Morgunblaðið - 14.03.1981, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 14.03.1981, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1981 flfaKlgtttlllIflfrife Otgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorfajörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuói innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. Landsfundur ákveðinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn um mánaðamót- in október/nóvember. Ákvörðun um þetta var tekin af miðstjórn flokksins á fimmtudag. Hún tekur pólitískt gildi, sem ekki takmarkast við Sjálfstæðisflokkinn einan. Þegar ríkisstjórnin kynnti efnahags- ráðstafanir sínar um áramótin, komst Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokksins, svo að orði, að stjórnin miðaði ráðstafanir sínar við það, að þær dygðu fram yfir landsfund sjálfstæðismanna. Taldi Kjartan, að fundurinn yrði haldinn í apríl eða maí. Sé landsfundurinn mikilvægt leiðarmerki á vegferð ríkisstjórnarinnar, verður hún nú að taka sólarhæðina að nýju. Enginn getur með rökum haldið því fram, að stjórnarandstaðan sé áhrifalaus, ef jafnvel ákvarðanir hennar um fundartíma geta haft afdrifarík áhrif á stjórnarstefnuna og gerðir ráðherra. Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær, að sjálfstæðismenn væntu þess ekki aðeins, að línur í stjórnmálaástandinu hefðu skýrst næsta haust, heldur væri það einnig „ofarlega í hugum manna að nota megi tímann til haustsins til þess að ná á ný samstöðu með öilum sjálfstæðis- mönnum". í kjölfar ákvörðunar miðstjórnar um landsfund í haust, ákvörðunar, sem tekin var fyrir frumkvæði þingmanna Sjálfstæðis- flokksins, vænta flokksmenn þess, að tíminn verði vel notaður innan dyra hjá sjálfstæðismönnum til að ná samstöðu. Það er alltof mikil einföldun á þeim atburðum, sem gerðust við myndun ríkisstjórnarinn- ar, að reyna að binda þá við persónur einstakra manna. í raun var í febrúar 1980 gerð aðför að viðteknum vinnubrögðum í öllum íslenskum stjórnmálaflokkum og lýðræðislegum félögum yfirleitt. Allar valda- stofnanir Sjálfstæðisflokksins hafa lýst andúð sinni á því, hvernig að stjórnarmynduninni var staðið. Landsfundur er hæstiréttur Sjálf- stæðisflokksins. Nú iiggur ljóst fyrir, hve langan tíma menn hafa til að búa mál sín undir dóm hans. Ballett og samningar Itilefni af þvl, að í ár eru liðin 20 ár síðan gerður var tvíhliða samningur um menningar-, vísinda- og tæknisamvinnu milli íslands og Sovétríkjanna, hafa Sovétmenn sent hingað listdansara frá Bolsoj, Kiev og fleiri stöðum. Ástæða er til að fagna því, að íslendingar fái tækifæri til að njóta danslistar sovéskra meistara. Hitt er þó ekki sérstakt fagnaðarefni, hvers vegna listdansararnir eru hér á landi. Við Islendingar þurfum gaumgæfilega að meta það, hvaða hag við höfum haft af 20 ára samvinnu við Sovétmenn á sviði menningar, vísinda og tækni. Færi vel á því, að menntamálaráðuneytið og utanríkisráðuneyt- ið gæfu út yfirlit yfir það, hvernig framkvæmd þessa samnings hefur verið þau 20 ár sem hann hefur verið í gildi. í orði leggja Sovétmenn jafnan mikla áherslu á að jafnræði ríki í samskiptum þeirra við aðrar þjóðir. Hið sama skuli yfir alla ganga. Öllum er ljóst, að með þessu er aðeins verið að stunda orðaleiki. Þannig hefur tvíhliða samningur okkar við þá fyrst og fremst verið notaður af Sovétmönnum sem átylla til alls konar íhlutunar hér á landi. I skjóli hans hafa þeir meðal annars viljað koma sjónvarpsefni á framfæri við íslenska áhorfendur. Hvaða íslensk kvikmynd hefur verið sýnd sovéskum sjónvarpsáhorfendum? Hvenær myndu Kremlverjar samþykkja það, að íslenska utanríkisráðuneytið hæfi útgáfu áróðurs- blaðs á rússnesku í Moskvu? Fengju íslenskir jarðvísindamenn að flandra um öll Sovétríkin og stunda þar rannsóknir með dýnamit- sprengjum? Vonandi ræða íslenskir embættismenn þetta við sovéska sendiráðsmenn um leið og þeir þakka þeim fyrir ballettinn. Jafnréttisráðherrann Engu er líkara en Svavar Gestsson jafnréttisráðherra, hafi tileinkað sér áróðursaðferðir þær, sem George Orwell lýsir í bók sinni 1984. Ummæli ráðherrans um jafnréttismál í tengslum við veitingu lyfsöluleyfis á Dalvík eru þessu marki brennd. Jafnréttisráð hefur nú átalið ráðherrann fyrir starfsaðferðir hans og er einsdæmi, að ráðherra hafi verið veitt áminning með þessum hætti. Svavar Gestsson kippir sér auðvitað ekkert upp við slíkar átölur, þær eru honum daglegt brauð. Ráðherrar Alþýðubandalagsins starfa nefnilega eftir því kjörorði, að framkvæma allt aðra stefnu en flokks síns og stuðningsmanna. Urskurður Jafnréttisráðs