Morgunblaðið - 14.03.1981, Side 32

Morgunblaðið - 14.03.1981, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1981 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF — umsjón: SIGHVATUR BLÖNDAHL Húsgögn og innréttingar: Um 42,6% aukningin á innflutningi í fyrra HÚSGÖGN og innréttingar voru fluttar inn til landsins fyrir 7.426 milljarða gkróna, samanborið við 5.208 milljarða gkróna árið á undan. Aukningin miili ára er því um 42,6%. Ef innréttingar eru ekki teknar inn i dæmið, þá voru flutt inn húsgögn fyrir 6.672 miiljarða gkróna. saman- borið við 4.562 milljarða árið áður. Aukningin þarna á milli er þvi heldur meiri eða um 46,2%. Sambærilegar tölur fyrir árin 1978 og 1979 eru 8,5% aukning í heildina, en 8,8%, séu innréttingar ekki taldar með. Milli áranna 1977 og 1978 varð aukningin hins vegar enn meiri, eða 57,6% í heildina, en 69,6%, séu innréttingar ekki tald- ar með. Þessar upplýsingar eru byggðar á samantekt Hlöðvers Ólasonar, tæknifræðings hjá Landssambandi iðnaðarmanna. Á síðasta ári var mest aukning í innflutningi á stólum úr málmi eða um 114,7% aukning. Inn voru fluttir slíkir stólar fyrir tæplega 234 milljónir gkróna 1980, en fyrir tæplega 109 milljónir gkróna árið 1979. Þá var mikil aukning í innflutningi á rúmum úr tré, eða um 89,6% aukning. Inn voru flutt slík rúm fyrir tæplega 485 millj- ónir gkróna árið 1980, en um 256 milljónir gkróna árið 1979. Hvað minnst varð aukningin í innflutningi á innréttingum ýmiss konar, eða aðeins um 16,8%. Inn voru fluttar innréttingar fyrir liðlega 754 milljónir gkróna árið 1980, en fyrir tæplega 646 milljón- ir gkróna árið á undan. Hin nýju brauð frá Krútt í lofttæmdum umbúðum. Nýjung: Brauð í loft- tæmdum umbúðum BRAUÐGERÐIN Krútt á Blönduósi sendi nýlega frá sér tvær nýjar brauðtegundir, sem kannski er ekki í frásögu fær- andi, en það sem er sérstakt við þessar tvær brauðtegundir eru umbúðirnar. Brauðin eru pökkuð i sérstakar loftþéttar, lofttæmdar pakkningar. Óskar Húnfjörð, eigandi brauðgerðarinnar sagði í samtali við Mb!.. að auk þess að vera pakkað i lofttæmdar umbúð- ir. þá væri önnur nýjung í þessu. en það er stimplun siðasta sölu- dags á hrauðin, sem eiga að halda eiginleikum sínum í a.m.k. þrjár vikur. Óskar sagði, að þeir hefðu gert tilraunir með því að senda brauðið í farskip og væru viðskiptamenn brauðgerðarinnar ánægðir með árangurinn, þ.e. brauðið hefði geymzt mjög vel. Brauðin, sem um ræðir, heita Sírópsbrauð og Ristabrauð, en þau eru seld í tiltölulega litlum um- búðum og eru brauðin niður- sneidd. Hjá Krútt eru aðeins framleidd brauð úr hreinni nátt- úruvöru, en öll áherzla lögð á að forðast efni, sem óæskileg eða skaðleg geta reynzt mannslíkam- anum, t.d. eru engin rotvarnarefni notuð, né heldur klórþvegið hveiti sem mikið hefur verið notað í því skyni að gera brauðin hvítari og girnilegri í augum kaupenda, en slíkur þvottur á hveitinu með bleikjandi efnum er talinn skað- legur heilsu manna auk þess sem hin hollu efni hverfa úr brauðinu. Auk þess að framleiða þessi nýju brauð framleiðir Krútt hinar svokölluðu Krúttkringlur. önnur Jumbóþota Cargolux. Hagnaður hjá Cargolux 1980: Veltan var um 140 milljón dollara „ENDANLEGU ársuppgjöri okkar er enn ekki lokið, vegna þess að tölvukerfið okkar eyði- lagðist í brunanum á dögunum, en það er ljóst, að