Morgunblaðið - 20.03.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.03.1981, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI 66. tbl. 69. árg. FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Bretland: Fjórir lávarðar bætast í hópinn Lundúnum, 19. marz. AP. FJÓRIR lávarðar lýstu í dag yíir stuðningi við nýjan jafnaðar- mannaflokk i Bretlandi. t>rir þeirra hafa hingað til verið óflokksbundnir. en hinn fjórði hefur fylgt Verkamannaflokkn- um að málum. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að kosningabanda- lag hins nýja jafnaðarmanna- flokks, sem stofnaður verður í næstu viku, og frjálslyndra mundi hljóta um 40% atkvæða færu þingkosningar fram í Bretlandi Vopnaflutningar stöðv- aðir með hervaldi? Washintcton. 19. marz. AP. ALEXANDER Haig utanríkis- ráðherra Bandarikjanna upp- lýsti í dag að aðgerðir til að stöðva vopnaflutninga Kúbu- Khomeini: Valda- græðgin tíl trafala Teheran, 19. marz. AP KHOMEINI trúarleiðtogi í íran atyrti i dag stjórnmála- menn í landinu og kvað valda- græðgi þeirra orðna til traf- ala. Kvaðst Khomeini hafa af þvi áhyggjur að áhrif stjórn- málamanna væru að verða of mikil og gæti jafnvel svo farið að með slíku áframhaldi yrðu iranskir stjórnmálamenn ekki síður valdasjúkir en for- setar Sovétrikjanna og Bandarikjanna. Khomeini lét þessi ummæli falla við nokkra þingmenn, sem fengu áheyrn hjá honum í dag, en skömmu áður lýsti aðalsaksóknari írans, Aradab- ili trúarleiðtogi, því yfir að Khomeini væri ekki ofan og handan við landslög, og hlyti réttmæti úrskurðar hans um að ráðamönnum í íran sé óheimilt að viðra skoðanir sín- ar opinberlega að verða dregið í efa. manna til uppreisnarmanna í Rómönsku Ameríku væru í undirbúningi hjá Bandaríkja- stjórn. Ráðherrann kvað stjórn sína ekki hafa á taktein- um áætlun um hernaðarað- gerðir, en vildi þó ekki útiloka að um slíkt gæti orðið að ræða. „Slík áætlun liggur ekki fyrir á þessu stigi. Forsetinn hefur ekki haft tækifæri til að taka afstöðu til eða íhuga efnislega til hvaða ráðstafana skuli grip- ið,“ sagði Haig, og var þetta svar hans við þeirri spurningu hjá utanríkismálanefnd Öld- ungadeildar þingsins hvort stjórn Reagans útilokaði að um hernaðaríhlutun gæti orðið að ræða. Vetrarstemmning - Ljósm. Mbl. ÓI.K.M. ísrael: Dayan í framboð Tel Aviv. 19. marz. AP. MOSHE Dayan, fyrrum utanríkis- og varnarmálaráðherra Israels, hefur ákveðið að bjóða sig fram í þingkosningunum, sem fram fara í landinu 30. júní nk. Sagði Dayan við fréttamenn í dag að einungis kúvending í ísraelskum stjórnmál- um gæti fengið hann til að breyta ákvörðun sinni. Spánn: Herforingi skotinn Madrid. 19. marz. AP. LÖGREGLUYFIRVÖLD á Spáni lýstu i dag áhyggjum sinum af þvi að hryðjuverkamenn væru að „storka hernum“, og var hér vitnað til þess. að i morgun var herforingi skotinn á kirkjutröpp- um i Bilbao. Herforingjanum er vart hugað lif. Skotið sem hæfði manninn var af þeirri gerð, sem ETA notar í miklum mæli, en sjónarvottar segja að skyttan hafi verið ungl- ingsstúlka. Alvarleg átök í Póllandi: 200 lögreglumeim ráö- ast gegn 25 bændum Varsjá, 19. marz. AP. UM 200 lögreglumenn ruddust inn í stjórnarsetr- ið í Bygoszoz í kvöld og gengu í skrokk á 25 bænd- um sem höfðu setzt upp í byggingunni að loknum viðræðufundi með full- trúum hins opinbera. Kom til mikilla átaka og var a.m.k. einn bændanna fluttur í sjúkrahús, illa særður eftir barsmíðina. Hinir voru fluttir með valdi út úr byggingunni. Hér mun vera um að ræða alvarlegustu atök sem komið hefur til síðan verkalýðsbar- áttan hófst í landinu á síðasta sumri, og má búast við því að atburður þessi verði til þess að hella olíu á þann eld sem fyrir er, en pólskir bændur eru að hefja nýja sókn til að fylgja NATO hafnar slökun- artillögum Brézneffs BrtlBHel, 19. marz. AP STJÓRNIR aðildarrikja Atl- antshafsbandalagsins hafa tekið þá afstöðu að hafna beri flestum tillögum Brézn- evs forseta Sovétrikjanna um slökun að svo komnu máli. Joseph Luns, framkvæmda- stjóri bandalagsins, gerði grein fyrír þessari afstöðu aðildarrikjanna i dag, og lét þá m.a. svo um mælt að tiilaga Bréznevs um viðræðu- fund þeirra Reagans Banda- rikjaforseta á næstunni væri ekki timabær. Þá sagði Luns að tillögur Sovét- manna um að ekki yrði fleiri eldflaugum komið fyrir í Evrópu að sinni, væru með öllu óaðgengi- legar. Slík ákvörðun yrði óhjá- kvæmilega Sovétmönnum í hag, þar sem þeir hefðu nú á að skipa langtum fleiri eldflaugum en NATO-ríkin. Luns kvað það ský- lausa kröfu NATO að Sovétríkin hyrfu brott frá Afganistan með herlið sitt og kvað afstöðu banda- lagsins til Sovétríkjanna mundu mótast mjög af því á næstunni hvort stjórnin í Kreml sýndi það í verki að hún væri í friðarhug. Framkvæmdastjórinn lagði áherzlu á að enda þótt samstaða væri um það innan bandalagsins • að ekki væri hægt að ganga að slökunartillögum Bréznefs væri áhugi á viðræðum, sem orðið gætu til að auka friðarhorfur, en slíkar viðræður ætti ekki að hefja nema þær hefðu verið vel undirbúnar og ákveðnar vonir væru um árangur af þeim. fram kröfum sínum um að samtök þeirra verði viður- kennd. Verkföllum er hótað um allan norðvesturhluta landsins, ekki sízt í þeim héruðum sem liggja að sov- ézku landamærunum. Kania flokksleiðtogi fór óvænt til Ungverjalands í dag í boði Kadars flokksleiðtoga þar í landi, til viðræðna um ástandið í Póllandi. Bændasamtökin hafa kraf- izt nýrrar löggjafar, sem tryggi þeim rétt til að starfa óháð ríkisvaldinu, fyrir 10. apríl nk. Þá er þess krafizt að stofnaður verði opinber sjóður til að standa straum af land- búnaðarrannsóknum, auk þess sem krafizt er frestunar landsfundar svokallaðrar „landbúnaðarhreyfingar" þar til lýðræðislegt kjör fulltrúa á fundinn hafi farið fram, en hreyfing þessi hefur hingað til verið mjög undir áhrifum kommúnistaflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.