Morgunblaðið - 07.02.1981, Síða 39

Morgunblaðið - 07.02.1981, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1981 39 í sýslunefnd meðan hann gaf þess kost, og lét þar af störfum árið 1977. Ég, sem þessar línur rita, á frá stðrfum í sýslunefnd Árnes- sýslu margar góðar minningar um samstarf við Þorgeir á Hærings- stöðum, og þó að þær skuli ekki bornar á torg hér, og þó að þær séu flestar baðaðar í ljóma oftrúar hans á mína persónu, þá breytir það ekki minni vitneskju, að hann vann þar af þeirri eðlilegu ein- lægni er honum var áskapað að hverju máli er hann taldi til heilla fyrir sýslufélag sitt. Eðlilega voru honum nærtækust mál er snertu hans sveitarfélag beint, en lagði jafnframt hiklaust mat sitt á önnur mál er snertu sýslufélagið allt. Þar er ekki síst að minnast framtaks sýslunnar um byggingu Húsmæðraskóia Suðurlands á Laugarvatni, byggingu Sjúkra- húss Suðurlands með þátttöku allra sýslufélaganna á Suðurlandi og viðbrögð sýslunnar við boði ríkisins um að yfirtaka Þorláks- höfn í Landshöfn. Þetta voru á þeirri tíð stærstu málin. Allt sem minna var en skipti máli lét hann sig varða en hundsaði ekki. Og nú er þessi valinkunni heið- ursmaður horfinn af sjónarsvið- inu. Genginn á fund feðra sinna. Eftir stendur minningin um greindan, hygginn og einlægan vin. Bernskuminningar sækja á hugann fyrir þann sem hefir eignast þá reynslu að minnast sama mannsins frá góðum sam- skiptum við foreldra sína til þess að hafa átt raunverulegt samstarf við þennan sama mann. Og bernskuminningin um hann dapr- ast ekki. Hann vildi á engu níðast er honum var til trúað. Blessuð sé minning Þorgeirs á Hæringsstöðum. Gunnar Sigurðsson, Seljatungu. Það var fyrir meira en 70 árum að ungur bóndi og kunnur forystu- maður í búnaðar- og félagsmálum, Jón Jónatansson, fluttist að Ás- gautsstöðum við Stokkseyri og bjó þar nokkur ár, hann fór síðan til Reykjavíkur og andaðist þar 1925, aðeins rúmlega fimmtugur að aldri. Með Jóni fluttist í Stokkseyrar- hrepp náfrændi hans, Þorgeir Bjarnason, þá um tvítugsaldur, fæddur að Eyri í Mjóafirði við ísafjarðardjúp 26. júlí 1890. Þor- geir kom ekki í Stokkseyrarhrepp til skammtímadvalar, hann átti þar heima fulla 7 áratugi og var lengst af þeim tíma einn af kunnustu borgurum byggðarlags- ins. Á Stokkseyri var þá þróttmikið félags- og íþróttalíf ungs fólks á vegum Ungmennafélags Stokks- eyrar, gekk hinn ungi aðkomu- maður fljótt til liðs við jafnaldra sína og varð kunnur af þátttöku sinni og leiðsögn í þeirra hópi. En Þorgeir varði æskuárunum einnig til undirbúnings fyrir lífið og dvaldi nokkur ár við nám og störf í bændaskólanum á Hvann- eyri undir handleiðslu hins þekkta búnaðarfrömuðar Halldórs Vil- hjálmssonar sem þá hafði nýlega tekið við skólastjórn. Með þessu markaði Þorgeir sér lífsstarf, að verða bóndi, sem hann síðan rækti af alúð. Hann valdi sér það að verða bóndi í Flóanum, þeirri grösugu sveit, sem hann batt órofa tryggð- ir við og þreyttist aldrei á að lofa fyrir búsæld og landgæði. Þorgeir var fyrst fá ár bóndi að Keldnakoti í Stokkseyrarhreppi en síðan nær 60 ár að Hærings- stöðum í sömu sveit, góðri bújörð sem hann var löngum kenndur við, og varð þekktur undir nafninu Þorgeir á Hæringsstöðum. Þorgeir var atorkusamur búmaður sem aldrei féll verk úr hendi, hann var bóndi af alúð og bar virðingu