Morgunblaðið - 18.02.1981, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1981
ÓVEÐRIÐ OG AFLEIÐINGAR ÞESS
ha- i veðrinu og tveir búðarKluKK»r
brotnuðu. MjöK hvasst var á tima-
bili, en enKÍnn ofsi.
Bíll fór héðan í gærkvöldi með
farþega, er ætluðu með flugi frá
Sauðárkróki. Þetta er ferð, sem
yfirleitt tekur um eina klukkustund
og stundarfjórðung að aka, en að
þessu sinni var bíllinn í 5 tíma á
leiðinni. Það varð þó ekki til þess að
fólkið missti af flugvélinni því hún
fór ekki frá Sauðárkróki fyrr en í
gær vegna veðursins. Á Siglufirði er
í dag sólskin og ágætis veður. — mj.
Grímsey:
Bátarnir þarfn-
ast ailir viðgerðar
Grimsey, 17. febrúar
IIÉR var ofstopaveður og mældust
yfir 90 hnútar upp úr miðnætti.
fyrst á sunnan og svo suðvestan. 1
höfninni var ailt i einni kös og
mildi að ekki skyldi allt fara niður.
Stóru bátarnireru meira og minna
skemmdir eftir að hafa lamist
saman á bólinu. en legufærin héldu
ekki í þessu veðri.
Þriggja tonna trilla Einars Þor-
geirssonar sökk og milli jóla og
nýárs sökk trilla Sæmundar
Traustasonar. I þessu veðri slitnaði
önnur triila upp, en er hana rak að
bryggjunni tókst að ná henni og
koma í skjól, en hún var þó mikið
brotin. Einn báturinn er brotinn að
aftan, hann er nánast opinn eins og
skuttogari. Ekki er nákvæmlega
vitað hve tjónið er mikið en víst, að
gera þarf við alla báta Grímseyinga
meira og minna.
Okkur þótti það lélegt hjá Al-
mannavarnarráði ríkisins að láta
loka fyrir útvarpið eftir að veðrið
var að mestu gengið yfir syðra. Þá
voru erfiðleikarnir að byrja hér
nyrðra, en það virtist ekki skipta
máli að þessu sinni. — Alfreð.
Akureyri:
Talsverðar
skemmdir
á stólalyftunni
Akureyri 17. febrúar. frá blaAamanni
Mbl. Hirti Gislasyni.
í ofsaveðri. sem gekk yfir landið
síðastliðna nótt fauk stólalyftan í
Illíðarfjalli út af uppistöðum að
norðanverðu og við það brotnuðu
og eyðilögðust stólarnir meira og
minna og hjólastell á einu mastr-
inu bognaði verulega og þarf að
taka það niður til viðgerðar.
Að sögn Ivars Sigmundssonar
hótelstjóra, er mikil vinna fram-
undan við lagfæringuna. P’ara þarf
með gálga upp í hvert mastur til að
hífa vírinn upp, en auk þess að losa
alla staurana af vírnum. Hann
sagðist þó vonast til, að viðgerð lyki
fyrir helgi og eðlileg starfsemi gæti
þá hafist að nýju, en starfsemi í
Fjallinu liggur nú að mestu niðri.
Að öðru leyti urðu ekki skemmdir
á Akureyri svo teljandi sé, smávæg-
ileg óhöpp munu þó hafa orðið viða
um Eyjafjörð, en ekki meiri háttar.
Húsavík
Ilú.savík. 17. febr.
ÞETTA fór hér yfir. eins og annars
staðar. Hér var hvasst en ekkert
afspyrnuveður. Það tókst að
bjarga hér öllu sem bjarga þurfti.
Aðeins heyrði ég af einu þaki. sem
leit út fyrir að myndi fjúka. Það
var á nýbyggingu og tókst að koma
í veg fyrir slíkt í tæka tíð.
— Fréttaritari.
Skinnastaðir,
Axarfirði
Skinnastöðum. Axarfirði. 17. febr.
HJÁ okkur var mjög hvasst og
byljótt, fyrst að sunnan siðan
suðvestan. Ekki hefur þó orðið
neitt teljandi tjón. þó veðurhamur-
inn hafi verið mikill. — Sigurvin.
Grímsstaðir,
Fjöllum
GrímsHtöðum, Fjölium. 17. febr.
ÞAÐ varð aldrei neitt voðalegt
hvassviðri hér i gær og engin
óhöpp urðu. þó svo eitthvað blési.