staðfestir, að Svavar Gestsson hefur farið óvarlega með ráðherravald sitt. Viðbrögð ráðherrans sýna, að jafnréttissinnar þurfa að vera vel á varðbergi gagnvart sjálfum jafnréttisráðherranum. Orðhengilsháttur hans og útúrsnúningur er þegar orðinn jafnréttisbaráttunni hættulegur. Kristján G. Gíslason: Innkaup í stórum stíl Þegar eg las efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar, sem birtist í blöðunum í byrjun ársins, vakti athygli mína sérstaklega 6. grein aðgerða þeirra, sem stjórnin hyggst vinna að: „fi. grein. Ríkisstjórnin mun stuðla að innkaupum í stórum stil og stefna að því í áföngum að veita greiðslufrest á tollum. Þannig verði einnig dregið úr óhóflegum geymslukostnaði inn- fluttrar vöru og rýrnun umfram það sem erlendis gerist." Eins og margoft hefur verið bent á, i ræðu og riti, þá er ekkert fast innkaupsverð til, heldur mótast það af ýmsum þáttum, t.d. hvar varan er keypt, hvenær hún er keypt, hvernig hún er greidd og síðast en ekki síst í hve miklu magni varan er keypt. Eftir lestur 6. greinarinnar trúði eg því að stjórnin hyggðist söðla um í verslunarmálum. I stað tortryggni í garð verslun- arstéttarinnar, jafnvel fjand- skap, myndi stjórnin bjóða að- stoð og samvinnu, sem stuðla mætti að bættum verslunar- rekstri, lækkandi vöruverði og hagstæðari viðskiptajöfnuði. Eftir því sem eg best veit hefur orðið nokkur dráttur á framkvæmd 6. greinarinnar, sem mér kemur ekki á óvart. Málið er að sjálfsögðu ekki eins einfalt og það lítur út fyrir að vera við fyrstu sýn. Þeir sem hnútum eru kunnug- ir í innflutningsversluninni eru sammála um að hagstæðara sé að kaupa vörur í eins stórum stíl og markaðurinn leyfir en að „kaupa eftir hendinni" eða í smáum stíl. Til þess að svo megi verða þarf verslunarstéttin á fjárhagsaðstoð að halda sem um getur í ofannefndri 6. grein. En fleiri breytingar á núverandi aðstöðu þurfa að koma til. Enda þótt öðlast megi hagstæðara innkaupsverð ef stórt er keypt, sem án efa leiðir til lægra söluverðs, þarf að reikna með að stærri innkaupum fylgi aukin áhætta fyrir innflytjendur. Lengri tíma tekur að selja stórar sendingar en smáar og því verð- ur hluti af sendingunni, sem ekki selst strax, ofurseldur verðrýrn- un væntanlegrar verðbólgu, að viðbættum gífurlegum vaxta- kostnaði. Þetta eru að sjálfsögðu atriði sem hægt er að lagfæra ef vilji er fyrir hendi hjá þeim stjórnvöldum sem verslunarmál- um ráða ef þau kappkosta að öðlast sem hagstæðast vöruverð fyrir neytendur, án þess að skaða verslunaraðilann. Án efa er hér um veigamikið mál að ræða, sem skipt getur sköpum í versluninni ef vel tekst til. Það er ekki seinna vænna að brjótast út úr því ófremdar ástandi er ríkir í verslunarmál- um þjóðarinnar og því verður fylgst með framgangi 6. greinar- innar af áhuga. Kristján G. Gislason íslenzka sýningin er í Möstinghus, gömlu og fallegu húsi sem borgarstjórn Frederiksberg lét rífa og byggja upp aftur á fallegum stað og notar fyrir ýmis konar sýningar. Lánaði bærinn húsið undir íslenzku sýninguna. Myndlistarsýningunni í Möst inghús lýkur um helgina ÍSLENZKU myndlistasýning- unni í Möstinghus á Friðriks- bergi í Danmörku, sem nefnd er „Det stærke lys“ og opnuð var af forseta íslands, lýkur nú um helgina og hefur verið DET STÆRKE LYS Nycre isltmdsk kim*t Mortap Hik. r radmUwri 27 faKuai. 11 ~miu l»»l Forsíðan á sýningarskrá opin í hálfan mánuð. Dansk- islandsk samfund og Fondet for dansk-islandsk samarbeide efndi til þessarar sýningar og fékk frá íslandi 100 íslenzk málverk og 9 höggmyndir, sem Selma Jónsdóttir og Jóhannes Jóhannesson völdu og komu fyrir í þessu skemmtilega gamla húsi. Málverkin á sýningunni eru eftir Ásgrím Jónsson, Braga Ásgeirsson, Guðmundu And- SKÓVERKSMIÐJAN Iðunn á Akureyri hefur átt í miklum rekstrarerfiðleikum undanfarið. og það svo að til greina hefur komið að hætta starfsemi hennar á miðju þessu ári, segir i nýlegum Sambandsfréttum. résdóttur, Gunnlaug Scheving, Hrólf Sigurðsson, Hörð Ág- ústsson, Jóhannes Jóhannes- son, Jóhannes Kjarval, Jón Stefánsson, Karl Kvaran, Kristján Davíðsson, Nínu Tryggvadóttur, Sigurð Sig- urðsson, Snorra Arinbjarnar, Svavar Guðnason, Þórarin B. Þorláksson, Þorvald Skúlason og höggmyndirnar eftir Guð- mund Bendiktsson og Sigurjón Ólafsson. Þar segir ennfremur, að málefni verksmiðjunnar hafi verið til um- ræðu á fundi stjórnar Sambands- ins, sem haldinn var á Akureyri fyrir skömmu. Þar var ákveðið að fresta ákvörðun í málinu til næsta stjórnarfundar 27. marz nk. Skóverksmiðjan Iðunn lögð niður í sumar?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.