Morgunblaðið - 07.02.1981, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1981
41
félk í
fréttum
Ekkjan og sonurinn hljóðrita
+ Yoko Ono, ekkja John Lennons, hyggst nú taka upp samstarf við Julian Lennon, son Johns af
fyrra hjónabandi. Fyrst í stað ætla þau að ljúka við upptökur á LP-plötunni sem Lennon og Yoko
voru að vinna að þegar John var myrtur í byrjun desember. Síðan hyggjast þau gera plötu saman
til að halda minningunni um John Lennon lifandi og halda áfram með þá tónlist sem þau skópu
saman. Sú plata verður tekin upp í sama „stúdíóinu" og platan „Double Fantasy" sem nú nýtur
mikilla vinsælda út um allan heim. Julian Lennon, sem er aðeins 17 ára, hefur búið í Englandi hjá
móður sinni Cynthiu. Nú segist hann ákveðinn í að flytja til Yoko í New York.
Gestur
Odd-
fellowa
+ Yfirmaður Alheims-
regludeildar Oddfellowa,
sem er Bandaríkjamaður
og heitir Lewis G. McKee,
var hér nú í vikunni í
nokkurra daga heimsókn
hjá íslenskum reglu-
bræðrum. — Héðan hélt
hann för sinni áfram til
Danmerkur.
Friðrik prins
fermist
+ Krónprins Dana, Friðrik, sem nú er 12 ára verður fermdur
að vori skömmu áður en hann verður 13 ára. Fermingardagur-
inn verður um helgina 23. eða 24. maí næstkomandi. Er gert
ráð fyrir því að krónprinsinn verði fermdur í kirkju
Fredensborgarhallar. Muni fermingarathöfnin verða einföld
og ekki aðrir í fermingarveislunni en nánustu ættingjar.
Krónprinsinn gengur nú til prestsins, þ.e.a.s. að prestur
dönsku hirðarinnar, konunglegur konfessionarius prof. dr.
phil Christian Todberg, kemur einu sinni í viku til
konungshallarinnar vegna fermingarundirbúnings hins unga
ríkisarfa. Móðir hans, Margrét drottning, var 14 ára er hún
var fermd í þessari sömu kirkju. Þá var henni jafnframt sett
til trausts og halds hirðmey, komtessa Wawa Armfeldt, sem
enn starfar við hirðina. Síðan Margrét Danadrottning var
fermd eru liðin 26 ár á vori komanda.
Frá aðalfundi
Myntsafnarafélagsins
Aðalfundur Myntsafnarafé-
lagsins var haldinn í Norræna
húsinu síðastliðinn sunnudag.
Fór hann fram að hefðbundnum
hætti. Formaður Anton Holt
flutti skýrslu stjórnar. Kom þar
fram velgengi félagsins. Haldnir
voru 10 almennir félagsfundir
með uppboðum, kaffidrykkju og
tilheyrandi. Auk þess voru átta
klúbbfundir í hinu nýja húsnæði
félagsins að Amtmannsstíg 2.
Allir voru þessir fundir vel
sóttir. Um 50—70 ^manns á
laugardagsfundunum en um 20 á
klúbbfundunum, sem eru á
hverjum fimmtudegi. Er rétt að
vekja athyli á því, að á hverjum
fimmtudegi koma myntsafnarar
upp úr hálf níu um kvöldið á
Amtmannnsstíg 2. Ræða menn
þar saman um sín áhugaefni,
glugga í bækur og tímarit úr
bókasafni félagsins, skiptast á
mynt og upphefja hið gamla
máltæki, að maður er manns
gaman. Gjaldkeri'félagsins gaf
skýrslu um hag félagsins. Öll
félög eiga í vandræðum í óða-
verðbólgu, en þetta hefir ein-
hvern veginn slampast hjá
Myntsafnarafélaginu þrátt fyrir
að lagt var í myntsýningu og
sleginn var minnispeningur. Af
minnispeningunum eru enn
óseld 29 stykki og ættu þeir, sem
enn hafa ekki fengið hann, að
koma á næsta fund og kaupa
hann. Verðið er 450 krónur.
Búin verður til ný félagaskrá
bráðlega. Verða þeir félagar
strikaðir út, sem skulda árs-
gjaldið og fá ekki að taka þátt í
uppboðum hjá félaginu. Skora ég
þvi á þá, sem enn skulda að gera
upp strax. Peninga má senda til
gjaldkera í pósthólf 5024 eða
greiða honum á næsta fundi.
eftir RAGNAR
BORG
Það kom fram á aðalfundinum
að margir vilja leggja hönd á
plóginn og eru í stjórn og
nefndum féiagsins. Anton Holt
gaf þó ekki kost á sér til
endurkjörs og í hans stað var
kjörinn formaður Freyr Jóhann-
esson, sem verið hefir í stjórn
frá 1971 og þar af gjaldkeri í 7
ár. Aðrir í stjórn eru Jón
Guðbjörnsson, gjaldkeri,
Tryggvi Ólafsson, ritari. Erlend-
ur bréfritari: Marteinn Krist-
insson. Varamenn: Kristján E.
Halldórsson og Valdimar Frið-
riksson. Endurskoðendur:
Trausti Finnbogason og Indriði
Indriðason. Meðstjórnandi:
Gunnlaugur Gunnarsson.
I uppboðsnefnd voru svo
kjörnir á aðalfundinum þeir
Anton Holt, Freyr Jóhannesson
og Þorsteinn Pálsson. í Mynt-
safnarafélaginu eru nú um 300
virkir félagar. Félagsblaðið
MYNT kemur út mánaðarlega og
eru í því merkar greinar mynt-
fræðilegs eðlis. Félagsstarfsem-
in stendur í blóma og ég er
fullviss um það, að sú stjórn sem
nú var kjörin lætur ekki sitt
eftir.liggja, enda er þarna ein-
valalið áhugasamra myntsafn-
ara sem nánast allir hafa verið í
fyrri stjórnum félagsins.
Korktöflur
í kvenstærðum.
Yfirleður, ekta skinn með
skinnfóðruðum korkinn-
leggjum. Sérlega léttar.
4þp
Domus Medica.
VIÐTALSTÍMI
Alþingismanna og
borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík
Alþingiamenn og borgarfulltrúar Sjéllatæöisflokkains verös til
viötals i Valhöll, HAaleitisbraut 1 é laugardögum Iré kl. 14.00 til
10.00. Er þer tekiö é móti hvers kyns fyrirspurnum og
ébendingum og er öllum borgarbúum boöið aö notfaara sér
viötalstíma þessa.