Morgunblaðið - 07.02.1981, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. FEBRUAR 1981
37
Guðjón Pdll Arnar-
son — Minningarorð
Fæddur 9. desember 1967.
IMinn 29. janúar 1981.
Hann Guðjón er dáinn! Þessi
harmþrungnu orð, þó þau séu ekki
mörg, lama mann gjörsamlega og
draga úr manni allan mátt. Ljósið
hefur verið slökkt, maður getur
ekki mælt orð og finnst sem lífið
hafi tapað tilgangi sínum, aðeins
myrkur framundan. En við verð-
um að vera styrk og horfa fram á
veginn, biðja þann sem öllu ræður
hér á jörðu um styrk til að mæta
þessu áfalli sem kom svo skyndi-
lega.
Guðjón var fæddur á Hvamms-
tanga 9. desember 1967, sonur
hjónanna Arnar Guðjónssonar
málarameistara og Siguróskar
Garðarsdóttur, var elstur af þrem
sonum þeirra. Mánaðar gamall
fluttist hann með foreldrum sín-
um til Bolungarvíkur, þar sem þau
voru vetrarlangt og faðir hans
stundaði sjómennsku, en fluttust
síðan til Blönduóss og bjuggu þar í
nokkur ár. Fluttust síðan til
Reykjavíkur, þar sem þau keyptu
íbúð að Bergstaðastræti 64, þar
sem föðurforeldrar Guðjóns
bjuggu þá, þau Kristín Ólafsdóttir
og Guðbjartur Oddsson málari. í
Reykjavík áttu þau siðan heima til
1973, er þau fluttust til Hvamms-
tanga og þar byggðu Öddi og Sigga
sér einbýlishús og Öddi stofnaði
sitt málningarfyrirtæki ásamt
Vilhelm bróður sínum og hefur
starfað við það síðan.
Það sækja að mér ljúfar minn-
ingar um Guðjón, þennan mynd-
arlega dreng sem ég er búinn að
fylgjast með allt frá því er ég
flutti hann nýfæddan af sjúkra-
húsinu á Hvammstanga þegar
hann fæddist, í vondri færð út í
Hlíð á Vatnsnesi þar sem móður-
foreldrar hans bjuggu þá. Ég sótti
líka þennan litla hnokka til
Reykjavíkur, þegar foreldrar hans
komu frá Bolungarvík og fluttust
á Blönduós og síðan 1975 hefur
hann átt heima í næsta húsi við
mig og verið daglega inni á mínu
heimili. Oft kom hann til að
spjalla eða fá eitthvað í hjólið sitt,
hann var börnunum mínum sann-
ur vinur, eins og öllum er hann
kynntist. Hann las mikið og fékk
oft hjá mér bækur til að lesa,
hann stundaði íþróttir og vann til
verðlauna í hlaupum á síðasta ári.
Hann var rólegur, en ávallt kátur
og brosandi, eyddi oft miklum
tíma í að grúska ýmislegt eins og
títt er með unga drengi. Sjórinn
heillaði hann og fylgdist hann
mikið með útgerð hér á staðnum.
Oft fór hann með mér á vörubíln-
um mínum út um sveitirnar, til
Akraness eða þá vestur í Dali,
hafði gaman af að sitja í bílnum
og ferðast og oft var hann búinn
að rétta mér hjálparhönd við þessi
störf eða þá við húsið meðan ég
var að byggja, var alltaf svo ljúfur
og tilbúinn að hjálpa.
Það er mikill harmur að okkur
kveðinn, sem þekktum Guðjón. Afi
og amma á Asbrautinni hafa
misst mikið, hann var svo mikið
hjá þeim, fór með þeim í ferðalög í
sumarfríunum þeirra eða þá í
fjárhúsin með afa, þar sem hann
átti sína kind. Einnig amma og
stjúpafi, sem hann var svo lengi
samvistum við á Blönduósi og í
Bergstaðastrætinu og þá ekki síð-
ur Guðjón afi hans og nafni í
Gnoðarvoginum, sem hann hélt
svo mikið upp á og allt hans fólk.
Ég bið guð að gefa foreldrum
hans og bræðrum styrk til að
mæta þessum harmi, svo og öllum
aðstandendum og vinum, en ver-
um þakklát fyrir að hafa fengið að
vera með honum, þó svo að árin
yrðu aðeins þrettán. Nú skilja
leiðir um stundarsakir og eftir
lifir minning um góðan og elsku-
legan dreng.
Hvíli hann í guðsfriði.
Eggert Garðarsson
nnDáinn, horíinn“! Harma-fregn!
Hvilikt orÖ mig dynur yfir!
En ég veit, aÖ látinn lifir,
þaÖ er huggun harmi gegn.“
í dag, laugardag 7. febrúar,
verður til moldar borinn frá
Hvammstangakirkju Guðjón Páll
Arnarson, er lést af slysförum
fimmtudaginn 29. janúar aðeins
13 ára að aldri.
Ég kynntist Guðjóni fyrst sem
og öðrum nemendum mínum er ég
réðst að Grunnskóla Hvamms-
tanga haustið 1979.
hann kom mér strax fyrir sjónir
sem sviphreinn ungur sveinn, þó
örlítið dulur og fámáll, en bros
hans snart mann, frá því geislaði
hið bjarta, fagra og barnslega
sakleysi er yljaði um hjartarætur.
