Morgunblaðið - 07.02.1981, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1981
65 ára:
Werner Paul
Hans Tessnow
Á þessum tímamótum Werners
langar mig til að votta honum og
heimili hans virðingu og vinarhug
með fátaeklegri afmæliskveðju.
Ég rek hér ævisögu og störf
hans lítillega, þó betur mætti
gera, þvi hann á langt líf fyrir
höndum og tími gefst til þess
síðar, en með þessari fátæklegu
afmæliskveðju ber að meta vilj-
ann fyrir verkið.
Werner Tessnow er fæddur í
Liibeck 7. febrúar árið 1916. For-
eldrar hans voru Wilhelm Tessn-
ow og Olga Tessnow, fædd Kösler,
frá Mecklenburg. Þau eru nú bæði
látin.
Werner lauk skyldunámi í sínu
heimalandi, eins og þau gerðust á
þeim tíma, var það öll hans
skólaganga.
Á miðju sumri árið 1930 kemur
Werner fyrst til íslands, þá sem
sjómaður, aðeins 14 ára gamall, á
þýzkum vélbáti að nafni Keen Tid
um 100 lestir að stærð, frá Ham-
burg.
Vélarbilun varð í Keen Tid hér á
fiskimiðunum og var báturinn
dreginn til hafnar, til Vestmanna-
eyja. Keen Tid átti lengi í vélarbil-
un, þar eð varahlutir bárust ekki
til landsins frá Þýzkalandi með
þeim hraða sem gerist í dag. Þá
voru fjarskiptasambönd við út-
lönd og flugferðir ekki með þeim
hætti sem gerist nú varð það til
þess, að áhöfnin flosnaði upp og
hélt til Þýzkalands, en Werner,
einn af áhöfninni, varð til þess að
kveðja félaga sína, er þeir létu úr
höfn áleiðis til heimahafnar með
E/S Goðafossi. Þá stóð 14 ára
gamall unglingspiltur á bryggj-
unni í Vestmannaeyjum og veifaði
hendi í kveðjuskyni til félaga
sinna. Löngu seinna hélt Keen Tid
úr höfn frá Vestmannaeyjum til
heimahafnar með nýrri áhöfn.
Ekki vissi hann hvað framtíðin
mundi bera í skauti sér, en
útþráin sótti á hann, því ekki voru
heimilisaðstæður heima fyrir góð-
ar, móðirin með 3 börn á fram-
færi. Hún var fyrirvinna heimilis-
ins, og ekki mikið um vinnu fyrir
unglinga á þeim árum, atvinnu-
leysi landlægt og þýzkt þjóðlíf í
miklu umróti á þessum tíma. Það
réði því að hann ílentist hér.
Hann var ungur og hraustur
unglingur, þaulæfður leikfimi-
maður, lék ýmsar kúnstir er hér
voru lítt þekktar, sem allir dáðust
að og hæfileikum hans.
Hann er mjög hljómelskur mað-
ur og lék á harmoniku fyrir
dansleikjum af hreinustu snilld.
Móðir hans vildi koma honum til
náms, en fátæktin var mikil. Það
vissi Ludwig móðurbróðir hans,
sem enn er á lífi, hvað kom
fjölskyldunni fyrir bestu og dreif
drenginn á sjóinn, þó ekki væri
nema 14 ára að aldri og kom í veg
fyrir allt hljómlistarnám er móð-
irin ætlaði honum.
Þess má geta, að Werner lék hér
á harmoniku á sínum tíma í
íslenzka ríkisútvarpinu, þótt hann
kunni ekki að lesa nótur, þetta eru
sérgáfur og sérhæfileikar er hon-
um voru.gefin.
Hér stundaði Werner vinnu,
bæði til sjós og lands, var að vísu
lítið um vinnu handa unglingum,
lá við að hér væri atvinnuleysi á
þeim tíma er hann settist hér að.
Hann réðst fyrst sem sjómaður
á bát frá Vestmannaeyjum. Svo lá
leið hans austur á Langanes, þar
dvaldi hann um hríð hjá séra
Halldóri Bjarnasyni á Presthólum
og víðar.
Hann var um tíma við gott
yfirlæti á Galtafelli í Hruna-
mannahreppi og minnist þess oft
gjarnan að góðu til.
Leið hans lá aftur á sjóinn,
réðst hann sem háseti á m/b
Goðafoss GK er gerður var út frá
Keflavík á þeim árum. Sá tími
verður með þeim hans litríkustu
hér á þeim árum.
