Morgunblaðið - 14.03.1981, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1981
33
Aðalfundur Kaupmannasamtakanna
á fimmtudag:
Heimild til að selja
vörur á markaðsverði
- er aðalmálið í augum kaupmanna 1 dag,
segir Magnús E. Finnsson, framkvæmdastjóri
AÐALFUNDUR Kaupmannasamtaka íslands verður haldinn
fimmtudaginn 19. marz nk. að Hótei Sögu. Auk venjulegra
aðaifundarstarfa mun formaður Kaupmannasamtakanna. Gunn-
ar Snorrason, halda ræðu. bá mun viðskiptaráðherra Tómas
Arnason ávarpa fundinn og svara fyrirspurnum fundarmanna.
„Aðalmálið í okkar augum
um þessar mundir er samþykkt
Verðlagsráðs frá 3. desember sl.
um heimild til verzlana, að selja
vörur á markaðsverði. Þessi
samþykkt hefur ekki enn komið
til framkvæmda þar sem ríkis-
stjórnin hefur enn ekki sam-
þykkt hana. Það væri í rauninni
stórkostlegt að fá þetta loks
fram á árinu 1981, þar sem
þetta er talið eðlilegt og hefur
verið talið eðlilegt í öllum
öðrum löndum, ekki sízt þar
sem er svona mikil verðbólga
,eins og hér,“ sagði Magnús E.
Finnsson, framkvæmdastjóri
Kaupmannasamtaka Islands, í
samtali við Mbl.
Aðspurður um verkefni á
döfinni hjá samtökunum, sagði
Magnús að unnið væri að upp-
lýsingum um þann kostnað, sem
fyrirtæki þurfa að greiða vegna
innheimtu opinberra gjalda,
sérstaklega þá söluskatt. „Að
okkar mati er það eðlilegt að
hið opinbera hafi af þessari
innheimtu einhvern kostnað,"
sagði Magnús ennfremur.
„Þá hafa kaupmenn mótmælt
mjög harðlega 59. grein skatta-
laganna, sem gerir ráð fyrir að
hægt sé að áætla tekjur ein-
staklinga í atvinnurekstri. Það
hefur þegar verið safnað undir-
skriftum um 40 kaupmanna hér
í Reykjavík og þær sendar
alþingismönnum," sagði Magn-
ús E. Finsson, framkvæmda-
stjóri Kaupmannasamtaka ís-
lands, að síðustu.
Noregsfréttir:
Framfærsluvísitala
hækkaði um 10,9%
milli 1979 og 1980
Framfærsluvisitalan hækkaði
um 10,9% í Noregi milli áranna
1979 og 1980. Sé timahilið des-
ember 1979 til desember 1980
tekið hækkaði visitalan hins veg-
ar um 13,7%, að þvi er segir í
hagtiðindum frá norsku hagstof-
unni. Hækkunin milii nóvember
og desember á sl. ári var hins
vegar 0,7%.
Iðnaðarframleiðsla
jókst um 1%
Að magni til jókst iðnaðar-
framleiðsla Norðmanna um 1% á
árinu 1980. Á sama tíma jókst
olíu- og rafmagnsframleiðsla um
liðiega 7%.
47. ársþing
FÍI haldið
á miðvikudag
FERTUGASTA og sjöunda
ársþing Félags islenzkra
iðnrekenda verður haldið
miðvikudaginn 18. marz nk.
að Hótel Loftleiðum, og
hefst þingið klukkan 11.00
með ræðu formanns, Daviðs
Scheving Thorsteinssonar.
Þá er á dagskránni ræða
viðskiptaráðherra, Tómasar
Árnasonar, pallborðsum-
ræður fulltrúa þingflokk-
anna, skýrsla Gunnars J.
Friðrikssonar um könnun
FÍI á flutningskostnaði. Þá
verða umræður, fyrirspurnir
og ályktun þingsins sam-
þykkt.
Góð afkoma hjá
Norsk Hydro
Afkoma Norsk Hydro, risafyr-
irtækisinns norska, var mjög góð
á seinni helmingi síðasta árs, en
þá var heildarvelta þess liðlega
8300 milljónir norskra króna, eða
sem næst 10155 milljónum ís-
ienzkra króna, eða liðlega 1000
milljarðar gkróna. Til samanburð-
ar má geta þess að veltan á sama
tíma 1979 var um 6000 milljónir
norskra króna, eða sem næst 7450
milljónum íslenzkra króna, eða
sem næst 745 milljörðum gkróna.
