Morgunblaðið - 18.02.1981, Síða 31

Morgunblaðið - 18.02.1981, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1981 31 upp í stórum systkinahóp við mikið ástríki foreldra, en Guðni var næstelstur sinna systkina. Guðni lagði ekki stund á lang- skólanám, en fór snemma að vinna. Og var hann vel liðinn í þeim störfum er hann gegndi. En síðustu árin var hann sölumaður hjá Daihatsu-bílaumboðinu í Reykjavík. Ég sem þessar línur rita kynntist Guðna heitnum er hann birtist á heimili foreldra minna sem tilvonandi tengdason- ur, en hann gekk að eiga Þóru systur mína 4. maí 1974. Kynni hans við fjölskyldu mína gátu ekki verið betri og var hann ávallt reiðubúinn til að leysa hvers manns vanda. Þeim Þóru og Guðna varð tveggja barna auðið. En börn þeirra eru Ragnheiður sem nú er 7 ára og Viðar Örn 4 ára. Og sem heimilisfaðir var Guðni vakinn og sofinn fyrir velferð fjölskyldunnar og hafði m.a. komið upp fallegri íbúð sem hann vann mikið við sjálfur og hafði ánægju af. Er nú skarð fyrir skildi hjá litlu fjölskyldunni er heimilisfaðirinn fellur frá í blóma lífsins. Ég undirrituð vil með þessum fáu línum þakka Guðna alla þá hlýju og velvild sem hann ætíð sýndi foreldrum mínum, okkur systkinum og tengdafólki öllu. Því geymum við minninguna í þakk- látum huga og sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur eftir- virðing mín óx stórum fyrir þess- ari viðmótsþýðu og duglegu telpu, hún var svo brosmild og traust- vekjandi, þessi telpa hlýtur að komast langt áfram í lífinu, hugs- aði ég. Vegir skildust, við vorum jafn- öldrur en sín í hvorum skóla, hún í Landakotsskóla, en ég í Barna- skóla Reykjavíkur, þar sem Mor- ten Hansen var þá skólastjóri. Um vorið fluttist ég úr Reykjavík með fjölskyldu minni til Eyrarbakka. — Arin liðu í tugum og fylgdist ég af áhuga með listferli hennar af vörum manna og úr blöðum. Loksins komst ég á fyrstu sjálf- stæðu sýningu hennar sem hún hélt í Bogasal Þjóðminjasafnsins 1952, og varð ég hugfangin af verkum hennar og alltaf síðan. Eftir drykklanga stund herti ég upp hugann og heilsaði henni. Síðan þá höfum við verið góðar vinkonur og er ég mjög þakklát fyrir að hafa kynnst henni því hún hafði að mínu áliti þá kosti, sem manninn mega prýða bezt. Það verða mér ógleymanlegar stundir, sem ég sat hjá henni á Fjölnisvegi og við ræddum um lífið og tilveruna en þess á milli sagði hún mér sögur og ævintýri frá vegferð sinni gegn um lífið, sem allt var jákvætt og uppbyggi- legt. — Áður en ég lýk þessum fáu orðum um Vigdísi kemst ég ekki fram hjá því að þakka Þorsteini bróður hennar fyrir hans frábæru umhyggju við systur sína, sér- staklega eftir að hún missti heils- una. Annars voru þau góðir vinir alla tíð. Mér er ekki grunlaust um að þau hafi bæði hlotið í arf það bezta frá foreldrunum, svo sem ég hef hlerað frá systkinum Rann- veigar, en það fólk þekkti ég vel í gegn um árabil. Þorsteinn f.n. bróðir Vigdísar hefur beðið mig að skila hjartan- legu þakklæti til ungu hjónanna, lifandi eiginkonu hans og litlu börnunum, svo og móður, systkin- um og öðrum ástvinum. Guð blessi ykkur öll. Margrét Pétursdóttir Lítil kveðja frá starfsfé- lögum I dag kveðjum við góðan vin og starfsfélaga. Söknuður okkar er mikill, því þar sem Guðni var ríkti ætíð gleði og kátína. Við sem kynntumst Guðna, teljum okkur ríkari af þeim kynnum, því Guðni var traustur vinur, jafnt í starfi sem leik. Skarð það sem hann skilur eftir í röðum okkar er stórt og vandfyllt, en minningin um góðan dreng mun lifa og ylja okkur um ókomna tíð. Við sendum konu hans, börnum og öllum ættingjum hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Starfsfélagar Undarleg, snögg og óvægin geta skilin milli lífs og dauða verið þeim sem næst standa, óskiljanleg og sársaukafull. Vinur minn og mágur, Guðni Grétar Guðmunds- son, hringdi í mig laugardaginn 