Morgunblaðið - 07.02.1981, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1981
45
nokkrum árum lengur en skemur.
Áður fyrr voru apótekin megin
burðarás íslenzkrar lyfjaþjónustu,
þau önnuðust innflutning lyfja,
framleiðslu lyfja, rannsóknir o.fl.
Með stöðugt og stórauknum kröf-
um varðandi lyfjafraeðistörf og
þjónustu alla hefur komið upp
margbreytileg verkaskipting, sem
er til framfara og til góðs fyrir
þjóðina.
Síst allra heilbrigð-
ismálaráðherrann
Apótekin hafa tekið þá stefnu
að þau hafa sérhæft sig meir og
meir á sviði lyfjadreifingar og
upplýsingaþjónustu. Það ætti því
sízt allra að vera heilbrigðismála-
ráðherrann, sem vill snúa þróun-
inni afturá bak og refsa hinum
framsæknari og betur menntuðu
og fjölreyndari lyfjafræðingum,
eins og hann i raun stefnir að með
höfðun til þesarar reglu um tíma-
lengd við störf í apóteki, sem
ráðuneytismenn og heilbrigðis-
málaráðherrar hafa hingað til
talið neikvæða.
Fjölþætt reynsla,
frábær hæfni og
námsárangur
Stúlkan, sem Svavar hafnaði,
hefur fjölþætta reynslu í stjórnun
og skipulagningu á ráðuneytis-
stigi. Hún hefur einnig langa og
nána reynslu af apóteksstörfum.
Loks má nefna, að hún sannaði
frábæra hæfni sína með námsár-
angri sínum í Lyfjaháskólanum
danska en þar lauk hún námi með
einhverjum þeim glæsiiegasta
námsárangri, sem nokkur íslend-
ingur hefur náð við þann skóla. En
kannski er meginatriðið hin gamla
og nýja regla, að það er kostur á
starfsmanni en ekki löstur, að
hann hafi fjölþætta reynslu í
starfi sínu og fræðigrein en sé
ekki skoraður við einn þátt henn-
ar.
Taki Magnús Kjart-
ansson sér til
fyrirmyndar
Ég er persónulega ekki í vafa
um, að hinn skarpgáfaði og reyndi
blaðamennskuvíkingur Svavar
Gestsson, sem nú prýðir sæti
nokkurra ráðherra í senn, hefur
fyrirlöngu gert sér grein fyrir
mistökum sínum í þessu máli. Ég
á þá ósk bezta honum til handa, að
í starfi heilbrigðismálaráðherra
taki hann sér til fyrirmyndar
flokksbróður sinn Magnús Kjart-
ansson, sem rak ráðuneytið af
skörungsskap og aðgæzlu og sýndi
jákvæða afstöðu til starfa lyfja-
stétta innar sem annarra heil-
brigðisstétta og náði með því
ótrúlega góðu samstarfi og merk-
um árangri. En einlægasta von
mín fyrir Svavar Gestsson er sú,
að honum lærist strax, að konur
eru líka menn, þótt þær séu ekki
karlmenn og að þær eiga sinn rétt
engu síður en þeir.“
þetta kostaði þónokkra peninga, sem
ég hef ekki of mikið af, bæði
fargjaldið í strætisvagninum og eins
aðgangurinn í laugunum. Ég hlakk-
aði því ekki Iítið til þess að fá nýju
sundlaugina, geta sparað mér far-
gjöldin og farið gangandi * þangað á
hverjum morgni. Svo loksins þegar
hún er komin, þá er hún bara opin
frá kl. 9—11 fyrir almenning, eða
réttara sagt fullorðið fólk. Hún er að
vísu opnuð aftur síðdegis og ég
prófaði einu sinni að fara á þeim
tíma. En ég geri það ekki aftur.
Ástandið minnti mig á Hong Kong,
ekkert vatn, bara krakkar. Mér
finnst það svolítið öfugsnúið að hafa
laugina aðeins opna börnum mest-
allan daginn, og svo þegar hún er
loksins opnuð fullorðna fólkinu, þá
er varla hægt að þverfóta þar fyrir
krökkum. Erum við fullorðna fólkið
algerlega sett hjá? Af hverju fáum
við ekki sértíma eins og krakkarnir?
