Morgunblaðið - 14.03.1981, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 14.03.1981, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1981 41 fólk f fréttum Ravi Shankar Varnar- málaráð- herra + Geng Biao, aðstoðarforsætisráð- herra Kína, var fyrir skömmu útnefndur varnarmálaráðherra. Telja menn að útnefning hans sé einn hlekkur í áætlun Kínverja um breytingu á hernaðarmálum. Geng er 72 ára gamall, fyrrum hermaður og diplómat. Enga launa- hækkun bað kom á forsíðum norsku blaðanna um daginn er fyrrum forsætisráðherra Noregs Odvar Nordli sagði á fundi norskra krata í Finn- mörk að hálaunafúlkið i landinu væri búið að fá sinn skerf og ekki kæmi til mála að launahækkun félli þeim tekjuhæstu i skaut. Þeir verða að halda að sér hönd- um, sagði Nordli. + Flestir tónlistaraðdáendur kannast eflaust við Ravi Shank- ar. Hann var kennari snillinga sem George Harrisons, John Coltranes og Yehudi Menuhins. Hann kynnti Vesturlandabúum indverska tónlist. Shankar er Indverji og kom fyrst til Banda- ríkjanna árið 1932 með bróður sínum. Hann dansaði, spilaði á sítar, flautur og ýmis strokhljóð- færi. Þeir komu aftur 1934, 1936 og 1938 og þá var Shankar farinn að halda tónleika í stór- um tónleikahöllum. Hann hitti George Harrison á seinni hluta 7. áratugarins en þá var ind- versk músik mjög vinsæl og margar helstu hljómsveitirnar voru undir sterkum áhrifum af henni. Þessari tónlist fylgdi viss menning, hippamenningin svo- kallaða. Shankar segir að þar hafi hann orðið fyrir mestum vonbrigðum. Fólk tók tónlistina ekki alvarlega. Hann segir: „Mig langar að leggja áherslu á að tónlist sú sem ég spila er ind- versk og hún er um 2500 ára gömul. Fólk dansaði og lét ölium illum látum á tónleikunum. Gn klassískir tónlistarmenn taka tónlist okkar alvarlega enda kenndi ég fiðlusnillingnum Yehudi Menuhin. Þegar fólk hlustar á indverska tónlist má það ekki vera með einhverjar fyrirfram hugmyndir, það má ekki bera hana saman við jazz eða rokk. Fólk á að meta hana eins og hún er.“ Frjálsir smyglarar + Fyrir skömmu slepptu yfirvöld í Tyrklandi fjórum Bandaríkja- mönnum, sem setið höfðu í fang- elsi fyrir smygl á hassi. Þeim var sleppt vegna þess að samningar tókust milli Bandaríkjastjórnar og yfirvalda í Tyrklandi um skipti á föngum. Ameríkanarnir höfðu verið dæmdir í 24 ára fangelsi samkvæmt tyrkneskum lögum, en sérstök náðunarnefnd mun fjalla um mál þeirra í Bandaríkjunum. Ýmsir lesendur muna vafalaust eftir myndinni „Miðnæturhrað- lestin", sem sýnd var í Stjörnubíói fyrir skömmu. Ekki er talið ólík- legt að einn mannanna, sem sleppt var núna, tengist eitthvað sögu Billy Hayes sem rakin var í myndinni. Michael Harvey Ray er talinn vera sá, sem gróf göngin ásamt Hayes og fékk mjög bágt fyrir. Myndin sýndi glögglega hvaða meðferð fangar í fangelsum Tyrklands sæta, en Bandaríkja- mennirnir fjórir vildu ekki gefa neinar yfirlýsingar. Fólkið, tveir menn og tvær konur, var handtek- ið 14. desember 1972 þegar það var að reyna að smygla 330 kílóum af hassi til Tyrklands frá Sýrlandi. Myndin var tekin þegar fólkið millilenti í Frankfurt í Þýskalandi, á leið til Bandaríkj- anna. Bridge Umsjónt ARNÓR RAGNARSSON Bridgefélag kvenna Mánudaginn 9. mars hófst parakeppni