Morgunblaðið - 14.03.1981, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1981 29
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Fíat órgerð 1974
tll sölu, tækifœrisverö Til sýnis
Goöheimum 19, síml 32610.
Myntir til sölu
Stórt safn mynta frá Dönsku-
Vestur-lndfum, margar í hæsta
flokkl. Skandinavtskar ártals-
myntlr og peningaseölar. Blöjlö
um ókeypis verölista.
Mentstuen, Studiestrædl 47,
14455 Köbenhavn K, síml
(01)132111.
Keflavík — Reykjavík
Er einhver sem vill skipta á 200
fm parhúsi í Keftavík fyrir stóra
fbúó eöa einbýll á stór-Reykja-
vfkursvæóinu í ca. 2 ár. Uppl. f
síma 92-2687.
Keflavík
Tll sölu mjög góó 3ja herb. neöri
hæö. Allt endurnýjaó. Laus
strax.
4ra herb. íbúö f fjölbýlishúsi.
Laus strax.
Eigna- og veröbréfasalan,
Hringbraut 90, Keflavík,
sími 92-3222.
□ Akur 5981143 = 2
□ Helgafell 598114032 — IV/V
Aukafundur
FERDAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR11798 og 19533.
Dagsferðir 15. marz:
1. Kl. 13 — Skarösmýrarfjall.
Fararstjóri: Halldór Sigurösson.
2. Kl. 13 — SkíÖaganga á
Hellisheiöi.
Fararstjóri: Hjálmar Guömunds-
son. Verö kr. 40.- Fariö frá
Umferöarmiöstööinni austan-
megin. Farmiöar v/bfl.
Feröafélag íslands.
Kjötiðnaöarmenn
Aöalfundur veröur haldlnn á
Hótel Esju laugardaginn 21.
marz kl: 14.00.
Venjuleg aóalfundarstörf.
Stjómin.
Kristniboðsvika
Samkoma í kvöld kl. 20.30 í húsi
KFUM og K aö Amtmannsstfg
2B. Nokkur orö: Sigrún Huld
Jónasdóttlr. Skuggamyndir: Jó-
hannes Tómasson. Söngur:
Sigrún H. Jónsdóttir og Dagný
Bjarnhéöinsdóttir.
Ræöa: Margrét Hróbjartsdóttir.
Tekiö veröur á móti gjöfum til
kristniboösins. Allir velkomnir.
Krístniboössambandiö.
Aöalfundur frjóls-
íþróttadeildar KR
verður haldinn flmmtudaginn 19.
3. 1981 kl. 18.00 í KR heimllinu.
Stjórnin.
Kristilegt félag
heilbrigöisstétta
Almennur fundur verður í Laug-
arnesklrkju, mánudaginn 16.3.
kl. 20.30.
Efni: Aö lifa vlö fötlun. Fram-
saga: Haukur Þóröarson, yflr-
læknir. Elnnig taka tll máls Amór
Pétursson, Elísabet Jónsdóttir
og Katrfn Róbertsdóttir. Um-
ræöur. Kaffiveitingar Hugleiölng
út frá Guösoröl. Fatlaöir og aörir
áhugamenn um málefni þelrra
sérstaklega boönir velkomnlr.
Stjórnin.
Húsmœörafélag
Reykjavíkur
aöalfundurlnn veróur fimmtu-
daginn 19. marz kl. 8.30 í
félagsheímilinu aö Baldursgötu
9. Venjuleg aóalfundarstörf.
Kaffiveitingar. Konur fjölmenniö.
Stjórnin.
e
UTIVISTARFERÐIR
Sunnud. 15.3. kl. 13
Grimmansfsll — Reykjafell, létt
fjallganga, eöa skfóaganga á
sama svæöl. Verö 40 kr. frftt f.
börn m. fullorönum. Fariö frá
BSf vestanveröu.
Póskaferöir
Snæfeilanes, gist á Lýsuhóli.
Noröur-Svfbióö, ódýr skföa- og
skoöunarferö.
Útiviat.
Krossinn
Æskulýössamkoma í kvöld kl.
20.30 aö Auöbrekku 34, Kópa-
vogi. Róbert Hunt og frú frá
Bandarikjunum eru væntanleg á
samkomuna. Allir hjartanlega
velkomnir.
Arnþrúður M. Halls-
dóttir - Minningarorð
„Oft finst oss vort land rins og heljrrinda
hjarn,
Kn hart er þaö aA elns sem móölr vlA barn;
ÞaA agar oss strangt meA sln isköldu él,
En á samt tll bliAu. þaA meinar alt vel.“
Þannig byrjar Steingrímur
Thorsteinsson kvæði sitt Miðsum-
ar, ort í upphafi þessarar aldar.
