Morgunblaðið - 14.03.1981, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1981
37
Pétnr Pétursson þulur:
Sólskríkja eða
snjótittlingur
Undarlegt er það og með ólík-
indum, að þeir er rituðu hvað
harðast og börðust gegn samningi
þeim er opinberir starfsmenn
samþykktu í sept. mánuði sl. skuli
nú snúast til varnar gegn samn-
ingsrofi og njóta eigi fulltingis
þeirra er mæltu hvað mest með
samþykkt hins sama samnings.
Hvernig má slíkt verða?
Vitnum í greinar þær, fjölmarg-
ar er birtust í dagblöðum á sl.
hausti, þá er atkvæðagreiðsla fór
fram. Allir eiga leiðréttingu orða
sinna. Hér er þetta eigi rifjað upp
í því skyni að varpa rýrð á þá er
lofsungu samningsgerðina. Öðru
nær. Guði sé lof fyrir skoðana-
muninn. Það væri þokkalegt þjóð-
félag þar sem skoðanir væru ekki
skiptar um mannlíf og mynstur
þess. En má ekki vænta þess að
þeir sem lýstu ánægju sinni um
málsúrslit við samningsgerð síð-
sumars snúist til varnar þá vegið
er í knérunn þeirra með samn-
ingsrofi?
Ef flett er dagblöðum og tíma-
ritum er geyma frásagnir og
.greinar um kjarasamning BSRB á
sl. hausti verður ljóst að afstaða
meðmælenda miðast við nokkur
meginatriði. Því til staðfestingar
má minna á röksemdir greinar-
höfunda: Ingibjörg Agnars sjúkra-
liði segir í Dagblaðsgrein: „Samn-
ingstiminn er aðeins 13 mánuð-
ir.“ „I.aun hækka ... mest hjá
þeim sem lægst hafa launin.“
Málhildur Angantýsdóttir sjúkra-
liði segir í Morgunblaðsgrein:
„Fyrstu 15 launaflokkarnir
hækka“ og „vísitölugólf hækkar
ncðstu launaflokkana umfram
aðra“.
Halldóra Lárusdóttir sjúkraliði
segir í Þjóðviljanum: „ ... mörg
veigamikil atriði fyrir okkur sem
erum i lægstu launaflokkunum.
Þar á ég við flokkahækkanir, að
viðbættri þeirri grunnkaupshækk-
un, sem ákveðin er, vísitölugólfið
sem bætir hag þeirra. sem eru
allra neðst o.fl.
Einar Ólafsson formaður
Starfsmannafélags ríkisstofnana
segir í viðtali við Þjóðviljann:
„Get kinnroðalaust mælt með
þessum samningi."
Björn Arnórsson hagfræðing-
ur BSRB segir í viðtali við
Timann: „Hækkun i neðstu flokk-
unum.“ „Getur haft ófyrirsjáan-
legar afleiðingar verði samkomu-
lagið fellt. Við sitjum ekki við
þennan samning nema i 12 mán-
uði. Þá getum við tekist á um þær
Selfoss:
Bæjarstjórn deilir
á skrif Timans og
blaða austanf jalls
„ÉG BAR fram þessa tillögu til
ályktunar vegna skrifa dagblaðs-
ins Tímans í gær og einnig vegna
skrifa í blöðum hér austanfjalls og
þá sér í lagi í siðasta tölublaði
Þjóðólfs,“ sagði Páil Jónsson
tannlæknir og bæjarfulltrúi á Sel-
fossi í viðtali við Mbl. i gær. en
bæjarstjórn Selfoss samþykkti á
siðasta fundi sinum ályktun þar
sem blaðaskrif um málefni Sjúkra-
húss Suðurlands eru hörmuð og
átalin.
