Morgunblaðið - 18.02.1981, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1981
13
Kammertónleikar
að Kjarvalsstöðum
Kammertónleikar að Kjarvals-
stöðum.
Flytjendur:
Björn Th. Árnason. fagott,
Guðrún Kristinsdóttir. pianó,
Sigurður I. Snorras., klarinett,
Þorkell Jóelsson, horn,
Michael Shelton, 1. fiðla.
mary Johnston, 2. fiðla,
Helga Þórarinsdóttir, viola.
Nora Kornblueh, cello,
Richard Korn, kontrabassi.
Efnisskrá:
Georg Ph. Telemann: Sonata
fyrir fagott og cembal i f-moll.
Fr. Devinne: Kvartett fyrir fag-
ott og strengjatrió i C-dúr.
Fr. Schubert: Oktett i F-dúr Op.
166.
Tðnllst
eftir Ragnar
Björnsson
Haft er eftir Telemann sjálfum
að hann hafi skrifað meira en
Bach og Hándel til samans. Lík-
lega verður þessi yfirlýsing að
teljast rétt a.m.k. ef opus-talið er
látið ráða. Þrátt fyrir þau býsn
sem hann skrifaði af kirkjutónlist
sem organleikari og kantor eru
hinar veraldlegu tónsmíðar hans í
miklum meiri hluta, þ.á.m. um 40
óperur. Telemann var að mestu
sjálfmenntaður en varð þó einn
virtasti tónlistarmaður Þýska-
lands á sínum tíma að Bach
meðtöldum. Telemann skrifaði
fyrir allar hugsanlegar hljóðfæra-
samsetningar. Sonatan í f-moll er
skrifuð fyrir fagott og cembal.
Hér var sembalhlutverkið leikið á
píanó en óneitanlega hefði verið
skemmtilegra að heyra cembal-
hljóminn með fagottinu þrátt
fyrir ágætan leik Guðrúnar. Björn
Árnason er fagottleikari sem
maður hlýtur að vænta ágætra
hluta af í framtíðinni svo vel
virðist fagottið liggja fyrir hon-
um. Björn hefur góða tækni,
fallegan tón og ágætar tónlistar-
gáfur. Telemann fylgdi ekki
ströngum þýskum Barrokstíl í
tónsköpun sinni, varð fyrir
áhrifum bæði frönskum og pólsk-
um, en þó skyldi maður fara
varlega í að rómantísera flutn-
ingsmátann. „Stufen-dynamik" er
ennþá ríkjandi og þannig fluttur
kemst Telemann best til skila.
Mætti ég gefa Birni ráð þá væri
það að aga spil sitt meira í
fraseringum, ritma og dinamik,
geri hann það höfum við eignast
framúrskarandi fagottleikara.
Þessir ágallar skutu einnig upp
kollinum í Kvartett fyrir fagott,
og strengjatfíó eftir Devinne
81759—1803), á sínum tíma þekkt-
ur franskur fagottvirtuos.
Oktettinn op. 166 í F-dúr skrif-
aði Schubert 27 ára gamall og
leyna sér ekki áhrif Beethovens í
verkinu. Schubert skrifaði Oktett-
inn fyrir greifa nokkurn, sem
jafnframt var klarineuleikari og
vildi greifinn stækka repertuar
sitt með þessu verki. Hlut greifans
lék að þessu sinni Sigurður
Snorrason og skilaði því með
ágætum. Oktettin er margslungið
tónverk bæði í formi og innri gerð.
Margt var fallega og vel gert af
þeim áttmenningum en mikið þarf
til að skila þessu verki svo að
flutningurinn verði eftirminni-
legur, m.a. langa samvinnu. Átta
einleikara þarf til, sem þurfa að
kunna að beygja sig hver fyrir
öðrum og einnig þora að skera sig
úr með það sem þeir þurfa sér-
staklega að segja. Tónmvndun -var
ekki alltaf í fullkomnu lagi í
strokhljóðfærunum og hraðaval
einstakra þátta ekki nægjanlega
markviss, um og „lige ud“ eins og
danskurinn segir. En hér voru
átta ungir og ágætir tónlistar-
menn á ferð sem vafalaust eiga
eftir að bæta það sem enn miður
fer og til þess verður tónlistar-
maðurinn m.a. að fá stöðug tæki-
færi til þess að koma fram og fá
gagnrýni sanngjarna og ósann-
gjarna.
Lelkllst
eftir ÓLAF M.
JÓHANNESSON
Lestunar-
áætlun
Skip Sambandsins
munu ferma til íslands á
næstunni sem hér segir:
Nemendaleikhús Leiklistarskóla
íslands.
Kjartan Ragnarsson samdi og
leikstýrði.
