Morgunblaðið - 14.03.1981, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1981
15
Frædsluþáttur
Gedverndarfélags Islands
7 Umsjón:
Oddur Bjarnason
Nauðsynlegar úrbætur
í geðheilbrigðismálum
Alþingi fjallar nú um tillögu
til þingsályktunar um geðheil-
brigðismál, skipulag og úrbætur.
Flutningsmenn eru úr öllum
stjórnmálaflokkum á þingi og
þeir hafa haft samráð við stjórn
geðhjálpar, sem er félag geð-
sjúklinga, aðstandenda og vel-
unnara. Með því að miklu máli
skiptir, að þessi tillaga nái fram
að ganga, þykir mér hlýða að
fjalla nokkuð um þann vanda,
sem er tilefni tillögunnar. sá
vandi hlýtur að vera mjög mikill,
því að það ætti ekki að vera
nauðsynlegt, að skilja geðheil-
brigðismál frá öðrum heilbrigð-
ismálum og fjalla um þau sér-
staklega.
Hlutverk geðheilbrigðisþjón-
ustunnar er mjög umfangsmikið
enda eru geðsjúkdómar mjög
tíðir. Gera má ráð fyrir, að
annar hver maður muni þjást af
geðkvilla áður en hann nær 75
ára aldri. Á hverjum tíma er
talið að 20—25 af hundraði
fullorðins fólks þjáist af geð-
kvillum. Það er þó ekki nema
hluti af þessu fólki, sem leitar
meðferðar.
Heilbrigðisyfirvöld verða að
mynda samfellda þjónustukeðju
fyrir einstaklinga og fjölskyldur,
sem eiga við geðræn vandamál
að stríða, allt frá fyrirbyggingu
og frumþjónustu til langvarandi
umönnunar, þegar hennar er
þörf. Það verður að vera unnt, að
sinna bráðum sálarkreppum án
tafar og veita þeim, sem haldnir
eru alvarlegum geðsjúkdómum
fullnægjandi meðferð. Heil-
brigðisyfirvöld verða að tryggja
nægan húsakost fyrir þessa
þjónustukeðju í göngudeildum, á
sjúkradeildum, á endurhæf-
ingardeildum, áningastöðum
milli sjúkrahúsa og heimila og
vernduðum heimilum. Þau verða
einnig að tryggja nægan vel
menntaðan mannafla til að
starfa við þessa þjónustukeðju.
Meðferð á geðsjúklingum er
tímafrek og því aðeins, að mann-
afli sé nægur er unnt að beita
góðri og fjölbreyttri nútíma
meðferð. Heilbrigðisyfirvöld
verða að tryggja aðgang sjúkl-
inga að vernduðum vinnustöðum
og greiða fyrir þeim á almennum
vinnumarkaði. Þá verða þau að
tryggja, að geðsjúklingar eigi
kost á viðunandi húsnæði og
nægiiegu lífsviðurværi, þegar
þeir fara úr vistrými á meðferð-
arstofnunum.
Þau vandamál, sem stafa af
geðsjúkdómum eru svo mikil, að
engin von er til þess, að starfs-
menn geðheilbrigðisþjónustunn-
ar geti leyst þau einir. Þeir verða
að leita eftir samstarfi við
starfsmenn í öðrum greinum
heilbrigðisþjónustunnar, félags-
málastofnunum og öðrum hjálp-
arstofnunum. Þá er ekki síður
mikilvægt, að leita eftir sam-
starfi við allan almenning og
hvetja hann til að taka virkan
þátt í fyrirbyggingu geðsjúk-
dóma svo og meðferð og endur-
hæfingu geðsjúklinga. Til að
tryggja þessa samvinnu og til að
auka umburðarlyndi almennings
og gera þannig geðsjúklingum
auðveldara að snúa aftur til
samfélagsins og hafast við í því,
verður að veita víðtæka fræðslu
um málefni þeirra. Fræðsluþátt-
um Geðverndarfélagsins er ætl-
að það hlutverk.