Umrædd skrif eru tilkomin vegna
auglýsingar stjórnarnefndar
Sjúkrahúss Suðurlands um lausa
stöðu yfirlæknis við sjúkrahúsið, en
núverandi yfirlæknir Sjúkrahúss
Selfoss er talinn af hendi ráðuneyt-
is og fleiri aðila eiga að hljóta
stöðuna sjálfkrafa. Tilíaga Páls var
samþykkt samhljóða og hefur Mbl.
borist hún með ósk um birtingu.
Hún hljóðar svo: „Bæjarstjóm Sel-
foss harmar þau blaðaskrif, sem nú
fara fram um málefni Sjúkrahúss
Suðurlands og ályktar, að slík skrif
séu sizt til þess fallin að vinna
málinu gagn. Skrif um einstaka
starfsmenn eru aðeins til að skapa
sundrungu og óeiningu heima fyrir
og tefja fyrir framgangi málsins."
það hvort — og þá hvað langt —
eigi að hleypa útlendum aðilum
inná athafnasvæði okkar íslend-
inga í þessum efnum. Og við
skulum ekki gleyma því að minna
Alþingi á það, að með farsælli
lausn þessara mála, erum við að
„færa landhelgina inn í landið".
3.
Fiskræktun og fiskakynbætur í
ám okkar og vötnum svo og í klaki
og eldi er undirstaðan undir því,
að fiskeldi geti náð tilætluðum
árangri og jafnframt skapað betri
samkeppnisaðstöðu fyrir okkur á
erlendum markaði, með því að
geta boðið fram betri vöru-quali-
tet fremur en quantitet.
4.
Fiskeldi og sjóeldi á laxi getur
orðið mjög þýðingarmikill at-
vinnuvegur hjá okkur íslending-
um, ekki hvað sízt meðal bænda,
sem margir hverjir eiga í þessum
efnum geysimikil hlunnindi og
verðmæti, sem hingað til hafa lítt
eða ekki nýtt verið.
5.
Útflutningur á eldisfiski, augn-
hrognum, seiðum og eldislaxi á í
framtíðinni að geta fært þjóð
okkar mikinn auð í búið, ef rétt er
á málum haldið og vel að búið í
skynsamlegri og framsýnni nýrri
fiskiræktar- og fiskeldislöggjöf.
6.
Skapa yrði í slíkri löggjöf ör-
leiðréttingar sem þá þarf að
gera.“
Guðjón B. Baldvinsson segir í
Morgunblaðinu: „Hvers virði eru
kjarabætur tii Iáglaunafólks?“
„... þá hijóta allir að sjá nauðsyn
þess að hafa samninga bundna i
sem skemmstan tima.“
Haraldur Steinþórsson framkv.
stjóri BSRB segir í viðtali við
Alþýðublaðið: „Við teljum vel
hægt að hækka grunnkaupið
mun meira.“
Sigrún Aspelund hjá Bruna-
bótafélagi íslands segir í viðtali
við Tímann: „Láglaunahópar inn-
an BSRB fá nú hlutfallslega
meiri hækkun en þeir hæstlaun-
uðu.“
I krafti meðmæla er byggðust á
fyrrgreindum rökum samþykkti
þorri opinberra starfsmanna
samning þann sem um var rætt í
almennri atkvæðagreiðslu. For-
maður BSRB og fjármálaráðherra
innsigluðu samninginn með
traustu handtaki.
Á gamlársdag 1980 setur ríkis-
stjórnin bráðabirgðalög og skerðir
laun um 7%. Formaður BSRB
lýsir áhrifum bráðabirgðalaganna
með þessum orðum í Ásgarði,
tímariti opinberra starfsmanna:
„Þessi skerðing á umsaminni
verðlagsuppbót 1. marz þýðir í
raun afnám grunnkaupshækkun-
ar skv. samningum BSRB, jafn-
vel þeirra sem mesta hækkun
fengu. þ.e. i lægri flokkunum.