Vísan hefur orðið okkur Islending-
um minnisstæð, einkum þegar
kuldinn næðir um láð og lög. Og
víst er hann oft gustmikill og
sárkaldur af norðri og norð-austri
á veturna á Langanesi og við
Þistilfjörð í Norður-Þingeyjar-
sýslu. Kaldir úthafsvindar næða
þar um opið landið svo hvín í
ásum og fjallsrindum. Hvítfyss-
andi skálma öldurnar til lands,
steypa sér með þungum gný á
grynningunum, brotna við klett-
ótta ströndina en brimlöðrið
stendur sem strókur upp af fjöru-
kambinum.
Það væri orðum aukið að kalia
Langanes og Þistilfjörð þokkafull
og broshýr héruð á löngum, köld-
um vetrarmánuðum; það er rétt
eins og kaldranalegur Kári ætli
þar stundum að skaka líftóruna úr
ailri skepnu, þegar hann er i ham,
og Ægir sjálfur öskrar að mann-
fólkinu: „Sjáðu veidi mitt! Stattu
þig nú, mannkerti!" Þannig hefur
þetta land um aldaraðir tyft og
agað börnin sín með stormviðrum
Sunnudaginn 1. mars sl. varð
Isleifur Jónsson byggingavöru-
kaupmaður bráðkvaddur að heim-
ili sínu á áttugasta og öðru
aldursári.
Hann var fæddur í Reykjavík, 4.
apríi árið 1899, sonur hjónanna
Lovísu Kristjönu ísleifsdóttur og
Jóns Eyvindssonar, en þau hjón
voru vel kunnir borgarar í Reykja-
vík á sínum tíma.
Isleifur kvæntist móðursystur
minni Svanlaugu Bjarnadóttur og
lifir hún mann sinn. Þau hjónin
eignuðust fjögur börn, þrjá syni
og eina dóttur, sem öll eru nú
uppkomin, en þau eru Bjarni og
Leifur, sem báðir starfa að versl-
un föður síns, Jón útibússtjóri
Útvegsbankans í Keflavík, og
Nanna, sem starfar við Lands-
bankann í Reykjavík.
Allt frá því að ég man fyrst eftir
mér, eru þau kynni mín af ísleifi
mér efst í huga, hversu einstök
ljúfmennska hans var alla tíð, en
þó um leið hversu heilsteyptum
persónuleika hann var gæddur.
Mér eru sérstaklega minnisstæð
öll þau skipti, sem okkur systkin-
unum ásamt móður minni var
og stórum vetrarharðindum. Og
svo löngu, löngu seinna kemur
vorið með bjarta nótt og sunnan-
þey og fer mildum, græðandi
höndum um stórskorna náttúruna
og mannlífið í þessum nyrztu
byggðum landsins. Þá er eins og
landið vilji gera gælur við mann-
anna börn og heiti þeim öllu fögru.
Þá verður björgulegt þarna í
nóttleysinu norður við íshaf; æð-
arfuglinn í sveimum rétt undan
ströndum, en hrognkelsi, þorskur
og kóðasíid taka að ganga upp
undir flæðarmál. Stórbrotið
landslag og gjöfull sjórinn hafa
mótað allt mannlíf á þessum
slóðum alveg fram á þennan dag.
-Sjá Ijómxnn um strandlr, þ«r leikur nú
sér
1 Ijúelnu suAandi bjargfuKlaher.
Og aAarfukIs móAurkvak ómar I ró
VIA eyjarnar gnenar á loxnstafa sjó.“
(Stelngr. Thoreteinsson)
Arnþrúður Margrét Hallsdóttir
var fædd á bænum Fagranesi á
Langanesi 8. desember 1897. Faðir
hennar var Hallur Guðmundsson
frá Heiðarhöfn en móðir hennar
Kristbjörg Jónsdóttir bónda á
Hóli. Foreldrar hennar bjuggu í
Fagranesi þar til Hallur lézt á
bezta aldri, aðeins 44 ára, árið
1916. Stóð þá ekkjan ein uppi með
sex börn á ýmsum aldri. Sam-
kvæmt þeim hörðu kostum sem
boðið að koma á heimili þeirra
ísleifs og Svanlaugar, hvort sem
var um hátíðir eða utan þeirra.
Ávallt voru þessar heimsóknir
okkur sérstakt tilhlökkunarefni.
Eins var, er von var á þeim í
heimsókn, þá var koma þeirra
hjóna okkur ávajlt fagnaðarefni.