Hann dvaldi um skeið vestur í
Arnarfirði, á Bíldudal, þar sem
hann stundaði sjóróðra og í Feigs-
dal í Ketildölum innan Arnar-
fjarðar.
Werner hélt til Þýzkalands
laust fyrir síðustu heimsstyrjöld,
hann var kvaddur í herinn. Hann
gerðist sjóliði í þýzka sjóhernum
og barðist meðal annars í Finn-
landi og fékk margar orður, þar á
meðal 2. Klasse Tapferkarts-
31
medali úr hendi Mannerheim
marskálks fyrir dugnað og
hreystilega framgöngu í stríðinu.
Hann slapp úr þeim hildarleik
eftir 5 ára fangabúðarvist í Sí-
beríu, mjög illa á sig kominn, og
dvaldi á sjúkrahúsi og undir
læknis hendi árlangt til hress-
ingar og endurhæfingar.
Werner bjó í Þýzkalandi til 1979
er hann flytur aftur til íslands og
sest hér að. Á þeim árum heim-
sótti ég hann oft.
Dvöldum við konan mín og ég
hjá honum og fjölskyldu hans um
tíma í rausnarlegu yfirlæti. Verð-
ur mér sú dvöl lengi minnisstæð,
þó mér hafi alltaf og allsstaðar
verið vel tekið í Þýzkalandi, þá ber
dvölin á heimili hans og hans góðu
konu og fjölskyldu hans af, því ég
átti þess kost að kynnast honum
er hann dvaldi hér fyrr á árum,
urðum við miklir mátar og vinir.
Var mér ávallt tekið sem einum af
fjölskyldu hans, er ég sótti þau
heim.
Werner vinnur nú í Dósagerð-
inni h/f í Vesturvör 16—20 í
Kópavogi. Hann er kvæntur hinni
ágætu konu Ingunni Magnúsdótt-
ur frá hinu forna sýslumannssetri,
Feigsdal í Ketildölum í Arnarfirði
og gerir hún garðinn frægan af
rausn og myndarskap er hún á ætt
til.
Til hamingju með afmælið vin-
ur.
Th. Ólafsson
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Húsmæörafélag
Reykjavíkur
Fundur veröur í félagsheimilinu
aö Baldursgötu 9. mánudags-
kvöldiö 9. fehr. kl. 8.30. Biörg
Sfefánsdóttir talar um mál fatl-
aöra. Ræddar veröa áætlanir
vegna söfnunar kvenna til
tækjakaupa á ári fatlaöra. Spil-
uö veröur félagsvist. Kaffi.
Konur fjölmenniö.
Stjórnin
Félag kaþólskra
leikmanna
heldur aöalfund sinn í Stigahliö
63, mánudaginn 9. febrúar kl.
20.30. Aö loknum venjuiegum
aöalfundarstörfum veröur flutt
frásögn af helstu trúarbrögöum
heimsins meö litskyggnum.
Stjóm F.K.L.
Svigmót Víkings
Sunnudag 15/2.
Nafnakallkl. 11.00.
Keppni hefst:
kl. 12 ífl. drengja 11—12 ára,
kl. 13.30 ífl. stúlkna 13—14 ára.
kl. 15.00 í fl. drengja 15—16 ára.
Þátttöku skal tilkynna f. 10.2. '81
til Lillý í skíöaráöi og Björns
Ómars í s. 81320.
Laugardag 21/2.
Nafnakall kl. 12.00.
Keppni hefst:
kl. 13.00 f flokkum stúlkna og
drengja 10 ára og yngri,
kl. 14.00 í ftokkum stúlkna og
drengja 11—12 éra.
Sunnudag 22/2.
Nafnakall kl. 12.00.
Keppni hefst:
kl. 13.00 í flokkl kvenna,
kl. 14.00 íflokki karla.
Þátttöku skal tilkynna fyrir 16.2.
'81 skriflega, til Lillý í skíöaráöi
og Björns Ómars í sima 81320.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11798 og 19533.
Dagsferðir
sunnudaginn 8. febrúar:
1. kl. 11 f.h. Básendar —
Hvalsnes, ennfremur veröur
komiö viö f Hetguvfk. Farar-
stjóri: Baldur Sveinsson. Verö
kr. 70.
2. kl. 13. Skföaganga í nágrennni
Bláfjalla. Fararstjóri: Þorsteinn
Bjarnar. Verö kr. 40. Fariö frá
Umferöarmiöstööinni austan-
megin. Farmiöar v/bíl.