Því miður vantar mikið á, að
geðheilbrigðisþjónustan geti
gegnt hlutverki sínu með full-
nægjandi hætti. Til þess að svo
geti orðið, verður að auka bæði
mannvirki og mannafla. Það er
talið, að samtals þurfi 4,3 vistun-
arrými fyrir geðsjúklinga fyrir
hvert þúsund landsmanna. Hér á
landi eru þau innan við tvö. Það
vantar húsrými fyrir alla hlekki
þjónustukeðjunnar. Brýnust er
þörfin fyrir vistunarrými á
sjúkradeildum fyrir bráðveika
sjúklinga, en þörfin er einnig
mikil fyrir vistunarrými á
endurhæfingadeildum, langlegu-
deildum, endurhæfingaheimilum
eða áningastöðum og vernduðum
heimilum. Þá er einnig mikil
þörf á auknu rými á göngudeild-
um. Það fer ekki milli mála að
mannafla vantar til starfa við
alla hlekki þjónustukeðjunnar
til að sinna meðferð og endur-
hæfingu eins vel og æskilegt
væri. Sú tregða, sem hefur verið
á að skapa viðunandi aðstæður í
þjónustu fyrir geðsjúka, hefur
fælt fólk frá því að leita sér
menntunar á þessu sviði. Jafn-
framt hefur þessi tregða ekki
verið til þess fallin að auka
samúð og skilning almennings á
þörfum geðsjúklinga.
Það er ljóst, að ástandið í
geðheilbrigðismálum er slæmt
og geðheilbrigðisþjónustan er
vanbúin til að gegna hlutverki
sínu með fullnægjandi hætti.
Það verður að gera róttækar
aðgerðir í geðheilbrigðismálum
og umfangsmiklar endurbætur á
geðheilbrigðisþjónustunni.
Skipulag á þjónustu við geð-
sjúklinga mætti vera betra, eins
og raunar skipulag á þjónustu
við aðra sjúklinga, en það er ekki
skipulaginu í sjálfu sér að kenna,
að þjónustan hefur ekki verið
sem skyldi. Skortur á aðstöðu
hefur komið í veg fyrir að unnt
væri að koma á viðunandi þjón-
ustuskipulagi.
Þær endurbætur, sem nauð-
synlegar eru á geðheilbrigðis-
þjónustunni hafa vafalaust mik-
inn kostnað í för með sér, en
þjóðfélagið verður að leggja í
þann kostnað. Þó að það sé dýrt í
bráð að veita geðsjúklingum
fullnægjandi meðferð og endur-
hæfingu, er það þó enn dýrara í
lengd fyrir geðsjúklingana, að-
standendur þeirra og þjóðfélagið
í heild, sé ekki komið á fullnægj-
andi þjónustu. Stórstígar fram-
farir hafa á undanförnum ára-
tugum orðið í geðræðum. Þekk-
ing manna á meðferð og endur-
hæfingu hefur stóraukist og nú
er ljóst, að hvort tveggja getur
komið að góðu gagni, sé rétt að
staöið. Meðan starfsmenn geð-
heilbrigðisþjónustunnar hafa
jafn ófullnægjandi aðstæður til
að sinna starfi sínu og raun ber
vitni, geta þeir ekki hagnýtt
þessa þekkingu, nema að tak-
mörkuðu leyti til hagsbóta fyrir
geðsjúklinga, aðstandendur
þeirra og þjóðfélagið allt.
Meðal þeirra endurbóta, sem
brýnast er að gera í geðheil-
brigðisþjónustunni eru þessar:
1. Þjónustu við bráðveika sjúkl-
inga verður að efla stórlega
með auknu svigrúmi á legu-
deildum og göngudeildum
geðdeilda. Nærtækast er að
gera þetta með því að ljúka
framkvæmdum við geðdeild
Landspítalans hið fyrsta og
veita heimild til að ráða
nauðsynlegan mannafla til
reksturs deildarinnar.
2. Það er nauðsynlegt, að auka
þjónustu við hópa, sem til
þessa hafa orðið útundan,
einkum unglinga og aldraða.
3. Koma þarf upp áningastöðum
milli sjúkrahúsa og heimila
til að endurhæfa geðsjúklinga
og vistheimilum fyrir þá, sem
ekki geta búið á eigin vegum.
5. Það verður að stuðla að rann-
sóknum á geðrænum vanda-
málum, hvernig þau verða
fyrirbyggð og leyst.
6. Síðast en ekki síst verður að
huga að upplýsingum og
fræðslu til almennings í mál-
efnum geðsjúklinga og þar
sem til geðverndar horfir
fyrir einstaklinga, fjölskyldur
og samfélagið í heild.
Geðverndarfélagið hefur um
langt árabil unnið að hagsbótum
fyrir geðsjúklinga og fengið
miklu áorkað. Þannig hefur það
komið upp rými fyrir 22 sjúkl-
inga á Reykjalundi. Það hefur
átt hluta af Bergiðjunni, sem er
verndaður vinnustaður fyrir
geðsjúklinga að Kleppsspítalan-
um. Þá hefur það haldið úti
tímaritinu Geðvernd, sem er
fræðslurit um geðfræði. Geð-
verndarfélagið mun á sumri
komanda hefja framkvæmdir
við áningastaði fyrir geðsjúkl-
inga á nýskipulögðu svæði í
Fossvogi og nýtur þar stuðnings
og velvildar ýmissa aðila og má
þar fremsta telja Kiwanishreyf-
inguna á Islandi. Þá lögðu tón-
listarmenn, sem efndu til minn-
ingartónleika um John Lennon
einnig til drjúgan skerf, er þeir
gáfu Geðverndarfélaginu ágóð-
ann.