ísleifur starfrækti byggingar-
vöruverslun í eigin nafni allt frá
árinu 1921. Hann vann ötullega að
verslun sinni og gerði hana að
einni þeirra stærstu sinnar teg-
undar í landinu. Þetta gerði hann
ekki með hávaða eða brambolti,
heldur með sinni sérstöku prúð-
mennsku og viljafestu, sem svo
mjög einkenndu manninn ísleif
Jónsson. Þeir eru orðnir margir,
sem átt hafa viðskipti við ísleif í
verslun hans í nær sextíu ár, sem
hún hefur starfað, og engan hefi
ég hitt, sem telur sig hafa verið
hlunnfarinn í þeim viðskiptum.
Aftur á móti hefi ég oft heyrt
menn segja að fyrra bragði,
hversu einstakur maður ísleifur
væri í viðskiptum og að gott væri
að sækja hann þangað heim.
Starfsorka hans var mikil og hann
fátæk heimili urðu að hlíta við
fráfall fyrirvinnu á þeim tímum,
brá Kristbjörg Jónsdóttir búi,
leysti upp heimilið og börnin
hennar dreifðust til náinna ætt-
ingja og vina til fósturs eða til að
vinna fyrir sér hin eldri. Arnþrúð-
ur var næstelzt af sínum systkin-
um og var í vinnumennsku á
ýmsum nálægum bæjum næstu
árin. Var hún m.a. um eitt og hálft
ár í vist á Sauðanesi hjá síra Jóni
Haildórssyni og kvaðst á þeim
tíma hafa lært þar margt til
munns og handa, sem átti eftir að
koma sér vel síðar í lífinu.
Árið 1919 giftist hún Stefáni
Sigurbirni Guðmundssyni, ættuð-
vann að verslun sinni allt fram á
síðasta dag ævi sinnar.
Á þessari stundu, er við öll
kveðjum Isleif Jónsson með trega
og eftirsjá, þá er hugur okkar
fullur þakklætis fyrir allar
ógleymanlegar samverustundir.
Við flytjum Svanlaugu og börnum
hennar og fjölskyldum þeirra
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Eitt er víst á þessari kveðju-
stund, að það er fögur minning,
sem eftir lifir og varir að eilífu.
Bergur Tómasson
um austan af Fljótsdalshéraði.
Voru þau hjónin fyrst í eitt ár hjá
Kristjáni Jónssyni, móðurbróður
Arnþrúðar, í Krossavík í Þistil-
firði, og þar fæddist þeim fyrsta
barnið, Óskar. Snemma árs 1921
fluttu þau Þrúða og Stefán til
Raufarhafnar og áttu þar heima
alla ævi. Þau hjónin voru því
meðal frumbyggja kauptúnsins.
Þar fæddust þeim fjögur börn, þar
lifðu þau sín beztu ár við þrot-
lausa vinnu, þar nutu þau elliár-
anna í skjóli uppkominna barna
sinna og þar báru þau beinin. Þau
hjónin unnu Raufarhöfn, þau sáu
staðinn vaxa og dafna, vildu vel-
gengni hans sem mesta og lögðu
bæði dyggilega hönd á plóginn við
að efla kauptúnið með ævistarfi
sínu. Fyrstu árin á Raufarhöfn
bjuggu þau í litlum torfbæ rétt við
Búðina, þar sem Bræðurnir Ein-
arsson ráku verzlun um langan
aldur, en keyptu síðar húsið
Grund þar skammt frá — inni á
Sandi — eins og Raufarhafnarbú-
ar kalla þann bæjarhluta. Á
Grund bjuggu þau Þrúða og Stef-
án síðan svo til öll sín búskaparár,
rúma fjóra áratugi, en síðustu
árin, sem Stefán lifði bjuggu þau í
lítilli íbúð í húsi Óskars, sonar
þeirra, á Aðalbraut 26. Eftir að
Stefán andaðist fyrir nokkrum
árum, bjó Þrúða löngum á heimili
Svövu, dóttur sinnar, þar i bæ.
Þegar faðir minn hóf atvinnu-
rekstur á Raufarhöfn árið 1947, sá
ég í mörg sumur um heimilishald-
ið fyrir hann þar nyrðra. Atvikin
höguðu því þannig, að fjölskylda
mín hafði sumardvöl í litlu, heldur
hrörlegu húsi, sem gengur undir
nafninu Bessastaðir. Hús þetta er
byggt áfast við Grund, heimili
þeirra Þrúðu og Stefáns, og nutum
við þess nágrennis í mörgu. Það
sem framar öðru gerir hvern
byggðan stað aðlaðandi eða frá-
hrindandi í augum aðkomumanna
eru kynnin af íbúunum. Ég minn-
ist hér með þakklætis þess góða og
hjálpsama fólks á Raufarhöfn,
sem ég og fjölskylda mín kynnt-
umst öll þau sumur, sem við áttum
þar heimili og vinnustað.