Vinna hargreiðslukvenna í heimahúsum:
„Ekki undir neinu eftirliti“
— segir Hárgreiðslu-
meistarafélagið
„Vegna bréfs „einnar bálvondr-
ar“ til Velvakanda þ. 31. jan. sl. vill
Hárgreiðslumeistarafélag íslands
koma eftirfarandi á framfæri:
Þær konur, sem kjósa að fara til
hárgreiðslukvenna, sem vinna í
heimahúsum, eru með því að velja
sér annars flokks þjónustu, þar eð
slík vinna er ekki undir neinu
eftirliti hvað hreinlæti eða verðlag
snertir, og er ekki háð þeim
reglum, sem hárgreiðslustofur með
leyfi þurfa að hlíta. Ennfremur
geta heimavinnandi hárgreiðslu-
konur ekki hagnýtt sér þá fræðslu
eða sótt þau námskeið, sem Hár-
greiðslumeistarafélagið býður upp
á til að kynna nýjustu tísku og
tækni.
Getur komið
heim og saman
Viðskiptavinir þeirra verða því
að sætta sig við þá afgreiðslu og
verðlagningu, sem þar er, án þess
að Hárgreiðslumeistarafélagið eða
aðrir geti breytt nokkru þar um.
Það getur komið heim og saman,
að hárgreiðslukonur, sem vinna í
heimahúsum, hafi svipaðar tekjur
og tannlæknar. Af slíkri vinnu er
ekki greiddur söluskattur og
kannski ekki tekjuskattur, þó að
sama eigi ekki við um tannlækna,
sem væntanlega greiða sína skatta
og skyldur. Á venjulegum hár-
greiðslustofum er auk þess greidd-
ur alls konar annar kostnaður svo
sem laun og launatengd gjöld,
húsaleiga, ljós og hiti, svo að
eitthvað sé nefnt.
Hárgreiðslumeistarafélagið mun
með ánægju veita frekari upplýs-
ingar sé þess óskað."
Bolla, bolla -
borgarstjórn
Kjósandi skrifar:
Skyldu kjósendur almennt gera
sér grein fyrir því, þegar þeir
velja borgarstjórn í kjörklefan-
um, að þeir eru þá m.a. að fela
nokkrum einstaklingum að
ákveða hvar og á hvaða tíma
sólarhrings þeir mega kaupa
bolluvendi. Um það atriði hefur
borgarstjórn Reykjavíkur nýlega
fjallað og vitaskuld í fullri al-
vöru. Þá hefur borgarstjórnin
heimilað að selja blýanta við
vissar aðstæður, en ekki kúlu-
penna. Loks hefur raksápa (sem
var algeng um aldamótin) fundið
náð fyrir augum borgarstjórnar-
innar, en handsápa er útilokuð,
svo ekki sé talað um grænsápu.
Harðfiskur, dömu-
bindi, flugeldar
Um þetta viðfangsefni „lýðræð-
islega kjörinna fulltrúa" borgar-
búa má lesa í nýlegum fundar-
gerðum frá borgarstjórn Reykja-
víkur, þar sem fjallað er um
lokunartíma sölubúða. Þegar öll-
um sölubúðum hefur verið skellt í
lás á sama augnabliki að boði
þessara yfirvalda, sem' enga
verzlun eiga og aldrei kaupa
bolluvendi og kemur því þetta
mál ekkert við, setjast þau niður
og ákveða af vizku sinni, að
borgarbúi, sem á peninga, megi
kaupa af manni, sem á sjoppu,
þennan hlut en ekki hinn. Þannig
verður til hið furðulegasta plagg,
sem kallað er sjoppulisti og er um
leið dómur stjórnmálamanna um
það, hvað venjulega borgara van-
hagar um, þegar degi hallar.
Stjórnmálamönnum þykir fara
vel á því að bjóða til sölu eftir
klukkan sex á sama stað blöðrur,
dömubindi, harðfisk og flugelda,
en vei þeim, sem vantar smjörlíki
eða rúsínur. Svoleiðis fólk getur
bara fengið sér saltstengur, (salt-
stólpa?), sem greinilega eru í
meirihluta í borgarstjórn og því á
sjoppulistanum.
Mál er að þessum
mömmuleik linni
Engin von er til þess, að
stjórnmálamönnum hugkvæmist,
að einstaklingur viti betur en
þeir, hvað hann vantar og vill
kaupa hverju sinni. Þeir eru fyrir
löngu orðnir gegnsósa af félags-
legri forsjá fyrir allt og alla, þótt
enginn kannist við að hafa beðið
þá um slíkt. Markús Örn má víst
eiga það að hafa eitthvað andæft
í þessu sambandi, en auðvitað
komst hann ekki upp með moð-
reyk.