við verðum réttum megin við strikið þegar upp verð- ur staðið,“ sagði Einar Olafsson, forstjóri Cargolux í Luxemborg, i samtali við Mbl. Velta fyrirtækisins á síðasta ári var liðlega 140 milljónir Banda- ríkjadala, eða sem næst 920 millj- ónum íslenzkra króna, eða 92 milljörðum gkróna. „Velta okkar árið þar á undan var í kringum 100 milljónir Bandaríkjadala og það er Ijóst, að þótt einhver hagnaður verði nú, þá verður hann ekkert í námunda við þann hagnað, sem var árið á undan." Aðspurður um nýjar leiðir sagði Einar, að þeir hefðu byrjað að fljúga á Mexíkó fyrr í vetur, en það væri tengt fluginu til Bandaríkj- anna, sem hófst á sl. ári. Flogið er einu sinni í viku á Miami, Houston og Mexíkó á Boeing 747-Jumbó en auk þess er ein ferð í viku til Miami og Huston á DC-8. Einar sagði ástandið hafa verið þokkalegt að undanförnu og flygi félagið fjögur flug í viku til Hong Kong á Boeing 747-Jumbó og eitt flug í viku til Lagos í Nígeríu ennfremur á Boeing 747-Júmbó. Á síðasta ári hóf Cargolux að fljúga einu sinni í viku á Nairobi í Kenya og sagði Einar það hafa gengið mjög vel í upphafi. Síðan hafi verið settar hömlur á allan innflutning og gengi það ekki eins vel síðan. Auk þessara föstu leiða flýgur Cargolux um allan heim í ýmis konar leiguflugi og þá á DC-8-þot- um. Um ný verkefni sagði Einar, að hann myndi fara í næstu viku til Malasíu og líta þar á flugvöll í suðurhluta landsins með það fyrir augum að fljúga þangað einu sinni til tvisvar í viku. Aðspurður um hvort flugskýlið, sem brann á dögunum væri komið í gagnið, sagði Einar að ekki yrði ráðist í viðgerð á því fyrr en í sumar, en það væri mjög mikil og dýr viðgerð. Gifurleg sala hjá Álafossi hf. að undanförnu: Höfum satt best að segja ekki undan „ÞAÐ er ekki hægt að segja annað, en að gott hljóð sé I okkur, það hcíur verið gífurlcg sala að undanförnu og satt bezt að segja höfum við alls ekki haft undan að framleiða,“ sagði Pétur Eiríksson. forstjóri Ala- foss hf. í samtali við Mbl. „Umboðsmenn okkar út um all- an heim hafa sent inn mikinn fjölda pantana og það má glöggt ráða af því, að mikill uppgangur er í sölu ullarvara á erlendum mörkuðum," sagði Pétur ennfrem- ur. Pétur sagði að tegundum í framleiðslulínu fyrirtækisins færi stöðugt fjölgandi, en ''"'nýjungin á síðasta ári voru barnaflíkur, sem ekki hafa verið á boðstólum fyrr. „Salan á barnafatnaðinum hefur gengið vonum framar, við áttum allt eins von á því, að erfiðlega gengi að koma þeim á markað," sagði Pétur. Álafoss hf. selur mikinn meiri- hluta af sinni framleiðslu á Evr- ópumarkað og því vaknar sú spurning hvort gengisþróunin að undanförnu hafi ekki gert strik í reikninginn hjá fyrirtækinu. — „Því 'er ekki að neita, að þessi óhagstæða gengisþróun undan- - segir Pétur Eiríksson, forstjóri farna mánuði hefur gert okkur grikk, en þróunin hefur stöðugt verið að færast til betri vegar undanfarin ár þar til í vetur, en ég vona nú að úr fari að rætast. Fyrirtækið hefur algerlega sprengt utan af sér það húsnæði, sem framleiðslan hefur verið í og því var ákveðið á síðasta ári að ráðast í nýbyggingu fyrir hluta framleiðslunnar. Pétur sagði ný- bygginguna væntanlega verða komna undir þak í júní nk. Sýnishorn af þeim barnafatnaði, sem Álafoss hf. framieiöir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.