Magnús Pálsson gerði leikmynd
og búninga.
Fjóla Ólafsdóttir útsetti og æfði
tónlist.
David Walters annaðist lýsingu.
Anna Jóna Jónsdóttir saumaði og
breytti búningum
Það er sagt um þorskinn að þar
komi stundum fyrir sérstaklega
„sterkur" árgangur. Þessa lýsingu
má eins nota um mannfólkið til
dæmis þann hóp sem senn útskrif-
ast úr Leiklistarskóla íslands. Þar
3t
twif
ííft
W
If
^funeíco /
JÖ^Ua jranrtS qJJIsúkl, *
Hinn glæsilegi leikhópur Leiklistarskóla íslands i hlutverkum Peysufatadagsins 1937.
Peysufatadagurinn 1937
heid ég a sé á ferð sérlega
„sterkur“ stofn sem þegar hefir
sýnt getu sína á fjölum svokallaðs
Nemendaleikhúss Leiklistarskóla
íslands. Fyrst í íslandsklukkunni
og nú í Peysufatadeginum. Síðast-
talda verkið var raunar sérstak-
lega samið fyrir þennan ágæta
hóp. Var dugnaðarforkurinn
Kjartan Ragnarsson fenginn til
verksins. En hann var ekki einn
um hituna því nemendur Leiklist-
arskólans fengu að taka þátt í
sköpuninni. Var þeim gert að afla
heimilda á bókasöfnum og víðar
um það tímabil sem leikurinn
gerist á. Þannig fá þeir tækifæri
til að kynnast vinnubrögðum
leikritaskáldsins. Nú, Kjartan
semur svo verkið upp úr þessum
heimildum og miðar persónusköp-
unina við leikhópinn. Einnig
leikstýrir hann verkinu, má segja
að bæði hann og krakkarnir fái
hér einstakt tækifæri til að byggja
upp leiksýningu frá grunni. Eins
og áður sagði er Peysufatadagur-
inn nokkurs konar æfingarstykki
— ekki fullburða verk. Nánast
eins og röð svipmynda frá tímabil-
inu rétt fyrir Seinni-Heimstyrj-
öld. Útkoma þessa vinnulags verð-
ur hvorki betri né verri en efni
standa til. Finnst mér að Kjartan
mætti fullvinna verkið því þar
bregður fyrir bráðhnyttinni per-
sónulýsingu, einnig er hreinasti
óþarfi að tímabilið er hinn ís-
lenski angi nazismans blómgaðist
gleymist alveg.
Það fer ekki hjá því að brota-
kennd uppbygging leikverks
Kjartans hafi nokkur áhrif á hina
ungu leikara. Þannig verða skipt-
ingar stundum dálítið stirðar, er
þar mikill munur á og i uppfærslu
hópsins á íslandsklukkunni, þar
sem hvergi slaknaði á hinni
dramatísku spennu. En það sem á
vantaði í leikverkinu bættu krakk-
arnir upp með einstaklega ferskri
túlkun, samhæfingu og fjölhæfi.
Það er sama hvort strákarnir taka
Comedian Harmonists í fjórum
röddum, svo maður veltist um af
hlátri eða þau tjá nakinn kvala-
losta hinna „hreinu* Aría svo
maður fær hræðsluverk í malla-
kútinn — hvert atriði er flutt af
slíkum léttleika að undrun vekur.
Ég minnist hér á samhæfingu.
Hluti skýringarinnar á hinni
ágætu frammistöðu þessa hóps
liggur einmitt í því að krakkarnir
hafa alist upp saman í Leiklistar-
skólanum. Þau þekkja greinilega
veikleika hvors annars. Þannig er
þeim fært að styðja mótleikarann.
Óttast ég að þegar þessi hópur
tvístrast og þessar stuðnings gæt-
ir ekki lengur, verði róðurinn
þyngri. Það er því ekki úr vegi að
hvetja íslenska leikritahöfunda til
þess að skrifa meira fyrir þennan
úrvalshóp, áður en þau hverfa inn
í Stofnanaleikhúsið. — Sem hlýtur
að bíða þeirra með opna arma.
Ég hef hér einkum rætt um
hópinn sem slíkan, en hvernig eru
þeir einstaklingar sem mynda
hann. Er best að segja bæði kost
og galla á frammistöðu hvets og
eins í þeirri von að lesandinn fái
raunsanna mynd af þessum ungu
leikurum sem vafalaust eiga eftir
að gleðja augað á komandi árum. í
hópnum eru tvær stelpur. Báðar
glæsilegar á sviði (það má víst
ekki lýsa vextinum). Þær hafa
þessi háu kinnbein sem koma svo
vel út á mynd. Sigrún Edda
Björnsdóttir leikur Hjördísi; for-
dekraða milladóttur, einnig
saumakonu sem bregður fyrir sig
kostulega dönskuskotnu máli. Sig-
rún Edda tjáir þessi hlutverk á
svo eðlilegan og frjálslegan hátt
að furðu sætir, hún má þó vara sig
á ofleik í hófstilltari atriðum þar
sem glóðin er falin undir skermi.