2,5 milljón tonn af
fiski á land i fyrra
Á síðasta ári var landað um 2,5
milljónum tonna af fiski í norsk-
um höfnum. Það er 235 þúsund
tonnum minna heldur en árið á
undan og 190 þúsund tonnum
minna heldur en árið 1978. í
verðmætum er þó um aukningu
milli ára að ræða, eða um sem
næst 5%.
Neytendaverð upp um
2,9% á einum mánuði
Neytendaverð hækkaði mjög
óvenjulega mikið á tímabilinu 15.
desember til 15. janúar sl., eða um
2,9%. Þetta vill segja, að neyt-
endaverð var um 15,2% hærra í
janúar sl., en það var í janúar
1980. Þetta er mesta neytenda-
vöruverðshækkun, sem hefur orð-
ið í Noregi frá lokum síðari
heimsstyrjaldarinnar. Stærstu
póstarnir í þessari hækkun eru
mjög hækkað verð á allri opin-
berri þjónustu og lok verðstöðvun-
ar í landinu.
NEYTENDUR hafa eflaust tekið
eftir mörgum nýjungum og breyt-
ingum á framleiðslu Smjörlikis
hf. og Sólar hf. á undanförnum
mánuðum og misserum, en þessi
fyrirtæki eru rekin undir sama
þaki við Þverholt 19 hér í bæ.
Ástæða þess. að ég geri þessi
fyrirtæki að umtalsefni hér á
síðunni eru hinar nýju og stærri
umbúðir utanum Sólblóma, sem
nýtur vinsælda hér á landi. Eg fór
þvi á fund forráðamanna fyrir-
tækisins og innti þá nánar eftir
þessum nýju umbúðum og fleiru i
starfseminni.
Árni Ferdinandsson, sölustjóri,
sagði að það hefði verið ljóst fyrir
alllöngu síðan, að 250 gramma
umbúðirnar utanum Sólblóma
væru allt of litlar, en þeir hefðu
verið bundnir af gömlu pökkunar-
vélinni, það hefði ekki verið hægt
að breyta henni þannig að hún
Árni Ferdinandsson, sölustjóri Smjörlikis hf. og Sólar hf.
I.jósm. Mbl. Kristinn.
Ný vél til pökkunar
á Sólblóma og Alpa
pakkaði stærra. — „Við hófum því
leit að nýrri vél fyrir nokkru og þá
vorum við með í huga vél, sem gæfi
meiri möguleika, jafnframt því að
vera nýrri og öruggari fyrir fram-
leiðsluna. Það varð svo að ráði á
síðasta ári, að við ákváðum að
kaupa nýuppgerða vél frá Vestur-
Þýzkalandi, sem bæði gefur aukna
möguleika og er mun afkasta-
meiri," sagði Árni.
Gamla vélin, sem hefur verið í
gangi undanfarin ár hafði ekki
undan framleiðslunni, að sögn
Árna, auk þess sem hún var farin
að bila heldur mikið. Nýja vélin var
sem sagt tekin í fulla notkun sl.
haust og hefur staðið sig með
ágætum að sögn Árna. Jafnframt
því að pakka 400 gramma pakkn-
ingum getur nýja vélin ennfremur
pakkað minni einingum eins og t.d.
250 grömmum, en Sólblóma var
einmitt pakkað þannig áður.
„Fólk var farið að tala mikið um
það við okkur, að gömlu pakkn-
ingarnar væru alltof litlar, það
þyrfti að hlaupa „of oft út í búð“,
sagði Árni ennfremur.
Hinar nýju umbúðir eru, auk
þess að vera stærri, mun stífari og
Smjörlíki hf.
og Sól hf. hyggja
1200 fermetra
viðbótarhúsnæði
við Þverholt
aflagast því síður. Þá hefur verið
tekin upp sú nýbreytni, að skrá
ýmsar mataruppskriftir á botninn,
og hefur það að sögn Árna gefist
mjög vel. Þá er skráð á umbúðirnar
mjög nákvæmlega hvaða efni Sól-
blóminn inniheldur auk síðasta
söludags, sem ennfremur er nýjung
frá því sem áður var.
