Morgunblaðið - 14.03.1981, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1981
Bilun hefur ekki
komið fram í vélinni
VettvanKsrannsókn á fluRslys-
inu í Hornaíirði fór fram i gær
or samkvæmt upplýsinjjum
Skúla Jóns Sigurðarsonar, deiid-
arstjóra hjá Flugmálastjórn, var
Piper-vélin i blindflugsaðflugi
þegar flugmaðurinn ákvað að
hætta við aðfiugið vegna slæms
skyggnis. Hann hafði komið inn í
blindflugsaðflugi úr suðri yfir
radióvita á ströndinni og sam-
kvæmt upplýsingum flugmanns-
Aðalfundur
Verslunar-
bankansí dag
AÐALFUNDUR Verslunar-
hankans verður haldinn í dag
að Ilótel Sögu og hefst kl. 14.
Á dagskrá fundarins eru
auk venjulegra aðalfundar-
starfa tillögur um hreytingar
á samþykktum bankans með
hliðsjón af ákvæðum nýrra
laga um hlutafc svo og tillaga
um útgáfu jöfnunarbréfa.
Þeir hluthafar, sem ei hafa
enn vitjað aðgöngumiða og
atkvæðaseðla að fundinum,
geta fengið þá afhenta á
fundarstað.
ins sá hann niður á ströndina og
inn til þorpsins, en þar var þó
þykkur þokubakki.
Þegar flugmaðurinn hætti við
aðflugið kveðst hann hafa beygt
til vinstri og séð þá til strandar,
en samkvæmt reglum Flugmála-
stjórnar á fráhvarfsflug að vera
þannig, ef flugmaður hættir við
aðflug, að beygja skal til vinstri og
klifra samkvæmt tækjum flugvél-
arinnar. Við slysið fékk flugmað-
urinn höfuðhögg og gerir sér ekki
grein fyrir atburðarás, en hann
rankaði fyrst við sér er hann sat í
flugvélarflakinu í sjó upp undir
hendur. Samkvæmt upplýsingum
Skúla Jóns hefur engu verið slegið
föstu endanlega um orsakir slyss-
ins, en ekkert hefur komið fram,
sem bendir til bilana í vélinni eða
tækjum hennar.
Benedikt Snædal flugmaður fór
síðdegis í gær til Egilsstaða þar
sem hann býr. Hann hlaut læknis-
aðstoð á Höfn og m.a. þurfti að
sauma 53 spor í skurði á höfði
hans.
Á fjörunni um klukkan 5 í nótt
ætluðu björgunarfélagsmenn
SVFÍ á Höfn að reyna að koma
flotholtum undir og um vélina þar
sem hún liggur í firðinum. Á
flóðinu um hádegið á síðan að
reyna að fleyta vélinni til lands,
en síðan er fyrirhugað að bifreið
flytji flakið til Reykjavíkur.
„Tvíverknaður og sóun
á fjármunum bæjarins“
- segir í bréfi íbúa við Fögrubrekku í Kópavogi
Á FUNDI bæjarstjórnar Kópa-
vogs í gær voru umræður um
fjárhags- og framkvæmdaáætlun
kaupstaðarins í ár. Meirihlutinn
lagði m.a. til, að 25,8 milljónum
gamalla króna verði varið til
bráðabirgðaframkvæmda í aust-
urhluta Fögrubrekku. Hins veg-
ar er tillaga um framkvæmdir
íyrir 57,8 milljónir gkróna við
vesturhlutann, sem er mun yngri.
Síðastliðið haust vakti það at-
hygli er íbúar í austurhlutanum
settu auglýsingu í útvarp um að
Fagrabrekka væri fær þann dag-
inn. Þá hafði veghefill lagað
mestu holurnar og þvottabrettið,
sem gatan var orðin að mati
íbúanna.
Fyrir bæjarstjórnarfundinn í
Kópavogi í gær afhentu íbúar
austurhluta Fögrubrekku bréf þar
sem þeir lýsa furðu sinni og
vanþóknun á þeirri tillögu meiri-
hlutans að veita aðeins fé til
bráðabirgðaframkvæmda í aust-
urhluta Fögrubrekku. Segja þeir,
að slíkar framkvæmdir séu aðeins
sóun á fjármunum bæjarins, „tví-
verknaður og heimskuleg ráðstöf-
un“.
