Morgunblaðið - 14.03.1981, Page 12

Morgunblaðið - 14.03.1981, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1981 Á undanförnum árum hefur margt í félagslífi barna og unglinga tekiö miklum breytingum og margir óttast aö þróunin sé ekki í jákvæöa átt fyrir íslenskt þjóöfélag. í samtalinu hér á eftir sem Morgunblaöiö átti viö Magnús Oddsson kennara koma fram ýmis forvitnileg sjónarmiö sem brydda upp á nýjungum en eru þó til varnar fjölskyldulífinu, varað er viö þeirri þróun aö samfélagiö teygi sig enn meira inn í eölilegt fjölskyldulíf. Magnús hefur veriö kennari í 14 ár, lengst í Hagaskóla, en hann hefur einnig kynnt sér félagslíf unglinga víöa í Evrópu. í samtalinu var hann fyrst spurður um félagslíf almennt. „Þörfin fyrir mannleg samskipti hefur alltaf veriö fyrir hendi og þeirri þörf hefur í gegnum aldirnar veriö mætt meö ýmsu móti, en þó fyrst og fremst meö fjölskyldustofnun. Viö höfum ölt lesiö um félagslíf í baöstofun íslenska sveitaþjóöfélags- ins. Baöstofurnar voru okkar fyrstu félagsmiöstöövar. Þar var oft bland- aö saman vinnu og tómstundum, þaö sem í dag er kallaö tómstundaiöja. Við þessa tómstundaiöju var oft bætt einhverri skemmtun, upplestri, sög- um o.s.frv. En fyrst og fremst áttu sér þarna staö mannleg samskipti. Auk þessa félagslífs innan veggja heimil- isins voru svo fyrst og fremst kirkju- feröir og réttardagar, sem voru tækifæri unglinganna til aö hafa samskipti viö jafnaldra sína. Hér er enginn timi til aö fara nákvæmlega út í þróun þessara mála, þó aö gaman væri, en til aö gera langa sögu stutta, þá smám saman breytumst við úr sveitaþjóöfélagi í þéttbýlisþjóöfélag aö miklum hluta og fjölskyldur fara að minnka." Af hverju kynslóðabiliö? Mér hefur fundist erfitt aö finna út hvenær og hvers vegna smám sam- an fer aö þróast félagsstarf eftir aldri, m.ö.o. myndast kynslóðabil. Þaö hlýtur þó aö liggja í augum uppi, að þetta hefur aö einhverju leyti gerst í skólum. Því aö í skólum er fariö aö raöa í hópa eftir aldri. Þaö er mjög eölilegt, þegar unglingur kemur í skóla, þá opnast miklir möguleikar til félagslífs með jafnöldrum og ef til vill var í upphafi mesta félagslífiö þaö aö vera í hópi meö fólki meö svipuö áhugamál og á svipuöum aldri og maöur sjálfur. En í skólum byrjar síöan smám saman félagslíf utan kennslutíma og þaö er þaö sem viö köllum í daglegu tali félagslíf í skólum. Ómetanlegar kennslu- stundír í daglegu lífi Hvernig er þá þetta félagslíf í íslenskum skólum? Þegar ég og jafnaldrar mínir vor- um í barna- og gagnfræðaskólum, þá var yfirleitt árshátíö, e.t.v. einn dans- leikur, bekkjarkvöld og kannski leiksýning. í þetta fóru örfá kvöld aö vetri. Eru fjölskyldu- tengslin að hverfa? Allt þetta kallaöl á breytingu í tómstundalífi. Mikil aukning verður í notkun fjölmiðla og þá sérstaklega meö tilkomu sjónvarps. En fjölmiölar og kvikmyndir gátu aldrei komiö í staö mannlegra samskipta, aöeins sem viöbót, og ekki annast gæslu unglinganna. Þá komu smám saman fram vissar óskir og síðan þróun í þá átt aö þjóöfélagiö annist þennan þátt- Fyrst meö dagvistunarstofnunum biglmgar og nú síöari árin viss þrýstingur frá unglinga „Verðum að aðlaga vinnu, skóla og tómstundir að fjölskyldulífinu, en ekki ófugt,“ — segir Magnús Oddsson kennari í samtali viö Morgunblaöiö Þjálfun í hestamennsku Hvað geröu ungiingar þá fyrir 20—30 árum í frístundum sínum? Nú getum viö öll litiö í eigin barm og rifjaö upp. Þaö fyrsta, sem kemur upp í huga minn voru leikir og aftur