Guðjón var prúður og háttvís
nemandi í orðsins fyllstu
merkingu. Minningar um góðan
dreng leita fram í hugann á
þessari sorgarstundu. Það er
margs að minnast, fátt eitt skal
upp talið hér, þær lifa. Ég minnist
samverustundanna er við áttum
saman í skólanum í starfi og leik,
þennan stutta tíma er við áttum
saman hér á Hvammstanga.
Áhugamál hans voru fjölmörg
eins og annarra barna á mótun-
arskeiði. Mér er þó efst í huga, að
hugur hans hafi leitað út á hið
mikla haf. — Ég minnist þess, hve
augu hans urðu skær og leiftrandi
er talið barst að sjó og sjósókn. Út
á hafið horfði hann vonaraugum.
Andlátsfregn:
Frances M. Barry
SÚ FREGN barst hingað til lands
i síðasta mánuði, að Frances M.
Barry hefði orðið bráðkvödd að
heimili sínu í West Haven, Con-
necticut, síðastliðið gamlárskvöld.
Frances M. Barry starfaði hér á
landi á árunum 1942—1945 á
vegum stjórnar Bandaríkjanna og
kynntist mörgum hér í starfi sínu.
Henni lét mjög vel að starfa
hér, hún eignaðist marga vini og
kunningja og ferðaðist talsvert
um tsland, enda hafði hún ætíð
mikið yndi af ferðalögum og var
víðförul.
Eftir að hún lét af störfum hér,
kom hún oft til landsins til þess að
hitta vini og kunningja og endur-
nýja kynni sín af landi og þjóð,
enda var hún einlægur aðdáandi
íslands.
Útför hennar var gerð 5. janúar
1981 frá Saint Lawrence-kirkjunni
í New Haven.
J.B.
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og
minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi
á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga.
Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal
einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um
hinn 'átna eru ekki birt á minningarorðasíðum
Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.
Nú er hann farinn yfir „móðuna
miklu" í þeim knerri er við öll
ferðumst með fyrr eða síðar.
.Ginum <>r snemma hinn
alvitri kallar-
Nú er jarðvist hans lokið. Guð-
jón Páll Arnarson er horfinn
sjónum okkar, ljósgeisli augna
hans slokknaður. En megi það
ljós, er hann tendraði í brjóstum
foreldra sinna, bræðra, skóla-
systkina, kennara, skyldmenna og
vina, verða að gróðursprota fyrir
betra mannlíf á þessari jörð. Frá
þeirri jörð er hann hvarf alltof
fljótt, frá þeirri mold er allir eru
sprottnir frá og hverfa til að
lokum.
_Sá unxur xndast
er unxur (ullorAinn~
Ég undirritaður, nemendur og
starfsfólk skólans, vottum ástvin-
um hans okkar dýpstu samúð.
Megi Guð styrkja þau í hinni
þungbæru sorg þeirra.
Guðjón Páll hvíli í friði.
Eyjólfur Magnússon
skólastjóri.
Hvammstanga.
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Ég óttast dauðann. Ilvernig get ég sigrazt á þcssum
ótta? Ég er orðinn gamall og hugsa með skelfingu til
dauðastundarinnar.
Ég legg til, að þér flettið upp 15. kapítula fyrra
bréfsins til Korintumanna og lesið hann aftur og
aftur. Ef þér hafið sett traust yðar á Krist, hefur
broddur dauðans verið brotinn. Broddur grafarinnar
er synd, sem ekki hefur verið játuð eða fyrirgefin.
Kristnum manni er dauðinn dásamleg umbreyting.
Hann fer á augabragði inn í návist frelsarans. Ég veit
ekki, hvort þér eruð kristinn eða ekki. Þess vegna get
ég aðeins hvatt yður til að festa trú á Jesú Kristi —
það er nauðsynlegt — og fela yður honum á vald.
Flettið upp 23. sálmi Davíðs og lesið þessi
huggunarorð: „Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt.“ Þetta er ekki orðagjálfur, heldur
trú, því að Davíð heldur áfram og segir: „Því að þú ert
hjá mér.“
Þegar þér hafið í trúnni lagt hönd yðar í hönd hans,
hafið þér ekkert að óttast. Sársauka? Má vera.
Aðskilnað frá ástvinum? Já, en allt verður þetta
skammvinnt, því að Kristur kom til að taka í burtu
ótta og brodd dauðans og gefa okkur í staðinn frið,
sem er ofar öllum skilningi.
Páll postuli hafði orðið að þola margs konar
þrengingar vegna Drottins. Hann talaði um, að sig
langaði til að vera með Drottni. Þetta getur líka orðið
dásamlegt tilhlökkunarefni yðar.
+
Bróöir minn
ÓLAFUR JENSSON,
frá Litlu-Hóeyri, Eyrarbakka,
lést í Borgarspítalanum aöfararnótt 6. febrúar.
Sigríöur Jensdóttir.
©.
Pýskir
dagar
Nú efnum við til þýskra daga og bjóðum heita og kalda þýska
þjóðarrétti á hlaðborði.
Við bjóðum marineruð grísalæri með djúpsteiktum
hrísgrjónum. Svínaskanka með súrkáli (Sauerkraut).
Svínarif með kartöflusalati og spínati, þýskar bjórpylsur
með kartöflusalati. Ljúffenga Bæheimsskinku með
baconsalati og kornsalati. Hangikjöt að þýskum hætti og
svona mætti lengi telja.
Einnig bjóðum við þýsk kornbrauð, áleggspylsur,
fjölbreyttar tegundir ábætisosta og salatbar.
Ókeypis fyrir börn 10 ára og yngri.
Esjutríóið leikur fyrir matargesti í kvöld.
írsi