Morgunblaðið - 18.02.1981, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1981
Til útgáfu Skarðsbókar hefur
verið vandað eftir bestu föngum
og notuð besta og fullkomnasta
taekni sem völ er á, allt frá
ljósmyndun til bókbands. Við
litgreiningu handritsins, sem
verður prentað í 4—6 litum, var
notaður laser-geisli, sem er ný-
mæli hérlendis. Pappír í bókina
(Ikonofix matt 170 gr) var fram-
leiddur í Þýskalandi sérstaklega
fyrir þetta verk. Skarðsbók verður
bundin í pergament á kjöl og horn,
en á það efni voru íslensku
miðaldahandritin skrifuð eins og
kunnugt er. Pergamentið er unnið
í Bretlandi. Bókin verður hand-
saumuð og handbundin.
Sverrir Kristinsson
bókarinnar og annað sem útgáfu
þessa snertir. Hringur Jóhannes-
son listmálari teiknaði merki rit-
raðarinnar sem gert er eftir stafa-
skrauti í Staðarhólsbók Grágásar,
AM 334 fol.
A fundi með blm. í fyrradag
sagði dr. Jónas Kristjánsson, for-
stöðumaður Arnastofnunar, að
snemma á árum Stofnunar Árna
Magnússonar á íslandi hafi komið
upp sú hugmynd að ljósprenta
eitthvert fallegt handrit með full-
kominni nútímatækni. „Hugur
okkar beindist að Skarðsbók,"
sagði Jónas. „Við leituðum til
prentsmiðju og fengum lauslega
áætlun um kostnað við slíka út-
gáfu. Kom þá í ljós að slík útgáfa
mundi vera stofnuninni með öllu
óviðráðanleg, kostnaður yrði
margföld sú upphæð sem okkur
væri ætluð til allrar útgáfustarf-
semi á heilu ári. Féll svo þessi
ráðagerð niður um langa hríð.
Gamall draum-
Svo sem greindi frá á
baksíðu Morgunblaðsins í
gær, er nú verið að leggja
síðustu hönd á ljósprentun
Skarðsbókar í hennar réttu
litum. Sverrir Kristinsson
og Stofnun Árna Magnús-
sonar á íslandi standa að
útgáfunni; er frumkvæðið
Sverris og mun hann
standa straum af öllum
kostnaði við verkið. Er ætl-
unin að Skarðsbók verði
fyrsta bindið í ritröðinni
„íslensk miðaldahandrit-
Manuscripta Islandica
Medii Aevi“.
Fjöldi fyrirtækja og einstakl-
inga vinnur að útgáfunni. Kassa-
gerð Reykjavíkur vinnur einn
stærsta þátt verksins og hafa
ráðamenn fyrirtækisins veitt
þessu verkefni sérstakan forgang,
tilraunaprent hefur tekið margar
Aöstandendur útgáfunnar i
Árnastofnun.
vikur og síðustu mánuði hefur
verið unnið sleitulaust að prentun
bókarinnar. Leifur Þorsteinsson
ljósmyndaði handritið og Prent-
myndastofan hf. annaðist litgrein-
ingu, Isafoldarprentsmiðja hf. sá
um setningu og umbrot formála,
Bókfell hf. bindur bókina inn,
Hilmar Einarsson bókbindari er
helsti ráðgjafi um bókband og
útlit en einnig hefur Ólafur
Pálmason bókavörður gefið mörg
góð ráð um val leturs, ytra útlit
ur rætist...
Dr. Kristján Eldjárn:
Heimkoma handrit-
anna 1971
Bókmenntir miðalda eru
blóminn í þjóðlegri íslenskri
menningu, og handritin sem
geyma þær eru frægustu ger-
semarnar meðal íslenskra
menningarminja. Lengi voru
þau í útlegð í fjarlægu landi
og löng varð barátta íslend-
inga fyrir því að endurheimta
þau hingað til lands. En þar
kom, að sigur vannst. Dönsk
stjórnvöld gengu til samninga
um afhendingu íslenskra
handrita eftir settum reglum.
