Morgunblaðið - 18.02.1981, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1981
Tómas Árnason, bankaráðherra:
„Þessir viðskiptahættir eru óeðlilegir“
GuAmundur G. Tóma« Albert Matthias Á.
t>órarin88on Árnason Gudmundsson Mathiesen
- sagði ráðherra um meint skilyrði
banka fyrir kaupum á viðskiptavíxlum
Samkvæmt hvaða lögum eða
reglugerðum geta bankar krafist
þess, að 5% af andvirði keyptra
viðskiptavíxla sé lagt inn á bund-
inn bankareikninK? — Hve lengi
hafa þessir viðskiptahættir tíðk-
ast? — Hve stórar upphæðir eru
inni á slikum bundnum reikning-
um i ríkisbonkum? Þannig
spurði Guðmundur G. Þórarins-
son (F) bankamálaráðherra i
Sameinuðu þin«i i «ær.
Ákveðið hlutfall
keyptra víxla
Tómas Árnason, bankaráð-
herra, las þinginu bréf frá Seðla-
banka þar sem m.a. er vitnað til
þess „grundvallaratriðis í banka-
starfsemi að forsvarsmenn bank-
anna sjái til þess að hæfilegar og
auðaðgengilegar tryggingar séu
settar fyrir lánsviðskiptum. í því
sambandi má benda á b-lið 5. gr.
laga nr. 11/1961 um Landsbanka
Islands" og hliðstæð ákvæði í
lögum annarra ríkisbanka. Þá er
og vitnað til reglugerðar fyrir
Landsbanka nr. 30 frá 1962. „Að
öðru leyti verður að telja,“ segir í
svari Seðlabanka, „að sá við-
skiptaháttur, að ákveðið hlutfall
af andvirði keyptra viðskiptavíxla
er lagt inn á bundinn bankareikn-
ing sé samkvæmt samkomulagi
bankans og viðskiptaaðilans."
Ráðherra sagði að Landsbank-
inn hefði aldrei krafist þess að
viðskiptavinir leggi 5% eða aðra
hlutfallstölu af andvirði keyptra
viðskiptavíxla inn á bankareikn-
ing, en einstaka viðskiptavinur
hafi óskað eftir því sjálfur að
þann veg væri að málum staðið. I
Búnaðarbanka er föstum við-
skiptamönnum gefinn kostur á að
leggja til hliðar á sérstakan spari-
sjóðsreikning ákveðna prósentu af
seldum viðskiptavíxlum gegn því
að bankinn skuldbindur sig til að
kaupa ætíð slíka víxla sem nemi
a.m.k. tvöfaldri söfnunarupphæð-
inni. Þessi viðskiptaháttur hefur
tíðkast í tvo áratugi. í Útvegs-
banka hefur tíðkast að viðskipta-
vinir bankans leggi inn á innláns-
reikning 2—5% af andvirði
keyptra víxla, en þó ekki að kröfu
bankans, heldur eftir samkomu-
lagi. Á slikum reikningi voru í
Útvegsbankanum 589 m.kr. um
miðjan desembermánuð sl.
Fyrst og fremst
fjáröflunarleið
Bankamálaráðherra sagði hér
fyrst og fremst um fjáröflunarleið
hjá bönkunum að ræða, „þeir
væru einfaldlega að græða pen-
inga svo þetta sé sett fram á
mennskra manna máli". Þeir „láta
viðskiptavinina leggja inn hluta af
því fé, sem þeir fá lánað, á miklu
lægri vöxtum heldur en þeir vext-
ir, sem þeir greiða af heildarlán-
inu“. Ráðherra las upp bréf sem
hann skrifaði Seðlabanka 2. maí
1980 þar sem spurst er fyrir um
þennan viðskiptamáta bankanna,
gat um svarbréf Seðlabankans og
enn nýtt bréf frá ráðuneytinu, þar
sem „þessir viðskiptahættir" eru
taldir „óeðlilegir og vafasamt að
þeir samræmist gildandi lögum og
reglum um lánskjör, sem Seðla-
bankinn setur viðskiptabönkun-
um. Ráðuneytið vill því mælast til
þess að Seðlabankinn athugi þetta
mál nánar og geri síðan viðhlít-
andi ráðstafanir til að koma í veg
fyrir áframhald þessara við-
skiptahátta".
