmyndir verið ræddar, en
enn væri þetta allt í skoðun.
Eiríkur sagði að ef einn borgar-
stjóri væri þá ætti hann að vera
ópólitískur embættismaður, annað
sagði hann útilokað ef fleiri en einn
flokkur færi með stjórn borgar-
mála. Hins vegar væri hægt að taka
vald borgarstjóra, eins og það var í
tíð meirihluta Sjálfstæðisflokksins,
og dreifa því á fleiri persónur, sem
yrðu pólitískt kjörnar.
Eiríkur sagði að ein þeirra hug-
mynda sem komið hefði upp væri að
skerða vald borgarráðs, jafnframt
því sem nefndum yrði fækkað og
vald þeirra aukið. Það myndi létta
mjög á borgarráði. Nefndirnar
myndu þá afgreiða mál beint til
borgarstjórnar, málin myndu ekki
fara fyrst í gegnum borgarráð eins
og nú er.
Hágengisstefna kipp-
ir fótunum undan út-
flutningsiðnaðinum
SÚ GENGISÞRÓUN, sem leitt hef-
ur af ákvörðun ríkisstjórnarinnar
um breytta gengisskráningu nú
um áramótin, hefur valdið þvi að
staða fslenzks útflutningsiðnaðar
hefur versnað til muna. MorKun-
blaðið leitaði álits VíKlundar Þor-
steinssonar, formanns Útflutn-
inKsmiðstöðvar iðnaðarins. á þeim
áhrifum sem fyrrgreindar aðKerð-
ir hefðu á stöðu útflutninKsiðnað-
arins.
„Áhrif stefnu ríkisstjórnarinnar
um fast gengi hafa smátt og smátt
verið að koma í ljós,“ sagði Víglund-
ur. „Gengi íslenzkrar krónu hefur
verið bundið gengi dollars og hreyf-
ist því eins og dollar gagnvart
öðrum gjaldmiðlum. Á undanförn-
um vikum hefur staða dollars
styrkst jafnt og þétt á erlendum
gjaldeyrismörkuðum og gengi hans
hækkað verulega gagnvart gengi
flestra Evrópulanda. Þar sem ís-
lenzka krónan er bundin dollaran-
um hefur hún hækkað jafn mikið
gagnvart þessum gjaldmiðlum —
nemur gengishækkunin á einum
mánuði rúmlega 8 prósentum gagn-
vart dönsku krónunni, 8,5 prósent-
um gagnvart svissneskum franka
og 8 prósentum gagnvart vestur-
þýsku marki.
Um tveir þriðju hlutar útflutn-
ings íslenzkra iðnaðarvara eru
greiddar með þessum Evrópu-gjald-
miðlum og hefur sú gjaldeyris-
stefna, sem rikisstjórnin tók upp
um áramót, því þegar valdið ís-
— segir Víglundur
Þorsteinsson,
formaður Útflutn-
ingsmiðstöðv-
ar iðnaðarins
Viglundur Þorsteinsson
lenzkum iðnaði þungum búsifjum.
Islenzki iðnaðurinn fær í raun 8
prósent lægra verð, umreiknað í
íslenskar krónur, fyrir útflutning
til flestra Evrópulanda en hann
fékk um áramót.
Reikna má með að tap íslenska
útflutningsiðnaðarins sé nú þegar
orðið 600 millj. gkr. á þeim fimm
vikum sem liðnar eru frá áramótum
eða tæplega 7 milljarðar gkr. á
ársgrundvelli. Því er spáð að gengi
dollarans muni enn fara hækkandi
á þessu ári og er því ljóst að
útflutningsiðnaðinum er stefnt í
alvarlegan háska ef fer sem horfir
og ekkert verður að gert. Islenzki
iðnaðurinn er ekki í stakk búinn til
að bera þá verðlækkun sem hann
hefur orðið að taka á sig vegna
gengisskráningarinnar frá áramót-
um — hvað þá heldur að taka á sig
frekari lækkanir vegna þessarar
stefnu. Útlitið er því mjög dökkt.
Fyrirsjáanleg vísitöluhækkun um 6
til 7 prósent 1. mars, sem þýðir 7
prósent launahækkun, mun verða
fslenzka iðnaðinum mjög erfið, þó
ekki komi annað til, þar sem
launatengd gjöld vega mjög þungt í
mörgum iðngreinum s.s. prjóna- og
saumaiðnaði.
Orsök þessa vanda er að hágeng-
isstefna ríkisstjórnarinnar á sér
engar efnahagslegar forsendur í
íslenzku efnahagslífi í dag — hún
kippir beinlínis fótunum undan
útflutningsiðnaðinum. Hún er að
því leyti hliðstæð þeirri hágengis-
stefnu sem ríkt hefur í Bretlandi —
og þessi stefna mun hafa jafn
alvarlegar afleiðingar fyrir íslenzk-
an iðnað og hún hefur þegar haft
fyrir þann brezka, nema ríkis-
stjórnin átti sig nú þegar á því í
hvert óefni stefnir og geri ráðstaf-
anir til úrbóta,“ sagði Víglundur að
lokum.