leikir, bílaleikir, mömmuleikir, fótbolti o.s.frv. meö jafnöldrum úr nágrenn- inu eins og víða er enn í dag. Þá virtist þaö ekki til umræöu aö eyöa tómstundum sínum í skólanum. Þeim var yfirleitt eytt á heimilinu, viö heimiiið eöa í frjálsum félagasamtök- um, íþróttafélögum, skátafélögum, KFUM o.s.frv. Ekki má gleyma þeim tómstundum, sem eytt var í snert- ingu viö atvinnulífið niöri viö höfn, hjá mönnum sem áttu skepnur og víðar. Þetta voru oft ómetanlegar kennslu- stundir og samverustundir án kyn- slóöabils. En á síöustu áratugum hefur oröiö óskapleg breyting á þessum málum. Vinnutími styttist, tómstundum fjölg- ar, fjölskyldur minnka enn meira. Þá færist þaö í vöxt, aö foreldrar vinni bæöi úti og enn síöar aö börn og unglingar dvelji hjá ööru foreldri; nú eru um 14% unglinga í Rvík, sem dvelja hjá öðru foreldri. foreldrum, börnum og unglingum um aö skólar, æskulýösráð og fleiri aöilar „hafi ofan af fyrir þeim sem lengst". Þessi þróun er nokkur ár á undan okkur víöa erlendis. Danir eru t.d. komnir langt á þessari braut og einn danskur unglingur sagöi mér, að hann óttaöist aö fjölskyldutengsl hyrfu smám saman innan kjarnafjöl- skyldunnar, hvaö þá við afa og ömmu og aöra ættingja. (Ég vil undirstrika þaö, aö ég er hér fyrst og fremst aö ræöa um þéttbýlisþjóöfé- lag.) Vaninn að fara út Mig langar aö segja ykkur litla sögu af því hvernig viöhorf sumra aöila er til þessarar þróunar, þar sem hún er komin miklu lengra en hér. Dönsk móöir sagöi mér, aö hún heföi gert tilraun til aö snúa þessu viö, en of seint. Hún sagöi; Ég vann úti og maöurinn minn líka og börnin voru á barnaheimili, síðan tók skólinn vlö, þegar þau uröu 6 ára. Mér fannst börnin sækja svo mikiö aö heiman á unglingsárunum, en ég haföi áhuga á því aö hafa fjölskylduna saman. Þegar ég spuröi dætur mínar, 14 og 15 ára, einn laugardaginn, af hverju þær væru aö fara út, nú vorum við heima, þá sagði önnur: Viö erum vanar aö fara út alla daga, fyrst förum viö eldsnemma á morgnana á barnaheimilin, svo í skólann, skóla- dagheimili eftir skólann, unglinga- klúbbinn o.fl. og nú hittumst viö krakkarnir niöri í bæ. Okkur finnst við verða aö fara aö hitta hina. M.ö.o. þaö var orðiö aö reglu aö fara aö heiman. Konan sagöi mér, aö sér heföu fallist hendur, hún heföi gert sér Ijóst, að dætur hennar heföu fyrst og fremst verið mótaöar á stofnun- um, dagheimilum, skólum og ungl- ingaklúbbum. Þá rann þaö upp fyrir mér, sagöi hún, hve mikil ábyrgö hvílir á fóstrum og kennurum, þegar uppeldiö er aö færast að einhverju leyti af heimilinu yfir á þessa aöila. Ég hef ekki trú á því aö þessi lýsing konunnar eigi viö hér á.landi enn, en hvert stefnir? Mín skoöun er sú, aö viö veröum aö fara varlega í að taka erlendar stórborgaaöferðir og skella þeim á hér. Við megum aldrei gleyma því, aö heimilin og fjölskyldan er það sem viö veröum aö vernda og láta vinnu, skóla og tómstundir falla aö fjölskyldulífinu, en ekki öfugt. Ég ætla nú ekki aö ræöa meira um þessar þjóöfélagsbreytingar, en taldi þaö samt nauösynlegt til aö sýna fram á ástæður fyrir auknum kröfum og þörfum fyrir félagslíf i skólum og annars staöar utan heimila. Samkvæmt grunnskólalögum er þaö fyrst og fremst komið undir aöstæðum á hverjum staö meö hvaöa fyrirkomulagi félagslíf veröur. Hér í Hagaskóla t.d., þar sem ég kenni, má segja, að allar aöstæöur veröi aö teljast góöar til félagslífs. 1. Góö húsakynni meö samkomu- sal og íþróttahúsi. 