Viðbrögð þingmanna
Albert Guðmundsson (S) spurði
bankaráðherra, hvort hann hygð-
ist ekki fylgja eftir þeirri stefnu-
ákvörðun sem fram hefði komið í
bréfi hans til Seðlabankans.
Tómas Árnason. bankaráð-
herra, sagði bréf sitt til Seðla-
bankans einkar skýrt. Ég mun
gera mitt til að reyna að stuðla að
því að þessir viðskiptahættir verði
af lagðir.
Matthías Á. Mathiesen (S) tók
undir orð Alberts og taldi nauð-
synlegt að ráðherra kvæði skýrar
að orði um fyrirætlan sína sem
bankamálaráðherra.
Albert Guðmundsson (S) sagði
að sér nægðu ekki svör eins og
„stuðla að“ og „reyna hvort". Hér
talaði bankaráðherra, húsbónd-
inn, sem hefði völdin í ríkisbanka-
kerfinu. Þá spurði Albert hvern
veg stæði á því að ríkisbankarnir
hefðu skrá um skuldastöðu manna
í öllu bankakerfinu. Eru hér ekki
persónunjósnir á ferð? Er það
segin regla ef einhver aðili hefur
viðskipti í einum banka að hann sé
sjálfgefið útilokaður frá viðskipt-
um í öðrum?
ALÞIWGI
drykkjarvatni: Hef ur góð
áhrif á tannheilbrigði
barna og fullorðinna
— segir ástralski tannlæknirinn Graham Mount
Viðtalið hér á eftir varð viðskila
við fyrirsögn og mynd, sem
birtist á bls. 10 og 11 í Mbl. á
þriðjudag, en þá birtist önnur
grein I stað hinnar réttu. Hefur
nú verið bætt úr því og er beðist
velvirðingar á þessum mistokum.
TANNLÆKNIR frá Ástraliu var
í síðustu viku staddur hér á landi
og flutti fyrirlestur fyrir tann-
lækna um ýmsar nýjungar i
tannviðgerðum o.fl. Heitir hann
Graham Mount og býr í Ádelaide.
Rekur hann þar tannlæknastofu
ásamt syni sínum. Graham
Mount og kona hans Margaret,
hafa komið hingað til lands
þrisvar áður, i fyrstunni I leyfi
sinu, en síðari skiptin hefur hann
flutt fyrirlestra, og hefur hann
farið viða um lönd þeirra erinda.
Graham Mount er mikill áhuga-
maður um flúor í neyzluvatni og
er Morgunblaðið ræddi við hann
gerði hann það einkum að umtals-
efni. Ræddi hann m.a. hvernig því
hefði verið tekið í Adelaide þegar
umræður hófust um blöndun flú-
ors í vatn o.fl.
— í Adelaide hefur flúor verið
blandað í neyzluvatn í 11 ár og
hefur ótvírætt komið í ljós góður
árangur af því, sem er einkum
stórminnkandi tannskemmdir hjá
börnum og betra ástand tanna
fullorðinna líka, þótt þar sé e.t.v.
ekki um eins róttækar breytingar
að ræða, sagði Graham Mount.
— Þegar fyrst var farið að
ræða þessi mál á árunum kringum
1950 hófust miklar umræður og
andmæli og stóð svo allan áratug-
inn. Rætt var fram og aftur um
kosti og galla og síðan var farið út
í rannsóknir, nefndir voru skipað-
ar, sem söfnuðu upplýsingum um
hvaðeina er að þessum málum
laut. Árið 1970 var síðan gengið
endanlega frá lagabreytingum,
sem varð að gera vegna þessa og
samþykkt að hefja blöndun
neyzluvatns með flúor.
