Morgunblaðið - 14.03.1981, Page 19
, MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1981
19
Magnús L. Sveinsson, borgarfulltrúi:
Skipulagsmál borgarinnar komin
í algjört óefni hjá vinstri flokkunum
TVEIR fulltrúar vinstri meirihlutans í borgarstjórn Reykja-
víkur ráðast gegn Magnúsi L. Sveinssyni borgarfulltrúa í
Tímanum og Þjóðviljanum hinn 10. marz síðastliðinn vegna
fréttaviðtals. sem birtist við hann í Morgunblaðinu 6. marz,
þar sem hann skýrir frá hugmyndum meirihlutans um
ibúðabyggð í Elliðaárdal og þungaiðnað í Árbæjarhverfi.
Sigurður Ilarðarsson, fulltrúi Alþýðubandalagsins og
formaður skipulagsnefndar Reykjavíkur, segir í Þjóðviljan-
um, að viðtaiið við Magnús hafi verið ákaflega villandi og að
mikil rangfærsla fælist í fyrirsögninni. Gylfi Guðjónsson,
fulltrúi Framsóknarflokksins í skipulagsnefnd, segir við
Tímann, að viðtalið við Magnús sé hrein skemmdarverka-
starfsemi, þar sem farið sé vísvitandi með rangt mál.
Að þessu tilefni átti Morgunblaðið samtal við Magnús L.
Sveinsson og spurði hann, hvað hann vildi segja um þessi
ummæli. Magnús sagði:
„Ég vil í fyrsta lagi segja
það, að frétt Morgunblaðsins
og viðtalið við mig er full-
komlega sannleikanum sam-
kvæmt. Máli mínu til stuðn-
ings vif ég leyfa mér að vísa til
skipulagskorts, sem mér og
öðrum í umhverfismálaráði
var kynnt af borgarskipulagi
hinn 3. þessa mánaðar. Á því
korti voru þessi tvö svæði
kynnt, þar sem svæðið í Ell-
iðaárdalnum, norðan Stekkj-
Magnús L. Sveinsson
arbakka var merkt sem íbúða-
byggð, sem gert var ráð fyrir
að byggð yrði á skipulagstím-
anum, þ.e.a.s. innan næstu 20
ára. Varðandi svæðið á græna
beltinu milli Hraunbæjar og
Bæjarháls, sem liggur með-
fram fjölmennustu götu borg-
arinnar, var það á sama korti
merkt sem þungavinnusvæði.
Þetta kort er til í borgarskipu-
lagi fyrir hvern sem er, sem
ganga vill úr skugga um, hver
fari hér með rétt mál.“
Morgunblaðið spurði Magn-
ús L. Sveinsson, borgarfull-
trúa, hverjar hann teldi
ástæður fyrir því, að fulltrúar
vinstri meirihlutans brygðust
svo við viðtalinu við hann í
Morgunblaðinu 6. marz. Hann
svaraði:
„Ég hygg, að ástæður tauga-
veiklunar meirihluta skipu-
lagsnefndar og stóryrðanna í
minn garð, séu vegna þeirrar
staðreyndar, að borgarstjórn-
armeirihluti vinstri flokkanna
er kominn í algjört óefni með
skipulagsmál borgarinnar og
það finna þeir sjálfir, þegar
þeir eru nú í þeirri stöðu að
verða að standa ábyrgir
frammi fyrir borgurunum.
Mitt hlutverk í þessu máli er í
raun ekki annað en ég er að
upplýsa það, sem þessir menn
eru að vinna að, og vitað er að
veldur mikilli óánægju meðal
íbúanna í nágrenni þessara
svæða. Það virðist vera svo
sem meirihlutinn megi hvergi
sjá grænt svæði, öðru vísi en
það skuli tekið undir íbúða-
byggð eða atvinnurekstur.
Annars er fleira merkilegt
við þessar skipulagshugmynd-
ir vinstri flokkanna í borgar-
stjórn," sagði Magnús. „Þar er
m.a. gert ráð fyrir því, að
smíða tvær nýjar brýr yfir
Elliðaárnar, auk Höfðabakka-
brúarinnar. Það er gert ráð
fyrir því, að brú komi yfir
árnar, sem tengi austurhluta
Breiðholts- og Seláshverfis og
síðan er gert ráð fyrir annarri
brú, þar sem svokallaður
Ofanbyggðavegur á að liggja.
Spyrja má: Hvar er nú um-
hyggja þessara manna fyrir
EUiðaánum og umhverfi
þeirra? Hræsnin og skynhelg-
in ríða ekki við einteyming í
þessu sem öðru hjá þessum
blessuðum höfðingjum," sagði
Magnús L. Sveinsson að lok-
um.
málflutningur sjálf-
stæðismanna”
— ,J borgannAJefnum I Morpunblaölnu," seglr Ibútebyggö í ElliðaánWnM
Gylfl 6uí]óns8on (ulltrúl I sklpulagsMrnd —------- •
---------I
sas:
"’JJ' — I«IU.
ne Norðlingaholt |
sc«t SiRuríwf H
m:
,!ií555iairt5 ■.•££:--rsar:* jgrijy-yE e."X. erjr.ss. ^2s.,£rsjSi
Úrklippur úr Tímanum og Þjóöviljanum frá 10. mars.
AÐALSKIPUIAG REYKJAVÍKUR $
cziHaBN íeCrwæyoGO
»i Wmmtm mmnwómr allt m 20% svæ' sts
mm s-vNoafimmsDi
mmofwsEsm bvggingaí}
ms m:B£JARsv£Di
mm , m svæoi til sérstakra nota
m ÚTIVtSTAfí- CG ÖBfGG’) SVÆ«
V-,.
n
n
rt
J
*-f:
Þessi mynd er af kortinu, sem Magnús L. Sveinsson vitnar til i viðtalinu. Kortið er í lit, en tii skýringa hefur
Morgunblaðið sett inn örvar, er benda á umrædd svæði. Örvarnar þrjár hægra megin á myndinni sýna
þungavinnusvæðin á græna svæðinu milli Hraunbæjar og Bæjarháls. Fjórða örin, sem er til vinstri sýnir
svæðið i Elliðaárdal, norðan Stekkjarbakka, sem litað er og merkt sem íbúðarsvæði. Á milli örvanna þriggja
og þessarar til vinstri er Höfðabakkabrún sýnd. Ofar i ánni er siðan sýnd brú, sem tengir austurhluta
Breiðholts og Seláshverfi. Loks sést mikil brú neðst á myndinni. þar sem svokallaður Ofanbyggðavegur á að
liggja.
Nú er mikið um að vera í Blómaval við
Sigtún. Skoðið hið fjölbreytta úrval
okkar af allskonar ungplöntum á
mjög hagstæðu verði. Veitið
ungplöntunum áframhaldandi
ræktun heimafyrirog látið þærvaxa í
höndum ykkar.
Hafsteinn Hafliðason,
garðyrkjufræðingur, leiðbeinir
viðskiptavinum þessa helgi um
pottaplöntur, meðferð þeirra,
umpottun og staðsetningu.
Það er margt að sjá í Blómaval.
Opið frá kl. 9-21
IblltelMClllfÍaa
Gróðurhúsinu við Sigtún.Símar36770-86340