7. þ.m. Ákváðum við að fara á skíði með börnum okkar. Lék hann á als oddi svo sem venja hans var. Við ókum í Bláfjöll og á leiðinni ræddum við um ýmis áhugamál okkar. Ferðin gekk að óskum og er til Bláfjalla var komið hóf ég að renna mér á skíðum, en Guðni var með börnunum á skíðum í ná- munda við bílinn. Nokkru síðar fóru þau inn í bílinn að fá sér hressingu. Skyndileg ahneig Guðni niður og var örendur. Guðni var aðeins 34 ára gamall og virtist ekki kenna sér neins meins. Við þetta skyndilega lát Guðna leita ýmsar góðar minn- ingar á hugann frá liðnum tímum, og einnig á fjölskyldumótum okkar. Hugur minn leitar til konu hans og barna, sem sjá nú á bak góðum eiginmanni og föður. Vil ég biðja góðan Guð að styrkja Þóru konu hans og börnin þeirra. Sævar Kallið er komið komin er nú stundin. vinaskilnaður viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta hlund. (Vald. Briem.) Enginn veit hvern annan grefur. Þessi setning og staðreynd hefur oft leitað á huga okkar síðustu daga, eftir að okkur berst hin óvænta helfregn. Ungur má en gamall skal. Einhvern veginn er það svo, að við hugsum sjaldan um það sérhver samverustund manna hér á jörð kann að vera sú síðasta, en nú er komið að kveðjustund. Okkur berst sú frétt þann 7. þessa mánaðar, að þann dag hefði frændi okkar og vinur Guðni Grétar orðið bráðkvaddur aðeins 34 ára gamall. Hann var fæddur 22. september 1946 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Guðfinna Guðnadóttir og Guðmundur Krist- mundsson bæði ættuð úr Bisk- upstungum. Vegna skyldleika við foreldra okkar hafði Guðfinna verið til heimilis í Kjarnholtum nokkurn tíma áður en hún giftist Guðmundi. Stofnuðu þau sitt heimili í Reykjavík og bjuggu þar allan sinn búskap. Þannig atvikaðist það að börn Guðfinnu og Guðmundar, Guðni Grétar og fleiri af þeim systkin- um, fóru að koma til sumardvalar heim til okkar að Kjarnholtum, þegar þau uxu úr grasi. Hann var nú ekki hár í loftinu eða kraftalegur fyrstu sumurin sem hann var í sveitinni hann Guðni frændi, en það sannaðist á honum sem oftar, að ef vilji er, þá veldur hann þungu hlassi, því brátt kom í ljós hve mikil seigla, samviskusemi og dugnaður var í þeim dreng og varð hann fljótlega hvers manns hugljúfi. Það leið öllum vel í návist hans, og hafði hann til að bera mikla glaðværð og góðvild og hjálpsemi, bæði við menn og málleysingja. Eftir ferm- ingu var hann einnig um vetrar- tíma heima við hirðingu á skepn- um og við önnur sveitastörf. Þeir sem dvalist hafa eða alist upp í sveit, vita hvað það líf er ólíkt því sem lifað er í kaupstaðn- um og misjafnt er hvort börn eða unglingar sem koma úr bæjum í sveit geta fallið inn í og aðlagast þeim aðstæðum sem þar ríkja, en oft á tíðum myndast sú tryggð hjá þessum börnum til sveitarinnar, til fólksins sem þar býr og þess lífs sem þar er lifað að hún varir æfilangt. Þannig var það með Guðna Grétar, hann varð strax og æ síðan sem einn af okkur systkin- unum. Eftir að leiðir skildu og við stofnuðum heimili fjarri hvort öðru urðu samverustundirnar fá- ar, en ef tækifæri gafst til að koma saman, þá hittum við alltaf fyrir sama trygga góða drenginn, sem við áður þekktum og alltaf var fyrsta spurningin hjá honum: Hvað er að frétta úr sveitinni? Ekki átti hann ræktarsemina og tryggðina langt að sækja, því heimili foreldra hans, Guðfinnu og Guðmundar, stóð okkur í fjöl- skyldunni ætíð opið og var þar ekki verið að hugsa um hvort við komum á matartímum, eða hve- nær sólarhrings það var, það beið okkar alltaf hlaðið borð og upp- búið rúm og hlýlegt viðmót þeirra elskulegu hjóna. Skammt er nú stórra högga á milli hjá Guðfinnu og fjölskyldu, Guðmund mann sinn missti hún fyrir rúmu ári og núna Guðna Grétar son sinn svo óvænt. Guðni Grétar giftist 4. maí 1974 eftirlifandi konu sinni Þóru Pét- ursdóttur og eignuðust þau tvö börn, Ragnheiði