Ýmislegt bendir nú til þess, að
skilningur sé almennt að aukast
á hinum mikla vanda, sem steðj-
ar að geðsjúklingum og aðstand-
endum þeirra, og hinum þungu
búsifjum, sem geðsjúkdómar
valda þjóðfélaginu. Meðal þess-
ara vísbendinga er sú staðreynd,
að þingmenn allra flokka hafa
sameinast um tillögu til þings-
ályktunar um geðheilbrigðismál
og hinar góðu viðtökur, sem
Kiwanismenn fengu, er þeir
seldu Kiwanislykilinn til ágóða
fyrir málefni geðsjúklinga. Það
myndi flýta fyrir úrbótum í
geðheilbrigðismálum, ef þings-
ályktunartillagan næði fram að
ganga og því verður að vona, að
sá velvilji og skilningur, sem
fram kemur hjá flutnings-
mönnum tillögunnar, eigi
hljómgrunn í öllum þingheimi.
Vitni vantar að ákeyrslum í Hafnarfirði
„Það er mjög erfitt. Þetta er
víðlent svæði, nær allt suður til
Seyðisfjarðar. Á þessu svæði er
allt Fljótsdalshérað og dalirnir
upp af því. Vegna þess að ég bý
nyrst er erfitt að ferðast um nema
yfir sumarið."
— Þú ert þá kannski á ferðalagi
allt sumarið?
„Það þyrfti að vera svo, en ég er
farinn að eldast og ferðalögin eru
minni en æskilegt væri.“
— Á kirkjan mikil ítök í hugum
fólks á þínu svæði?
„Það er vandi að svara því. Ég
held það sé hvorki meira né minna
en gengur og gerist hjá þjóðinni
yfirleitt. En það er erfitt að dæma
um slíkt því oft er meira um það
að kirkjan eigi ítök í hugum
manna en í fljótu bragði virðist."
— Hvernig ætlið þið að minn-
ast kristniboðsársins?
„Við höfum hugsað okkur að
Múla- og Austfjarðaprófastsdæmi
sameinist um minningarhátið.
Hátíðin yrði þá líklega haldin á
Egilsstöðum sem er miðsvæðis
fyrir bæði prófastsdæmin. Þetta
er allt á undirbúningsstigi ennþá
en þó er gert ráð fyrir því að
kirkjukórarnir taki þátt í þessari
hátíð. Auk þess verður kristni-
boðsársins minnst sérstaklega í
hverri sókn.“
Sigmar hefur búið á Skeggja-
stöðum í 37 ár og sat í hrepps-
nefndum í> Skeggjastaðahreppi í
rúm 25 ár. Konan hans, Guðríður
Guðmundsdóttir, er nú oddviti
hreppsnefndar en Sigmar gegndi
því starfi á undan henni.
„Ég fór austur svo að segja
beint frá prófborðinu og hef aldrei
haft tíma til að láta mér leiðast.
Ég er Austfirðingur og mig lang-
aði til Austfjarða að loknu prófi.
Ég hafði um tvo staði að velja,
Mjóafjörð og Skeggjastaði. Ég
valdi Skeggjastaði þar sem ekkert
prestssetur var í Mjóafirði, það
var auðvelt að velja þarna á milli.
Ég hef enn ekki komið því í verk
að sækja í burtu. Ég var eini
umsækjandinn á sínum tíma og
fékk lögmæta kosningu. Fólkið tók
vel á móti okkur og okkur hefur
liðið vel.“
„Messur, best
sóttu samkomurnar“
Að lokum ræddum við um stöðu
kirkjunnar í landinu:
„Uti á landsbyggðinni hlýtur
presturinn að þurfa að koma við
sögu í mörgu. Konan mín hefur
t.d. verið kennari í rúm 30 ár og
skólinn hefur verið á heimili
okkar jafn lengi. Börnin eru í
dagiegum tengslum við prestinn
og prestssetrið. En nú erum við að
vinna að því að byggður verði skóli
fyrir Bakkafjörð og sveitina í
kring."
— En hvernig finnst þér tengsl
kirkjunnar og hins almenna Is-
lendings vera. Eru þau kannski að
rofna?