Telja íbúarnir sig alls ekki sitja
við sama borð og aðra íbúa
Kópavogs, jafnvel sé búið að ljúka
framkvæmdum í 4—5 ára gömlum
götum. Vesturhluti Fögrubrekku
hafi verið tekinn fram yfir austur-
hlutann og þar eigi nú að ljúka
malbikun, gangstéttum og lýsingu
til frambúðar. Hins vegar eigi
aðeins að leggja slitlag til bráða-
birgða í austurhlutann. Aðgerð-
arleysi bæjaryfirvalda ár eftir ár
hafi það m.a. í för með sér, að
fasteignir við austurhlutann séu
ekki í eins háu verði og aðrar
sambærilegar eignir.
Sigmundur í Syðra-
Langholti látinn
Sigmundur Sigurðsson, bóndi í
Syðra-Langholti í Hrunamanna-
hreppi, lézt í Vífilsstaðaspítala 12.
þessa mánaðar eftir skamma
sjúkdómslegu. Hann var fæddur
að Litla-Kálfalæk í Hraunhreppi í
Mýrasýslu 8. marz 1903, en ólst
upp með foreldrum sínum, Krist-
jönu Bjarnadóttur og Sigurði Sig-
mundssyni að Miklaholti í sömu
sveit.
Hann stundaði nám við
Bændaskólann að Hvanneyri 1924
til 1926. Sigmundur gerðist bóndi
að Syðra-Langholti árið 1928.
Hann gegndi fjölmörgum trúnað-
arstörfum fyrir sveit sína og
hérað, var m.a. oddviti Hruna-
mannahrepps í 20 ár, átti sæti á
búnaðarþingi í 24 ár og var
formaður fasteignamatsnefndar
Árnessýslu 1963 til 1970. Eftirlif-
andi eiginkona hans er Anna
Jóhannesdóttir frá Fremri-Fitjum
í Miðfirði.
Kvikmyndin Punktur punktur komma strik var frumsýnd i Háskólabíói í gærkvöldi. Frumsýn-
ingargestir voru á öllum aldri og í þeim hópi voru drengirnir á myndinni en þeir voru allir í hópi
leikenda. Ljósm. Mbl. RAX.
Gjaldskrár rafveitna hækka vegna vatnsskorts:
8—10% hækkun að meðal-
tali á heimilistaxta
„VIÐ HÖFUM orðið fyrir um 1,1
milljarðs gkróna útgjaldaauka
vegna hins mikla vatnsskorts,
sem verið hefur í vetur og það
var því augljóst, að við gátum
ekki staðið undir þeim kostnað-
arauka, án þess að fá einhverjar
tekjur á móti,“ sagði Kristján
Jónsson, rafmagnsveitustjóri
rikisins, i samtali við Mbl., er
hann var inntur eftir ástæðum
þess, að gjaldskrár rafmagns-
veitna hafa verið hækkaðar á
heimilistaxta um 6 aura á hverja
kílówattstund. Hækkunin er þvi
mjög mismunandi eftir rafveitum
viðs vegar um landið, því þær
hafa misháar gjaldskrár.
Rafvirkjar og línu-
menn hjá RARIK:
Kref jast sömu
kjara og sam-
bærilegar stéttir
VERKFALL rafvirkja og
línumanna hjá Rafmagnsveit-
um rikisins hefur verið boðað
frá og með næsta miðviku-
degi. Er þarna um 170 manna
hóp að ræða, sem tekur laun
samkvæmt sérkjarasamning-
um og hafa samningar verið
lausir frá siðastliðnu hausti.
Eftir nokkra fundi deiluað-
ilja var málinu vísað til sátta-
semjara, en eftir tvo fundi
með honum slitnaði upp úr
viðræðum síðastliðinn mið-
vikudag og verkfall var boð-
að.