Sjoppulistinn er bara eitt dæmi
um óþolandi afskiptasemi stjórn-
málamanna af þessum hlutum,
sem þeir hafa ekki hundsvit á.
Mál er að þessum mömmuleik
linni og menn fái í friði að ráða
sjálfsögðum hlutum og taka af-
leiðingum gerða sinna.
Brldge
Runólfur Pálsson
Bjarni Pétursson
Svavar Björnsson
87
86
8-1
Umsjón: ARNÓR
RAGNARSSON
Bridgefélag
Breiðholts
Urslit í eins kvölds tvímenn-
ingi sem spilaður var sl. þriðju-
dag urðu þessi:
Gísli Þorvaldsson
— Reynir Bjarnason 267
Þórarinn Árnason
— Guðlaugur Guðjónsson 237
Kjartan Kristófersson
— Friðjón Margeirsson 228
Leifur Karlsson
— Hreiðar Hansson 225
Nk. þriðjudag verður spilaður
eins kvölds tvímenningur að
venju og eru allir velkomnir.
Spilað er í húsi Kjöts og fisks í
Seljahverfi og hefst keppni kl.
19.30.
Reykjanesmót
í sveitakeppni
Reykjanesmót í sveitakeppni,
sem jafnframt er undankeppni
fyrir íslandsmót hefst laugar-
daginn 14. febrúar nk. og hefst
klukkan 13. Spilað verður í
Félagsheimili Kópavogs.
Skráning er hafin í síma
92-2073 (Gestur Auðunsson) eða
91-51912 (Ólafur Gíslason).
Bridgefólag
Kópavogs
Urslit í fimmtu umferð sveita-
keppninnar:
Jón A. — Sigurður 12-8
Jón Þ. — Sigrún 20-0
Ármann — Dröfn 20-0
Þórir — Svavar 14-6
Runólfur — Ásthildur 15-5
Bjarni — Aðalsteinn 18-2
Grímur — Sverrir 17-3
Úrslit í sjöttu umferð:
Runólfur — Bjarni 11-9
Svavar — Ásthildur 20-0
Ármann — Þórir 17-3
Jón Þ. — Dröfn 18-2
Sigurður — Sigrún 14-6
Grímur — Jón A. 16—4
Sverrir — Aðalsteinn 14-6
Staðan:
Jón Þorvarðarson 110
Ármann J. Lárusson 102
Nýja bridgeblaðið
Fyrsta tölublað nýja bridge-
blaðsins, BRIDGESPILARINN,
er komið út. Blaðið er 40 síður og
er Páll Bergsson útgefandi og
ábyrgðarmaður. í ritstjórn eru
Guðmundur Páll Arnarsson,
Guðmundur Hermannsson. Jón
Baldursson og Vigfús Pálsson.
Af efni blaðsins má nefna
m.a.: Rætt er við nýkjörinn
forset.a Bridgesambands íslands,
Þorgeir Eyjólfsson, Guðmundur
Hermannsson skrifar um úr-
slitaleik bikarkeppninnar. Þá er
langt fréttabréf frá Stefáni Vil-
hjálmssyni sem segir fréttir frá
Bridgefélagi Akureyrar. Guð-
mundur Páll skrifar grein um
„bankið" sem fer í taugarnar á
mörgum manninum. Heitir hún
Viðvörunarreglan. Þá er grein
eftir Guðmund Hermannsson
sem hann kallar Er beljurnar
fljúga með klaufir á kvið þar
sem hann rekur eigin raunir og
annarra.
Þá eru í blaðinu ýmsar þraut-
ir: Hvernig spilarðu og Hvað
segirðu ásamt verðlaunaþraut
BRIDGE
SPILARINN
Forsíða Bridgespilarans.
þar sem fyrstu verðlaun eru 500
krónur. Loks má geta þess að
aftast í blaðinu er sagnkeppni
milli tveggja para frá Bridge-
félagi Reykjavíkur. Þátturinn
óskar aðstandendum blaðsins og
þá sérstaklega Páli Bergssyni til
hamingju með blaðið.
Lindarbær
Opiö 9—2
Gömlu dansarnir í kvöld.
Þristar leika.
Söngvarar Mattý Jó-
hanns og Gunnar Páll.
Miöa- og borðapantanir
eftir kl. 20, sími 21971.
Gömludansaklúbburinn Lindarbæ
Haukur Morthens
hinn sívinsæli
söngvari skemmtir í
kvöld ásamt hljóm-
sveitinni Mezzoforte.