„Það er vandasamt að svara
þessu. Sums staðar ber meira á
því en áður. En ég held að í raun
og veru sé svo ekki. Á vissu
tímabili ævinnar fjarlægjumst við
kirkjuna en tengjumst henni aftur
síðar. Ég get því ekki sagt að
tengsl kirkju og fólks séu almennt
að rofna. Og oft eru þessi tengsl
mun meiri en lítur út fyrir í
fyrstu.
Vissir hættir manna hafa
breyst með árunum og það hefur
komið niður á því sem síst skyldi.
Og þó er ekki að furða að slíkar
breytingar bitni á því sem var
hefðbundið. Það er mikið talað um
lélega kirkjusókn en tekið er tillit
til hversu oft fólk er boðað saman
í kirkju held ég að þetta séu best
sóttu samkomurnar. Og mér
finnst kirkjusókn heldur vera að
glæðast.
Kirkjunni berast mun meiri
gjafir nú en áður og finnst mér
það líka benda til þess að fólk
hugsi mikið til kirkjunnar. Og þar
sem ungir og áhugasamir prestar
hafa komið til starfa hefur nýtt líf
færst yfir söfnuðinn. Þótt lítið
beri á held ég að ítök kirkjunnar
séu alls ekki þverrandi," sagði
Sigmar að lokum.
— rmn.
Dagný Björgvinsdóttir
Tónlistarskólinn:
Burtfararprófs-
tónleikar Dagnýjar
Björgvinsdóttur
Á morgun verða haldnir burt-
fararprófstónleikar í sal Tónlist-
arskólans í Reykjavík og hefjast
þeir kl. 15. Dagný Björgvinsdóttir
tekur burtfararpróf í píanóleik frá
skólanum og verða verk eftirtal-
inna höfunda á efnisskránni: J.S.
Bach, Schubert, Chopin og Sjosta-
kovitsj. Dagný er nemandi Mar-
grétar Eiríksdóttur og mun hún
einnig ljúka píanókennaraprófi
frá Tónlistarskólanum í vor. Öll-
um er heimill aðgangur meðan
húsrúm leyfir.
Leikfélag Kópavogs:
75. sýning
á Þorláki
Annað kvöld verður 75. sýning
Leikfélags Kópavogs á hinum
sívinsæla gamanleik „Þorláki
þreytta“.
Nú hefur sú breyting orðið á
hlutverkaskipan að Guðrún Þ.
Stephensen hefur tekið við sem
spúsa Þorláks af Sólrúnu Yngva-
dóttur, en hún verður fjarverandi
um sinn vegna fótbrots.
Helgi Þorgils
Friðjónsson sýn-
ir í Rauða hús-
inu á Akureyri
í dag kl. 16 opnar Helgi
Þorgils Friðjónsson sýningu i
Rauða húsinu á Akureyri. Þar
sýnir Helgi málverk, teikningar
og bækur.
Þetta er önnur einkasýning
Helga á árinu, en sú fyrri var í
Norræna húsinu í febrúar. Áður
hefur hann haldið sex einkasýn-
ingar hérlendis, í Hollandi og
Sviss. Auk þess hefur hann tekið
þátt í fjölda samsýninga víða um
heim.
Sýning Helga Þorgils Friðjóns-
sonar stendur til 22. þ.m.
SKORAÐ er á tjónvalda eða vitni
að gefa sig fram við rannsóknar-
lögregluna i Hafnarfirði varðandi
þessar ákeyrslur:
Laugardaginn 7/3 1981, á tíma-
bilinu frá kl. 00.15—12.12, var ekið
á hægri hlið bifreiðarinnar R-
63176, sem er fólksbifr. af verðinni
Volvo, þar sem bifreiðin var mann-
laus á bifreiðastæði við húsið nr. 92
við Álfaskeið í Hafnarfirði.
Miðvikudaginn 4/3 sl., á tímabil-
inu frá kl. 17.00—18.30, var ekið á
bifreiðina Ö-7038, sem er af gerð-
inni Datsun Station, árg. 1973, þar
sem bifreiðin stóð mannlaus á
Reykjanesbraut skammt sunnan
Þúfubarðs ofan við Hafnarfjörð.
Ekið hefur verið aftaná bifreiðina
og hún stórskemmd. Bifreiðin er
gul að lit.
Miðvikudaginn 4/3 sl. var ekið á
bifreiðina G-4710, sem er af gerð-
inni Daihatsu, fólksbifr., þar sem
hún stóð á Álmholti í Mosfellshr.
Gerðist á tímab. frá kl. 16.00—
18.00.