fyrir því starfi. Hann hafði við hlið sér á lífsbrautinni samhenta og dug- mikla eiginkonu, Elínu Kolbeins- dóttur frá Loftsstöðum, er hann gekk að eiga 1918. Þau eignuðust 5 börn sem komust til aldurs og býr yngsti sonur þeirra, Bjarni, nú á Hæringsstöðum, og heldur þar áfram lífsstarfi foreldra sinna. Elín Kolbeinsdóttir andaðist 9. marz 1972. Snemma á starfsævi Þorgeirs tóku til starfa í Árnessýslu tvö samvinnufyrirtæki sem skjótt urðu öflug og hafa síðan sett svip sinn á þetta hérað öðru fremur, Kaupfélag Árnesinga og Mjólkur- bú Flóamanna. Þorgeir gekk í upphafi til liðs við þau bæði, og var þar síðan virkur félagsmaður meðan kraftar entust. Hann var áratugum saman fulltrúi á aðal- fundum beggja þessara fyrir- tækja, átti mjög lengi sæti í varastjórn Mjólkurbús Flóa- manna, var einnig um árabil deildarstjóri Kaupfélags Árnes- inga fyrir Stokkseyrarhrepp. Þorgeir var skyggn á nauðsyn þess að efla félagssamtök bænda þeim til hagsbóta, átti hann ára- tugum saman sæti í stjórn Búnað- arfélags Stokkseyrarhrepps, og sat einnig um sinn á aðalfundum Búnaðarsambands Suðurlands. Svo sem Þorgeir átti kyn til hafði hann lifandi áhuga á þjóð- málum og stjórnmálum, reyndi hann í hverju máli að gera sér glögga grein fyrir staðreyndum og hafði sjálfstæðar skoðanir á mönnum og málefnum. Af sam- herjum sínum var hann studdur til setu í sveitarstjórn, og í sýslunefnd Árnessýslu, voru hon- um störfin í sýslunefnd einkar kær. Þorgeir var í eðli sínu mannblendinn og hafði gleði af því að ræða við menn, hann var vinmargur og batt tryggðir við vini sína. Kom það glöggt í ljós við timamót í lífi hans, að þá vildu margir votta honum virðingu sína og vináttu. Þá var fjölmennt á Hæringsstöðum og vinarkveðjur og árnaðaróskir bárust víða að. Þorgeir var að upplagi þrek- maður og honum entust kraftar og starfsgeta lengur en flestum er gefið, þó fór svo að ellin sótti fast að og ekki varð lengur vörnum við komið. Síðustu misserin dvaldi hann á Sjúkrahúsi Selfoss við góða aðhlynningu og þar andaðist hann þann 27. janúar sl. Sá er þetta ritar heyrði fyrir mörgum áratugum vitnað til ræðu er góðvinur Þorgeirs og jafnaldri flutti honum til heiðurs á hátíð- arstundu í lífi hans. Þar lýsti ræðumaður lífsviðhorfi Þorgeirs með því að vitna til setningar úr Njálssögu, orða Kolskeggs á Hlíð- arenda bróður Gunnars, sem þar eru svo til greind: „Hvorki skal ég á þessu niðast og á engu öðru því er mér er til trúað." Eg ætla að þessi tilvitnun lýsi Þorgeiri vel, einlægri trúmennsku hans við skyldur lífsins og eðlislægum heiðarleika í hvívetna. Slíkir menn eru góðir þegnar hvers samfélags, og gott er að eiga þá að samferðamönnum í lífinu. Því skal hinn aldni drengskaparmaður kvaddur með hlýrri þökk fyrir langt og heillaríkt lífsstarf. Helgi ívarsson Okkur bræðurna langar í ör- fáum orðum að minnast nýlátins höfðingja, Þorgeirs Bjarnasonar, fyrrum bónda á Hæringsstöðum. Sjö síðastliðin sumur höfum við samanfleytt? verið í sveit á Hær- ingsstöðum. Þorgeir var orðinn háaldraður þegar við kynntumst honum, en þó var athafnasemin og lífsorkan allt að því ótakmörkuð. Hann tók af lífi og sál þátt í búskapnum eftir því, sem kraftar og þrek leyfðu. Við minnumst hans hlaupandi um túnin, á eftir kindum, eða með hrífu í hönd, rakandi dreif, og er heim var komið tók hann sér