Guðbjörg Thoroddsen er sérlega
eftirminnileg í hlutverki móður
Hjördísar og er ekki að sjá annað
en þar sé lifandi komin draumlynd
miðaldra kona lokuð inni í fíla-
beinsturni peninganna. Guðbjörgu
hættir hins vegar til að falla of
djúpt niður í hin sorglegri svið
mannlífsins.
Þá eru það strákarnir. Jóhann
Sigurðsson er afskaplega mikil-
fenglegur á sviði laus við þann
taugatitring sem háir sumum leik-
aranum. Jóhann má gjarnan aga
hreyfingar sínar betur. Hann ætti
að skoða persónu Lears Konungs í
góðu tómi. Júlíus Hjörleifsson
sýnir á sér nýja og óvænta hlið í
bráðhnyttinni túlkun Rúnars sem
er „ungur maður úr sveit" tæki-
færissinnaður í meira lagi. Er
greinilegt að túlkun Júlíusar er
byggð á traustum grunni rann-
sókna. Þessi „andlytísku" vinnu-
brögð koma einnig fram í skil-
greiningu Júlíusar á hreintrúar-
kommúnistanum. Júlíus mætti
mýkja dálítið hreyfingar sínar á
sviðinu. Guðjón P. Pedersen hefur
að því er mér virðist hinn hroka-
fulla pabbastrák Grétar fullkom-
lega á valdi sínu fyrst og fremst
með ágætri mimik. Framsögn
Guðjóns hefir batnað samt má
hann vara sig á að hnjóta ekki um
orðin. Karl Ágúst Úlfsson er hér í
hlutverki píslarvottsins Kristjáns.
Hann er utan Verslunarskólans,
fulltrúi hinnar góðu alþýðu. Karl
er mjög frískur leikari og oft
bráðfyndinn er skiptir stundum of
snöggt yfir í hið harmræna. Guð-
mundur Ólafsson kom á óvart í
hlutverki hins mikla kristna hug-
sjónamanns. Gpðmundur er eins
og Júlíus, nákvæmur í túlkun
sinni og persónusmíð. Má vara sig
á of einhæfri raddbeitingu.
Að lokum vil ég óska leikhúsinu
til hamingju með þetta unga fólk.
Ég vona að það fái tækifæri til að
þroska hæfileika sína við hlið
hinna eldri leikara. Sem geta
miðlað því af brunni reynslu
sinnar og þess mannskilnings sem
aðeins fæst með þjálfun í ótal
erfiðum hlutverkum. Á móti getur
þetta unga fólk gefið það sem
gjarnan glatast í eldi reynslunnar:
ferskleika.
ANTWERPEN
Arnarfell .......... 4/3
Arnarfell .......... 19/3
Arnarfell .......... 2/4
Arnarfell .......... 16/4
ROTTERDAM
Arnarfell .......... 2/3
Arnarfell ......... 18/3
Arnarfell .......... 1/4
Arnarfell ......... 15/4
GOOLE
Arnarfell .......... 6/3
Arnarfell .......... 16/3
Arnarfell ......... 30/3
Arnarfell .......... 13/4
LARVÍK
Hvassafell ........ 24/2
Hvassafell ......... 9/3
Hvassafell ........ 23/3
Hvassafell ......... 6/4
GAUTABORG
Hvassafell ........ 25/2
Hvassafell ........ 10/3
Hvassafell ........ 24/3
Hvassafell ......... 7/4
KAUPMANNAHÖFN
Hvassafell ........ 26/2
Hvassafell ........ 11/3
Hvassafell ........ 25/3
Hvassafell ......... 8/4
SVENDBORG
“Cherry Ship" ..... 20/2
Hvassafell ........ 27/2
Hvassafell ........ 12/3
Skip .............. 20/3
Hvassafell ........ 26/3
Hvassafell ......... 9/4
HELSINKI
Helgafell .......... 9/3
Dísarfell .......... 2/4
HAMBORG
Dísarfell .......... 6/3
GLOUCESTER, MASS
Skaftafell ......... 3/3
Jökulfell ......... 11/3
Skaftafell ......... 2/4
HALIFAX, KANADA
Skaftafell ......... 6/3
Jökulfell ......... 14/3
Skaftafell ......... 4/4
SKIPADEILD
SAMBANDSINS
Sambandshúsinu
Pósth. 180 121 Reykjavík
Sími 28200 Telex 2101