Það er þó mikil ótfð búin að vera
hér upp á siðkastið og jarðleysi
mikið. Kindur hafa staðið i húsum
alveg síðan i nóvember og nokkuð
af hrossum komin á gjöf. Hér er i
dag hið bezta veður. — Benedikt.
Raufarhöfn
Raufarhofn. 17. febr.
HÉR gerðist ekki neitt og við
höfum fengið mun verri veður f
vetur, t.d. gerði fyrr í vetur aftaka-
veður af norðaustan og þá gekk
ýmislegt hér á. Núna skeði ekki
neitt, það var reyndar hvasst, en
ekkert sem við höfum ekki marg-
kynnst áður. — Helgi.
Seyðisfjörður:
Saxhamar kom
inn á hliðinni
AÐ sögn lögreglunnar á Seyðis-
firði urðu engar skemmdir vegna
veðurs þar. Veðrið var verst milli
kl. 3 og 4 um nóttina en lægði aftur
um kl. 5. Lina til endurvarpsstöð-
varinnar slitnaði og lá niðri á
heiðinni og var vegurinn lokaður
um kvöldið og nóttina en í gærdag
var búið að opna heiðina á ný.
Bátar komu inn til Seyðisfjarðar í
fyrrakvöld og kom einn bátur.
Saxhamar. inn á hliðinni. Skilrúm
gáfu sig i lest hans þannig að
aflinn rann út í aðra hliðina.
Neskaupstaður
NeskaupNtaö. 17. febr.
HÉR var ágætisveður og litið gekk
á. Það var góður strekkingur, en
þó aldrei stórviðri. Hér eru reynd-
ar aldrei vond veður. þegar hann
er að sunnan. — Ásgeir.
Djúpivogur
DjúpivoKur, 17. febr.
HÉR var hvassviðri og rigning, en
alls ekki svo slæmt. Við höfum oft
séð hann svartari. Það var mikil
hálka á vegum, en menn fóru
gætilega og ég hef ekki frétt af
neinum óhöppum né tjóni.
— Ingimar.
Höfn,
Hornafirði
Höfn, Hornafirði. 17. febr.
HÉR gerðist mest lítið. Það var
reyndar mikið rok, bylur og slydda
f nótt og bylur í morgun, en það
mældust hér mest 46 hnútar og
hefur í mesta lagi losað 50 hnúta í
verstu hviðunum, þannig að þetta
var ekki svo slæmt, enda er það
yfirleitt ekki. þegar hann er á
suðvestan. — Einar.
Hrunamannahreppur:
Afkoma gróður-
húsabænda
eyðilögð
Sydra-LanKholti. 17. febrúar
MIKIÐ tjón varð hér um sveitir í
þessum fellibyl eins og svo víða
annars staðar á landinu. Mestur
skaði varð f gróðurhúsahverfinu að
Flúðum og er þar um hrikalegt
tjón að ræða. Allt er ónýtt i sumum
húsunum. bæði húsin sjálf og
plonturnar. sem þar voru í uppeldi.
Eftir þetta veður er ljóst að af-
koma margra garðyrkjubænda
þetta árið hefur verið eyðilögð að
miklu leyti. Sem betur fer sluppu
sumir þó að mestu leyti.
Víða fuku þök af húsum. Að
Hrafnkelsstöðum í Hrunamanna-
hreppi fauk hluti af þaki íbúðarhúss
og lenti á raflínu, þannig að'línurn-
ar hjuggust í sundur. Að bænum
Skyggni fauk fjárhús í heilu lagi og
segja má að kindurnar hafi staðið
eftir á bersvæði.
Rafmagnið fór í gærkvöldi, en
hefur verið að koma smátt og smátt
aftur á í sveitinni í dag. Menn
keppast við að gera við það sem
hægt er að laga en tjón varð á mun
fleiri bæjum heldur en hér hafa
verið nefndir. — Sig. Sigm.
HpIIí)'
Tólf tonna bíll
fauk út í Rangá
Hellu, 17. febrúar.