og Viðar Örn, og bjuggu þau í Reykjavík, og er nú mikill harmur að þeim kveðinn við svo skyndilegt fráfall eiginmanns og föður. Guðni starfaði í nokkur ár hjá Sanitas hf., en síðan hóf hann starf hjá Brimborg og síðustu tvö árin vann hann þar sem sölumað- ur. Að endingu viljum við senda okkar innilegustu samúðarkveðjur til eiginkonu, barna, móður og systkina og allra aðstandenda hins látna. Megi minningin um góðan dreng vera-ykkur styrkur í sorginni. Far þú í friði friður Guðs þig hlessi. hafðu þökk fyrir allt »k alit. Gekkst þú með Guði Guð þér nú fylgi. hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Við kveðjum frænda okkar og vin. Guð leiði hann. Systkinin frá Kjarnholtum. t Eiglnmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, GUÐJÓN HELGASON, sem lést 11. febrúar, veröur jarösettur föstudaginn 20. febrúar, kl. 15.00 frá Fossvogskirkju. Magnþóra Magnúsdóttir, Siguröur K. Guöjónason, Valbjörg Elsa Haraldsdóttir, Jóhanna Katrín Guöjónsdóttir, Jónas Ragnarsson, Halgi M. Guöjónsson, Ingveldur Kristófersdóttir, Þóra Þ. Guöjónsdóttir, Sturla Erlendsson. Helga Arna Guöjónsdóttir, Sigríöur Jóhannsdóttir og barnabörn. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, MARGRÉT R. HALLDÓRSOÓTTIR, Þórsgötu 5, veröur jarösett miövikudaginn 18. febrúar frá kirkju Óháöa safnaöarins kl. 3 sd. Blóm afþökkuö, en þeir sem vildu minnast hennar láti kirkju Óháöa safnaöarins njóta þess. Fyrir hönd aöstandenda, Guörún D. Úlfarsdóttir, Sigurjón Ulfarsson, Úlfar Skæringsson. sem eru leigjendur hjá Vigdísi og hafa verið um tveggja ára skeið og reynst henni, sem eigin beztu börn, og honum nú, við fráfall systur hans. Þorsteinn sagði: „Ég hélt að svona fólk væri ekki til í dag.“ Þau heita Björg Birgisdóttir og Bjarni Haraldsson. Með innilegum samúðarkveðj- um. Sigrún Gísladóttir. Sólvallagötu 33. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Sum trúfélög kenna fólki um algjöra þögn og hugleiðslu. Við hvað er átt? Þetta er allt annað en láta hugsanirnar lönd og leið, eins og sumir gera, þegar þeir tala um hugleiðslu í þögn. Það er aðeins að losa sig við hugsunina. Sálfræðingar segja, að unnt sé að sleppa tökum á hugsuninni og „láta vélina ganga hlutlausa". En slíkt er ekki kristileg íhugun eða hugleiðsla. Biblían kennir, að við verðum að hafa eitthvað efni til að íhuga. Davíð yrkir til dæmis í fyrsta sálminum: „Hann hugleiðir lögmál hans dag og nótt“. Hugleiðsla sálmaskáldsins beindist því að einhverju. Þannig hugleiðir kristinn maður alltaf eitthvert efni. Þetta efni eru sannindi ritningarinnar. Hugleiðið fyrst og fremst Krist! t Maöurinn minn, faöir, tengdafaðir og afi, SVEINN KJARVAL, innanhúsarkitekt, veröur jarösettur frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 19. febrúar kl. 13:30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Landspítalasjóöinn. Guörún Kjarval, Hrafnhildur Tove Kjarval, Robin Lökken, Jóhannes S. Kjarval, Geröur Helgadóttir, Ingimundur S. Kjarval, Temma Bell, Kolbrún Kjarval, María Kjarval og barnabörn. t Innilegar þakkir færum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför STEINGRÍMS GUDMUNDSSONAR, fyrrv. fulltrúa. Sérstakar þakkir eru færöar læknum og starfsfólki aö Hátúni 10 B. Steingrímur Kriatjónsson, Laufey Kristjónsdóttir, Sverrir Þórólfsson. t Innilegar þakklr fyrir alla þá samúö og vináttu er okkur var auösýnd viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, MARGRÉTAR G. JÓNSDÓTTUR, Faxaskjóli 12. Bjarni Jónsson, Adolf Bjarnason, Ásta Jóhannesdóttir, Knstinn Bjarnason, Kristín Pálmadóttir, Bjarni Grótar Bjarnason, Sigrún Gunnarsdóttir og barnabörn. t Þökkum auösýnda samúö og velvild viö andlát og útför konu minnar og móöur okkar, GUDRUNAR VILHJÁLMSDÓTTUR, Prestsbakka. Hofsósi. Sigurpáll Óskarsson og synir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.