Fyrstu handritin bárust
hingað hinn 21. apríl 1971 og
voru afherit íslenskum stjórn-
völdum með viðhöfn. Sá dag-
ur varð einn af merkisdögum
íslenskrar sögu.
En ekki var nóg að fagna
unnum sigri. Það varð að
sýna í verki að íslensk þjóð
skildi ábyrgðina sem fylgdi
heimkomu handritanna.
Stofnun Árna Magnússonar á
ísiandi var komið á fót og
henni búin tilhlýðileg húsa-
kynni með öruggum geymsl-
um og einvalaliði handrita-
könnuða og bókmenntafræð-
inga. Rannsóknir þeirra hafa
borið góðan ávöxt í fjölmörg-
um vísindalegum útgáfum.
Nú er hér á landi fullkom-
tæknibúnaður til ljós-
ínn
myndunar og eftirprentunar
hinna fornu listaverka sem
mörg handritin eru, með fag-
urri skrift sinni og skreyting-
um, fjölskrúðugustu heimild-
um sem til eru um íslenska
miðaldalist. Nú er efnt til
ljósprentaðrar útgáfu á einu
tilkomumesta handritinu,
Skarðsbók Jónsbókar frá 14.
öld. Ekkert er til sparað að
útgáfan sýni hið gamla lista-
verk í öllu sínu skrúði. Vel fer
á að slík útgáfa komi fyrir
almenningssjónir um þær
mundir sem þess er minnst að
liðin eru tíu ár síðan fyrstu
handritin komu heim eftir
aldalangar fjarvistir.
Jónsbók 1281
Á þessu ári eru liðnar
réttar sjö aldir frá því að
hin forna lögbók íslendinga,
Jónsbók, var lögtekin. Jóns-
bók var kóróna á merkilegu
löggjafarstarfi Magnúsar
Hákonarsonar Noregskon-
ungs, sem íslendingar
nefndu síðan lagabæti.
Lögbókin var mjög sniðin
eftir landslögum Magnúsar
konungs, sem tóku gildi í
Noregi á árunum 1271—74,
auk þess sem hún geymir
ákvæði úr þjóðveldislögum
íslendinga, Grágás. Lögbók-
in var að fullu samin, áður
en Magnús konungur andað-
ist vorið 1280, en þá um
sumarið komu þeir með
hana út til íslands, Loðinn
leppur og Jón Einarsson
lögmaður, sem bókin er við
kennd. Ári síðar var bókin
lögtekin.
Jónsbók eða Lögbók Is-
lendinga, eins og hún er
nefnd í flestum handritum,
var síðan meginundirstaða
íslensks réttar allt þar til
farið var að beita hér norsk-
um og dönskum lögum á
17du og 18du öld, og enn eru
ákvæði úr 46 köflum Jóns-
bókar gildandi lög hér á
landi.
Öldum saman voru ís-
lendingar handgengnari
Jónsbók en flestum ritum
öðrum. Ungir lærðu að lesa
á hana, fullorðnum var hún
skilningstré góðs og ills og
mótaði þannig réttarvitund
þjóðarinnar. Omæld eru þau
áhrif, sem hún hefur haft á
íslenskt lagamál og varð-
veislu íslenskrar tungu.
Fyrir þá, sem störfuðu að
1981
skriftum, hafði Jónsbók sér-
stætt gildi, því að hún hefur
verið skrifuð upp oftar og
varðveist í fleiri handritum
en önnur miðaldarit vor.
Það var því síst að undra,
að Jónsbók var fyrsta ver-
aldlegt rit, sem ástæða þótti
til að prenta á íslensku
(Hólum 1578). Þegar gerð
var vönduð fræðileg útgáfa
Jónsbókar árið 1904, voru
rannsökuð í því skyni alls
193 handrit. Meðal hinna
allra merkustu þeirra er
lögbókarhandritið mikla frá
Skarði.