Krossinn
Æskulýössamkoma f kvöld kl.
8.30 aö Auóbrekku 34, Kópa-
vogl.
Allir hjartanlega velkomnir.
Aöalfundur
Farfugladeildar Reykjavíkur og
bandalags íslenskra farfugla
veröa haldnir laugardaginn 21.
febr. kl. 14 aö Laufásvegi 41.
Venjuleg aöalfundarstörf. Laga-
breytingar.
Stjórnlrnar.
Sunnud. 8.2. kl. 13.
Fjöruganga á Kjalarnesl, létt og
góö ganga fyrir alla fjölskylduna.
Verö 40 kr., frftt fyrir börn m.
fullorönum. Fariö frá B.S.f. vest-
anveröu.
Mynda- og akemmtikvöld verö-
ur þriöjud. 10.2. kl. 20.30 aö
Freyjugötu 27. Emil Þór sér um
kvöldiö.
Útivist.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖJU3
SÍMAR 11798 og 19533.
Feröafélag íslands heldur
myndakvöld aö Hótel Heklu,
Rauöarárstfg 18, miövikudaginn
11. febrúar kl. 20.30 stundvfs-
lega. Magnús Kristinsson frá
Feröafélagi Akureyrar sýnir
myndir úr feröum félagsins. Veit-
ingar seldar í hléi. Allir velkomnir
meöan húsrúm leyfir.
Feröafélag íslands.
Skattframtöl
Svavar H. Jóhannsson, bókhald
og umsýsla, Hverfisgata 76, sími
11345.
Innflytjendur
Get tekiö aö mér aö leysa út
vörur. Tilboö merkt: .Vörur —
3333", sendist augld. Mbl.
Skattaframtöl
Fyrirgreiösluskrlfstofan, Þorleif-
ur Guömundsson, Vesturgötu
17. s. 16223, 12469.
t^>
ÞL' AIGLÝSIR L'M ALLT
LAND ÞEG.AR ÞL' Al'G-
LÝSIR 1 MORGLNBI.ADINL
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
tilboö —- útboö
Útboð
Tilboö óskast í málningarvinnu á stigahúsi og
þvottaherbergi í þriggja hæöa fjölbýlishúsi. •-
Tilboðsgögn liggja frammi að Vitastíg 15, 1.
hæö til hægri.
Tilboðum skal skilaö fyrir 28.02.81.
Útboð
Framkvæmdanefnd leigu- og söluíbúöa í
Hafnarfirði auglýsir eftir. tilboöum í byggingu
9 íbúöa fjölbýlishúss aö Víöivangi 3, Hafnar-
firöi.
Otboðsgögn eru afhent á skrifstofu bæjar-
verkfræðings í Hafnarfiröi á venjulegum
skrifstofutíma, gegn 500 kr. skilatryggingu
frá og með mánudeginum 9. febrúar.
Tilboöum skal skila á sama staö eigi síöar en
fimmtudaginn 5. marz 1981 kl. 14.00 og
veröa þau þá opnuð í viöurvist þeirra
bjóöenda sem viðstaddir kunna aö veröa.
Framkvæmdanefndin.
Hreinræktaðir íslenzkir
hvolpar
af úrvals kyni til sölu.
Sími 92-8016.
nauöungaruppboö
Nauðungaruppboð
Nauöungaruppboö 2. og síöasta á v/s
Gullfaxa SH 125 þinglýstri eign Kristins
Arnbergs Sigurössonar, sem auglýst var í
101., 106. og 110. tölublaöi Lögbirtinablaös-
ins 1980 fer fram í skrifstofu embættisins í
Stykkishólmi eftir kröfu Fiskveiöasjóös ís-
lands og fl., föstudaginn 13. feb. 1981 kl
14.00.
Stykkishólmi 4. febrúar 1981,
Sýslumaður Snæfellsness- og Hnappadals-
sýslu.
húsnæöi óskast
Reglusamur ungur maður
óskar eftir einstaklingsíbúð til leigu nú þegar.
Upplýsingar í síma 20658.
tilkynningar
Sjómenn —
Sportsiglingamenn
Getum enn tekiö á móti pöntunum í kappróörabáta meö afqreiðslu
fyrlr sjómannadag. Eigum einnig til mjög örugga 11 og 13 teta báta.
Seljum trefjaplast viögeröarefni.
Trefjaplast hf.
Blönduósi. síml 95-4254.
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMT ÞÁER ÞAÐÍ
MORGUNBLAÐENU