gjarnan bók í hönd, því hann var bæði fróður og fróðleiksfús. Þorgeir hafði yndi af gestakom- um og var höfðingi heim að sækja. í góðum félagsskap vina og vanda- manna var hann allra manna skrafhreifastur. Hann hafði yndi af að segja frá sinum æsku- og manndómsárum enda frá mörgu að segja á langri og viðburðaríkri ævi. Nú þegar hann er allur þökkum við honum góð og lær- dómsrík kynni. Fjölskyldunni á Hæringsstöðum sendum við samúðarkveðjur. borsteinn og Guðmundur Gunnarssynir. „KalliA er komiA. Komln er nú ntundin vinaxkilnaAur. viAkvæm stund. Vinirnir kveAja vininn sinn látna er sefur hér hinn síAasta blund.“ Þessi orð komu mér í hug, er mér barst andlátsfregn Þorgeirs Bjarnasonar, á Hæringsstöðum, er lézt 27. janúar sl. Þorgeir var fæddur 26. júlí 1890, á Eyri við Mjóafjörð í Norður- ísafjarðarsýslu. Foreldrar hans voru Bjarni Jónsson, bóndi á Eyri, f. 15. júní 1845 að Búðum á Snæfellsnesi og kona hans, Ingi- björg Þórarinsdóttir prests í Vatnsfirði. Þorgeir ólst upp með foreldrum sínum á Eyri, en 11 ára missti hann föður sinn og fór þá að Skálavík í Norður-ísafjarðar- sýslu og dvaldi þar fram yfir fermingu. Seinna fór hann að Tjörn í Svarfaðardal og dvaldist þar um tíma hjá móðurbróður sínum, Sr. Kristjáni Eldjárn. Þorgeir stundaði nám við Flens- borgarskóla í Hafnarfirði en sett- ist siðan í búnaðarskólann á Hvanneyri, og lauk þaðan bú- fræðiprófi. Á Hvanneyri vann hann svo nokkur ár við búrekstur að loknu prófi. Þorgeir var á vissan hátt brautryðjandi í ræktunarmálum. Eftir dvölina á Hvanneyri, tók hann að sér að kenna bændum plægingar á Suð- urlandi. Þorgeir kvæntist 14. maí 1918. Kona hans var Elín Kolbeinsdótt- ir, fædd 12. ágúst 1894 að Hróars- holti í Flóa. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Jónsdóttir frá Vestri-Loftsstöðum í Gaul- verjabæjarhreppi og Kolbeinn Þorleifsson frá Stóru-Háeyri á Eyrarbakka. Elín og Þorgeir hófu búskap i Keldnaholti í Stokkseyr- arhreppi og bjuggu þar í 3 ár, en árið 1921 fluttust þau að Hærings- stöðum og bjuggu þar allan sinn búskap eftir það. Þau eignuðust 10 börn, en 5 komust til fullorðins- ára. Þau eru: Kristján Eldjárn, bóndi í Skógsnesi í Gaulverjabæj- arhreppi, kvæntur Guðnýju Magn- úsdóttur; Kolbeinn, múrarameist- ari á Höfn í Hornafirði; Bjarni Kristinn, bóndi á Hæringsstöðum; Sigríður Ingibjörg, kennari í Hafnarfirði, gift Þorsteini Sveinssyni í Reykjavík og Sólveig Antonía, lyfjatæknir í Kópavogi. Elín kona Þorgeirs lézt 9. marz 1972. Búskaparhættir voru á fyrstu árum Elínar og Þorgeirs gerólíkir því sem nútima bænda- fólk á að venjast, í erfiðu árferði eins og oft var, varð íslenzki bóndinn og heimilisfólk hans að og gáski voru aðalsmerki hús- bænda. Hlutskipti Karólínu var að vera sjómannskona — sem oftast þurfti ein að sinna skyldum for- eldra um uppeldi barna sinna, útréttingum fyrir heimilið og stjórn heimilisins í löngum fjar- vistum eiginmanns við störf á sjónum. Ég var einn þeirra sem naut gestrisni og vináttu þeirra hjóna á hinu lifandi heimili þeirra, þar sem umræðan dvaldi oftast við skyldur vinnunnar, sjómennsku og nám, ásamt stöðu þeirra í islensku samfélagi, sem með hörðum hönd- um vinna til að afla daglegs brauðs. Heimili þeirra varð mitt annað heimili þar sem sjónarmiðin breyttust og mótuðust, þangað sótti ég minn lífsauð. Karólína varð