TÓLF tonna vörubill fauk um 100
metra f nótt og lenti tvær billengd-
ir út i Rangá. Þar fannst hann i
morgun en enginn varð var við
þegar bíllinn fauk. Menn hér f
sveit eru sammála um, að hvass-
viðrið i nótt sé hið mesta er þeir
hafa kynnst og sjálfur verð ég að
segja, að ekki man ég eftir öðru
eins veðri. Þrátt fyrir það varð
Birgir Eggertsson á þaki húss sins. Á bak við hann má sjá
sandpokana og ýmislegt sem sett var á þakið til að bjarga því sem
bjargað varð.
Garðabær:
Flúðu með búslóð
og innihurðir
þegar þakið sviptist af
í GARÐABÆ varð veður-
hamurinn hvað mestur á
tímabilinu frá kl. 10 til 11 i
fyrrakvöld. Tjón varð
nokkuð á húsum og mann-
virkjum, mest bar á þak-
skemmdum og rúðubrotum
sem víðar. Björgunariið
var kallað út síðari hluta
kvölds og vann fjöldi
manns við björgunar- og
hjálparaðgerðir fram eftir
nóttu.
í gærmorgun mátti víða
sjá fólk dytta að húsum
sínum. í Skógarlundi hitti
blaðamaður Mbl. tvo húseig-
endur, sem voru ásamt
hjálparliði á þökum húsa
sinna. Ytra byrði húss ann-
ars þeirra sviptist af í einu
lagi í óveðrinu og hluti af
þaki hins.
Birgir A. Eggertsson
Skógarlundi 17 sagði, að
ástandið hefði verið hvað
verst á milli kl. tíu og hálf
ellefu. Hann sagði að það
hefði líklega bjargað hluta
af þakinu, að hann bar
sandpoka o.fl. á þann hlut-
ann sem ekki fauk í fyrstu
atrennu.
í Skógarlundi 15 búa
Grétar Guðmundsson og
Sigríður Þórisdóttir ásamt
dóttur sinni Erlu Sigríði, en
ytra byrði á þaki hússins
fauk í einu lagi út í veður og
vind í veðurhamnum. Sigríð-
ur sagði: „Það varð mikill
Erla Sigríður og Sigfriður voru
búnar að ná gleði sinni á ný
eftir viðburðarríka nótt.
Ljúsm. Mbl. F.P.
hávaði og titringur þegar
þakið fauk, og við biðum
eiginlega eftir, að það sem
eftir var færi sömu leið, svo
mikill var veðurhamurinn.
Við flúðum til nágrannanna
og bárum síðan mestalla
búslóðina, innihurðirnar og
allt lauslegt yfir í næsta
hús, ef svo færi að húsið
stæði eftir þaklaust. Við
sváfum síðan í næsta húsi í
nótt. Maður er rétt að jafna
sig eftir þetta."
Erla Sigríður sagðist hafa
verið „svoldið hrædd“, en
mamma hennar sagðist við-
urkenna, að hún hefði verið
dauðhrædd og t.a.m. rokið
fáklædd yfir til nágrann-
anna, þegar ósköpin dundu
yfir.
Hugsaði um það eitt
að halda mér í bílnum
- sagði Haukur Ingólfsson en
sjúkrabifreið sem hann ók fauk og valt
„EINA hugsunin var þegar
billinn fór velturnar var að
halda mér I bílnum. að detta
ekki út úr honum. Það tókst og
við komust síðan út um þá
hurðina. sem snéri upp,“ sagði
Haukur Ingólfsson frá Hofsósi,
en sjúkrabíll, sem hann ók fauk
út af veginum og valt.
„Ég var að koma frá Sauð
árkróki. Hafði farið þangað með
sjúkling. Með mér í bílnum var
bóndi úr sveitinni. Þegar við
vorum í svokallaðri Keflavíkur-
brekku, þá tókst bíllinn á loft og
valt, að ég held 2 veltur, þó ég
geri mér ekki fyllilega grein
fyrir því.þetta var heldur rosa-
legt og óskemmtileg reynsla. Það
var lán í óláni, að aðeins kíló-
meters spotti var til bæjarins
Keflavíkur. Illstætt var úti og
urðum við að krafla okkur áfram
hluta leiðarinnar. Ég hef aldrei
lent í sona veðri áður, en í
veltunni þá rifbeinsbrotnaði ég
og hlaut einhverjar skrámur.
Bíllinn verður sjálfsagt ekki
notaður meir en raunar stóð til,
að leggja honum,“ sagði Haukur
Ingólfsson.
ekkert meiriháttar tjón hér á
Hellu.