Árni sagði aðspurður, að nýja
vélin létti heldur undir með fólkinu
þar sem um færri hreyfingar væri
að ræða. Tveir og tveir starfsmenn
vinna við vélina hvor sinn hálftím-
ann í senn. Þá kom fram hjá Árna,
að vikulega væru framleidd um 300
tonn af Sólblóma, en mest hefði
framleiðslan verið um 35 tonn á
einni viku.
í sömu umbúðum og Sólblóma er
svo framleitt svokallað Alpa, sem
líka er notað ofan á brauð, en hefur
ekki sömu efnasamsetningu.
Um aðra framleiðslu Smjörlíkis
hf., sagði Árni, að stærstur hluti
framleiðslunnar væri eftir sem
áður brauðsmjörlíkið, Ljóminn,
Blái borðinn og Silfurskeifan, en
vikulega eru framleidd 90—100
tonn af því. Það er eftir sem áður í
sínum gömlu umbúðum.
Fyrirtækið hefur og á síðustu
mánuðum og misserum verið að
færa sig meira yfir í framleiðslu á
ýmisskonar olíum til matargerðar.
Má þar nefna sóiblómaolíuna, sem
framleidd er úr fræjum sólblóma-
jurtarinnar, og er sögð góð til
steikingar á pönnu. Hún er enn-
fremur mikið notuð í ýmiss konar
salatgerð. Sojaolían er unnin úr
sojabaunum og er notuð til svip-
aðra hluta og sólblómaolían. Korn-
olía, eða maísolía, er unnin úr
maísstöngum og er notuð til steik-
ingar á pönnu og til djúpsteikingar.
Jarðhnetuolían er notuð til svip-
aðra hluta og kornolían, en hún er
unnin úr jarðhnetum, eins og
nafnið gefur til kynna. Þá fram-
leiðir Smjörlíki hf. svokallaða
olífuolíu, sem framleidd er úr
fyrstu pressun olífuberjanna, og er
hún aðallega notuð til salatgerðar.
Undir sama þaki við Þverholtið
er svo Sól hf., sem framleiðir
Tropicana-drykkina og Topp-
drykkinn, sem kom á markaðinn í
vetur. í Tropicana-framleiðslunni
er um þrjá valkosti að ræða, þ.e.
appelsínusafinn, sem notið hefur
mestra vinsælda, eplasafi og grape-
safi.
Sú nýjung var tekin upp fyrir
nokkru að setja alumíníumþynnu
innan á fernurnar, en við það eykst
geymsluþol safans verulega. Hann
geymist auðveldlega í þrjár vikur
ef hann er ekki opnaður.
Topp-drykkurinn hefur verið
lengi á „teikniborðinu", ef svo má
að orði komast, en það hefur verið í
bígerð að setja hann á markað í tvö
til þrjú ár. — „Við vorum stöðugt
að prófa okkur áfram með hann,“
sagði Davíð Scheving Thorsteins-
son, framkvæmdastjóri Sólar, „og
nú teljum við okkur hafa fundið
réttu blönduna, sem fólki muni
líka.“ Undirritaður getur vel tekið
undir þessi orð Davíðs, því drykk-
urinn smakkast afbragðsvel.
Að síðustu má geta þess, að
fyrirtækin standa í miklum bygg-
ingarframkvæmdum um þessar
mundir, en byggja á nýtt viðbótar-
húsnæði bak við núverandi hús-
næði, og svo skringilega hagar
þarna til, að stóran hluta bygg-
ingarefnisins verður að flytja með
krana yfir gömlu byggingarnar.
Nýja húsnæðið verður um 1200
fermetrar, en það gamla er um 900
fermetrar. Það mun því verða
gjörbreyting á allri aðstöðu fyrir-
tækjanna með tilkomu nýja hús-
næðisins.
Nýju og gömlu umbúðirnar.
Séð yfir nýju vélarsamstæðuna, sem framleiðir Sólblóma og Alpa.
Ljósmynd Mbl. Kristinn.