Nágrannakona okkar, hún
Þrúða, bauð mig fljótt velkomna;
bauð aðstoð og viðvik, ef hún sá að
með þurfti. Hún var kona ekki há
vexti en hnellin og snaggaraleg í
fasi. Góðleg augun bjuggu yfir
kankvísum glampa, brosið var
aldrei langt undan og svipurinn
lýsti þrótti og viljafestu. Hún var
kvik í hreyfingum, rösk og velvirk
að hvaða vinnu, sem hún gekk.
Alla ævi vann hún heimili sínu af
óþreytandi eljusemi, og vinnufús-
ar hendur hennar létu líka til sín
taka við söltun á síldarvertiðinni, í
frystihúsinu eða hvar sem þeirra
var þörf. Hún kunni ekki að hlífa
sér við vinnu og hafði hreina gleði
af erfiðinu.
Þau hjónin tóku virkan þátt í
safnaðarstarfinu á Raufarhöfn á
meðan þeim entust heilsa og
kraftar, sungu m.a. í kirkjukór
staðarins um langt árabil, og
málefni sóknarkirkjunnar áttu
ævinlega hauk í horni þar sem þau
Þrúða og Stefán voru. í mörg ár
hlúði hún að leiðunum í kirkju-
garðinum á Raufarhöfn, ekki ein-
ungis að leiðum sinna nánustu,
heldur og annarra óskyldra, sem
þar hvíla. Enginn hefur talið þær
mörgu vinnustundir, sem Þrúða
lagði þar af mörkum staðnum til
sóma; allra sízt mun hún hafa
talið þær stundir sjálf.
Börn þeirra Arnþrúðar og Stef-
áns voru fimm: Elztur er Óskar,
búsettur á Raufarhöfn; Hulda,
sem búsett var á Raufarhöfn, en
hún andaðist nálægt miðjum
aldri; Halldóra, búsett í Kópavogi.
Aðra elskulega dottur, Guðnýju
Soffíu, misstu þau mjög skyndi-
lega, er hún var rétt um tvítugt.
Yngst er Svava, búsett á Raufar-
höfn, og voru þær mæðgur mjög
samrýndar. Auk þess ólu þau
Stefán upp dótturson sinn, Árna,
búsettan á Raufarhöfn, og litu þau
hjónin jafnan á hann sem sitt
yngsta barn. Fjölskyldan á Grund
var einkar samrýmd, allur heimil-
isbragur var þar með ágætum.
Þegar aldurinn tók að færast yfir
foreldrana, voru börnin boðin og
búin til að létta undir með þeim á
allan hátt og sýndu það mjög í
verki.
Auk einlægrar trúarvissu, sem
bæði Stefán og Arnþrúður báru í
brjósti, sóttu þau hjónin óendan-
legan styrk við mótlæti lífsins í
hið trausta og einlæga samband
sitt við börnin, við tengdabörn og
svo öll barnabörnin, sem voru
þeirra yndi á efri árum. Ég held að
mér sé óhætt að segja, að þrátt
fyrir sáran ástvinamissi og margt
annað mótlæti, hafi Þrúða verið
gæfukona, sem þáði með þökk allt,
sem Guð henni gaf, en möglaði
heldur ekki né örvænti yfir því,
sem Drottinn tók frá henni. Hinn
8. desember á fyrra ári fyllti hún
83. aldursárið; allir hennar nán-
ustu og hennar fjölmörgu vinir
samfögnuðu henni og óskuðu
henni til hamingju. Daginn eftir
gekk þessi aldraða kona til vinnu
sinnar eins og hennar var vani og
eins og hún sjálf vildi, hné niður
og var þegar örend.
Ég kveð þessa góðu vinkonu með
trega og vil votta öllum aðstand-
endum samúð mína og fjölskyldu
minnar vegna þeirra mikla missis.
Ingibjörg Vilhjálmsdóttir
ATHYGLI skal vakin á þvi, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á í
miðvikudagshlaði. að berast í
síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera í sendibréfs-
formi. Þess skal einnig getið,
af marggefnu tilefni. að ó-um-
ort ljóð um hinn látna eru
ekki birt á minningarorðasið-
um Morgunblaðsins. llandrit
þurfa að vera vélrituð og með
góðu linubili.
ísleifur Jónsson
kaupmaður - Minning