Magnús Geirsson, formaður
Rafiðnaðarsambandsins, sagði
í gær, að kröfur þessa hóps
væru að fá kaup og kjör eins
og sambærilegir starfshópar,
en undanfarið hefðu línumenn
og rafvirkjar hjá RARIK
dregist aftur úr sambæri-
legum stéttum. Hann sagði, að
þessum starfshópi mætti líkja
við sjómenn, þar sem starfið
færi oftast fram fjarri heim-
kynnum. Viðgerðarflokkarnir
þyrftu að vera tilbúnir hvenær
sem væri og tilbúnir að klífa
fjöll og firnindi við störf sín.
„Þessir menn þurfa oft að
vinna þegar veður er þannig,
að fólk almennt treystir sér
ekki út fyrir dyr,“ sagði Magn-
ús Geirsson.
Kristján sagði þessa hækkun
væntanlega bæta rafmagnsveitun-
um um 40% af þeim kostnaðar-
auka, sem þær hefðu orðið fyrir,
en það sem á vantaði, þyrfti að
taka að láni.
í frétt frá iðnaðarráðuneytinu
segir, að ríkisstjórnin hafi á fundi
sínum sl. fimmtudag ákveðið að
hækka gjaldskrárverð rafveitna
um fasta krónutölu, eða 6 aura á
hverja kílówattstund, sem myndi
FuIItrúaráðsfundur Sambands
islenzkra sveitarfélaga var hald-
inn i félagsheimilinu i Stykkis-
hólmi i gær og i dag. Fundurinn
hófst klukkan 13 á fimmtudag og
lauk honum klukkan 15 i dag
eftir að ályktanir og tillögur
höfðu verið samþykktar.
Á fundinum voru mættir 46
fulltrúar úr öllum landshlutum og
auk þeirra nokkrir alþingismenn
og fræðslustjóri Reykjavíkur,
Kristján Gunnarsson. Til umræðu
á þessum fundi voru niðurstöður
verkskiptanefndar ríkis og sveit-
í DAG flytur bandariski ofurst-
inn og próíessorinn William J.
Taylor fyrirlestur er nefnist Sov-
ésk ógn á norðurslóðum, á vegum
Varðbergs og Samtaka um vest-
ræna samvinnu (SVS), í Snorra-
bæ og hefst fundurinn kl. 12.00.
Taylor er prófessor i félagsvis-
indum við hinn kunna banda-
ríska herskóla West Point og
jafnframt forstöðumaður örygg-
ismálarannsókna við sömu stofn-
un.
standa undir verulegum hluta af
þessum kostnaðarauka.
Samkvæmt upplýsingum Mbl.
þýðir þessi hækkun um það bil
8—10% hækkun á gjaldskrám
heimilistaxta Rafmagnsveitna
ríkisins að meðaltali. Ekki tókst
að ná sambandi við Aðalstein
Guðjohnsen, rafmagnsveitustjóra
í Reykjavík, til að fá upplýsingar
um hversu mikil hækkunin er hjá
íbúum Reykjavíkur.
arfélaga, frumvarp til laga um
framhaldsskóla, sem fundurinn
vildi að yrði afgreitt á Alþingi sem
nú situr að störfum, og í þriðja
lagi kjarasamningar og í því
tilefni var ákveðið að stofna
Vinnumálasamband sveitarfélaga,
sem fari með gerð kjarasamninga.
Fulltrúar sátu í gærkvöldi boð
hreppsnefndar Stykkishólms-
hrepps. Úr Vesturlandskjördæmi
eru í fulltrúaráðinu Guðmundur
Vésteinsson, Akranesi, Ríkharður
Brynjólfsson, Brúarlandi og
Sturla Böðvarsson, Stykkishólmi.
— Fréttaritari.
William J. Taylor er kunnur
fyrirlesari á sviði öryggismála við
fjölmarga háskóla og aðrar
menntastofnanir í Bandaríkjun-
um og víðar. Hingað kemur hann
frá Danmörku, þar sem hann
flutti erindi um varnar- og örygg-
ismál á norðurslóðum. Herforing-
inn hefur nú nýverið m.a. unnið
fyrir Ronald Reagan, Bandaríkja-
forseta, og Þjóðaröryggisráðið í
Washington.
Fulltrúaráðsfundur sveitarfélaga:
Ákveðið að stofna
vinnumálasamband
Stykkishólmi, 13. marz.
Fyrirlestur William J. Taylor í dag:
Sovézk ógn á
norðurslóðum