Morgunblaðið - 14.03.1981, Síða 46

Morgunblaðið - 14.03.1981, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1981 Sigurlið Hauka í 2. deild íslandsmótsins í körfuknattleik Kvennaliðið til Noregs ÍSLENSKA kvennalandslið- ið i handknattleik hefur nú verið valið en liðið leikur 24. og 29. marz í Noregi. I.ands- leikir þessir eru i undan- keppni HM. Takist stúlkun- um að sigra komast þær í lokakeppni HM sem fram fer i Danmörku i nóvember. Landsliðið er þannijf skipað: Landsliðsstúlkur: Markv. Kolbrún Jóhannsdóttir Fram, Gyða Úlfarsdóttir FH, Jóhanna Pálsdóttir Val. Útileikmenn: Katrín Dani- valsdóttir FH, fyrirliði, Kristjana Aradóttir FH, Margrét Theódórsdóttir FH, Guðríður Guðjónsdóttir Fram, Oddný Sigsteinsdóttir Fram, Jóhanna Halldórsdótt- ir Fram, Sigrún Blómster- berg Fram, Erna Lúðvíks- dóttir Val, Sigrún Berg- mundsdóttir Val, Eiríka Ás- grímsdóttir Víking, Ingunn Bernódusdóttir Víking, Erla Rafnsdóttir ÍR, Olga Garð- arsdóttir KR. Johnston til Liverpool LIVERPOOL festi í fyrra- kvöld kaup á ástralska landsliðsmanninum Craig Johnston sem leikur með Middlesbrough i ensku deildarkeppninni. Hann mun þó ekki ganga til liðs við Liverpool fyrr en eftir þetta keppnistímahil þar eð samningur hans rennur ekki út hjá Boro fyrr en í vor. Liverpool hefur fallist á að greiða 750.000 sterlings- pund fyrir kappann. Þá keypti Liverpool vara- markvörð. Sá heitir Bruce Grobbelar og er Simbabwe- maður. Hann hefur leikið i marki Vaneouver Whitecaps um töluvert skeið. Ilann kostaði ekki mikið, 250.000 sterlingspund. Nicholas til Arsenal PETER Nicholas, vclski landsliðsmaðurinn í liði Crystal Palace, hefur fallist á að ganga til liðs við Arsenal. en hann hefur verið á söiulista hjá Palace um nokkurra mánaða skeið. Ar- senal reiðir ekki fram reiðu- fé i viðskiptum þessum, held- ur afhendir Palace miðju- vallarleikmanninn David Price i staðinn. Kemur nokkuð á óvart að Price skuli vera metinn jafnt á við Nicholas. Það var lið Hauka úr Hafnar- firði sem bar sigur úr býtum i íslandsmótinu i körfuknattleik 2. deild á keppnistimahili sem er nýlokið. Haukar eru mjög vel að sigri sinum komnir. Mikil breidd var i liði þeirra og að jafnaði skoraöi liðið yfir 100 stig i leikjum sinum en fékk á sig um 60 stig. Keppt var í þremur riðlum í 2. deild. ísafjörður. Stefánsmót STEFÁNSMÓT i flokki fullorð- inna, sem jafnframt er bikarmót SKÍ, fer fram i Skálafelli um helgina. í dag verður keppt i stórsvigi en á morgun, sunnudag, i svigi. Keppni hefst báða dagana Tindastóll og Haukar sigruðu i riðlum sinum en Haukar svo i lokakeppninni. Þjálfari meist- araflokks Hauka er hinn marg- reyndi Birgir Örn Birgis. Mikil gróska hefur verið i körfuknattleiksdeild Hauka i vet- ur. Yngri flokkar félagsins hafa staðið sig með miklum sóma, og leika 3. flokkur og 2. flokkur félagsins til úrslita um íslands- í Skálafelli kl. 12.00. Allir helstu keppnis- menn landsins i fullorðinsflokki svo og þeir keppendur í unglinga- flokki sem næg stig hafa hlotið. Mikill og góður snjór er nú í Skálafelli. meistaratitilinn. Flokkur kvenna, 4. flokkur, 3. flokkur og 2. flokkur eru í úrslitum i bikarkeppni KKÍ. Hér að ofan er sigurlið Hauka f 2. deild. Frá vinstri til hægri. Aftari röð: Rúnar Brynjólfsson, formað- ur deildarinnar, Höskuldur Björnsson, Bogi Sigurðsson, Kári Eiriksson, Kristján Arason, Ey- þór Árnason. Þorsteinn Aðal- SAMKVÆMT bráðabirgðatölum sem KKÍ hefur tekið saman varðandi áhorfendatölur að úr- valsdeildarleikjum i körfuknatt- leik í vetur, kemur í ljós, að heildartalan á þessu keppnis- tímabili er um það til 10% lægri en siðasta keppnistimabil. Er það lægri tala en ætla mætti i fyrstu, en þegar betur er að gáð, kemur i steinsson, Sverrir Hjörleifsson, Birgir Örn Birgis þjálfari, Sigur- bergur Sveinsson, stjórnarmað- ur. Fremri röð: Pálmar Sigurðs- son, Sveinn Sigurbergsson, Hálf- dán Þórir Magnússon, Guðjón Þórðarson, Ingvar Jónsson, fyrir- liði og Einar Örn Birgis lukku- polli liðsins. Á myndina vantar Steinar Gíslason og Rafn Thor- oddsen. ljós, að í Reykjavik er rýrnunin á áhorfendapöllunum um 30%. Lokaniðurstaða KKÍ er sú, að á keppnistimabilinu 1980—’81 hafi 18.000 áhorfendur mætt á úrvalsdeildarleiki sem er svipuð tala og fyrsta árið sem úrvals- deildin var við lýði, keppnistíma- bilið 1978—79. í fyrra komu hins vegar um 20.0000 manns á úrvalsdeildarleiki. ÍSÍ veitir styrk FRAMKVÆMDASTJÓRN Íþróttasambands ísiands hefur ákveðið, að tillógu unglinganefndar ÍSÍ, að veita þremur þjálfurum eða leiðbeinendum á sviði unglingaþjálfunar, styrki til að sækja námskeið erlendis á þessu ári að upphæð kr. 4.000.00 hvern. Væntanlegir umsækjendur um þessa styrki skulu vera starfandi fyrir íþrótta- og ungmennafélög, héraðssambönd eða sérsambönd innan ÍSÍ. Sérstök umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu ÍSÍ og skal umsóknum hafa verið skilað fyrir 21. apríl nk. í unglinganefnd eiga sæti: Alfreð Þorsteinsson, formaður, Eggert Jóhannesson og Höskuldur Goði Karlsson. VW!,: f mm ~ m 10% fækkun áhorfenda að úrvalsdeildarleikjum - en 30% fækkun í höfuðborginni • Þar sem þið viljið taka beygju meðan þið hemlið, þá flytjið þig bara þungann yfir á hægra skíði í vinstri beygju og öfugt í hægri beygju. Haldið búknum í sömu stöðu. 'i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.