fyrir þeirri þungu raun að missa sinn kæra lífsföru- naut í slysi í október 1957, frá ungum börnum á viðkvæmasta skeiði og samlífi sem var alltof stutt og slitrótt, vegna sjómanns- starfa Guðna. Ég dáðist þá af kjarki og æðruleysi Karólínu, en innst var söknuðurinn sár, svo sár að aldrei eftir það dvínaði sársaukinn sem setti sitt mark á lífshlaup hennar æ síðan. lifa við kröpp kjör. Þrátt fyrir þetta var kjarkur þess og áræði óbilandi og víst er um það að mikil rækt var þá lögð við félags- og menningarlíf í sveitum landsins. Það leið því eigi á löngu þar til margþætt embættisstörf hlóðust á húsbóndann bæði fyrir hreppsfé- lagið og sýsluna, og m.a. var Þorgeir sýslunefndarmaður um árabil. Á heimili Elínar og Þorgeirs var gott bókasafn. Bæði höfðu þau mikið yndi af bókum. Að loknum erfiðum starfsdegi brást það varla að Þorgeir tæki sér bók í hönd og læsi þá jafnvel upphátt fyrir heimilisfólkið. Þorgeir var ákaflega sviphreinn maður og þótti lengst af glæsi- menni. Hann var gæddur flestum þeim eiginleikum sem bestir eru í fari manna. Hann var trygglynd- ur, velviljaður, hjálpfús og trú- rækinn og mannna fróðastur. Hann hafði yndi af að ræða um bæði landsmál og það sem gerðist í heimsmálum. Um svo stórbrot- inn mann sem hann var fór ekki hjá því að hann gæti stundum verið nokkuð geðríkur, en jafn- framt var hann sáttfús með af- brigðum og aldrei langrækinn. Þorgeir var höfðingi heim að sækja og bæði heima fyrir og utan heimilis var hann hrókur alls fagnaðar. Alltaf var líf þar sem hann var. Búskapurinn var hans yndi og þótt hann hefði mikið dálæti á félagsmálum gekk þó vinnan heima alltaf fyrir. Honum var mjög annt um Hringsstaði og taldi það hafa verið mikið gæfu- spor að lenda þar. Að leiðarlokum skal honum þakkað fyrir trausta og góða vináttu og tryggð alla. Hljóðlátur eins og lítið sofandi barn beið hann æðrulaus dauða síns eftir langt æviskeið. Hans tími var kominn og nú var hann leiddur burtu frá störfum hér á jörð á vængjum ljóssins „meira að starfa guðs um geim“. Við andlát Þorgeirs er. stórt skarð höggvið i íslenzka bænda- stétt sem vandfyllt verður. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Þorsteinn Sveinsson Karólína stundaði ásamt heim- ilisstörfum sínum fiskvinnslu- störf, stóran hluta af starfsævi sinni, en síðustu árin starfaði hún hjá Flugleiðum. Aldrei heyrði ég hana kvarta um efnisleg atriði, aldrei virtist hana skorta fjár- muni — stærst var gleði hennar þegar hún gaf, og það gerði hún í ríkum mæli, öllum sínum. Yfir tuttugu ár hefur Karólína borið sjúkdóm sinn með æðruleysi — við sem næst stóðum, þurftum engar birgðar að bera fyrir hana, hún bar sínar og oft okkar einnig. Hún hefur séð um uppeldi barnabarns síns Guðna Þórs eftir að hennar börn voru farin úr foreldrahúsum, ein og óstudd, sárastur er missir hans. Saga Karólínu Kristjánsdóttur er saga hetju hins daglega lífs — almúgakonu sem setti sjálfstæði sitt til orðs og æðis ofar öðru, en leit á skyldur og réttindi sem órjúfanlega samstæðu. Hjá Karó- línu og Guðna var gott að hafa skjól. Enn voru rætur Karólínu í Keflavík sterkar — í síðustu löngu sjúkrahúsvist sinni sagði hún mér að stundin nálgaðist — þá stað- reynd umgekkst hún af sama æðruleysi og kjarki sem fyrr — hún átti sér þá ósk að fá að kveðja þetta líf heima — heima í Kefla- vík — sú ósk rættist, síðustu dagana dvaldi hún á heimili og í faðmi dóttur sinnar Ólafíu, sem annaðist hana af ástúð og um- hyggju fram til hinstu stundar. Ljóðlínur Matthíasar úr lof- söngnum voru mér hugstæðar þegar ég hóf þessa kveðju og ég lýk henni með orðum hans. „Vér deyjum, ef þú ert ei Ijón þaA ok lif sem lyftir oss duftinu frá.