2. Gamalgróiö hverfi, þannig aö árgangar eru mjög heilsteyptir og síöast en ekki síst höfum viö átt því láni aö fagna aö heimilin hafa verið jákvæö gagnvart þessum þætti í skólastarfinu. Auk þessa félagslífs á vegum Fræösluráös, þá er hér eirrs og í öðrum skólum boöiö upp á tóm- stundastarf á vegum Æskulýösráös Reykjavíkur og er það í klúbbformi meö leiöbeinendum, n.k. sambland af kennslu og félagslífi, tómstunda- iðja. Þetta starf er skipulagt á skrifstofu ÆR og greitt af þeirra fjárveitingum frá borginni. Þetta starf er kl. 4—7 á mánudögum. Tvöföldu kerfi í félagslífinu ofaukið Þetta tvöfalda kerfi í framkvæmd félagslífs í skólum borgarinnar hefur veriö mér nokkur þyrnir í augum og á kynnisferðum mínum hef ég hvergi séö slíka tvi'skiptingu í þessum mál- um og allra síst í borg á stærö viö Reykjavík. Þaö fyrirkomulag, sem óg hef séö best, er þannig, aö fræöslu- ráö og æskulýösráö eru eitt og sama ráðiö með sömu skrifstofuna og starfskraftarnir voru allir að vinna að sama verkefninu; menntun og um- sjón með börnum og unglingum. Við erum meö á fræösluskrifstofunni sérstakan íþróttafulltrúa, sem hefur umsjón með íþróttalífi í skólum borgarinnar. Hvers vegna höfum viö ekki sérstakan æskulýös- og tóm- stundafulltrúa þar, sem sér um þessa starfsemi í skólum, samræmir störfin og sér um nýtingu skólahúsnæöis í þessum tilgangi? Nú er það þannig, aö þessar skrifstofur eru sín hvorum megin viö Tjörnina og oft aö vinna aö sömu málum. T.d. get ég nefnt, aö á skrifstofu ÆR er maöur, sem sér um tómstundastarf á vegum ÆR í skól- um, en á fræðsluskrifstofunni er annar maöur í hálfu starfi, sem hefur umsjón meö félagslífi í skólum á vegum fræösluráös. Væri ekki eðli- legra aö þetta væri unniö á sama staö? Ég tel þaö mikilvægast í þessum málum, aö samræma þaö sem verið er aö gera, svo aö ekki endurtaki sig mál eins og t.d. um haustið, þegar borgin ákvaö aö veita 4 millj. til að leysa unglingavandamál, þegar Hall- ærisplaniö komst eitt sinn í hámæli sem oftar, en peningarnir lágu mán- uðum saman ónotaöir, því aö ekki var Ijóst hvorum megin viö Tjörnina átti aö nota þá. Nei, við verðum að samræma kraftana. Að velja rjómann fyrir ísland í framhaldi af þessu ætla ég aö lýsa örlítið tómstunda- og félagslífi barna og unglinga í dönskum skól- um. En hvers vegna vel ég Dan- mörku? Jú, vegna þess að mér sýnist, aö sumar af þeim lausnum séu athyglisveröar og einnig þaö, aö ég býst við því aö þeir sem stjórna þessum málum hér, sæki fyrirmyndir þangaö og því sé þeirra fyrirkomulag þaö, sem viö verðum fyrr eöa síöar að velja rjómann úr, ef viö verðum svo heppin að vera yfirleitt nokkuö spurö. Ég fjallaöi áöan um þaö hvernig mér finnst örla svolítið á þeirri skoöun, aö skólarnir eigi aö vera staöir, þar sem ætlast er til aö börnin séu í „geymslu" mestan hluta dags. Danir hafa fyrir nokkru viöurkennt þessa þjóöfélagsbreytingu og sl. 4—6 ár hafa miklar umræöur oröið þar um þaö, hvernig skólakerfið á aö bregöast við þessu. Þaö eru mjög skiptar skoöanir, en sú skoöun hefur oröiö ofan á, aö reyna aö aölaga grunnskólann að þessari þróun í stað þess aö reyna aö snúa þróuninni við, sem þó viröist vera að flestra mati besta lausnin, en óframkvæmanleg. En sem sagt, þetta er þjóöfélags- þróun, sem Danir viöurkenna, og hvaö gera skólayfirvöld í málinu? Sífellt kerfisbundnari tómstundir unglinga Ég kynnti mér þessi mál best í sveitarfélagi á stærö viö Reykjavík, en allir skólar þar eru fyrir 6—16 ára

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.