Annars staðar þar sem rætt
hefur verið um að blanda flúor í
vatn, hafa menn alltaf þurft að
ganga i gegnum alla þessa þætti,
það er eins og alls staðar þurfi að
fara gegnum sömu hlutina og
enginn geti haft fordæmi annars
sér að fyrirmynd. Alls staðar eru
sömu rannsóknirnar gerðar og alls
staðar þarf að bera fram sömu rök
og andmæli með eða á móti flúor.
En þurfa ekki að eiga sér stað
ákveðnar rannsóknir á þeim stað
þar sem hlöndun flúors í vatn á
að fara fram?
— Jú, það verða að fara fram
ákveðnar grundvallarrannsóknir,
sérstaklega á neyzluvatni á hverj-
um stað. Samsetning vatnsins er
ólík frá einum staðnum til annars
og ákveða þarf hvað er hæfileg
blöndun á hverjum stað. Of lítið af
flúor gerir lítið sem ekkert gagn,
en of mikið gæti haft hættu í för
með sér.
Hver eru helztu rök andstæð-
inga flúorsins?
— Þau eru kannski mörg, en
flest léttvæg að mínu viti. Talað er
um að verði blandan of sterk geti
hún haft skaðleg áhrif og vissu-
lega er það rétt. Hins vegar þarf
hún að verða það sterk og haldast
sterk það lengi að það er afar
ólíklegt að slíkt geti komið fyrir.
Blandað er einum hluta á móti
milljónum hlutum vatns. Sé t.d.
blandað 20 hlutum á móti milljón
geta komið fram ákveðin áhrif
haldist þessi blanda í nokkra
mánuði eða ár. En í eina eða tvær
vikur, það hefur engin áhrif.
Önnur rök eru m.a. frelsi okkar
til að velja, við eigum að fá að
velja hvort við viljum fá flúor í
vatnið eða ekki. Við þessu eru fá
svör, en á það má benda að við
höfum ekki nema takmarkað
frelsi í ýmsum öðrum hlutum. Og
úr því að það sannast æ betur að
flúor hefur góð áhrif á tannheil-
brigði, ekki sízt barna, af hverju
gerast menn svo andsnúnir?
í hverju hafið þið einkum séð
árangur flúorblöndunarinnar ?
— Árangurinn hefur bezt kom-
ið í ljós í tönnum barna. Tann-
skemmdir í börnum hafa farið
stórlega minnkandi. Hjá fullorðn-
um sjáum við líka árangur. Hægt
er að sporna við frekari skemmd-
um, tannskemmdir þróast hægar
og það þýðir aukna vellíðan þegar
fram í sækir. Þá losna menn
iðulega við stærri aðgerðir, sem
framkvæma verður vegna mikillar
tannátu. Allt þetta þýðir mikinn
sparnað og tannlæknar hafa þá
fengið tíma til að sinna öðrum
aðkallandi verkefnum, sem orðið
hafa að sitja á hakanum.
Við getum nefnt sem dæmi
athugun, sem gerð var á 4 til 5 ára
börnum á leikskólum fyrir nærri
30 árum. Tannlæknar heimsóttu
skólana tvisvar á ári og skoðuðu
börnin. Tannskemmdir þeirra
voru flokkaðar í 3 flokka, lítið
skemmt, nokkuð um skemmdir og
mikið skemmdar tennur. Mjög fá
börn lentu í fyrstnefnda flokkn-
um, kannski eitt eða tvö af 50
barna hópi, margir í öðrum flokki
og flestir í þriðja flokknum. Þegar
þessi athugun var endurtekin nú
þegar flúor hafði verið til staðar í
drykkjarvatni í mörg ár, snerist
dæmið algjörlega við. Flestir lentu
í fyrsta flokknum og fáir í þeim
síðasta, þar sem mikið var um
skemmdir.
Að hve löngum tíma liðnum
koma breytingar sem þessar I
ljós?
