Morgunblaðið - 18.02.1981, Síða 11

Morgunblaðið - 18.02.1981, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1981 11 Rússneskir kommúnistar, sem fyrir hálfri öld fundu upp á samyrkjubúskapnum, hafa nú fundið sér nýjan ástmögur þar sem eru landskikar sjálfseignarbænda. Um það vitnar nýleg samþykkt, eða frá 17. janúar sl., flokks og stjórnar þar sem fólk er hvatt til að gera sér grein fyrir því, að það sé heilög skylda við föðurlandið, flokkinn og þjóðina, að sem flestir eigi sér kú og kjúklinga og rækti kál og kartöflur á sínum eigin skikum. Þessi samþykkt kann að boða þýðingarmiklar breytingar í Rússlandi. Með henni er í raun verið að segja „farvel Frans“ við gamlar, pólitískar hugsjónir en í þess stað skal nú lögð áhersla á raunverulegan árangur. Á árunum 1976—’79 var heildarverðmæti sovéskra land- búnaðarvara um 123 milljarðar rúbla og þar af kom rúmur fjórðungur af landskikum í einka- eign þótt þeir séu aðeins 3% ræktaðs lands í Sovétríkjunum. Þessi góði árangur fæst m.a. með því að láta ríkisjörðunum eftir að framleiða verðlítið korn en einbeita sér þess í stað að ræktun grænmetis og kjötframleiðslu. Vinnubrögðin eru þó vissulega með öðrum og betri brag hjá einkabændunum en gerist á ríkisjörðunum. Bændurnir fá að jafnaði eitt kíló af kjöti fyrir hver fjögur fóðurkíló en á samyrkjubúunum þarf hvorki meira né minna en 13 kíló af fóðri í kjötkílóið. Þrátt fyrir gífurlegan fjáraustur í landbún- aðinn á valdatíma Brezhnevs framleiða sam- yrkjubúin allt of lítinn mat ofan í svanga Sovétmenn og er þá kjöt- og mjólkurvöruskort- urinn hvað verstur. Opinberlega er látið heita að 58 kjötkíló komi á hvert mannsbarn en í raun er talan 40 nær sanni, aðeins helmingur þess sem Pólverjar fengu þegar þeir tóku að ókyrrast á síðasta sumri. Af þessum sökum virðast rússneskir ráðamenn nú vera tilbúnir til að losa enn frekar um böndin á „kapitalism- anum í sveitinni" eins og það heitir austur þar. Fram að þessu hafa rússneskir bændur, sem eru sjálfs sín ráðandi að einhveru leyti, búið við mjög strangar takmarkanir hvað varðar stærð bústofnsins. Samkvæmt reglugerð frá árinu 1969 mátti starfsmaður á samyrkjubúi eiga sjálfur eina kú og kálfa, sem máttu mest vera ársgamlir, eða einn kálf í tvö ár. Eina gyltu mátti hann eiga og grísi, þriggja mánaða mest, og tvo aligrísi. Einnig tíu ær eða geitur. Minni Sovétmenn kalla á einka- framtakið til að bjarga við landbúnaðinum Samyrkjubúskapurinn. sem Sovétmenn hafa lofsunt'ið um langan aldur. þvkir nú með öllu ófær um að brauðfæða þjóðina ok því hefur nú verið ákveðið að gera einkaframtakinu hærra undir höfði en hingað til. Á árunum 1976—79 komu rúm 25% framleiðsluverðmætisins af landskikum í „einkaeign“, sem eru þó aðeins 3% alls ræktaðs lands í Sovétríkjunum hömlur voru svo aftur á býflugna-, kjúklinga- og kanínurækt. Miklu strangari reglur giltu um búfjárhald starfsmanna á ríkisbúunum, iðnverkamanna og skrifstofumanna, en nú er stefnt að því, að allir bændur, sem einhver tengsl hafa við samyrkju- búin eða ríkisbúin (þ.e.a.s. allir sem einn), megi hafa svo margar skepnur sem þeir geta. Með samþykktinni frá í janúar sl. er skipað svo fyrir, að ríkisbúin og önnur landbúnaðar- fyrirtæki í eigu ríkisins sjái bændum fyrir skepnum til undaneldis, kjúklingum, fóðri og jarðnæði, og sama stefnan gildir í raun um samyrkjubúin þó að þau eigi, samkvæmt kokkabókunum, að njóta meira sjálfræðis en ríkisbúin. Aukið jarðnæði á að fást með því að taka til ræktunar land meðfram vegum og járnbraut- arlínum, árbakka, skógarlundi og auð svæði innan um íbúðarbyggð. Þetta mun vafalaust hafa í för með sér, að einkaskikarnir verða stærri en hálfur hektari, sem þeir mega vera stærstir, en stjórnvöld virðast ekki hafa neinar áhyggjur af því. Ríkisbankarnir eiga líka að hlaupa undir bagga með einkabændunum og lána þeim til kaupa á bústofni og við að koma sér upp gripahúsum og er jafnvel ráðgert að ung hjón, sem áhuga hafa, fái þetta allt saman ókeypis. Sveitarstjórnir eiga að gera sitt til að útvega fólki landskika og vélaverkstæði í eigu ríkisins eiga að vera því innan handar við viðgerðir og útvegun varahluta. Einkabændur eiga að fá greiðari aðgang að byggingarefni, skordýraeitri og áburði og loks skulu skipulagðir sérstakir flutningar á framleiðslunni á markað. Þessi nýbreytni í landbúnaðinum verður vafalaust ýmsum annmörkum háð enda hefur hin dauða hönd skriffinnskunnar jafnan komið í veg fyrir skynsamlegar framfarir í Rússlandi. Mikill skortur er á litlum landbúnaðarvélum, verkfærum og fóðri og á því verður ekki mikil breyting á skömmum tíma. Þrátt fyrir það er hér verið að hverfa frá blóðidrifinni slóð samyrkjubúskaparins hans Stalíns, sem valdið hefur allsherjar stöðnun í sovéskum landbún- aði um langan aldur. Og hver veit nema flokksþingið, sem haldið verður í lok þessa mánaðar, lumi á enn víðtækari stefnubrey ting- um á öðrum sviðum þjóðlífsins? Heimild: Econnmilt Elskhuga hefnt grimmi- lega Nýju Delhí, 16. febníar. — AP. GLÆPAKVENDI, sem var for- injd 25 manna flokks. ruddist með hyski sitt inn í Behemi- þorp á Norður Indlandi sl. lauxardag. og lagöi þar að velli 22 þorpsbúa. Ilin herskáa kona, sem er 25 ára að aldri, var að hefna elskhuua síns, en hún mun hafa talið fullvíst að þorpsbúar hylmdu yfir með morðinjrja hans. Um leið og fréttist af innrás- inni þusti fjölmennt lögreglulið á vettvang, en blóðbaðið var þá um garð gengið. Glæpamenn- irnir höfðu allir sem einn verið klæddir einkennisbúningi lög- reglunnar. Var öllum karl- mönnum í þorpinu skipað að safnast saman í húsi einu, þar sem hafnar voru yfirheyrslur um óvininn, sem skaut ástmann fyrirliðans í fyrra. Þorpsbúar reyndu í örvæntingu að sann- færa konuna um að þeir hefðu enga vitneskju um hvar maður- inn væri niðurkominn. Lét kon- an menn sína þá berja þorpsbú- ana með kylfum, en því næst skipaði hún að hafin skyldi skothríð, sem lauk með fyrr- greindum afleiðingum. Glæpa- flokkurinn komst undan.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.