hjá Bridgefélagi kvenna, með þátttöku 36 para og er spilað í þremur 12 para riðlum, og 33 spil á kvöldi. Hæstu skor eftir fyrsta kvöld- ið hafa eftirtalin pör: Lilja — Jón 206 Dröfn — Einar 199 Árnína — Bragi 196 Guðríður — Sveinn 194 Ester — Valdimar 194 Erla — Gunnar 193 Steinunn — Agnar 190 Júlíana — Örn 182 Kristin — Guðjón 181 Svafa — Þorvaldur 179 Bridgefélag Reykjavíkur Barometerkeppni BR lauk með sigri Guðlaugs R. Jó- hannssonar og Arnar Arnþórs- sonar eftir jafna og harða keppni. Hlutu þeir félagar 376 stig yfir meðalskor. Röð næstu para: Guðmundur Pétursson — Þórir Sigurðsson 352 Guðmundur Páll Arnarsson — Sverrir Ármannsson 341 Jón Baldursson — Valur Sigurðsson 269 Ásmundur Pálsson — Karl Sigurhjartarson 269 Jón Hjaltason — Hörður Arnþórsson 260 Næstu þrjú kvöld verður spil- uð sveitakeppni með stuttum leikjum. Eru væntanlegir þátt- takendur beðnir að láta skrá sig í síðasta lagi á sunnudagskvöld til Sigmundar Stefánssonar í síma 72876 eða Jakobs R. Möller í síma 19253. Bridgefélag Suðurnesja Úrslit í annarri umferð sveita- keppninnar: Einar Ingimundarson — Skólasveitin 18—2 Gísli Torfason — Gunnar Sigurgeirsson 20—0 Gunnar Guðbjörnsson — Kvennasveitin 15—5 Kolbeinn Pálsson — Maron Björnsson 20 mínus 4 Sigurður Steindórsson — Hreinn Ásgrímsson 14—6 Á næsta spilakvöldi á þriðju- daginn kemur er áætlað að spila við Krummaklúbbinn í Reykja- vík og verður spilað á sama stað í Njarðvíkunum. Bridgedeild Skagfirðinga Aðeins einni umferð er ólokið í sveitakeppninni og er staða efstu sveita þessi: Vilhjálmur Einarsson 136 Guðrún Hinriksdóttir 134 Hafþór Haraldsson 129 Jón Stefánsson 124 Erlendur Björgvinsson 116 Síðasta umferðin verður spil- uð á þriðjudaginn kemur í Drangey, Síðumúla 35 og hefst keppnin kl. 19.30. Bridgefélag Breiðholts Tuttugu og einni umferð er lokið í barometerkeppninni sem stendur yfir hjá félaginu og er staða efstu para þessi: Guðmundur Aronsson — Jóhann Jóelsson . 166 Árni Guðmundsson — Rafn Kristjánsson 153 Steingrímur Þórisson — Sigríður Jónsdóttir 124 Haukur Margeirsson — Sverrir Þórisson 117 Svavar Björnsson — Sigfinnur Snorrason 111 Guðlaugur Guðjónsson — Þórarinn Árnason 104 Á þriðjudag verða svo spilaðar síðustu 6 umferðirnar í keppn- inni. Spilað er í húsi Kjöts og fisks í Seljahverfi og hefst keppnin stundvíslega kl. 19.30. Húsbyggjendur, húskaupendur og fórnarlömb okurvaxta Við, nokkur fórnarlömb okurvaxta, viljum hér með kanna undirtektir fólks í svipaöri aðstööu, um stofnun félags í þeim tilgangi aö fá lánamálum ofangreindra aöilja breytt í manneskjulegra form. Þeir, sem áhuga hafa, sendi nafn og heimilisfang á afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 19. þessa mánaöar merkt: „Fórnarlömb okurvaxta — 9505“ VIÐTALSTÍMI Alþingismanna og borgarfulltrúa Sjálfstæöisflokksins I Reykjavík Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfataaöiaflokkaina varöa til viötala í Valhöll, Háaleitiabraut 1 é laugardögum fré kl. 14.00 til 18.00. Er þar takiö é móti hvara kyna fyrirapurnum og ébendingum og ar öilum borgarbúum boöiö aö notfaara aér viötalatima þeaaa. Laugardaginn 14. marz veröa til viötals Davíð Oddsson og Elín Pálmadóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.