“ „Vér kvokum ok þokkum i þúsund ár þvi þú ert vort einasta skjöl.“ Guð blessi minningu Karólínu Kristjánsdóttur. Erling G. Jónasson Dáin 27. janúar 1981. „Vér lifum sem blaktandi blakt- andi strá“. Breytileikinn í náttúr- unni — í lífríkinu já, í öllu umhverfi okkar gefur í sífellu þessa tilfinningu skáldsins til kynna, hið mannlega er að verða jafnvel undrandi gagnvart hinu óhjákvæmilega — spurningar vakna, við sumum fást svör, aðrar verða að bíða síns tíma, ófáar eru þær sem aldrei verður svarað. Stormar og stillur umhverfis hins mannlega lífs leika mismunandi hina einstöku — sumir eru meira áveðurs en aðrir, — sumir falla í ólgu og krappa veðranna, — en aðrir verða sterkir og harðir — gott er þeim sem lifa í skjóli slíkra. Karólína Kristjánsdóttir var ein þeirra sem voru meir áveðurs en margir, hún beygði ekki undan, hún mótaðist af umhverfi sínu, varð hörð og sterk og í hennar skjóli var gott fyrir niðja og vini að dvelja. Karólína Kristjánsdóttir var fædd 14. júlí 1911 í Keflavík, foreldrar hennar voru Guðrún Jónsdóttir og Kristján Sveinsson sjómaður, og frægur sjógarpur. Föður sinn missti Karólína þegar hún var ellefu ára. Karólína var elst alsystkina sinna sem þá dvöldu í foreldra- húsi. Kom það strax í hennar hlut að gerast fyrirvinna ásamt móður sinni þegar faðir hennar féll frá. Æsku- og unglingsárin voru hörð barátta fyrir brauði og reisn heimilis hennar, en það heimili þurfti aldrei ölmusu að taka. Sameiginlegt öllum börnum Guðrúnar og Kristjáns var mikil greind sem ásamt sérstökum dugnaði og áræði var á aska þeirra látin, að bóknámi var hvorki tími né tiltækir fjármunir, líkt og raunin var fyrir flesta unga íslendinga fyrstu áratugi þessarar aldar, en hörð lífsbarátta setti mörk sín á þau öll, þar sem megin markmið var heiðarleiki þeirra sem læra í reynd að uppskeran til lífsbjargar fæst aðeins sé til hennar sáð — annálaður var dugnaður og ósérhlífni þeirra systkina Tjörfa, Helgu, Ástu og Karólínu, sem nú hafa öll kvatt hið jarðneska svið. Þegar Karólína var tuttugu og tveggja ára gömul giftist hún Guðna Jónssyni skipstjóra og vél- stjóra frá Vestmannaeyjum, ætt- uðum frá Steinum undir Eyjafjöll- um. Bjuggu þau fyrst um tíma í Vestmannaeyjum, en rætur Karó- línu i Keflavík voru sterkar svo þangað fluttu þau brátt aftur og áttu heimili sitt þar síðan. Guðna og Karólínu varð fimm barna auðið, Gunnari, sjómanni, búsettum í Keflavík, Jóhönnu, húsfrú, Egilsstöðum, Karli Stein- ari, alþingismanni, í Keflavík, Selmu, verkakonu, í Keflavík og Ólafíu Bergþóru, húsfrú, Keflavík. Heimili þeirra í Keflavík var öllum vinum og vandamönnum opið, gestrisni þeirra slík að ætíð var þar húsaskjól að fá fyrir þá kunningja og vini sem til Kefla- víkur sóttu atvinnu bæði til ver- tíða eða seinna til vinnu á Kefla- víkurflugvelli. Aldrei var neinum vísað frá í neyð, hjartahlýja, gleði Minning: Karólína Kristjáns dóttir Keflavík Fædd 14. júlí 1911.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.