Hins vegar fauk járn af húsum í
Næfurholti, Hólum og Svínhaga en
það eru efstu bæir á Rangárvöllum.
Þá fauk þak af stórri heyhlöðu í
Gunnarsholti. Segja má, að eitt-
hvert tjón hafi orðið á flestum
bæjum, en sem betur fer hvergi
tilfinnanlegt utan það sem áður var
talið. — Jón.
Hveragerði:
Tilfinnanlegt
tjón hjá garð-
yrkjubændum
HveraKerði, 17. febrúar.
HÉR I Hveragerði geisaði mikið
óveður í gærkvöldi og framan af
nóttu. Hjálparsveit skáta var köll-
uð út til að liðsinna fólki, járnplöt-
ur fuku og brutu rúður i íbúðar- og
gróðurhúsum.
Allt lauslegt fauk og voru sumar
götur þorpsins eins og ruslahaugur
á að líta í morgun. Rafmagnslaust
varð um klukkan 19 og gerði það
björgunarstarf erfiðara. Mest mun
tjón hafa orðið hjá garðyrkjubænd-
um því sum gróðurhúsin eru mikið
brotin og auk skemmda á húsunum
munu afurðir, sem í þeim eru hafa
spillst af kulda en hér var komið
fjögurra stiga frost í morgun.
Á síðustu tveimur árum hafa
margir eldri garðyrkjubændur selt
gróðrarstöðvar sínar og ungir menn
keypt þær. Margir þeirra efnalitlir
og sumir með mörg börn á framfæri
og er þeirra tjón því sérstaklega
tilfinnanlegt. — Sigrún.
Grindavík:
Skemmdir á
13 húsum
Grindavik. 17. febrúar.
VITAÐ er um meiri eða minni
skemmdir á 13 húsum hér i bænum,
en þær eru þó ekki mjög stórvægi-
legar. Nokkrar plötur hafa fokið af
hverju húsi og valdið skemmdum
er þær fuku um. Mestar skemmdir
urðu á geymsluhúsi nokkru er
þakið sviptist af þvi.
Björgunarsveitin Þorbjörn og
lögreglan voru á þönum fram til kl.
9 í morgun við hvers kyns hjálpar-
störf, en verkefnin voru nánast
ótæmandi. Ekki er vitað um alvar-
leg slys, en maður fótbrotnaði er
hann datt á svelli. Var hann fluttur
í sjúkrabíl til aðgerðar og varð að
manna bílinn fílefldum karl-
mönnum til að hægt væri að hemja
hann á veginum. Búist hafði verið
við flóðum nú undir morguninn, en
af því varð ekki þar sem vindátt
snerist meira til vesturs og var því
fremur kyrrt í höfninni.
— Fréttaritari.
Keflavík:
Fólk taldi sér
ekki vært
í húsum sínum
AÐ SÖGN lögreKÍunnar í Keflavik,
muna menn þar syðra ekki eftir
öðru eins veðri og gekk yfir i
fyrrakvöld og aðfaranótt þriðju-
dags. Járnplötur fuku um kaup-
staðinn eins og skseðadrífa og viða
brotnuöu rúður. Stór hluti þaksins
á nýja fþróttahúsinu i Keflavík
fauk, svo og á Félagsbíói.
Tólf tonna bátur í Njarðvíkurhöfn
sökk og skemmtibátur gjöreyðilagð-
ist. Að sögn lögreglunnar litu menn
eftir bátum sínum alla nóttina. Á
hafnarbakkanum rifnuðu stór
klakastykki upp og fuku út í veður
og vind. Kona varð fyrir rúðu sem
fauk inn í íbúðarhús og skarst hún.
Að öðru leyti virðist sem fólk hafi
ekki orðið fyrir meiðslum í kaup-
staðnum en hins vegar bar á því, að
fólk hringdi til lögreglunnar og vildi
komast úr húsum sínum, þar sem
það taldi sér ekki vært lengur vegna
veðurofsans.
í Garðinum fauk hálft þak af
fiskverkunarhúsi og hvarf það á haf
út. Þak fauk af heilu fjölbýlishúsi í
Njarðvíkum. Þannig var ástandið
svipað um öll Suðurnesin. Að sögn
lögreglunnar bárust í allan gærdag
tilkynningar um tjón. Hjálpar- og
björgunarsveitir voru kallaðar út
um öll Suðurnesin og var unnið
sleitulaust að björgunarstarfi alla
nóttina.