Hvað stendur þá eftir af samn-
ingnum? Þarf nokkurn að undra
þótt spurt sé: Hvar er baráttuþrek
forystumanna? Hvers vegna blása
þeir ekki í lúðra þá er góður
samningur er gereyðilagður með
þessum hætti sem formaðurinn
lýsir? Hvað veldur því að forystu-
menn unna ekki almennum félög-
um sjálfsagðra lýðréttinda, að
snúast til varnar þá er undirritað-
ur samningur þeirra er ónýttur
með þessum hætti. Sá hinn sami
samningur er þeir mæltu með á
fyrrgreindum forsendum? Svari
þeir sem geta.
Skáldið spurði forðum: Ó, hvar
er vörður að verja/ mitt vesalings
hjartakorn?
Hvenær birtast verðir kjara-
samningsins er gerður var á
engjaslætti? í stað þess að vitna í
hið fornkveðna: „Eg lýt hátign-
inni, en stend á rétti mínurn,"
segja foryztumenn BSRB: Við
þiggjum Hólsfjallahangikjöt
handa hálaunamönnum en sleikj-
um askana í nafni láglaunaflokka.
I stað þess að viðurkenna að hér
er um nýjan samning að ræða
segja þeir: Þetta er sami samning-
urinn. Hann hét Sólskríkjusamn-
ingur á sl. sumri. Nú er hann
orðinn að Snjótittlingi.
Pétur Pétursson þulur.
ugga tekjustofna fyrir hinum
margvíslegu framkvæmdum, er af
uppbyggingu slíks atvinnurekstr-
ar leiddi en umfram allt að setja
ströng ákvæði er tryggðu það, að
rétt væri af stað farið í fram-
kvæmdum.
7.
Ný fiskiræktar- og fiskeldis-
löggjöf myndi tryggja það að
grundvöllur skapaðist fyrir því, að
á komandi árum gætum við ís-
lendingar eignast sérfróða og dug-
andi kunnáttumenn á þessum
sviðum, með mikla menntun að
baki og ómetanlega reynslu.
Ýmislegt fleira mætti hér auð-
vitað til telja, en hér skal nú lokið
að sinni. Flestum virðist nú vera
ljóst, að náttúran hefur verið
mjög gjafmild við okkur íslend-
inga í þeim efnum, að bera á borð
fyrir okkur á „silfurfati" eitt
fegursta og auðugasta vatnasvæði
heimsins í dag, miðað við stærð
lands og þjóðar og þá ekki síður
vegna þess, hve laus við erum við
skaðvænlega mengun enn sem
komið er. Og það er kunnara en
frá þurfi að segja, að allar menn-
ingarþjóðir hafa fyrir lögnu gert
sér ljósa grein fyrir hinni gífur-
legu þýðingu fiskiræktar- og fisk-
eldismálanna, og hve mikill þjóð-
arauður felst í því að þróun þeirra
sé studd á réttlátan og farsælan
hátt. Það er framtíðin.
Tvær myndir
frá Keflavík
Þessar skemmtilegu myndir fengum við sendar
fyrir skömmu frá Keflavík. Þeir bræður, Eiríkur og
Starkaður Barkarsynir teiknuðu, og sendi Starkaður
7 ára, línur með sinni teikningu:
„Þessar fjórar rjúpur sá ég út um gluggann heima
hjá mér. Þær koma til byggða þegar hart er í ári og
þær fá ekki nóg að borða. “
Lítill leikur
Málaðu eða litaðu 16 hringi á pappaspjald eins og sýnt
er á myndinni, en hafðu samt einn hringinn öðruvísi. Nú
er leikurinn í því fólginn að setja tölur, krónupeninga eða
eitthvað annað á alla hringina nema einn, þann sem
stjarnan er í. Síðan áttu að reyna að „drepa" með því að
stökkva yfir „mennina“, en það er því aðeins hægt, að
auður reitur sé á bak við hann. Þannig áttu að halda
áfram þangað til allir „mennirnir" eru dauðir nema einn.