— Þessar breytingar koma
fram eftir 4 til 5 ár. Þá sjáum við
árangurinn, börnin vaxa upp með
sterkari tennur, enda verða breyt-
ingarnar mestar hjá þeim. Barn,
sem fær flúor reglulega allt frá
Margaret og Graham Mount frá Ástraliu. Ljó«m. Kristján.
fæðingu, sem vex upp þar sem
flúor er bætt í drykkjarvatn, hefur
mun sterkari tennur en það barn,
sem ekki býr við þær aðstæður.
Það sjáum við m.a. af því að nú er
það sjaldgæft að við fáum til
meðferðar börn með mjög slæmar
tennur, nú heyrir það til undan-
tekninga að börn séu með mjög
alvarlegar tannskemmdir.
Við getum nefnt annað dæmi.
Bæði í Suður Ástralíu og á Nýja
Sjálandi voru menntaðar sérstak-
ar tannhjúkrunarkonur, fyrst 12,
síðan 24 og síðast var talan komin
upp í 60 stúlkur á ári. Hlutverk
þeirra var að fylgjast með tann-
hirðu skólabarna og annast
smærri viðgerðir. Síðustu árin
hefur þörfin farið ört minnkandi.
Fyrstu árin annaðist ein hjúkrun-
arkona 600 börn, árið 1978 var tala
þeirra komin upp í þúsund og við
gerum ráð fyrir að ein hjúkrun-
arkona geti nú annast milli 1200
og 1300 börn. Við útskrifum engar
nýjar tannhjúkrunarkonur í ár, en
12 á næsta ári og síðan kannski 12
annað hvert ár til að viðhalda
hæfilegum fjölda. Meðaltal nýrra
hjúkrunarkvenna á ári hefur því
lækkað úr 60 í 6 á fáum árum.
Þessi starfsemi verður endurskoð-
uð næsta ár, því að ef til vill
þurfum við engar tannhjúkrun-
arkonur í framtíðinni.
Hefur þá ekki líka minnkað
vinna hja tannlæknum?
— Nei, vinna okkar hefur ekki
minnkað og við verðum varla
óþarfir eins og sumir eru að halda
fram, en hins vegar hafa verkefn-
in breytzt. Við þurfum ekki lengur
að verja meirihluta starfskrafta
okkar í að fylla holur hjá börnum,
nú getum við meira snúið okkur að
ýmsu því sem setið hefur á
hakanum. Þar mætti t.d. nefna
tannholdssjúkdóma, en þeir hrjá
einkum þá, sem komnir eru um og
yfir miðjan aldur. Við höfum því
nægum verkefnum að sinna þótt
tannskemmdir minnki.
Geturðu nefnt tolur um kostn-
að við flúorblöndun?
— Kostnaðurinn er sjálfsagt
nokkuð misjafn eftir löndum, en
flúor er ódýrt efni og hér er alls
ekki um miklar fjárhæðir að ræða.
Hjá okkur hefur kostnaðurinn
verið sem svarar 7 íslenzkum
nýjum krónum á íbúa á ári.
Hvenær veittu menn fyrst at-
hygli gagnsemi flúors i þessum
tilgangi?
— Það eru ekki margir áratugir
síðan rætt var af alvöru um það að
blanda flúor í vatn til að reyna að
auka tannheilbrigði. Það hefur þó
verið gert frá því 1945 í Chicago og
ég hef ekki tölu á þeim stöðum,
sem það er gert í dag. En allt frá
því nokkru fyrir aldamót tóku
menn eftir áhrifum flúors í vatni.
Á Ítalíu kom í ljós að tann-
skemmdir voru fátíðar hjá íbúum
í ákveðnu þorpi og það var vegna
mikils flúors í vatni. Þar var
flúorinn hins vegar það mikill að
hann orsakaði bletti á tönnum.
Þannig er kannski víða flúor í
drykkjarvatni og kannski þarf
ekki annað að gera en rannsaka
málin.
jt.